Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 4^ MORGUNBLAÐIÐ JIJ0r0Mt#M>i$> STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI: FRAMKVÆMDASTJÓRI: RITSTJÓRAR: Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KVENNAIÞROTTIR OG FJÖLMIÐLAR FLESTIR, ef ekki allir fjölmiðlar, hafa legið undir vax- andi gagnrýni frá konum vegna takmarkaðrar umfjöllun- ar um íþróttaþátttöku kvenna. Þær konur, sem hafa látið sig þetta málefni nokkru skipta telja, að lítil umfjöllun um þátt- töku kvenna í íþróttum og þá ekki sízt knattspyrnu dragi úr áhuga kvenna á að iðka íþróttir. Þátttaka haldist í hendur við umfjöllun í fjölmiðlum og því meiri sem þátttakan verður þeim mun líklegra sé að afrekskonur vaxi úr grasi. Á meðal íþróttafréttamanna hefur það viðhorf lengi verið ríkjandi, að umfjöllun um íþróttaþátttöku kvenna hlyti að taka mið af þeim árangri, sem næst og fréttagildi íþróttaviðburðanna að öðru leyti. Nú er auðvitað ljóst, að í sumum tilvikum eru þátttöku kvenna í íþróttum gerð góð skil í fjölmiðlum. Umfjöllun fjöl- miðla um Völu Flosadóttur og afrek hennar er skýrt dæmi um þetta og jafnframt er alveg ljóst, að hún hefur orðið fyr- irmynd fjölmargra ungra stúlkna, sem leggja nú stund á íþróttir. í samtali við Morgunblaðið sl. sunnudag segir Vanda Sig- urgeirsdóttir, þjálfari kvennaliðs KR, m.a.: „Rannsóknir sýna, að íþróttir hafa gífurlegt forvarnargildi hvað varðar áfengi og vímuefni, stuðla að bættri heilsu, betri árangri í námi og svona mætti lengi telja. Engu að síður eru lagðir steinar í götu kvenna og skortur á umfjöllun er einn þeirra. Með því vantar fyrirmyndir af eigin kyni en vitað er að þær eru mikilvægar. Vala Flosadóttir er bezta dæmið um það. Hún fær þá umfjöllun, sem hún á skilið og skyndilega standa stúlkurnar í röðum í stangarstökkskeppnum frjálsíþrótta- móta. Umfjöllun ein og sér bjargar þó ekki öllu. Stúlkur verða líka að fá hvatningu heima fyrir en rannsóknir sýna að þær fá hana síður en drengir. Þetta held ég að sé það atriði, sem við þurfum að laga fyrst." Hildur Sveinsdóttir, sem er móðir tveggja stúlkna, sem eru í hópi fremstu knattspyrnukvenna landsins, segir í við- tali við Morgunblaðið í fyrradag: „Eg er afskaplega óánægð með umfjöllunina. Hún hefur stundum engin verið um heila umferð í deildinni hjá stúlkunum og stundum er bara einn leikur tekinn fyrir. Það er eins og íþróttin komist ekki að, hvort heldur sem er hjá fjölmiðlum eða félögum." Það er ljóst af þessum ummælum og öðrum, að margar konur líta svo á, að íþróttaþátttaka kvenna skipi ekki þann sess í fjölmiðlum, sem eðlilegt geti talizt. Þetta er gagnrýni, sem fjölmiðlar geta ekki horft fram hjá. SAMSTAÐA UM LISTASKÁLA SAMSTAÐA, samsýning 61 listmálara, var opnuð sl. laug- ardag í Listaskálanum í Hveragerði og mun standa til 1. ágúst. Tildrög sýningarinnar eru þau, að listamennirnir vilja vekja athygli á erfiðum rekstri Listaskálans, sem var byggð- ur af Einar Hákonarsyni, listmálara, en hann taldi vanta sér- hannaðan sýningarsal, sem uppfyllti þarfir listamannanna sjálfra og myndlistarinnar. I formála sýningarskrár segir Einar m.a.: „Nokkrir myndlistarmenn ámálguðu við mig, hvort ekki væri við hæfi að efnt yrði til samstöðusýningar með Lista- skálanum í Hveragerði og til þess að vekja athygli á mál- verkinu, sem listformi, og stöðu listamanna í íslenzku samfé- lagi við aldarlok. Blóminn af listmálurum þjóðarinnar á öll- um aldri hefur nú tekið sig saman og efnir nú til einhverrar fjölbreyttustu og fjölmennustu málverkasýningar, sem sést hefur hér á landi. Það væri stór skaði, ef þetta framtak á sviði menningarmála verður ekki starfrækt eins og til var stofnað í upphafi." Bygging og hönnun Listaskálans í Hveragerði er einstak- lega vel heppnuð og ekki fer milli mála, að þar er einn bezti sýningarsalur landsins. 011 aðstaða önnur fyrir sýningar- gesti og vegfarendur er til fyrirmyndar. Vel búinn veitinga- salur er fyrir hendi og ágæt aðstaða til veitinga úti við. í byggingunni er einnig rúmgóð og sérhönnuð aðstaða listmál- arans. Ohætt er að taka undir með Einari Hákonarsyni, að það væri stór skaði verði Listaskálanum lokað til frambúðar. Full ástæða er fyrir Hveragerðisbæ, önnur sveitarfélög á Suðurlandi og ríkisvaldið að tryggja áframhaldandi rekstur þessa menningarseturs í samráði við frumkvöðulinn, t.d. í tengslum við áætlun ríkisstjórnarinnar um menningarhús á landsbyggðinni. í Reykholti í Borgarfírði stendur nú yfir fornleifa- uppgröftur á vegum Þjóðminjasafns