Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR JON HALLDÓRSSON + Jón Halldórsson fæddist 7. októ- ber 1916 í Hnausi í Villingaholtshreppi, Árnessýslu. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldór Jóns- son, bóndi í Hnausi og síðar fisksali í Reykjavík, f. 4.3. 1885, d. 1.1.1950 og Guðrún Jónasdóttir, húsmóðir, f. 9.7. 1890, d. 7.2. 1965. Jón átti 12 systkini. Af þeim eru fimm á lífi, Jónas, Sigur- veig og Hanna, búsett í Rvík, Kristín, búsett í Bandaríkjun- um, og Óskar, búsettur í Njarð- vík. Hinn 3. nóvember 1945 kvæntist Jón Margréti Eyjólfs- dóttur, f. í Reykjavík 21. mars 1924. Foreldrar hennar voru Eyjólfur Brynjólfsson, f. 1889, d. 1973, og kona hans, Kristín Árnadóttir, f. 1899, d. 1974. Dætur Jóns og Margrétar eru: 1) Kristín, f. 17.2. 1948, maki Grímur Valdimarsson, f. 20.3. „Þannig er það með lífið að mað- i ur kemur og maður fer". Þetta sagði hann afi við okkur einhverju sinni fyrir nokkru. Þó að afi hafi nú yfirgefið þetta jarðneska líf er það fjarri því að hann sé farinn. Við sem þekktum hann minnumst hans ávallt í hjört- um okkar og vitum að einhvers staðar úr fjarska fylgist hann með okkur. Við systkinin verðum ætíð þakklát fyrir þann tíma sem við átt- um með afa. Afi, það var yndislegt að hafa átt • þig að og heilræði þín um að maður sé ríkur eigi maður góða heilsu, gott samferðafólk og beri ekki öfund til annarra mun verða okkur að leiðar- Ijósi í framtíðinni. Guð blessi þig. Stefán og Ragnhildur. • Elsku afi, við systkmin viljum fá að kveðja þig með nokkrum orðum. Það var alltaf svo gott að koma , til ykkar ömmu í Teigagerðið þar ,' sem okkur var tekið með opnum örmum. Um leið og stigið var inn um dyrnar varst þú kominn í eld- húsið að hella upp á kaffi og svo j töfraði amma fram hinar ýmsu kræsingar. Ef nálgaðist matartíma var aldrei um annað að ræða en að maður væri í mat líka. Þú áttir alltaf súkkulaði uppi í skáp sem var laumað að manni. Smápeningarnir sem þú hafðir safnað í gegnum tíð- ina og geymdir í dollum uppi í skáp voru sannkallaður fjársjóður í aug- um lítilla barna. Þar var nú gaman að gramsa og fann maður þar oft peninga frá ýmsum löndum. Sund- laugarnar í Laugardal voru líka fastur punktur í lífi ykkar. Þau i voru ófá skiptin sem við barna- börnín fórum með ykkur og voruð þið óþreytandi við að kenna okkur 1949, börn þeirra: a) Margrét, f. 1971, maki Hörður Guð- jón Kristinsson, f. 1972 og þeirra börn: Unnur María, f. 1993 og Hilmar Þór, f. 1998. b) Jón Þór, f. 1975 c) Hrafnhildur Vala, f. 1977. 2) Hjördís Hulda, f. 18.8. 1951, maki Kristján Ágústsson, f. 7.3. 1951, börn þeirra: a) Stefán Orn, f. 1978 b) Ragnhildur, f. 1981. Kristján átti áður Frida Kristin, f. 1974, maki Lars Ström, f. 1970. 3) Gyða, f. 20.1. 1956, maki Guðmundur Inga- son, f. 19.11. 1954, börn þeirra: a) Ingi Hrafn, f. 1982, b) Rann- veig Hildur, f. 1990, c) Halldór Arnar, f. 1992. Jón lauk námi í járnsmíði og vann alla tíð við þá iðn. Síðustu 30 ár starfsævi sinnar vanh hann hjá Flugmálastjórn. Utför Jóns Halldórsonar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, þriðjudaginn 20. júlí, og hefst athöfnin klukkan 13.30. sundtökin. Eftir á var svo farið í bakaríið og keypt nýtt brauð og snúðar. Þegar heilsan fór að versna fækkaði sundferðunum og við vit- um að það áttir þú erfitt með að sætta þig við. Það sem situr eftir í minningunni um afa síðustu árin er minning um mann sem var þakklátur fyrir líf sitt. Hann sagði oft: „Það er gott að eiga góða að og gott samferðafólk í gegnum lífið." Það er svo sannar- lega rétt og höfum við verið heppin að hafa haft afa svona lengi í lífi okkar. Hann kenndi okkur margt og umvafði okkur ást og hlýju. Við vorum alltaf velkomin í Teigagerðið hvernig sem stóð á hjá þeim og var