Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM t / ERLENDAR oooooo Sigfús E. Arnþórsson pi'anóleikari skrifar um nýja geisladiskinn með lögunum úr söngleiknum Az'da eftir Elton John og Tim Rice. ••••í/2 Gilbert og Sullivan þessarar aldar „GOTT kvöld, góðir gestir! Við byrjum á nýju lagi með náunganum sem söng Daniel. Crocodile Rock, gerið þið svo vel!" Við erum stödd á árshátíð Gagnfræðaskólans á Akur- eyri árið 1973 og það er Bjarki Tryggvason sem kynnir og mænir upp til himins meðan Grímur og Ingimar hamra innganginn á raf- magnsorgel og píanó. Ljóshærða stúlkan með hringl- óttu gullspangagleraugun, í rauðu plastkápunni er mætt með vinkonu sinni. Gat verið! Ég læt sem ég viti ekki af þeim. Hún er í þröngri peysu með kraga. Uff! Eg horfi af öllu afli - í gegn um gleraugun - upp á sviðið, enda liggur ekki lítið við. Hljómsveit Ingimars Eydal er með nýjan gítarleikara, Grím Sig- urðsson frá Jökulsá á Flateyjardal, sem um tíma hefur starfrækt rokk- hljómsveitina Óvissu með Frey- steini bróður sínum, við vaxandi vinsældir í höfuðstað Norðurlands. Skyldi þetta ganga upp? Stjórn tónlistarklúbbs skólans er ekki síð- ur áhyggjufull. Þeir Haukur, Malli og ToDi fylgjast grannt með hverj- um tóni. Kiprur um augu. Hendur á höku. „I remember when rock was young..." 40^0% AFSLÁTTUR 'ÁJftamýri 7, s. 553 5522 5 30 30 30 oph t-á 12-18 og tm að sýrtngu grrtrcnfc-a. ona frá ntyrf rgtgsfcMiatt h-tQQQt* HADEGISLEIKHÚS - kl. 1Z00 Mið 21/7 örfá sæti laus Rm 22/7 örfá sæti laus, Fös 23/7 V "1 '< ó I ^¦WqpliWWI I SNYRAFTUR Þri 20/7 ath kl. 19, örfá sæti laus Fim 22/7 örfá sæti laus Fös 23/7 kl. 23.00 UPPSELT Ath! Aðeins þessar sýningar TILBOÐ TIL LEIKHUSGESTA! 20% afslattur af mat fýrir leikhúsgesti í Iðnó. Boröapantanír í síma 562 9700. Þessi æskuminning var það fyrsta sem mér kom í hug, þegar ég var beðinn að skrifa um þennan nýja söngleik hans Eltons Johns. Hann var, um þær mundir, í for- ystu bresku „glam"-rokkaranna sem flugu eins og fersk vatnsgusa upp alla vinsældalista. Maður þurfti hvorki að fara í kröfugöngu, né stunda „yoga" til að skilja hvað hann var að fara. Bara að hafa un- un af tónlist. Og lífinu! Og nú, rétt eins og þá, er það ómenguð ást Ustamannsins á fegurð tónanna, sem hrífur hlustandann með sér. Elton John and Tim Rice's Aida heitir söngleikurinn fullu nafni. Engum er ætlað að ruglast á Eltoni og Verdi. Á því er þó engin hætta. Enginn Giuseppi hér. Ekki svo mikið sem lykt af pítsu. Enda hefði sá gamli Jósep aldrei getað samið neitt þessu líkt. Þetta er einstaklega eigulegur diskur. Ólíkt því sem áður var, vak- ir Elton nú, að hætti Bjarkar, yfir hverjum tóni, sem „musical direct- or" og fylgir tónlistinni eftir allt til enda. Hann tekur fram í inngangi að þetta sé ekki allur söngleikur- inn. Hann hlífir manni við að þurfa að pæla í gegnum undirleik við dansatriði og annað flúr sem oft gerir geisladiska með tónlist úr söngleikjum svo langdregna. Þetta er þó ekki neitt „highlights"-safn. Þetta eru öll 15 lögin. Hvorki of, né van. Another Pyramid, heitir fyrsta lagið. Hva, enginn forleikur? Hér hefði maður búist við nokkurra mínútna sinfóníu, en þess í stað labbar maður beint inn í loftpáku- dans. Það eru þeir Sly Dunbar og Robbie Shakepeare sem leika á trommur og bassa og stjórna upp- tökunum. Wailers, hljómsveit Bob Marleys, lifandi komin. Góð útsetn- ing. Og Twiggy í bakröddum! Text- inn er listasmíð. Ekta Tim Rice. Um söng Stings er það að segja að textaframburðurinn er skýr. Written In The Stars er, við fyrstu heyrn, svona dæmigerður ástardúett úr söngleik. Eða kannski bara lag úr Eurovision- keppninni. En