Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 29 I- FUNDUR settur. Fulltrúar Noregs sögðu frá aðgerðum til að bæta kynheilbrigði. Nú beinist athyglin einkum að strákunum. Aðrir við borðið eru stjórnarmenn Evrópusamtakanna. ureyðingar, hins vegar var gefin skýrsla um ástandið í Kosovo og aðgerðir félagsins í Albaníu til að- stoðar konum og ungu flóttafólki. Fóstureyðingar eru bannaðar á írlandi, en staðreyndin er sú að fjöldi kvenna sem hefur efni á fer til Bretlands til að láta eyða fóstri. Jafnframt hefur verið erfitt að nálgast getnaðarvarnir, en allt er þetta vegna mikillar andstöðu kaþ- ólsku kirkjunnar sem enn er afar valdamikil á írlandi þrátt fyrir hneykslismál sem á henni hafa dunið. Kirkjan predikar að það sé nóg af fólki sem vilji ættleiða börn, en málið er auðvitað ekki svo ein- falt. í kaþólsku samfélagi er ekkert auðvelt að eignast barn utan hjóna- bands, börnin eru kannski mörg fyrir, það er afar erfitt að gefa börn og það er álag á konur að ganga með og fæða börn. Austur- rískur geðlæknir sem þarna var benti á að rannsóknir á ungabörn- um bentu til þess að þau mynduðu tengsl við fólk miklu fyrr en áður var talið og því erfitt fyrir þau að vera skilin frá móðurinni. Læknir frá Tékklandi sagði frá könnun sem gerð hefði verið þar í landi á börnum sem fæddust eftir að móð- ur hafði verið neitað um fóstureyð- ingu. Niðurstaða þeirrar könnunar var hrikaleg. Börnin höfðu verið sett á munaðarleysingjahæli, þau höfðu verið vanrækt og þar fram eftir götunum. Þessi umræða minnti mig mjög á þær miklu deil- ur sem urðu hér á landi á árunum 1973-75 þegar umræða stóð yfir um ný lög um fóstureyðingar og fræðslu um kynlíf og barneignir. Reynsla fjölmargra þjóða sýnir að besta leiðin til að draga úr óæski- legum þungunum og fóstureyðing- um er að auka fræðsluna og auð- velda aðgang að getnaðarvörnum. Formaður samtakanna í Albaníu greindi okkur frá því hvað gerst hefði eftir að flóttamenn frá Kosovo tóku að streyma inn í land hennar. Allt í einu þurfti að glíma við hundruð þúsunda flóttamanna, þar sem konur voru í meirihluta. Þarna voru fæðandi konur, barns- hafandi konur, konur með lítil börn, unglingsstúlkur í reiðileysi, ungar konur sem urðu ófrískar án þess að vilja það og þurftu neyðar- getnaðarvörn. Þarna voru þúsund- ir kvenna sem sætt höfðu nauðgun- um Serba og þurftu hjálp lækna og sálfræðinga. Samtökin í Albaníu sendu út beiðni um hjálp og fengu hana í svo stórum stíl að Páfagarð- ur sá ástæðu til að gera athuga- semd. I dagblaði var það orðað svo með hneykslan að pillan og neyðar- getnaðarvarnir hafi borist á undan teppum og mat. Það kom greini- lega fram að samtökin í Albaníu þóttu hafa staðið sig með miklum sóma og unnið mikið fyrirbyggj- andi starf. Þau fengu mikinn fjölda ungra albanskra kvenna í lið með sér til að fara um búðirnar, leita að konum í neyð, ræða við þær, fræða þær og veita þeim aðstoð. Bíblíumenn og Bedúínar Á fundinum störfuðu umræðu- hópar sem ræddu hvernig hægt yrði að verja áunnin réttindi til kynheil- brigðis, en víða er að þeim sótt. Þá var rætt um unglingaóléttu sem er mjög vaxandi vandamál og virðist einkum eiga sér félagslegar orsakir. Þriðji hópurinn ræddi um hvernig félögin í hinum ýmsu löndum og samtökin gætu verið sjálfbær. Eg tók þátt í fyrstnefnda um- ræðuhópnum, en þar kom í ljós að ástandið er harla mismunandi eftír löndum. I mörgum ríkjum eru mikil átök við kaþólsku