Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 37
- MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 37 UMRÆÐAN :i skottið á brennumönnum! Kannski að klárar þeirra brennumanna hafi verið í svo uppnuminni sæluvímu yfir afreki eigenda sinna, að þeir hafi bara svifið fyrir ofan þúfna- kollana og hvergi komið við strá? Nei, í alvöru talað: Þessi frásögn af för Flosa og manna hans upp í Þríhyrning og leit byggðarmanna, hún er ekki aðeins langveikasti hluti brennukaflans, heldur er þetta sömuleiðis einhver mesta fjarstæðan í allri bókinni, og er þó satt að segja ekki neinn hörgull á slíku í henni Njálu, blessaðri! það þarf ekki neinn sagnfræðing til þess að skilja þetta. Nóg að hafa einhvern tíma leitað að hestum í sumarhögum. En sagnfræðingar, sem eru að vega og meta líkur og sannindi, verða einnig að taka tillit til svona einfaldra og hversdags- legra hluta. Og ég leyfi mér að gera þá kröfu til íslenzkra bænda, að þeir séu enn nógu miklir sveita- menn í sér, þrátt fyrir alla véla- menningu og firringu nútímans, til þess að muna eftir því, að hundar hafa verið að boða gestkomu á bæj- um allt frá upphafi byggðar í land- inu og fram á þennan dag. Og ég ætlast einnig til þess að sveita- menn taki það með í reikninginn, hversu auðvelt er að rekja slóðir hesta í sumarhögum, og það þótt eitthvað færri en átta hundruð hóf- ar hafi tekið þátt í því að bæla grasið. Auðvitað dettur engum heilvita manni í hug að neita því að Njáls- brenna hafi átt sér stað. Hennar er getið í fleiri fornum ritum en Njálu, og fornleifarannsóknir hafa rennt sterkum stoðum undir hana. En hér mun það eiga við, sem mig grunar að muni vera miklu víðar í fornum bókmenntum okkar: At- burðurinn gerðist að vísu, en frá- sögnin af honum er tilbúningur. Eins mun þetta vera með mann- eskjurnar. Flestar meginpersón- urnar hafa mjög trúlega verið til, en bara ekki alveg eins og sagan lýsir þeim. íslendingasögur hafa löngum verið okkur drjúgur gleðigjafi, og verður svo vonandi lengi enn. Þess vegna eru þættir eins og þeir sem Arthúr Björgvin Bollason hefur flutt hið mesta hnossgæti. Mættum við fá fleiri slíka. Höfundur er ríthöfundur. starfsemi hafi truflað svefnfrið þeirra sem næst búa. Kvartanir hafa borist til lögreglu frá einstök- um íbúum vegna hávaða, í sumum tilfellum hafa þær ekki verið á rök- um reistar og jafnvel í nokkrum til- vikum hefur engin starfsemi verið í húsinu. Þegar kvartanir hafa verið á rökum reistar hefur verið reynt að bregðast við með fyrirbyggjandi hætti, að hálfu stjórnenda, í sam- ráði við yfirvöld. Mistök hafa átt sér stað og er það leitt en aðalatriðið er að hér er um að ræða undantekningartilvik sem á engan hátt réttlæta þau gíf- uryrði og ofsóknir sem viðhafst hafa undanfarna daga. Þúsundir landsmanna hafa streymt í Kaffileikhúsið og hefur vakið athygli hversu fjölbreyttur áhorfendahópurinn er, fólk úr 511- um stéttum og á öllum aldri og hafa m.a. ýmsir íbúar Grjótaþorps- ins verið reglubundnir gestir þess. Með starfsemi Kaffileikhússins kom nýr og mikilsverður þáttur inn í menningarlíf borgarinnar sem eftir hefur verið tekið og ýmsir reynt að leika eftir. Óskandi hefði verið að íbúasam- tök Grjótaþorps hefðu beitt fyrir sig öðrum aðferðum en þeim norna- veiðum sem hinir sjálfskipuðu tals- menn þeirra hafa viðhaft. Sérstak- lega vekur það þó furðu að lista- mennirnir Þráinn og Oddur skuli sýna kollegum sínum þá lítilsvirð- ingu að hafa uppbyggingarstarf þeirra í Kaffileikhúsinu að engu og leggja að jöfnu starfsemi leikhúss- ins og klámbúllu í næsta nágrenni. Höfundur er fv. framkvæmdastjórí IlUulvurpans og Kaffileikhússins. Um rannsóknir og veiðar á glerál Á DOGUNUM var greint frá því í fjöl- miðlum að íslenskur fiskifræðingur