Elton John er góður söngvari. Hér syngur hann á móti LeAnn Rimes og það er góður sam- hljómur í söng þeirra um örlög okk- ar mannanna. Að sönnu ekki frum- ISI.ENSKA OPERAN \&M5pÍLJu Gamanleikrit f leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar Fös 23/7 Lau 24/7 kl. 20 kl. 20 Ósóttar pantanir seldar daglega Símapantanir í síma 551 1475 frá kl. 12 Miðasala opin frá kl. 13—19 alla daga _________nema sunnudaga_________ ELTON John svífiir yfir píanóinu. leg lagasmíð, en það er mikil hlýja og birta í þessu lagi, sem þegar er komið inn á visældalista víða um heim. Af þessum fyrstu tveimur lögum að dæma, gæti maður þó verið staddur á æviminningakvöldi hjá félagi eldri borgara á Thames- bökkum. Það er fyrst með næsta lagi sem „landið byrjar að rísa" og síðan batna lögin, jafnt og þétt, allt til enda. Easy As Life er sérkennilegt lag, ilmandi af framandi kryddtegund- um. Spænskt? Franskt? Eða kannski af Nílarbökkum? Elton á ókunnum slóðum. Það er Angelique Kidjo sem gefur þessu lagi sinn fransk-afríska blæ. Og það dugar ekki minna en Chris Lord-Alge á mixerinn til að blanda öllum þess- um hljóðheimum saman. (Bræðurn- ir Chris og Tom Lord-Alge vöktu heimsathygli árið 1986 er þeir hljóðblönduðu „Higher Love" fyrir Steve Winwood. Þeir hafa verið með eftirsóttustu mixer-mönnum, allar götur síðan.) Söngur Tinu Turner er virðulegur og viðeigandi, en samt tilfinningaþrunginn og seiðandi. Þetta hefði enginn gert betur en hún. My Strongest Suit byrjar alveg eins og Jólastund með Stuð- kompaníinu. En það er ekki Kalli Örvars sem syngur, heldur sjálfar Kryddpíurnar. Og hafi einhverjir ekki skilið vinsældir þeirra hingað til, ættu þeir nú að leggja við hlust- ir. Það er einfaldlega eitthvað ómótstæðOegt við söng þessara systra. Og þó að segja megi að þetta sé bara venjulegt hvítt soul- lag, gæti þeirra hluta vegna verið með Stjórninni, þá hafa The Spice Girls ekki sungið betur á sínum ferli. Gaman að sjá hér gamla blús- rokkarann Clem Clemson, úr Colosseum og Humble Pie. Snarp- ur á rythmagítarinn! Skemmtilegt lag. Einstakur texti. I Know The Truth er gullfallegt, rólegt country-soul-lag va la Elton John. En í miðju lagi réttir hann hljóðnemann frá sér. Sennilega vegna leiðinda. En það er hin ynd- islega Janet Jackson sem grípur um míkrófóninn og ber að vörum sér. Henni tekst mun betur að blása lífi í þennan þunglyndislega kveðskap. En allt kemur fyrir ekki. Inn um annað - út um hitt. Hið öm- urlega hlutskipti sem Tim Rice leggur upp með í textanum, hefði þurft miklu grimmara lag. Sem þýðir líka að þetta fallega lag hefði þurft blíðari texta. Til dæmis vögguvísu. Samt er þetta líklegt til vinsælda. Janefsér til þess. En hún hefði átt að fá að syngja allt lagið. Einhvernveginn trúir maður ekki, þegar Elton John syngur um óheppni sína í lífinu. En ég trúi Ja- net til að hafa átt erfiða daga. Hún er yngri systir Michaels Jackson. Hvern langar til þess? Not Me er snilldarverk. Hér glímir Elton við hina nýju soft-soul- tónlist og sigrar, með miklum átök- um. Boyz II Men er ein af þessum drengjasöngsveitum sem allar hljóma eins, en þeir voru fyrstir og eru greinilega ennþá bestir. Það er erfitt að finna orð sem lýsa þessu lagi rétt. Framan af er það eins og litlar lækjarsprænur, sem koma hver úr sinni áttinni, en magnast svo upp í beljandi stórfljót með hrikalegum flúðum, fossum og þverhníptum hamraveggjum. Lífs- háskinn er allt um kring, en þeir henda sér hiklaust fram af. Aftur og aftur. Og lagið endar í kyrrð. Á lygnri vík. Einstök upplifun. Spilist á hæsta mögulegum styrk. Amneris' Letter er bara einnar og hálfrar