Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FLUGVEL JOHNS F. KENNEDYS YNGRI FERST Þremenn- ingarnir taldir af Boston. Reuters. JOHN F. Kennedy yngri, Carolyn Bessette Kennedy, eiginkona hans, og Lauren Bessette, mágkona, lögðu af stað frá flugvellinum í Es- sex í New Jersey í eins-hreyfils Piper Saratoga-vél Kennedys klukkan 20.38 og áætluðu að lenda í Martha's Vineyard í Massachu- setts, um einni og hálfri klst. síðar. Vélin skilaði sér aldrei á áfanga- stað. Rétt eftir klukkan tvö, að- faranótt laugardags, fjórum klst. eftir áætlaðan lendingartíma, var hringt í fulltrúa bandarísku strand- gæslunnar í Woods Hole og þeim tjáð að flugvél John F. Kennedys yngri sem átti að vera lent í Martha's Vineyard, hefði ekki skil- að sér á réttum tíma. Um ein og hálf klukkustund leið uns leit hófst og flugvélin var skráð sem týnd. I dagrenningu var leit komin á fullan skrið og fínkembdu hundruð björg- unarsveitarmanna og hermanna um tíu þúsund ferkflómetra svæði sem liggur frá Long Island til Martha's Vineyard í leit að vís- bendingum um hvað gerst hafði. Er leitin ein sú umsvifamesta sem framkvæmd hefur verið síðan flug- vél TWA fórst undan austurströnd Bandaríkjanna fyrir þremur árum. Brak úr vélinni fannst strax á laugardagsmorgun þegar höfuð- púði, teppabútar og hluti af flug- vélarskrokknum með lendingar- hjóli áföstu kom í leitirnar á ströndinni við Aquinnah, auk strigapoka sem merktur var Lauren Bessette. Gengu fulltrúar strandgæslunn- ar út frá því að Piper Saratoga vél- in hafi brotlent í sjónum u.þ.b. kíló- metra frá áætluðum lendingarstað í West Tisbury og á sunnudags- kvöld var talið að þau John, Caro- lyn og Lauren væru öll látin. „Það er alltaf einhver von, en er ákveðnar vísbendingar finnast verður maður, því miður, að vera búinn undir hið versta," sagði Gary L. Jones, liðsforingi í bandarísku strandgæslunni í viðtali við Boston Globe á sunnudag. Ekki vitað um flugleiðina I leitinni hafa tekið þátt um tutt- ugu þyrlur, flugvélar og strand- gæslubátar og hafa björgunar- menn nýtt sér hljóðsjár sem komið var með frá rannsóknarstofum í Martha's Vineyard. Hins vegar telja björgunarmenn það vera afar erfitt að finna flugvélina á svo stóru svæði án þess að fyrir liggi fleiri vísbendingar eða hljóðmerki frá talstöðvarbúnaði vélarinnar. Þá eykur það enn meir á vanda leitar- manna að Kennedy lét ekki vita um fiugleið sína. Slíkt er ekki óalgengt en víst þykir að ef mönnum hefði verið kunnugt um áætlanir flug- mannsins þá væri leitin mun auð- veldari. Hafa menn gagnrýnt þann langa tíma er leið frá því strandgæslunni var gert viðvart uns leitaraðgerðir hófust. Hafa yfirmenn strandgæsl- unnar borið því við að yfirvöldum hafi ekki borist neitt kaílmerki frá vélinni og því afráðið að hefja ekki leit fyrr en birti af degi sl. laugar- dag. Væri það hefðbundið í slíkum tilfellum. „Við leitum einnig á öðr- um hugsanlegum lendingarstöðum, í stað þess að senda flugvélar til leitar hingað og þangað," sagði Steve Roark, undirofursti í strand- gæslunni á fréttamannafundi í Pentagon á sunnudag. Þá sagði hann að leitin að fiugvél Kennedys væri í engu frábrugðin leit að öðr- um flugvélum og að frægð þeirra sem