kirkjuna, en í A- Evrópu hefur orðið mikið hrun sem birtist í auknum dauða kvenna og barna, sjálfsmorðum karla, auknum fóstureyðingum vegna þess að aðr- ar getnaðarvarnir eru ekki tiltækar og efnahagslegum erfiðleikum. Sú frásögn sem vakti þó mesta athygli mína kom frá ísrael sem fylgir Evrópudeildinni. I ísrael eru fóstureyðingar frjálsar og aðgang- ur að getnaðarvörnum auðveldur. Mikill meirihluti gyðinga á eitt til þrjú börn en þar eru þó undan- teknigar á. Hópar strangtrúargyð- inga hafna öllum vörnum og hleypa ekki neinni fræðslu inn á sitt heim- ili. í ísrael eru reglur þannig að ríkið borgar ekkert með fyrsta barni, en síðan er borgað með hverju barni eftir það. Strangtrú- argyðingar eiga á milli 10 og 14 börn og geta lifað á framlögum rík- isins. Karlarnir sitja alla daga og stúdera Gamla testamentið en kon- urnar eru heima að sjá um börnin. Þetta kostar ríkið að sjálfsögðu mikið fjármagn, en það var aldrei meiningin með barnabótum að fara að halda uppi stórfjölskyldum. Á undanförnum árum hefur um ein miujón rússneskra gyðinga flutt til ísrael. Ráðamenn tóku eftír því að allt í einu fór fóstureyðingum að fjölga allverulega og í Ijós kom að þar voru konur frá Rússlandi á ferð. Mannskapur var settur í að ræða við Rússana, fræða þá og benda þeim á aðrar leiðir sem strax skilaði mikl- um árangri. Þarna var hópur með mikla menntun, en hafði ekki haft aðgang að öðrum aðferðum tíl tak- markana barneigna en fóstureyð- ingum sem framkvæmdar voru á færibandi um alla A-Evrópu í tíð kommúnista. Enn einn hópurinn innan ísrael sem ég hafði ekki áttað mig á að væru þar eru Bedúínar, hirðingjar sem búa í tjöldum, en tejjast ekki til Palestínumanna. Þeir eru afar fámennur hópur og hefur um áratugaskeið gifst innbyrðis þannig að skyldleiki er mikill. Eins og verða vill í slíkum hópum var orð- ið mikið um sjúkdóma og þroskaheft fólk sem ísraelsríki varð auðvitað að sjá um og styðja. Ungu mennirnir meðal tjaldbúa voru skyldaðir tíl herþjónustu eins og aðrir karlmenn og því sáu stjórnvöld sér leik á borði að reyna að fræða ungu mennina um þær hættur sem fylgja mökum ná- inna skyldmenna. Þegar strákarnir komu heim neituðu þeir að giftast frænkum sínum og því var gripið tíl þess ráðs að leita að konum handa þeim hjá Bedúínum á Gazasvæðinu. Þá sátu ungu stúlkurnar eftír heima án möguleika á hjónabandi því alls ekki kom til greina að þær giftust út fyrir hópinn. Niðurstaðan varð sú að strákarnir tóku þær að sér líka og í stað einkvænis varð tíl fjölkvæni. Þroskaheftu börnin fæddust áfram og ísraelsríki sat uppi með nýjan hóp innflytjenda. Síðan eru það auð- vitað allir Palestínumennirnir sem almennt eiga mörg börn en hleypa fræðslusamtökum ísraelsmanna ekki nálægt sér. Við hin sátum og göptum upp í konuna og varð orða vant. Kröfur Norðurlandanna Þá er einungis eftir að geta sam- starfs Norðurlandaþjóðanna. Á þessum fundi kynntu samtökin á Norðurlöndum sérstaka ályktun „The Nordic Resolucion" þar sem áherslur samtakanna eru dregnar fram. Það má ljóst vera að Norður- löndin hafa af mikilli og langri reynslu að miðla hvað varðar bar- áttu fyrir kynheilbrigði. Þessi ályktun var kynnt og fékk hún mik- inn stuðning. Hún hefur einnig ver- ið kynnt sumum af ríkisstjórnum H UTSALA - UTSALA - UTSALA 20-50% afsláttur Skartgripir - gjafavara - stell - glös - hnífapör SILFURBÚÐIN Kringlan 8-12, sími 568 9066 Norðurlandanna og er ljóst að hún