íslands. Helsta markmið þessa áfanga er að fínna teng- ingu Snorralaugar við hinn forna Reykholtsbæ en auk þess eru forn- leifafræðingarnir hugs- anlega komnir niður á virkið sem Sturlunga hermir að Snorri Sturlu- son hafi látið reisa í Reykholti. Orri Páll Ormarsson brölti um hugsanlegar bygg- ingar Snorra í fylgd Guðrúnar Sveinbjarnar- dóttur stjórnanda rann- sóknarinnar. REYKHOLT í Reykholtsdal er í röð merkustu sögustaða íslands. Kunnastur er stað- urinn vegna búsetu Snorra Sturlusonar, 1206-1241, sem margir telja mestan allra skálda og fræði- manna sem ísland hefur alið. Forn- leifauppgröftur þar um slóðir hlýtur því að teljast til viðburða og gera má ráð fyrir að margur bíði niðurstaðna með eftirvæntingu. Hvað skyldi koma upp úr krafsinu? Og ekki vantar áhugann hjá forn- leifafræðingunum sjö og íslensku- nemanum sem leggur þeim lið, þar sem þeir læðast um tóftirnar, er blaðamann ber að garði, líkt og þær væru úr postulíni. „Við verðum að fara varlega við þessar aðstæður, hann hefur rignt svo duglega upp á síðkastið," upplýsir Guðrún Svein- bjarnardóttir fornleifafræðingur og stjórnandi rannsóknarinnar, „annars hættum við á skemmdir. Það er á mörkunum að við getum athafnað okkur hérna í augnablikinu." Því getur blaðamaður vel trúað þar sem hann stendur í forinni miðri, með aurinn upp að hnjám, svo að segja, og uppgötvar sér til skelfingar að hann hefur gleymt að skipta um skótau - er enn í betri skónum. Að hugsa sér! Veðrið skiptir sem sagt sköpum þegar fornleifauppgröftur er annars vegar. „Við vorum mjög heppin með veður framan af," heldur Guðrún áfram og starfssystir hennar, Mar- grét Gylfadóttir, bætir við að hópur- inn hafi þurft að leita skjóls í kaffitím- um - fyrir sólinni. Pað hlýtur að vera millivegur? Fornleifar fóru að finnast í Reyk- holti þegar byrjað var að byggja hér- aðsskólann á ruslahaug gamla bæjar- ins árið 1929. Síðan voru byggð fleiri hús í tengslum við skólann, skóla- stjórahús, fjós og íþróttahús og það var við byggingu síðastnefnda mann- virkisins að komið var niður á jarð- göngin kunnu sem lágu frá Snorra- laug að Reykholtsbænum. Göngin voru grafin upp að hluta ár- ið 1941. Að þeim uppgreftri, sem um leið var fyrsta fornleifarannsóknin í Reykholti, stóð Matthías Þórðarson þjóðminjavörður. Lét hann byggja upp göngin alveg að íþróttahúsinu. Sú endurbygging var síðan gerð upp í kringum 1960 og göngin þá stytt. Ekki hefur göngunum þó verið haldið við og undanfarin þrjú ár hafa þau verið lokuð, þar sem ástand þeirra er ekki upp á marga fiska. Guðrún bind- ur hins vegar vonir við að úr því verði unnt að bæta fijótlega. „Síðan dreym- ir okkur auðvitað um að finna teng- ingu ganganna við bæjarhúsið. Það er forgangsverkefni okkar í þessari lotu." Rannsóknir hófust 1987 Fleiri hús hafa verið reist í Reyk- holti hina síðari áratugi og við þær framkvæmdir hafa fieiri fornminjar komið í Ijós. Það er hins vegar ekki Á ÞESSU svæði í Reykholti fer uppgröfturinn fram í sumar. E hún sinnir mólIöku ferðamanna og fræðslu ui A SLOÐ £ STURLU fyrr en 1987 að farið er út í skipulagðar fornleifarannsóknir á gamla bæjarstæð- inu norðan héraðs- skólans að undirlagi menntamálaráðu- neytisins. Á þeim tíma fundust leifar af gangabæ frá 17. - 18. öld sem Guðrún seg- ir að hafi verið for- veri bæjarins sem rifinn var um 1930. Inngangur fyrr- nefnda bæjarins sneri til suðurs en þess síðarnefnda til vesturs, auk þess sem eldri bærinn hefur staðið nokkru austar. Ennfremur voru gerðir prufuskurðir 1987 og komu þykk mannvistarlög í ljós á svæðinu sem unnið er á núna. Á því byggir Guðrún þá kenningu sína að þarna hafi bær hugs- anlega staðið allar götur frá landnámi. „Því er ekki að neita að við gerum okkur vonir um að finna miðaldabyggð á svæðinu en við höfum þegar fundið eldstæði og veggjabrot frá þeim tíma." Guðrún segir rannsóknina sem hófst árið 1987 hafa markað tímamót varðandi fornleifarannsóknir í Reyk- holti en því miður hafi hún aðeins staðið í tvö sumur - þá þraut fjár- GUÐMUNDUR H. Jónsson fornleifafræðingur grefur fn laug. Stefnt er að því að finna tenginguna ^ magn. Ekkert var aðhafst fyrr en árið 1997 að ljóst var að héraðsskólanum yrði lokað. Fóru menn þá að huga að uppbyggingu Reykholts og liður í henni var áætlun til nokkurra ára um umfangsmiklar fornleifarannsóknir á staðnum. Ríkissjóður veitir fé til verksins og var Þjóðminjasafnið feng- ið til að annast framkvæmdina. su há sv St) rá mi Be +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.