tekið á móti okkur með þeim orð- um: „Elsku vinurinn minn, hvað það er gott að sjá þig." Elsku amma, megi Guð gefa þér styrk í sorg þinni. Þú hefur misst mikið en við sem eftir lifum verð- um að vera þakklát fyrir þann tíma sem við höfðum með afa. Elsku afi, við söknum þín sárt og trúum því varla að við fáum ekki að sjá þig aftur. Það er erfitt að koma í Teigagerðið og sjá þig ekki hella uppá kaffi lengur. Það styrkir okk- ur samt í sorg okkar að vita að þú finnur ekki tii lengur og ert farinn á betri stað. Guð blessi minningu þína. Margrét, Jtfn Þór og Hrafnhildur Vala. „Nóg hefur sá sér nægja lætur" eða „Oft verður góður hestur úr göldnum fola". Oft var tengdapabbi með slík hnyttin tilsvör og átti einnig til að fara með vísustúf. Hann var orðheppinn. ¦ Jón var á sínum yngri árum hraustmenni og ósérhlífinn, en oft- ast fór lítið fyrir honum. Hann Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðalhnubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. stundaði sundlaugarnar í Laugardal síðan hann mundi eftir sér og kom Möggu sinni á bragðið. Jón kom sér yfirleitt vel hvar sem hann var eða vann. Forlögin höguðu því þannig að Jón hætti á togaranum Braga túr- inn áður en hann fórst og gerðist lærhngur í járnsmíði í Landsmiðj- unni 24 ára. Frá Landsmiðjunni fór Jón að vinna við olíufýringar hjá Sóló-elda- vélum hjá Jóhanni Kristjánssyni. Sögu heyrði ég hjá einum, sem ólst þar upp þegar Jón var að vinna þar. Þeim þótti Jón mikill galdramaður að geta kveikt í snjó. En þá hafði Jón sett „karbítmola í snjóinn og kveikt í". Eftir nokkur ár í olíufýringunum fór Jón til flugmálastjórnar og vann hann þar í um 30 ár eða nær allan sinn starfsaldur. Á hann þar ófáa smíðagripi og var hann eftirsóttur starfsmaður og góður járnsmiður. Þegar ég lít yfir farinn veg með Jóni Halldórssyni minnist ég margra góðra stunda í Teigagerði 5 með honum og Möggu, þar sem stórfjölskyldan og fjölmargir aðrir hafa notið einstakrar gestristni og gjafmildi þeirra samhentu og sam- rýndu hjóna. Það sem einkenndi lífsskoðun Jóns var hvað hann lagði mikla áherslu á hógværð í kröfugerð, rétt- læti og sanngirni. Hann varði rétt hins smærri gegn þeim stærri og valdameiri. Mikilvægast væri að hafa góða heilsu, en þess naut hann þar til hann fór í mikinn hjartaupp- skurð, en það var eins og eftir þá aðgerð næði hann sér aldrei að fullu. Aldrei snerti hann vín eða tó- bak. Hann talaði um mikið barnalán, börn og barnabörn og gott sam- ferðafólk. Hann var mjög þakklátur maður og vildi gera sem minnstar kröfur til annarra en sjálfs sín. Það er ekki ofsagt að tengdafað- ir minn, hann Jón Halldórsson, sem við nú kveðjum, hafi verið al- veg einstakt góðmenni og gæfu- maður. Margir munu ævinlega minnast hans fyrir hans einstöku manngæsku, velvild og hlýju. Hann átti tíma fyrir börnin og barna- börnin. Þau sakna nú sárlega síns góða afa. Að leiðarlokum vil ég þakka þér, Jón minn, fyrir góðmennsku þína í minn garð og barna minna. Megir þú hvíla í friði og blessuð sé minning þín. Guðmundur Ingason. Þegar ég fyrst sá Jón Halldórs- son, verðandi tengdaföður minn, á hafnarbakkanum í Reykjavík fyrir 33 árum flaug mér í hug að það væri víst ráðlegra að forðast að lenda í höndunum á honum þessum. Mað- urinn var ærið kraftalegur, hár og þrekinn, sólbrenndur með ljósan makka, fjörleg blá augu - sannkall- að glæsimenni. En ótti minn var ástæðulaus. Við nánari kynni reyndist Jón sá mesti öðlingur og ljúflingur sem ég hef kynnst um ævina. Heimili þeirra Jóns og Mar- grétar var ekki síður eftirminnilegt. Þau stóðu saman í öllu, stóru sem smáu, með þeim hætti sem ég hafði ekki kynnst áður. Það var hans að brúna kartöfl- urnar með sunnudagssteikinni og hella upp á kaffið. Jón var einstakur fjölskyldumaður. Ekkert