og vís- indamaður, Bjarni Jónsson, forstöðumað- ur Veiðimálastofnunar á Norðurlandi, hafi fangað glerál í nokkrum mæli. (Sjá m.a. Mbl., 17. júlí.) Kom fram að þetta hafi vakið mikla at- hygli erlendis og að hingað hafi borist fyr- irspurnir frá vísinda- mönnum víðs vegar að úr veröldinni. Fundur þessi eru merk tíðindi í íslenskum náttúruvísindum bætir hann miklu við þekkingu á líffræði íslenskra vatnakerfa. Þess- ar fregnir eru ekki síst ánægjuleg- ar fyrir okkur sem tengdumst litlu hugsjónafyrirtæki, Norðurál ehf., sem sinnti um skeið rannsóknum, veiðum og vinnslu á ál. Með þeim er fengin vísindaleg staðfesting á þeim fullyrðingum okkar, að gler- álagöngur berist reglulega til landsins og það sennilega í miklum mæli. Við sem vörðuðum leiðina sjáum hana nú rudda. Við óskum Bjarna Jónssyni hjartanlega til hamingju með þennan árangur og vonum að hann muni opna augu annarra vísindamanna fyrir mikil- vægi álsins í vistkerfi íslands. Saga Norðuráls ehf. Arið 1995 safnaði Hafnfirðingur að nafni Halldór Grétar Gunnars- son um sig hópi áhugasamra veiði- manna og veiðiréttareigenda víða um land, sem stofnuðu ári síðar formlegt fyrirtæki, er hafði ála- veiðar og vinnslu að markmiði. Áð- ur höfðu aðrir aðilar reynt fyrir sér á þessu sviði en jafnan hætt fljót- lega. Fyrir tilstuðlan Aflvaka hf. varð undirritaður stjórnarformað- Páll Stefánsson og ur fyrirtækisins frá júníbyrjun 1997 og gegndi því fram í febr- úar 1998, þegar ég varð að hætta vegna anna við önnur störf. Strax og ég kynntist Halldóri og félögum hans, smitaðist ég af áhuga þeirra og eld- móði. Ég gleypti í mig allan þann fróðleik og lesefni sem þeir höfðu yfir að búa. En þrátt fyrir að mér sem líf- fræðingi og laxeldis- manni til margra ára væri kunnugt að vit- neskja um ál væri af skornum skammti hér á landi, brá mér þegar í ljós kom hversu lítil hún var. Forsenda þess að hægt sé að veiða ál í atvinnuskyni er vitan- lega sú að til landsins berist reglu- legar og stórar göngur af glerál. Af skýrslum Veiðimálastofnunar mátti hins vegar ráða að þeir gler- álar sem rekið höfðu á fjörur henn- ar frá upphafi væru í besta falli teljandi á fingrum sér. Var jafnvel talið sennilegt að glerálagöngur væru hættar að berast til Islands. Virtist mér því enginn grundvöllur vera fyrir starfseminni. Sú skoðun átti hins vegar eftir að breytast. Álaveiðar á Mýrum Þann 20. júní 1997 fórum við nokkrir stjórnarmenn vestur á Mýrar þar sem við, undir leiðsögn bóndans Unnsteins Jóhannssonar, horfðum á litla glerálatorfu „stökkva" eða „skríða" á land. Unnsteinn taldi að glerálagöngurn- ar hefðu minnkað frá því hann fylgdist með þeim í æsku enda búið að ræsa fram mýrlendið fyrir ofan. Staðhættir voru með þeim hætti að á sjávarflóði féll lítill lækur af lág- um kletti í sjó fram. Við sáum ör- mjóa agnarlitla glerála (meðal- Gleráll Ég velkist ekki í vafa um það, segir Páll Stefánsson, að til íslands koma árlega glerálagöngur. lengd 6,5 cm) synda að fossinum og stökkva upp á klettinn við hlið hans, en hann var rakur og þakinn þörungalagi. Þegar þeim tókst að festa sig, biðu þeir í nokkrar sek- úndur en hlykkjuðu sig síðan hægt og rólega upp stáhð, upp á brúnina og síðan ofan á klettinum um 20 til 40 cm leið meðfram læknum. Loks skelltu þeir sér í lækinn og voru horfnir um leið. Undir stjórn Halldórs var útbúin glerálagildra og henni komið fyrir. Vitjað var um gildruna og hún tek- in upp þegar veiðst höfðu nokkur hundruð glerálar. Ég tók þá fljót- lega í eldi heim til mín. Töluverð af- föll urðu í upphafi en þegar komið var fram á haust voru um 100-150 eftir sem sýndu góðan vöxt auk þess sem afföll voru lítil. Ég ól þá þar til í mars 1998 að þeir voru gefnir á vatnalífssýninguna á