Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 44
4 44 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR SIGURÐSSON skósmíðameistari, Sævangi 8, Hafnarfirði, lést á heimili sínu aðfaranótt mánudagsins 19. júlí. Guðbjörg Kristjánsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Barbro Glad, Kristján Sigurðsson, Lára Guðrún Agnarsdóttir, Rúnar Sigurðsson, María Ýr Valsdóttir, Anna Sigurðardóttir, Bjarki Bjarnason og bamabörn. t Elskulegur drengurinn okkar, bróðir og dóttur- sonur, KRISTINN RÚNAR INGASON, Suðurhólum 22, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 11. júlí, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á meðferðarheimilið Virkið. Indíana Þorsteinsdóttir, Rósa Sigrfður Sigurðardóttir, Ingi Rúnar Ellertsson, Þrúða Sif Einarsdóttir, Marteinn Jón Ingason, Rósa G. Halldórsdóttir og aðrir aðstandendur. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SNÆBJÖRN JÓNASSON fyrrverandi vegamálastjóri, Laugarásvegi 61, sem lést föstudaginn 16. júlí, verður jarðsung- inn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 23. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Styrktar Sjúkrahúss Reykjavíkur í síma 525 1179. og minningarsjóð Bryndís Jónsdóttir, Sigríður Snæbjörnsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Jónas Snæbjörnsson, Þórdis Magnúsdóttir, Herdís Snæbjörnsdóttir, barnabðrn og bamabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EYJÓLFUR VILHELM ÁGÚSTSSON, Vesturvör 22, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. júlí kl. 15.00. Kristfríður Kristmarsdóttir, Róbert G. Eyjólfsson, Anna M. Bjðrgvínsdóttir, Svanhildur Eyjölfsdóttir, Guðmundur Þ. Jónsson, Elísabet Eyjólfsdóttir, Gunnar H. Magnússon, Einar A. Eyjólfsson, Sigrún Á. Sigmarsdóttir, Ágúst K. Eyjólfsson, Ásta K. Eyjólfsdóttir, Jeffrey K. Takehana, bamabörn, barnabarnabðrn, stjúpbörn og aðrir aðstandendur. * t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRANNA STEFÁNSDÓTTIR sjúkraliði, Klapparstíg 1, Reykjavík, sem andaðist fimmtudaginn 15. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju næstkomandi föstudag, 23 júlíkl. 15.00. Rúnar Ármann Arthúrsson, Brynja Arthúrsdóttir, Rut Arthúrsdóttir, Pétur Friðrik Arthúrsson, Stefán Júlíus Arthúrsson, tengdabörn, bamaböm og bamabarnabðrn. OSKAR Þ. JOHNSON + Óskar Þ. John- son fæddist í Jómsborg í Vest- mannaeyjum 15. júlí 1915. Hann lést í svefni á heimili sihu aðfaranótt 28. júnf síðastliðinn og fór útför hans fram 12. júlí. EkM óraði mig fyrir því að hann Óskar yrði allur svo fljótt eftir að ég hitti hann á röltinu um daginn, einn og svo oft áður. Óskar, sem þrátt fyrir háan aldur var svo hress og stutt í stráks- legan hláturinn. Óskar hef ég þekkt frá því ég man eftir mér, enda bjuggum við hlið við hlið öll mín uppvaxtarár í Eyjum. Móðir mín hafði það oft á orði að betri ná- granna en Óskar og Sigríði, þáverandi konu hans, hefði hún aldrei haft. Ég minnist Óskars í golfi í Herjólfsdal, í göngutúrum út um Eyju með vinum sín- um Magga og Jóa og á trillubátnum Soffíu sem var eins og hann, snyrtimennskan upp- máluð. Áður en Óskar tók við bóka- verslun föður síns í Vestmannaeyj- um var hann aflasæll skipstjóri og varð m.a. aflakóngur Eyjanna á mb. Gullveigu og mb. Tý. Þurfti þó nokkuð til á þeim árum. Kynni okkar héldust áfram eftir Vestmannaeyjagosið hér fyrir sunnan, enda við Diddi sonur hans miklir vinir. Við hittumst oft við ýmis tækifæri og alltaf var ég fróð- ari eftir að hafa talað við hann því minni hans var með eindæmum gott. Hafði hann frá mörgu að segja frá gömlum tímum og einnig fylgdist hann vel með því sem var að gerast í kringum hann. Oskar var alla tíð ákaflega vel á sig kominn, stundaði golf, sund og göngur til dánardægurs. Þegar ég og synir Óskars hjálpuðum honum og Jóhönnu sambýliskonu hans að flytja í nýja íbúð fyrir þremur ár- um fannst mér stundum spurning hver væri elstur, slíkur var eld- móður hans og kraftur. Genginn er góður maður sem gott er að minnast. Vil ég með þessum línum kveðja Óskar, þakka fyrir kynnin og votta aðstandend- um hans