saknað er hefði þar engin áhrif. „Leitaraðgerðir eru alltaf eins. Pað er enginn munur á því LEITIN AÐ FLUGVEL KENNEDYS Bandariska strandgæslan hefur haldið áfram leit sinni að John F. Kennedy yngri sem talið er að hafi farist á föstudagskvöld, ásamt eiginkonu sinni og mágkonu, í flugslysi úti fyrir austurströnd Bandaríkjanna. Sr* Eins-hreyfils Piper Saratoga f lugvólin hélt frá flugvellinum í Fairfield í New Jersey á föstudagskvöld kl. 20.38, að staðartíma, og átti að lenda um tveimur klst. síðar á flugvellinum í Martha's Vineyard Reuters LEITARBÁTAR lögreglunnar í Massachusetts halda frá Menemsha-smábáta höfninni í Martha's Vineyard í gær. hvort fólk er frægt eða eklri," sagði Roark. Leitarsvæðið þrengt Flugskilyrði umrætt föstudags- kvöld eru aðeins talin hafa verið þokkaleg, aðallega vegna þoku- slæðings sem lá yfir sjónum. Skyggni var hins vegar um fimm km og sáust stjörnur og máni greinilega. Þar eð skyggni var ekki talið slæmt var Kennedy ekki í stanslausu sambandi við flugturn. Er vélin hvarf af ratsjám töldu flugumferðarstjórar því að hún hefði lent, heilu og höldnu. Leit hefur verið haldið áfram og reyna menn nú til hins ýtrasta að sannreyna hvað gerðist hið örlaga- ríka kvöld. Pær vísbendingar sem hafa fundist - í um eins km fjar- lægð frá landareign Jacqueline Kennedy Onassis heitinnar, móður Johns - hafa þegar gert mönnum kleift að þrengja leitarsvæðið og vonast menn til að unnt verði að finna brakið með aðstoð öflugra ratsjárleitartækja. John F. Kennedy yngri var nýliði í flugi og á hættulegasta skeiðinu á ferli flugmanns Ættlæg ásókn í áhættu New York, Washúigton. Reuters, AP, Daily Telegraph. AÐEINS 46 flugstundir voru skráð- ar í fiugferilsskrá Johns F. Kenn- edys yngri þegar sá ferill varð ekki lengri. Að hann ætti sér yfirleitt flugfer- ilsskrá („log-bók") hefði valdið móð- ur hans ómældri skelfingu. Jacqueline Kennedy Onassis, sem lézt úr krabbameini árið 1994, mátti ekki til þess hugsa að börnin hennar fiygju í litlum fiugvélum, og hefði að sögn fjölskylduvina gért hvað sem í hennar valdi hefði staðið til að aftra syni ¦ sínum frá því að setjast við stjórnvöl einnar slíkrar. Hann byrj- aði fyrst að læra að fljúga eftir and- lát móður sinnar. Hinn 38 ára gamli nýliði var á hættulegasta skeiðinu í ferli flug- manns, að sögn sérfróðra. Reynsla hans var ekki nægileg til að hann réði við allar aðstæður sem upp geta komið, en þó svo mikil að hann var tilbúinn til að takast á við nýjar áhættur, hefur Daily Telegraph eftir Al Pregler, öryggismálafulltrúa hjá Flugmannafélagi Bandaríkjanna. „Þetta er mótandi reynslutímabil sem fiestir okkar ganga í gegnum snemma á flugferlinum, og til allrar hamingju lifa flestir okkar fyrstu Reuters JOHN F. Kennedy forseti fylgist með átján mánaða syni sínum, John yngri, í Hvíta húsinu. skyssurnar af, þegar dómgreindin bregst," sagði hann. „Áhættufíkill" Áhugi forsetasonarins á ýmsum áhættusömum tómstundaiðkunum var vel þekktur. „Jackie vildi alltaf halda verndarvæng yfir honum en Kennedy-arnir eru áhættufíklar," er haft eftir Steven Grossman, vini Kennedy-fjölskyldunnar og einum af fyrrverandi fiokksformönnum Demókrataflokksins. Þegar John sté upp í flugvél