Hól-' um. Nokkur afföll urðu víst í flutn- ingi en þeir sem eftir lifðu eru þar enn til sýnis í mjög náttúrlegu um- hverfi. Meginstarfsemi Norðuráls var þó veiðar og vinnsla á fullorðnum ál. Þrátt fyrir að fyrirtækið annaði engan veginn eftirspurn, varð fljót- lega ljóst að fleiri stoðir þyrfti til að tryggja reksturinn og greiða niður stofnkostnað. Reynt var að afla rannsóknarverkefna og fá stuðning sjóða og stjórnvalda. Árangurinn varð frekar rýr. Yfir- leitt var erindum hafnað, en þó tókst að herja út nokkra litla styrki. Þannig var formlegu tilboði okkar um að aðstoða við rannsókn- ir í Elliðaánum hafnað í gegnum síma með þeim orðum að veiði- mönnum væri illa við að vita af' veiðarfærum á vatnasvæðinu þó svo það væri utan formlegs lax- veiðitímabils. Stuðningur Hólaskóla og Rannís En frumkvöðulsvinna Norðuráls naut líka skilnings. Þar vil ég að öðrum ólöstuðum nefna vatnalíf- fræðingana og fiskifræðingana sem störfuðu á Hólum í Hjaltadal undir forystu Skúla Skúlasonar. Þeir voru ætíð reiðubúnir að koma og ræða málin, aðstoða okkur, fræða og fræðast. Sameiginlega sóttu svo Norðuráll og Hólaskóli í ársbyrjun 1998 um Rannis-styrk til forrann- sókna á göngum gleráls. 600 þús- und króna styrkur fékkst og var það jafnframt nokkur viðurkenning á okkar starfi. Því miður var þá far- ið að gæta nokkurrar þreytu í lið- inu hans Halldórs. Þar sannaðist enn einu sinni að frumkvöðlarnir og hugmyndafræðingarnir eru ekki alltaf best færir um fyrirtækja- rekstur. Rannsókninni var frestað og Norðuráll felldi seglin skömmu síðar. Bjarni Jónsson flutti sig um set, frá Hólaskóla til Veiðimálastofnun- ar, þar sem hann hélt áfram rann- sóknum á ál. Rannsóknir hans hafa nú sýnt að glerálagangan aðfara- nótt 21. júní 1997 var ekki einstak- ur atburður. Sjálfur velkist ég ekki í vafa um að til íslands koma ár- lega glerálagöngur. Eins er Ijóst að heildarrannsóknir á vistkerfum vatnasvæða verða einnig að ná til álsins, annað eru óvísindaleg vinnubrögð. Um leið og ég hvet stjórnvöld til að styðja sem mest þá merku rannsóknarvinnu sem fram fer á Hólum og á Norður- landsdeild Veiðimálastofnunar, beini ég því til Bjarna og annarra sem vilja rannsaka vistfræði álsins að nýta sér enn frekar þá dýrmætu reynslu og þekkingu sem Halldór og félagar hafa aflað sér um allt er varðar ál. Höfundur er líffræðingur og starfar sem heilbrígðisfulltrúi hjá Heil- brigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Staðreyndir um Grjóta- þorp og skemmtistaði VEGNA margvís- legra blaðaskrifa að undanförnu um sambúð veitingahúsa og íbúa í Grjótaþorpi tel ég rétt að eftirfarandi komi fram: 1) Húsin Aðalstræti 4 og 4b eru á einni óskiptri lóð sem sam- kvæmt deiliskipulagi Kvosarinnar frá 1987 og núverandi og fyrrver- andi aðalskipulagi borg- arinnar tilheyrir mið- borg Reykjavíkur. í að- alskipulaginu er sér- staklega kveðið á um að æskileg starfsemi á miðborgarsvæði sé verslun, veitingastarfsemi og þjón- usta. Það er því ekki „kenning" borgarstjóra að Aðalstrætí 4 og 4b, sem og öll önnur hús.við Aðalstræti, tilheyri miðbænum samkvæmt skipulagi. Það er staðreynd sem hef- ur legið fyrir a.m.k. frá 1987. 2) Aðalskipulag og deiliskipulag skilgreinir réttarstöðu þeirra sem eiga fasteignir, búa eða eru með rekstur á tilteknu svæði og það þarf ríkar og málefnalegar ástæður til að takmarka rétt þeirra umfram það sem almennt gerist. Slíkt kann þó að reynast nauðsynlegt ef tiltekin starf- semi veldur nágrönnum sínum um- talsverðu ónæði. Slíkt ónæði frá skemmtistað í Aðalstræti 4b varð þess valdandi að borgarráð ákvað 21. apríl 1998 að mæla gegn skemmti- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir staðaleyfi sem miðast við vínveitingar til kl. 01.00 virka daga og til kl. 03.00 um helgar, og takmarka vínveitinga- leyfið við kl. 23.30 virka daga og kl. 01.00 um helgar eins og almennt gildir um matsölustaði. Viðbrögð rekstraraðil- ans við þessari tak- mörkun voru þess eðlis að svo virtist sem hann legði metnað sinn í að raska ró þeirra sem ná- lægt staðnum búa. Af þeim ástæðum var farið fram á það við lögregl- una í Reykjavík að hún fylgdist sérstaklega með staðnum og sæi til þess að ná- grannar yrðu ekki fyrir óþarfa ónæði. 