Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Upplýsingatækni Þótt skóli standi á gömlum merg þarf hann ekki að vera gamaldags. Það sannast nú á Menntaskólanum á Akureyri en þar á bæ hefur upplýsingatæknin verið tekin föstum tökum. María Hrönn Gunnarsdóttir grannskoðaði vefsíður menntaskólans og ræddi við Láru Stefánsdóttur og Tryggva Gíslason um hvernig þessi nýja og öfluga tækni er að breyta skólastarfinu. Upplýsinga- tækni í kennslu og námi • Rúm 20 endurmenntunarnámskeið í upplýsingatækni fyrir kennara. • Dýrt að flytja gögn um Netið milli Reykjavíkur og Akureyrar. FYRR á árinu var gerður samningur við mennta- málaráðuneytið um að skólinn ynni að framþró- un upplýsingatækní í kennslu, námi og skólastarfi og gildir hann til ársins 2002 að öllu óbreyttu. Eitt af markmiðum samningsins er að þróunarskólarnir, sem eru auk menntaskólans, Fjölbrautarskólinn við Ármúla og Fjölbrautarskóli Suðurlands og grunnskólarnir Ár- bæjarskóli, Barnaskólinn á Eyrar- bakka og Stokkseyri og Varma- landsskóli, vinni að því að viðhalda og auka þekkingu starfsfólks á sviði upplýsingatækni. Verkefni skólanna er að þróa aðferðir við að beita upplýsingatækni í kennslu og skólastarfi, þróa aðferðir til að þjálfa starfsfólk og nemendur í að nota upplýsingatæknina, veita ráð- gjöf við hönnun og útgáfu á kennsluhugbúnaði og annast til- raunakennslu á hugbúnaðinum og gefa kennaranemum tækifæri tO æfingakennslu með áherslu á upp- lýsingatækni. Þá skulu þróunar- skólarnir miðla öðrum skólum og kennurum af reynslu sinni og þekkingu í upplýsingatækni. Yfirlýst meginmarkmið Mennta- skólans á Akureyri er að búa nem- endur undir nám í háskóla og starf í lýðræðisþjóðfélagi í sífelldri þró- un. I áætlun skólans um upplýs- ingatækni í námi og kennslu segir að ef það á að takast verði allir kennarar skólans og starfsmenn að leggjast á eitt. Út frá þessari for- sendu er þróunarverkefnið unnið segir Lára Stefánsdóttir, deildar- stjóri tölvudeildar skólans og um- sjónarmaður verkefnisins. „Hver þróunarskóli reynir að skapa sér sérstöðu þannig að þeir séu ekki allir að gera það sama." segir hún „Við í MA þróum leiðir byggðar á okkar þekkingu, miðlum þeim til hinna þróunarskólanna og þeir ákveða síðan hvað hentar þeim og hvað ekki. Það sama á við um hina þróunarskólana. Síðan bjóðum við, þessir þrír þróunarskólar á fram- haldsskólastigi, upp á yfir 20 end- urmenntunarnámskeið í upplýs- ingatækni fyrir kennara, flest með fjarnámssniði á Netinu." Hver vinnur og hver á? I grófum dráttum má segja að málið snúist um tvennt, segir Lára. „Kennarar vinna sína vinnu verk- efnabundið en ekki innan ákveðins tímaramma. Þegar eitthvað nýtt kemur til, eins og upplýsingatækn- in, þarf að skilgreina vinnuna upp á nýtt og ákveða hvaða verk eru inn- an rammans og hvað utan. Það er einmitt hlutverk okkar sem þróun- arskóla að fást við mál af þessu tagi." „Síðan er það spurningin um hver á hvað," heldur hún áfram. „Vill kennari t.d. að kennsluefni sem hann hefur samið sé sett inn á vefinn þar sem það er aðgengilegt fyrir alla og allir geta notað það. Lagt hefur verið til að lýsingar á kennslunni, próf og ýmislegt annað efni sé almenningseign og geti farið á Netið en um þetta eru ekki allir sammála," segir hún og bendir í því samhengi á nýlegar deilur stúdenta og kennara við Háskóla íslands um hvort nemendur ættu rétt á að sjá gömul prófgögn. „Eg er talsmaður þess