sína sl. föstudagskvöld var nýbúið að taka vinstra fót hans úr plastgipsi, sem hann fékk eftir að hafa slasazt lítil- lega við svifdrekafiug á Martha's Vineyard skömmu áður. Hann hafði einnig dálæti á siglingum niður straumharðar ár og kajaksiglingum. Sumarið 1997 lagði hann leið sína til íslands til að iðka þessa síðastnefndu íþrótt og fór á kajak ásamt nokkrum vinum sínum bandarískum um Jökul- firði og ísafjarðardjúp. Kváðust þeir félagar fara árlega í sHkar kajakróðr- arferðir á framandi slóðir. Hugur hans mun lengi hafa staðið til þess að fljúga. Hann tók einka- flugmannspróf í aprfl 1998. Skömmu síðar keypti hann sér Cessna Skyline 182, en það er flugvélartegund sem þykir henta byrjendum einkar vel, með föstu hjólastelli og lágum há- markshraða. Síðar ákvað hann að skipta í einka- flugvél af gerðinni Piper Saratoga PA 32 II HP. Hún er með 300 hest- afla hreyfil og inndraganlegan hjóla- búnað, sem gerir yfir 300 km hraða á klst. mögulegan en fyrir vikið meiri kröfur til fiugmannsins. John Kennedy var ekki búinn að verða sér úti um blindflugsréttindi er hann lagði upp í hinzta flugið sl. föstudagskvöld. Þá var nærri orðið dimmt, mistur og lágskýjað. Flug- leiðin lá yfir opið haf og farkosturinn var eins hreyfils. Jafnvel reyndustu flugmenn eru sagðir reyna að komast hjá því að fljúga undir slflcum kring- umstæðum. Vinsælasti sproti ættarinnar John F. Kennedy yngri, sem sjálf- ur lét nægja á nafnspjaldi sínu að bera nafnið John Kennedy, fæddist þremur vikum eftir að faðir hans og nafni tók við embætti 35. forseta Bandaríkjanna, nánar tilteMð hinn 25. nóvember árið 1960. Hann var frægasti og vinsælasti sproti yngri kynslóðar Kennedy-ættarinnar, sem hefur auk forsetans föður hans alið af sér þingmenn, ríkissaksóknara og sendiherra, svo titlar nokkurra ættr menna séu upp taldir. Útlit hans varð honum úti um titil- inn „kynþokkafyllsti núlifandi karl- maðurinn" í bandarískum slúður- timaritum. Öruggt fas hans og út- geislun, áhuginn á pólitáskum mál- efnum og hæfnin til að draga að sér athygli hvar sem hann kom vakti vonir hjá mörgum aðdáendum fjöl- skyldunnar um að hann ætti eftir að láta að sér kveða í stjórnmálum líkt og faðir hans, afi og frændur. Fá dæmi eru um aðra eins athygli og fylgdi öllum uppvexti Johns F. Kennedys yngra. Heimsfræg varð yósmynd sem tekin var af honum á þriðja ári að leika sér undir skrif- borði fóður síns í skrifstofunni í Hvíta húsinu. Og mörgum Banda- ríkjamanninum er það ógleymanleg sjón, þegar snáði klæddur í bláan barnafrakka og stuttbuxur heilsaði að hermannasið við útför hins myrta forseta árið 1963 - snáðinn átti þriggja ára afmæli þann daginn. Eftir morðið á Kennedy forseta fluttist ekkjan, Jacqueline, til New York. Börnin urðu eftir þar á meðan á sjö ára hjónabandi móður þeirra við gríska kaupskipajöfurinn Aris- totle Onassis stóð, en hann lézt árið 1975. Jacqueline átti í harðri baráttu til að tryggja öryggi barna sinna og vernda þau fyrir sviðsljósinu, en eftir því sem John yngri óx úr grasi varð eftirspurn almennings eftir myndum og fréttum af hinum íþróttamanns- lega og gjörvulega pilti nær óþrjót- andi. h
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.