3) Kaffileikhúsið í Hlaðvarpanum er ekki með skemmtistaðaleyfi. Vín- veitingaleyfi þess er s.k. léttvínsleyfi og opnunartími takmarkast við kl. 23.30 virka daga og kl.02.00 um helg- ar. 4) Leyfi Kaffileikhússins hefur verið óbreytt frá 1995 og leyfi Club Clintons hefur verið takmarkað frá því sem áður var. Hvorugur staður- inn hefur fengið leyfi til vínveitinga til þess tíma sem þeir hafa óskað eft- ir, þ.e. til kl. 01.00 virka daga og 03.00 um helgar. Umsóknir þeirra eru til meðferðar hjá borgaryfirvöld- um og þessum stöðum hefur ekki verið veitt „fullt skemmtanaleyfi". Deiliskipulag íbúar Grjótaþorps hafa góðan málstað að verja og því telur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir óþarfa að grípa til fúk- yrða og rangfærslna oina nrr rmtnrí VirvPnv irirl eins og borið hefur við hjá einstaka aðila í þessu máli. Yfirlýsingar um það hljóta að byggj- ast á misskilningi. 5) Ég er ekki sérlegur aðdáandi nektarklúbba eða klámbúlla. Ég vil ekki að slíkir staðir setji mark sitt á borgina. Minn vilji upphefur hins vegar ekki gildandi lög og reglugerð- ir sem heimila ekki að borgaryfir- völd setji sértækar reglur um rekst- ur s.k. „erótískra skemmtistaða". En lögum og reglum má breyta og borg- arráð ákvað að óska eftir viðræðum við dómsmálaráðherra, félagsmála- ráðherra og samgönguráðherra (sem ráðherra ferðamála) um þær breyt- ingar sem gera þyrfti á lögum um veitingastarfsemi og áfengislögum til að bregðast við þeirri óæskilegu þróun sem nú virðist eiga sér stað. Eftir að nýr dómsmálaráðherra var skipaður átti ég þegar í stað fund með henni um þetta mál. Fulltrúar borgar og ráðuneyta eru nú að skoða hvaða leiðir eru færar. 6) Það er vissulega með öllu óþol- andi að óuppdregnir dónar fari með háreysti um íbúðahverfi, kasti af sér vatni á götum úti eða frói sér í húsa- görðum. Borgaryfirvöld eiga hins vegar ekki tiltæk ráð gegn slíku at- ferli önnur en þau að vísa á lögregl- una. 7) Andstaða íbúanna við rekstur nektarstaðar nærri heimilum sínum er skiljanleg. Það er líka óviðunandi ef hávær danstónlist heldur vöku fyrir þeim nótt eftir nótt. Borgaryf- irvöld hafa hingað til reynt að koma til móts við þá með því að setja verulegar hömlur á rekstur veit- ingastaðar í Aðalstræti 4b. Það hef- ur ekki dugað til og því verður að leita nýrra leiða til að tryggja sæmi- legan frið í Grjótaþorpinu. Sú leið hefur nú vonandi verið fundin. Nýir eigendur fasteignarinnar Aðal- strætis 4 og 4b hafa fallist á að gerð verði sú breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar frá 1987 að í bakhúsinu við Aðalstræti 4b megi ekki reka veitinga- eða skemmtistað þrátt fyr- ir að gildandi landnotkun sé mið- bæjarsvæði. Þessi tillaga að skipu- lagsbreytingu mun nú fara í grenndarkynningu. Önnur tiltæk leið er svo sú að setja sérstaka hverfisvernd á Grjótaþorpið en ákvæði um hverfisvernd kom inn í skipulagsreglugerð á síðasta ári. Að lokum þetta: íbúar Grjóta- þorps hafa góðan málstað að verja. Þess vegna er óþarfi að grípa til fúk- yrða og rangfærslna eins og borið hefur við hjá einstaka aðila í þessu máli. Slíkur málflutningur er engum til framdráttar og er ekki framlag til lausnar vandans. liiiAnidu r er borg-arstj'rfrí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.