Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 27 LISTIR Yfírþyrm- andi vold- ugur leikur TOJVLIST Hallgrímskirkja ORGELTÓNLEIKAR Jennifer Lucy Bate flutti verk eftir Mendelssohn, J.S. Bach, Liszt, Berkeley, Whitlock og eigin tón- smíð. JENNIFER Lucy Bate er víð- frægur orgelsnillingur og auk tónleikanna í Hallgrímskirkju, sl. sunnudagskvöld, mun hún halda námskeið fyrir hérlenda org- anista. Það er sannarlega fengur að slíkri heimsókn og samkvæmt því sem stendur í efnisskrá hefur Jennifer Lucy Bate nýlega fiutt hið tveggja tíma langa orgelverk, „Bók hins helga sakramentis", eftir Ohver Messiaen og hefði verið stórkostlegt að heyra það meistarverk verk flutt á Klais orgel Hallgrímskirkju, af orgel- snillingnum, Jennifer Lucy Bate. Auk þess að vera sérstaklega fræg fyrir flutning á rómantískri og nútímatónlist, hefur Bate fengist við tónsmíðar og meðal verka eftir hana, auk tokkötunn- ar, sem hún lék í lok tónleikanna, má geta inngangs og tilbrigða yf- ir frönsk jólalög og fjögur verk, sem hún nefnir „Reflections". Fyrsta verkið á efnisskránni var orgelsónata, í A-dúr, þriðja af sex, sem eru merktar op. 65, eftir Mendelssohn. Tónmál verksins vegur salt á tónferlis- hugmyndum, sem sóttar eru í vinnutækni J.S. Bachs og róman- tískrar lagsmíði, í anda „ljóða án orða", píanóverka sem Mendels- sohn var frægur fyrir. Fyrsti kaflinn er stórbrotinn að gerð en sá seinni rómantískt sönglag, sem mikið hefur verið leikið við almennar kirkjuathafnir. Að formi til er verkið hvorki sónata né barokkverk og eiga þessir tveir kaflar verksins lítið sameig- inlegt, mynda ekki samfellu, því sem lokakafli, er Andante-kafi- inn of veikur og form verksins því eins og það vanti tilþrifamik- inn finale. Bate lék fyrsta kafl- ann af glæsibrag og með sterk- um andstæðum í raddvali og svo ljóðræna kaflann einstaklega fal- lega. Prelúdía og fúga í D-dúr BWV 532, eftir meistara J.S. Bach, sem var einnig á efnisskrá hjá Martin Haselböck, 20. júni sl., var næsta verkefni Bate og það verður að segjast eins og er að þrátt fyrir afburða góðan leik var notkun hennar á djúpregistrum (16 og 32 fóta röddum í pedal ) orgelsins á köfium of mikil, fyrir smekk undirritaðs en þrumu- hljómur slíka radda yfirskyggir oft raddir á efra tónsviðinu, auk þess sem hraðar sólóstrófurnar í pedal urðu allt of loðnar. Þrátt fyrir þetta var leikur Bate tign- arlegur og jafnvel á köflum yfir- þyrmandi voldugur og helst til of nærri rómantískum hugmyndum um hljómskipan, sem ekki á al- farið við um raddferlislist barokkmanna. Jennifer Lucy Bate er frábær orgelleikari og það sýndi hún rækilega í Fantasíu og fúgu, um stef eftir Meyerbeer, eftir Franz Liszt, sem einnig er til í umritun tónskáldsins fyrir píanó, „fjór- hent". Þá er og vitað, að Liszt endursamdi verkið en sú gerð þess er glötuð. Þetta er rismikið, langt og leiktæknilega erfitt verk en á köfium mjög sundurlaust, þó einstaka kaflar þess séu glæsileg tónlist. Það sem vó þar á móti var frábær og stórbrotinn leikur Bate og ljóst að henni læt- ur vel að túlka rómantíska tónlist og þótt notkun hennar á hinum þrumandi 16 og 32 fóta röddum væri stundum fullmikil, átti það oft vel við í skrúðmiklum tón- bálki Liszts. Eftir stókostleg átökin við Liszt, lék Bate tvö