að vegna þess að við fáum svo mikið af gögnum frá Netinu sé það réttlátt að við leggjum eitthvað til líka, að við bæði gefum og þiggjum. Ef við ætlum bara að fá frá Netinu endar það með því að þar verður bara drasl sem allir geta nálgast en aðgangur að öllu sem skiptir máli lokaður. Einhvers staðar verða þessi sjónarmið að mætast. Við, sem þróunarskóli, þurfum að takast VIÐ erum í rauninni að breyta skólastarfinu í heild, segir Lára. Morgunblaðið/Sverrir á við alls kyns svona spurningar," segir Lára. Ekki einkamál tölvudeildar „Mér hefur fundist að upplýsinga- tækni í skólum hafi hingað til verið meira og minna byggð á vinnu áhugafólks, dellumönnum," segir hún enn fremur. „Þetta eru frum- kvöðlarnir en á milli þeirra og ann- arra kennara er bil. Kennarar vinna sína vinnu vel en eru engir sérstakir áhugamenn um tölvur. Þess vegna hefur upplýsingatæknin borist hægt inn í skólana. Frumkvöðullinn kem- ur ekki sínu frá sér til kennaranna heldur byrjar sífellt á einhverju nýju viðfangsefni og þróar það. Okk- ar markmið er að þróa upplýsinga- tæknina á þann hátt að hún komi inn í almenna kennslu og skólastarf og verði hluti af skólastarfinu til framtíðar. Þar af leiðandi kemur upplýsingatæknin inn í störf allra." Og Lára útskýrir mál sitt betur: „Sem dæmi má nefna að aðstoðar- skólameistari sér um agavandamál innan skólans. Agavandamál á Neti skólans eiga þá líka heima hjá hon- um. Þau eiga ekki heima hjá tölvu- deildinni. Deildarstjórarnir bera á sama hátt ábyrgð á því hvernig upp- lýsingatæknin þróast í námsgrein- um sinna deilda. Þetta er því ekkert einkamál tölvudeildarinnar og það er mjög mikilvægt," segir hún og jánkar því að líta megi á tölvudeild- ina sem einskonar regnhlíf. Hennar hlutverk sé að veita kennurum og starfsliði skólans tæknilega aðstoð sem og aðstoð við að flétta upplýs- ingatæknina inn í námið. „Sérsvið tölvudeildarinnar er að kenna kenn- urunum að nota upplýsingatæknina í kennslunni." Strembin verkefni Af vef menntaskólans, www.ma.is, má glöggt sjá að mikil vinna hefur verið lögð í hann og að hann er ofinn af metnaði. „Við ákváðum strax að fá hönnuði til að hanna útlit vefjarins," segir Lára þegar vefinn ber á góma. „Síðan settum við á laggirnar vefnefnd og þar eru línurnar enn frekar lagðar um útlit og skipulag vefjarins, hvernig komið er að hon- um og hvernig er hægt að ferðast um hann," segir hún. Sverrir Páll Erlendsson íslensku- kennari er ritstjóri vefjarins og lítur hann eftir málfari og sér um fréttir á vefnum. Hver deild sér um sinn vef. Segir Lára að hún hafi strax ákveðið að tæknimennirnir sæu ekki um að setja gögn út á vefinn. Það leggur hún að jöfnu við það að starfsmenn prentsmiðjunnar sæu um að skrifa greinarnar í Morgunblaðið. Þróunarskólaverkefni mennta- skólans hófst á síðasta námsári og riðu 1. árs nemendur skólans á vað- ið. Á næsta námsári taka 1. og 2. árs nemar þátt í verkefninu og þannig mun upplýsingatæknin smám sam- an verða liður í skólastarfinu í heild. Kennarar úthluta nemendum sínum verkefnum til að leysa í tölvuverinu á tilteknum, afmörkuðum tíma og eiga þeir að setja efnið út á yerald- arvefinn að honum loknum. I verk- efninu getur það falist að læra á til- tekið forrit, safna gögnum um ákveðið efni og búa til svokallað glærusafn með myndum, texta og jafnvel hljóðum. Að sögn Láru eru verkefnin oft og tíðum strembin, ekki síst fyrir það að kröfur eru gerðar um