hefur stuðning þeirra. Við hér heima eigum eftír að kynna hana. Megininntak ályktunarinnar er áhersla á unga fóMð til að tryggja réttíndi þess til kynheilbrigðis og til að verja það fyrir misnotkun, of- beldi og kynsjúkdómum. Þá er lögð áhersla á að ungt fólk fái að koma að ákvarðanatöku sem snertir líf þeirra og kynheilbrigði. Réttur ungs fólks til fræðslu verði tryggð- ur óháð kyni, því hvort þau eiga börn eða hvort von sé á barni og hvort fólk er í sambúð eður ei. Tryggja ber fræðslu í skólum og aðgang að þjónustu utan skóla í samvinnu við frjáls félagasamtök. Auðvelda ber aðgang að hágæða- þjónustu hvað varðar kynheilbrigði og sjá til þess að ungt fólk hafi auð- veldan aðgang að tryggum og ódýr- um getnaðarvörnum. Þá skal sjá til þess að ungt fólk njóti trúnaðar og geti leitað sér ráðgjafar án afskipta foreldra. Tryggja skal rétt ungs fólks til að ákveða sjálft hvenær það vill eignast börn, tryggja að- gang að öruggum fóstureyðingum án afskipta foreldra, auk ráðgjafar og stuðnings bæði fyrir og eftir þungun. Fjárfesting í kynheilbrigði ungs fólks tryggir mannréttindi þeirra og gagnast einstaklingunum jafnt sem samfélaginu öllu, nú sem og á næstu öld, segir þar. Á fundinum voru sýndar fræðslumyndir frá Kosovo og Nepal. Síðartalda ríkið er dæmi um land þar sem fæðingartíðni er mjög há og hjónabönd ákveðin af fjölskyldunni. Fóstureyðingar eru ólöglegar, en framkvæmdar í stór- um stfl. Konur sem farið hafa í slíka aðgerð eru fangelsaðar náist tfl þeirra. Margir læknar neita að segja tfl þeirra og í landinu er hafin mikil barátta fyrir nýrri löggjöf, með stuðningi alþjóðasamtaka. Allt bar þetta vott um þau miklu verk- efni sem þarf að sinna á sviði kyn- heilbrigðis. Þegar hugsað er til landa eins og Nepal eða ísrael finnst manni við lifa á annarri plánetu. Það má þó ekki gleyma því að hér eins og annars staðar er sama vandann að finna; skort á upplýsingum og ráðgjöf, óöryggi um eigin kynímynd, unglinga- óléttu, kynsjúkdóma og endurtekn- ar fóstureyðingar, að ekki sé minnst á óábyrga hegðun í kynlífi! Reynslan kennir okkur að þar sem fræðslan er best er minnst um vandamál. Best reynist að strákar tali við stráka og stelpur við stelp- ur, ef það er gert á ábyrgan hátt. Samfélagið hefur líka sínar skyldur og þarf að beina fræðslu að báðum kynjum og tryggja rétt einstak- linganna. Höfundur er sagnfræðingur. Fegurðin kemur innun frá Laugavegi 4, sími 551 4473 Amerísk pallhús sem smellpassa á flestar -gerðir bíla verði. ^jlSLl JÓNSSON ehf höfda 14, 112 Reykjavík, sími 587 6644 ------á Suöum.tjum. Toyot>-Mkirinn f Njarövlk. ttml 421 4SS8 If! jFasteignasala, Strandgötu 25, Hfj. Árni Grétar Finnsson, hrl. Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl. Sími 555 1500, bréfsími 565 2644. Netfang: stefanbj@centrum.is Hrauntunga - Hf. Glæsilegt 170 fm timbur-einbýlishús á tveimur hæöum. Bílskúrsplata. Skipti möguleg á 3ja—4ra herb. íbúð í norður- bænum í Hafnarfirði. Verð tilboð. raun - Hf . Gott ca 450 fm skrifstofuhúsnæði á tveimur hæðum. Laust um áramót. Verð 35 millj. Hjallabraut - Hf. Góð ca 140 fm íb. á 3. hæð í 6 íbúða stigagangi. Endumýjað bað og eldhúsinnr. Verð 11,9 millj. Reynimelur Glæsileg ca 72 fm 3ja herb. íbúð í fjölbýli. Endurnýjað bað og eldhús. Laus fljótlega. Áhv. 2,7 millj. Verð 8,5 millj. ••• Upplýsingar veitir Stefán í sfma 897 4788 utan skrifstofutíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.