smálög eftir ensku tónskáldin Berkeley og Whitlock, elskulegar tónsmíðar, sem voru einstaklega vel leiknar með fallegri og ómblíðri radd- skipan. Tónleikunum lauk með Tokkötu eftir orgelleikarann, sem ofin er um tema eftir Martin Shaw. Þetta er stutt en skemmti- leg tónsmíð, eins konar hugleið- ing um aðfengið stef, uppfull með leiktæknileikur, sem var afburða vel flutt. Það sem ráðið verður af tokkötunni, svo stutt sem hún er, væri skemmtilegt að heyra önn- ur verk hennar. Jón Ásgeirsson Söngur og píanó í Seyðis- fjarðar- kirkju NÆSTU flytjendur í tónleikaröð- inni „Bláa kirkjan", miðvikudags- kvöldið 28. júlí kl. 20.30 í Seyðis- fjarðarkirkju, eru Helga Kolbeins- dóttir sópran og Loftur Erlingsson baríton með píanóundirleikaranum Ólafi Vigni Albertssyni. Á efnis- skránni eru verk eftir Jón Asgeirs- son, Jórunni Viðar og atriði úr óp- erunni Porgy og Bess eftir Gers- hwin. Helga Kolbeins hóf nám við Söngskólann í Reykjavík 1994 og lauk þaðan 8. stigi í söng. Hún hef- ur verið félagi í kór íslensku óper- unnar frá 1994 og tekið þátt í konsertuppfærslu á Otello og nokkrum óperusýningum, m.a. Carmina Burana, Madame Butter- fly, Kátu ekkjunni og síðasta vetur á Astardrykknum. Loftur Erlingsson frá Arnesi hefur m.a. sótt námskeið hjá Eu- gene Ratti, Sherill Milnes og Ric- hard Van Allen og einkatíma hjá Sigurði Demetz. Meðal óperuhlut- verka Lofts má nefna Marullo (Rigoletto), Sögumann (Töfrafiaut- an) og Marcello (La Bohfeme). Hann er einnig á geisladisk sem einsöngvari tónlistar eftir Jórunni Viðar og með Sinfóníuhljómsveit íslands í „Dettifossi" eftir Jón Leifs. r Auk ótal tónleika á íslandi hefur Ólafur Vignir Albertsson leikið í mörgum löndum í Evrópu, í Bandaríkjunum og Kanada, einnig í útvarpi, sjónvarpi og á hljómplöt- ur og geisladiska. Olafur Vignir hefur um árabil starfað sem píanó- leikari við Sönskólann í Reykjavík og víðar. Aðgangseyrir er 500 kr. Ókeypis er fyrir 6 ára og yngri. Tónleika- röðin „Bláa Kirkjan - sumartón- leikar" verður öll miðvikudags- kvöld í sumar kl. 20.30 í kirkjunni á Seyðisfirði. Island er svona og svona í dag kVlkftlYIMHR Háskölabíó (Ó)EÐLI'k'Á Leikstjóri og handritshöfundur: Haukur M. Aðalleikendur: Haukur M og Helga Ágústsdóttir. 80 mín. ís- lensk. 1999. EKKI hefur verið mulið undir nýjasta afkvæmi „íslenska kvik- myndavorsins" margfræga, sú árs- tíð reyndar fyrir löngu afstaðin. (Ó)eðli hóf göngu sína án lúðraþyts og söngs og ugglaust verður engin erfidrykkja heldur. Það var á mörkunum að tilurðar hennar væri getið í fjölmiðlaflórunni og sjálf geldur hún fyrir vanefni á flestum sviðum. Ekki síst hljóðupptöku, sem er svo skelfileg að ekki hefði veitt af að texta myndina. Það eitt er yfrið nóg til að fólk missi al- mennt áhugann á því sem fram fer á tjaldinu. (Ó)eðli fjallar um nokkra daga í lífi Ebba (Haukur M), ungs Reykvíkings og harðjaxls sem lifir á landasölu og annarri vafasamri iðju. I myndarbyrjun er hann súr qg svekktur því Sóley (Helga Agústsdóttir), kærastan hans, er nýfarin frá honum^ Svo er strákkvölin að horfa á ísland í dag, og hverjir eru þá að kyssast á miðj- um Laugaveginum nema gamla kærastan og Hjalli, besti vinur hans. Ljótt er það og að hætti for- feðranna, (kannski er kvikmynda- gerðarmaðurinn undir áhrifum ís- lendingasagna einsog frægustu Sýning á vefnaði á Akranesi SNJÓLAUG Guðmundsdóttir, Brúarlandi, heldur sýningu á vefn- aði og fióka í Listahorninu, Kirkju- braut 3, Akranesi, dagana 13.