Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 23 ERLENT Fyrsta Bandaríkjaferð nýs forsætisráðherra Israels Gefur sér 15 mánuði til að semja við araba Washington. Reuters. EHUD Barak, forsætisráðherra ísraels, kvaðst á sunnudag búast við því að vita innan fimmtán mánaða hvort ísraelar gætu náð friðarsam- komulagi við Palestínumenn, Sýr- lendinga og Líbana. „Stund sannleikans er að renna upp," sagði forsætisráðherrann í viðtali við NBC-sjónvarpið. „Við þurfum að standast þetta ögrandi viðfangsefni, binda enda á hundrað ára átök og styrkja, fremur en veikja, ísraelsríki." Barak snæddi kvöldverð með Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu á sunnudagskvöld en fréttin um að flugvél Johns F. Kennedys yngri hefði farist varpaði skugga á veisl- una. Barak vottaði bandarísku þjóðinni samúð sína vegna flugslyssins og Bill Clinton forseti tengdi slysið við friðarviðræðurnar í Miðausturlönd- um. „Þetta minnir okkur aftur á að líf mannsins er hverfult, að við dauð- legir menn þurfum að vera auð- mjúkir og þakklátir fyrir hvern dag, gera sem mest úr hverjum degi, og við verðum að takast á við þá skyldu okkar að stuðla að friði í Miðaustur- löndum í þessu ijósi," sagði Clinton. Barak var í fyrstu ferð sinni til Bandaríkjanna sem forsætisráð- herra og skýrði Clinton frá helstu skilyrðum sínum fyrir friðarsam- komulagi við Palestínumenn. Að sögn Davids Levys, utanríkisráð- herra Israels, tók Barak fram að ísraelsstjórn myndi ekki afsala sér Prescott „stéttvís" áný Lundúnum. The Daily Telegraph. JOHN Prescott, aðstoðarfor- sætisráðherra Bretlands, sagð- ist á sunnudag - þvert á fyrri yfirlýsingar - telja sig til verka- mannastéttar. Prescott, sem olli miklu írafári fyrir um þremur árum er hann lýsti því yfir að hann teldi sig vera millistéttar- mann, lét þessi ummæli falla í sjónvarpsþætti á BBC, í fyrsta sinn síðan kastaðist í kekki með honum og Bert Prescott, föður hans, sem telur son sinn vera af verkamannastétt. Talið er að ummæli föðurins hafi vakið reiði Johns Prescotts en í viðtalinu sagði hann að þau væru ekki orsök illinda milli feðganna. „Mér finnst það fremur kjánalegt að ræða um að vera fæddur í „verkamanna- stétt eða millistétt". [...] Ég lít á þetta sem eins konar brandara. Við erum of upptekin af stétt í þessu landi. I hjarta mínu er ég úr verkamannastétt, þar hef ég alltaf verið og þaðan kom ég," sagði Prescott. Reuters EHUD Barak, forsætisráðherra ísraels, skálar við Bill Clinton Banda- ríkjaforseta í veislu í Hvíta húsinu á sunnudagskvöld. öllum landsvæðunum sem ísraelar hertóku 1967, Jerúsalemborg yrði öll undir stjórn ísraela, ekki yrði hróflað við flestum byggðum gyð- inga á Vesturbakkanum og ísraelar myndu ekki fallast á erlent herlið vestan Jórdanar. Palestínskum hreyfingum sagt að leggja niður vopn Félagar í róttækum hreyfingum Palestínumanna skýrðu frá því í gær að Sýrlendingar hefðu beðið þær um að hætta vopnaðri baráttu sinni gegn ísraelum þar sem sýr- lenska stjórnin vildi friðmælast við þá. Abed-Halim Khaddam, varafor- seti Sýrlands, átti fund með leiðtog- um hreyfinganna í Damaskus í byrjun júh og sagði þeim að þær yrðu nú að „hætta vopnaðri baráttu sinni, stofna stjórnmálaflokka og einbeita sér að félagslegum málefn- um", að sögn eins heimildarmann- anna. Hann bætti við að Hizbollah- hreyfingin í Líbanon hefði einnig verið beðin um að hætta árásum sínum á norðurhluta ísraels. Norður-Irland Ummæli Aherns vekja reiði sam- bandssinna Belfast. Reuters. EINN af forystumönnum sam- bandssinna á Norður-írlandi gagn- rýndi Bertie Ahern, forsætisráð- herra írlands, í gær harðlega fyrir orð sem hann lét falla á sunnudag en þá sagði Ahern að ekki væri ör- uggt að írski lýðveldisherinn (IRA) myndi standa við skuldbind- ingar um að afvopnast fyrir maílok árið 2000 eins og friðarsamkomu- lagið, sem kennt er við föstudaginn langa, kveður á um. Sagði Ken Maginnis, sem er þingmaður fyrir Sambandsflokk Ulster (UUP), að ummæli Aherns gætu reynst náð- arhöggið fyrir friðarumleitanir á N-írlandi og að öll frekari sam- skipti sambandsinna við Ahern væru í óvissu vegna þeirra. „I Ijósi þessara yfirlýsinga verð- ur afar erfitt fyrir sambandssinna að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í viðræðum við forsætis- ráðherrann nema hann geri frekari grein fyrir afstöðu sinni," sagði Maginnis. „Ef eitthvað eitt ógnar alvarlega friðarsamkomulaginu þá held ég að það sé þessi yfirlýsing." Ahern hitti Gerry Adams, leið- toga Sinn Féin, stjórnmálaarms IRA, í gær en á sunnudag sagði Ahern að hann þættist vita að IRA myndi vilja meiri tíma til að af- vopnast í kjölfar þess að tilraunir til að mynda heimastjórn fóru út um þúfur í síðustu viku, og friðar- umleitunum þar með stefnt í óvissu. I hverri viku Eins og hann borðar ». 589 CSISSÍ&Cll Lifðu fyrir sjáifa pig tíyiu \jijiijt hi3h uujjjjjujjiJjí3V iJ íjjj íj íiíií JJJÍ3Í11 JJÍJJ'JÍJ? PROFAÐU Q23l/yt er kjörínn í fjölskylduferðalagið. Þessi jepplingur er á góðu verði og hefur fengið frábærar viðtökur. Rav 4 • Árg. 1996 • 2000 vél • 5 dyra • Blágrár • Ekinn 87 þús. • Verð 1.610.000 kr. Rav 4 • Árg. 1996 • 2000 vél • 5 dyra • Blásans • Ekinn 65 þús. • 1.690.000 kr. Rav 4 • Árg. 1996 • 2000 vél • 5 dyra • Blár • Ekinn 59 þús. • 1.750.000 kr. Rav 4 • Árg. 1998 • 2000 vél • 5 dyra • Sæblár • Ekinn 20 þús. • 1.950.000 kr. Markmið okkar er að tryggja viðskiptavinum örugg og áhyggjulaus bílaviðskipti. Allir notaðir bilar hjá Toyota fara í gegnum vandað söluskoðunarferli og eru flokkaðir og verðlagðir samkvæmt því. Auk þess er boðið upp á eftirfarandi nýjungar: ókeypis skoðun, 14 daga skiptirétt og allt að eins árs ábyrgð. ® TOYOTA Betn notaðir bflar Sími 563 4400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.