var of erfitt og ekkert of langsótt ef það gat glatt fjölskylduna og bætt henn- ar hag. Jón og Margrét héldu alla tíð glæsilegt heimiii og einstaklega rausnarlegt. „Sá á nóg sér nægja lætur" var eitt af uppáhaldsorðatil- tækjum Jóns og aldrei var skortur á neinu í hans húsi. Mér finnst sann- ast best á þeim hjónum, að þeim farnast vel sem ekki kreppa lófann um of. Jón var alla tíð mikill útivistar- maður og náttúruunnandi. Á sínum yngri árum hefur hann eflaust þótt fremur undarlegur að þessu leyti. Vildi oft fremur ganga en fara í bíl, stundaði sundlaugarnar á hverjum degi meðan stætt var og hóf sólböð í aprílmánuði. Að skoða hina lifandi náttúru var honum nánast helgiat- höfn, fylgjast með fiski kasta sporði eða fugli sperra stél, það voru leik- sýningar sem Jón kunni að meta. Og eitt er víst, að margur ánamaðk- urinn hefur átt Jóni líf sitt að launa um dagana. Það lýsir Jóni vel að hann var á móti hvers konar sport- veiðum, en aldrei lagði hann okkur veiðimönnunum það til lasts að stunda slíka iðju. Þótt hann væri fastur fyrir í skoðunum þá prédik- aði hann aldrei, það var hans aðals- merki. Það var einkar ánægjulegt að fá tækifæri til að vera með Jóni á suð- lægari breiddargráðum þar sem sólin og vindarnir eru hlýrri en við heimskautsbaug. Þar var hann í essinu sínu. Að sitja í blíðunni, njóta náttúrunnar og virða fyrir sér sjón- arspil himinsins - þar var Jón á heimavelli. Því hefur verið haldið fram að réttlæti, drengskapur og staðfesta séu þau gOdi sem færa mönnum lífsgæfuna. Jón var mikill gæfumað- ur og á honum sannaðist betur en flestum að hver er sinnar gæfu smiður. Erfiður uppvöxtur á kreppuárunúm í Reykjavík setti ef- laust sitt mark á hann eins og aðra af hans kynslóð. En hann ákvað ungur að árum að erfiðleikar og mótlæti væru til þess að sigrast á og það tókst honum með dugnaði og staðfestu. Þegar aldurinn færðist yfir Jón hafði hann oft á orði: „Gott er að eiga góða að." Nú þegar hann er allur og minningarnar renna fram er mér efst í huga þakklæti. Það er heppni að hafa fengið að kynnast slíkum manni - það er gott að eiga góða að. Megir þú hvíla í friði, blessuð sé minning þín. Grímur Valdimarsson. Hann tignar þau lög, sem lífið með logandi eldi reit. Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sín heit. Hann lærði verk sín að vanda og verða engum til meins. Þá væri þjóðinni borgið, efþúsundirgerðueins. Það er eins og þetta vers úr ljóði Davíðs Stefánssonar, Höfðingi smiðjunnar, sé skrifað um Jón Hall- dórsson. Ég kynntist Jóni fyrst þegar hann vann á eldavélaverkstæði inni við Kleppsveg. Þarna á verkstæð- inu voru krakkarnir í hverfinu aufúsugestir. Jón hjálpaði okkur við að smíða leikföng og lagfæra sitthvað sem við komum með. Stutt var í glettnina og ýmsa furðulega galdra framdi hann fyrir okkur. Var virðing okkar barnanna fyrir þessum stóra, hlýlega og sterka manni mikil. Samband tengdaforeldra minna, Jóns og Margrétar, var alla tíð ein- staklega hlýtt og hnökralaust. Þeg- ar ég kom á heimili þeirra fyrst var eins og ég hefði átt þar heima alla tíð. Þar ríkti hjálpsemi og gestrisni og þessi algera og skilyrðislausa virðing fyrir öðrum, sú hin sama sem ég hafði sem barn upplifað svo sterkt hjá Jóni. Kæri Nonni, þegar ég kveð þig núna er ég þakklátur fyrir þann tíma sem við áttum saman. Hvíl í friði. Kristján. Okkur hlýnar um hjartarætur þegar við hugsum um hann Jón móðurbróður okkar, þennan ein- læga og hjartahlýja mann. Hann sagði oft hve heppinn hann hefði verið í lífinu að eiga gott samferðar- fólk. Við getum öll tekið undir þessi orð hans, hve heppin við vorum að fá að kynnast og umgangast mann eins og hann. Héðan skal halda. Heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni, sárt er að