-26. júlí. Á sýningunni eru landslags- myndir unnar í flóka og ofin vegg- stykki. Ennfremur eru sýnishorn af skartgripum unnum úr skeljum. Snjólaug er vefnaðarkennari frá Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Hún hefur haldið tvær einkasýningar ásamt nokkrum samsýningum. Snjólaug býr á Brú- arlandi á Mýrum þar sem hún starfrækir vinnustofu og gallerí. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 11-17. leikstjórar heims), hyggur Ebbi á hefndir. Sem fyrr segir er hljóðið slæmt. Að auki er tónlistin hávær og talið óskýrt. Kvikmyndataka er í sama gæðaflokki, og þegar á heildina er litið má segja að afraksturinn sé á svipuðum nótum og meðaltilþrif áhugamanna í heimamyndagerð. Þá er efnið mótsagnakennt. Ebbi er hrikaleg sukkpadda sem drekk- ur tekfla einsog Gvendarbrunna- vatn, reykir dópið einsog vinston- læt, sýgur spítið upp í nasirnar af sömu áfergju og Al Pacino í Scarface. Sprautar að auki í sig óþverra. Þó er Ebbi svo hraustleg- ur, sléttur, strokinn og geislandi af heilbrigði að heilsuræktar- stöðvafíklar gætu sáröfundað hann. Verið að reyna að gera úr honum gallharðan nagla (á tímabili virðist Ebbi vera að ummyndast í Robert De Niro í Taxi Driver) og Haukur M er greinilega hrifinn af Tarantino, en inn við beinið er Ebbi meinleysingi, það skín í gegn; brambolt á öldurhúsum breytir engu um það. Hauki er ekki alls varnað. Þetta er myndin hans, hann fjármagnaði (Ó)eðli, skrifaði handritið, leik- stýrði og leikur Ebba, sem er eina umtalsverða persónan. Haukur er skemmtilega óheflaður, hefur til að bera durgslegan sjarma sem minn- ir ofboðlítið á Depardieu. Staffírug- ur og fylginn sér, gæti hugsanlega borið uppi mynd ef hann fengi betri tæki, handrit, leikstjóra, með- leikara, peninga, osfrv., osfrv... Sæbjörn Valdimarsson EPTA-píanóráð- stefna í Noregi EVROPUSAMBAND píanókennara (EPTA) hélt sína 21. píanóráð- stefnu í Troms0 í Nor- egi 2.-5. júlí sl. Þátttak- endur frá 25 löndum sátu ráðstefnuna en fulltrúi íslands var Edda Erlendsdóttir pí- anóleikari. Ráðstefnan samanstóð af fyrirlestr- um og tónleikum en Edda hélt tónleika með íslenskum verkum eftir þá Sveinbjörn Svein- björnsson, Pál ísólfsson og Jón Leifs. Mjög góð- ur rómur var gerður að flutningi Eddu sem og íslensku tónverkunum, segir tilkynningu frá íslandsdeild Edda Erlendsdóttir lauk vorutn araprófi frá Tónlistar- skóla Reykjavíkur og hlaut styrk til náms við Conservatoire National de Musique de Paris. Hún hefur haldið ein- leikstónleika og komið fram sem einleikari með hljómsveitum víða um Evrópu og í Banda- ríkjunum. Hún er frumkvöðull að kamm- ermúsíkhátíð sem hald- in er árlega á Kirkju- bæjarklaustri og hefur gert fjölda hijóðritana fyrir hljóðvarp og sjón- varp og leikið inn á geisladiska. Edda ífrétta- gegnir nú prófessorsstððu í píanó- EPTA. leik við tónlistarskólann í Versölum einleik- og er búsett í París. Edda Erlendsdóttir gildir til i. ágúst H A R X A. ÉfJjÖLSKY'LÐI] LJÓSMYNDIR Núpalind 1 - sími 564 6440 rMi¦ uíA ímnmnl rétt við Smáraní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.