mína dýpstu samúð. Jóhann Runólfsson. ÞORARINN MAGNÚSSON + Þórarinn Magn- ússon fæddist 1. desember 1943 á Akureyri. Hann lést 5. júlí síðastlið- inn. Hann var son- ur hjónanna Þuríð- ar Helgu Jónsdótt- ur, f. 1907, og Magnúsar Jiílíus- sonar, f. 1904. Systkini Þórarins eru Jón Hilmar, f. 1925, Friðrik, f. 1928, Margrét, f. 1930, Kristbjörg, f. 1932, Jósefína, f. 1935, Sigursveinn, f. 1937, Inga, f. 1940, Rósa, f. 1941, og Skarphéðinn, f. 1946. Hinn 25. desember 1962 kvæntist Þórarinn Bergrósu Sigurðardóttur, f. 4. nóvember 1944. Börn þeirra eru: 1) Sig- urður, verkfræð- ingur, f. 1967, kona hans er Þóra Björg Magnúsdóttir, lyfja- fræðingur. Þeirra synir eru Sindri, f. 1992, og Snorri, f. 1997. 2) Helga Mar- ía, leikskðlakenn- ari, f. 1971, hennar maður er Gunnar Georg Gunnarsson, sjómaður. Þeirra börn eru Ragna Sif, f. 1992, og Kristján Gunnar, f. 1998. 3) Arnar, f. 1975, nemi í Reykjavík. Þórarinn vann lengstum skrifstofustörf hjá Iðnaðar- deild Sambandsins, Álafossi og si'ðast hjá Foldu. TJtför hans fór fram frá Gler- árkirkju 12. júlí síðast liðinn. Hve fátt verður sagt með orðum einum af öllu, sem dylst í hugarins leynum. Svo hljóðlega hvarfst þú úr hópnum, hróðir, sem hvirflist laufblað um skógarslóðir í haustsins vindum og hverfi sýn. I hljóði er þökkuð samfylgd þín. Þegar við setjumst niður til að minnast Þórarins vinar okkar kem- ur margt upp í hugann, góðar stundir, kraftmiklar umræður, gleði og hlátur. Kannski umfram allt þakklæti fyrir að hafa fengið um stund að vera samferða í þessu æv- intýri sem lífið er. Það var um 1970 sem við, nokkur ung hjón með lítil börn, fluttum inn í stigagang í ný- byggðri blokk í Glerárhverfi. Þetta var góður hópur sem fljótlega tengdist vináttuböndum og börnin voru eins og stór systkinahópur. I aðkallandi verkefnum var gott að eiga Þórarin að, hann var fljótur að skipuleggja og stjórna okkur hin- um. „Við gerum þetta svona og dríf- um í því." Svo var bara drifið í því og hlegið mikið á meðan. Já, árin í Skarðshlíðinni voru góð en ekkert er óumbreytanlegt og fólk fór að skipta um íbúðir þegar fjölskyld- urnar stækkuðu en samt misstum við ekki hvert af öðru og héldum t Hjartkær móðursystir mín og vin- kona, KRISTfN MARGRÉT KONRÁÐSDÓTTIR, Hafnargötu 26, Siglufirði, lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar sunnu- daginn 18. júlí. Fyrir hönd systkina hennar og annarra vandamanna, Fanney Vernharðsdóttir, Skarphéðinn Guðmundsson. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hjarðarholtl 8, Akranesi, lést á sjúkrahúsi í Danmörku laugardaginn 17. júlí. Sigurður Geirsson, Björgvin Sigurðsson, Helga Magnúsdóttir, Marta Sigurðardóttir, Tómas Sigurðsson, bamabörn og bamabamabörn. áfram að hittast. Ekki síst rninn- umst við glæsilegra matarboðanna sem haldin voru ár hvert um nokk- urt skeið. Þar var Þórarinn í broddi fylkingar og skipulagði og setti saman hina flóknustu matseðla, auðvitað í tölvutæku formi. Einnig var farið í fjölskylduútilegur og dvalið í sumarhúsum við gleði og söng. En sorgin gleymir engum og síð- ustu mánuði höfum við fylgst með baráttu Þórarins við erfiðan sjúk- dóm. Við sáum veikan mann en við sáum líka hlýjan og heilsteyptan mann sem tókst á við erfiðleika sína með mikilli reisn. Elsku Bergrós, Sigurður, Helga María, Arnar og fjölskyldur. Við hugsum til ykkar og biðjum góðan guð að styrkja ykkur í þungri sorg. Svo hvirflist þá laufið og hverfi sýnum. Hver mætti granda draumum þínum? Eg veit þér mun kær þinn hvflustaður, og hvfl þar óhultur, draumamaður, vitandi að allt sem var það er og verður ei tekið frá þér né mér. (Jakobína Sig.) Þökkum samfylgdina, elsku vinur. Þórhildur, Guðjón, Kristín, Páll, María, Vébjörn, Sigríður, Frímann, Guðrún, Björn og fjölskyldur. Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (rninning@mbl.- is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem við- hengi. Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-texta- skrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfeet einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.