sjálfstæð og hröð vinnu- brögð. Dæmi um fjölbreytt verkefni nemenda má sjá á vef menntaskól- ans og er þá smellt á glugga er á stendur „nemendur" Þar má t.d. finna vefsíður þar sem sagt er frá eyfirskum þjóðsögum en þær voru unnar af nemendum í íslensku. „Eitt verkefnið fólst í því að finna pennavini á Netinu, nota til þess þrjú tungumál og setja úrlausnina svo á vefinn. Þetta voru einu leið- beiningarnar sem þau fengu, þau urðu að bjarga sér alveg sjálf. Þetta var erfitt verkefni en þau höfðu það á hörkunni," segir Lára og bendir á að með því að flétta upplýsinga- tæknina með þessum hætti inn í námsgreinarnar verði neméndur að vinna jafnt og þétt yfir veturinn ætli þeir sér að standa sig. Að sögn Láru er áhuginn á upp- lýsingatækninni og möguleikum hennar mikill innan veggja skólans og fer hann síður en svo dvínandi þótt nýjabrumið fari af. Eitt er það þó sem veldur henni nokkrum áhyggjum: „Til að geta notað þessa tækni í skólastarfinu þurfum við gíf- urlegan gagnaflutning um Netið. Gáttir til útlanda eru allar um Reykjavík. Við þurfum að borga sér- staklega fyrir þennan gagnaflutning frá Reykjavík og hingað til Akureyr- ar og það er mjög dýrt. Kostnaður- inn er reyndar svo mikill að hætta er á að við verðum að draga mikið úr notkun Netsins." Tæknin er hjálpartæki „HLUTVERK Menntaskólans á Akureyri er að búa nemenduf undir háskólanám þar sem höf- uðáhersla er lögð á grunngrein- ar eins og móðurmálið, stærð- fræði og önnur tungumál," segir Tryggvi Gíslason skólameistari. „Skólinn hefur lengi notast við hefðbundna kennslu og kennslu- aðferðir. Undanfarin ár hefur komið fram ný kennslutækni á mörgum sviðum og nú vill skól- inn að nemendur tileinki sér þessa nýju upplýsinga- og sam- skiptatækni sem hjálpartæki við námið. Ég legg rfka áherslu á að þessi tækni er hjálpartæki." Þess vegna er lögð höfuð- áhersla á kennslufræði upplýs- ingatækninnar en ekki hinn tæknilega þátt hennar, segir Tryggvi. Af því leiðir að nemend- ur læra ekki á gerð tölvunnar, hvernig hún er forrituð eða hvernig þessi tæknilegi sam- skiptaþáttur virkar, það er hvort hann er þráðlaus eða um Jjósleið- ara. Þó er auðvitað komið inn á það, segir hann. „Árið 1994 fór ég í námsleyfi til Edinborgar. Áður, fyrir meira en aldarfjórðungi, hafði ég unnið við tölvur í Háskólanum í Bergen," segir Tryggvi og bætir Morgunblaðið/Sverrir ENGIN leið er fram hjá upplýsingatækninni, jafnvel ekki í hefðbundn- um menntaskóla, þar sem höfuðáhersla er og hefur verið lögð á móð- urmálið og aðrar grunngreinar í meira en heila öld, segir Tryggvi Gíslason skólameistari. við í framhjáhlaupi að þá hafi hann rannsakað tíðni orða í ís- lenskum dagblöðum með nýj'ustu tækni sem vðl var á á þeim tíma, IBM 360-tölvu. „Ég hreifst mjög af þessari tækni þá. Hins vegar hélt ég, árið 1994, að hefðbundinn menntaskóli eins og Menntaskólinn á Akureyri gæti látið upplýsingatæknina fram hjá sér fara að mestu leyti og að skólinn myndi áfram geta notað fjaðurstaf í kennslu, eins og ég leyfi mér að orða þetta," segir Tryggvi kíminn. Allt byggist á málþroska „En eftir að ég kynntist notk- un upplýsingatækni við háskól- ann í Edinborg, þar sem allir nemendur og starfsfólk höfðu tölvupóstfang og endurgjalds- lausan aðgang að Netinu, hef ég orðið mér þess meðvitandi nú að ekki verður fram hjá þessu kom- ist, jafnvel ekki í hefðbundnum r h
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.