skilja. En heimvon góð í himim'nn. (V.Briem.) Við vottum elsku Möggu, Krist- ínu, Hjördísi, Gyðu og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð og von- um að guð gefi þeim styrk. Sigurður, Guðrún og Anna Edda. Laugardaginn 10. júlí síðastliðinn lést á Borgarsjúkrahúsinu mágur okkar, Jón Halldórsson. Á slíkri stundu hvarflar hugurinn til baka yf- ir öll árin sem liðin eru síðan Mar- grét, systir okkar, kynnti mannsefni sitt fyrir fjölskyldunni. Þá varð hann einfaldlega að Jóni hennar Möggu og hún að Möggu hans Jóns og þannig hefur það verið ævinlega síðan. Þegar maður og kona bindast tryggðaböndum eru þau ekki bara að bindast hvort öðru, heldur eru þau líka að bindast fjölskyldum hvort annars. Það er mikils virði þegar vel er hlúð að slíkum tengsl- um og það kunni Jón, mágur okkar, svo sannarlega að gera svo vel færi. Nærveru hans fylgdi ævarandi hlýja og góðmennska og var hann vinur okkar allra. Foreldrum okkar þótti afar vænt um hann og honum sömuleiðis um þau, enda var hann þeim alltaf eins og besti sonur. Undanfarin ár hefur ört verið höggvið í raðir stórfjölskyldunnar frá Smyrilsvegi 28. Á nokkrum mánuðum höfum við kvatt þau þrjú, Astu Binnu, sem var kölluð burt allt of fljótt, og nú „Nonnana" báða og ekki fyrir svo löngu Valtý, mág okk- ar, og Maríu, systur okkar. Við eldri systkinin giftum okkur með fárra ára millibili og áttum því samleið í svo mörgu. Á árunum sem börnin okkar voru að koma í heim- inn studdum við hvort annað á ýmsa vegu og heimili foreldra okkar að Smyrilsvegi var svo sannarlega eins og félagsmiðstöð fyrir allan hópinn. Þar hittumst við á sunnudögum og við ýmis önnur tækifæri og nutum samverunnar. Saman fórum við í bílferðir og berjaferðir með börnin. Og seinna þegar við fórum að full- orðnast og börnin fluttu að heiman, þá fórum við svo oft systurnar og eiginmenn okkar saman í ferðir, þá helst í sumarhús á fögrum stöðum og nutum samverunnar. Þau hjónin, Magga og Jón, bjuggu á nokkrum stöðum í Reykja- vík fyrstu hjúskaparár sín. Svo kom að því að þau hugðust leggja út í húsbyggingu. Á meðan á bygging- arframkvæmdum stóð bjuggu þau í risíbúð í húsi foreldra okkar eins og við höfðum reyndar fleiri gert systkinin. Þau hjónin byggðu sér fallegt hús að Teigagerði 5 í Reykjavík, sem síðan hefur verið heimili þeirra í rúm 40 ár. Þau voru iðin við garð- rækt og viðhald hússins svo þótti til fyrirmyndar. I Teigagerði ólust dætur þeirra upp, þær Kristín, Hjördís og Gyða, og þar var hlúð að öllu jafnt úti sem inni. Þau Jón og Magga eiga miklu barnaláni að fagna í dætrum, tengdasonum og barnabörnum. Jón, mágur okkar, var reglusam- ur í hvívetna, mikiil útivistarmaður og stundaði sund frá barnsaldri. Hjá þeim hjónum var sundlaugar- ferð daglegur vani. Jón hafði numið plötu- og ketilsmíði hjá Landssmiðj- unni og starfaði meðal annars við uppsetningu hringsviðs Þjóðleik- hússins. Mestan hluta ævi sinnar starfaði hann hjá Flugmálastjórn á Reykjavíkurflugvelli. Aðdáunarvert var að sjá barna- börnin koma að rúmi afa síns þessa síðustu erfiðu daga á sjúkrahúsinu. Afinn sem alltaf hafði verið sá stóri og sterki var nú orðinn veikur og máttfarinn. Þau sátu hjá honum og héldu í hendur hans og nú miðluðu þau honum og ömmu sinni af sínum styrk. En þrátt fyrir veikindin brá fyrir hjá honum glettni og gaman- semi eins og við þekktum öll svo vel hjá Jóni. Margréti systur okkar, dætrum þeirra, tengdasonum og barnabörn- um vottum við hugheilar samúðar- kveðjur, biðjum Guð að styrkja þau í sorginni og vonum að allar góðu minningarnar létti sársaukann. Elskulegum mági þökkum við sam- fylgdina á lífsleiðinni og biðjum honum blessunar Guðs í landi lífs og Ijóss. Systkinin frá Smyrilsvegi 28.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.