mínútu langt. Eins konar uppfylling. Og það er Shaniu Twain sem er ætlað það lítilræði að raula þetta. Og hún fer létt með það. Dansar nokkrar áttundir. Hefð- bundnar soul-strófur. En það er heiðarleiki í tilgerðarlegri röddinni, sem hæfir þessari yfirborðslegu, en, að sínu marki, einlægu ástar- játningu. Lítil perla. A Step Too Far ber merki techno-tónlistarinnar. Einföld „lúppa" (stef) endurtekin í fjögurra mínútna samfellu. Á stöku stað er þó brotist út úr hringiðunni, í „eltonískari" hljómaflækjur. Sherie Scott, Elton sjálfur og Heather Headley skipta með sér söngnum. Bandalaus bassaleikur Zev Katz er ævintýri út af fyrir sig. Músíkalskt lag, en ólíklegt til vinsælda. Endir- inn er flopp. Hlustandinn er skilinn eftir í lausu lofti. Svona lög verða að fá að deyja út. Eða að smíða verður voldugan endi, þar sem öll lúppan er lamin til jarðar, tón fyrir tón. Elton velur að slökkva á laginu með einum stórum hljómi. Marg- reynt. Klikkar alltaf. Líka hér. Like Father Like Son er skemmtilega flutt af Lenny Kravitz sem syngur aðalrödd og bakraddir, spilar á bassa, gítara og rafmagns- píanó og gerir það allt listavel. Hann göslast líka á trommunum, með miklum gusugangi. Því miður útsetti hann einnig lúðrablásturinn. Af þessu Mðraverld að dæma hefði lagið frekar átt að heita „Like Phil Collins - Like „No Jackets Required" Session". En Lenny er fæddur töffari 'a la Rúnni Júl. og keyrir þetta áfram af sínu víð- fræga, kæruleysislega sjálfsöryggi. Ekki slæmt. Elaborate Lives er þungt og mikið lag sem batnar við hverja hlustun. Það þarf gríðarieg lungu til að syngja þessa löngu, voldugu tóna. Heather Headley skilar þessu með sóma. Þetta gæti aðeins Margrét Eir leikið eftir. How I Know You er lítið, einfalt lag í þjóðlagastíl. James Taylor syngur eins og engill. Eins og alltaf. Snilldarleg túlkun. Gott lag. The Messenger er um hverful- leika lífsins. Um óttann við að eld- ast og deyja. Dauðinn er bara sendiboði, sem minnir okkur ^ á stóra sannleikann, sem er ástin. Eg þekki ekki guðfræðina að baki þessari speki, en þetta hljómar ekki langt frá lútersk-evangelíunni, sem hann séra Birgir Snæbjörnsson kenndi okkur fyrir ferminguna. Hvað er hverfulla en poppstjarnan? Elton valdi Lulu, gleymda dægur- lagasöngkonu frá hans eigin ung- lingsárum, til að syngja þetta með sér. Enn einu sinni hárrétt valið. Enn eitt afburðalagið. The Gods Love Nubia er í negrasálmastíl. Kelly Price og ein- hver suðurríkjakirkjukór syngja. Tekið upp í Atlanta, Georgíu. Og tárin þrælanna blandast rigning- unni, sem svalar þorsta gróður- moldarinnar, sem aftur færir okkur lífið. „Glorious Creation". „Praise the Lord". Hin ljúfsára fegurð fá- tæktarinnar. Heinræktaður Davíð Stefánsson. Það er líflaus sál, sem ekki viknar. Stórkostleg smíð, sungin af frjósemi. Enchantment Passing Through er síðasta sungna lagið. Dru Hill? Jú, auðvitað Dru Hill. Þeir Baltimore-bræður rúlla þessu upp. Seintekið lag, en stórgott. Vel flutt. Orchestral Finale er stutt verk þar sem stefjum úr nokkrum hinna laganna er blandað saman og síðan útsett fyrir litla sinfóníuhljómsveit. Smekklega gert, en óþarft. Bless- unarlega stutt. Egypska þjóðsagan um Aidu er harmleikur. Mælikvarði eins og skemmtilegt/leiðinlegt á því ekki við. Þetta er tilkomumikið lista- verk, samið af heilindum og fag- mennsku. Listavel flutt, upptekið og hljóðblandað. Það er auðheyrt, hvers vegna hann er að semja söng- leik. Söngvarinn Elton John, hefur í áratugi sniðið lagahöfundinum Elton John mjög þröngan stakk. Tónskáldið vOl út! Lögin „Easy as Life", „Not Me" og „Enchantment Passing Through", ,A Step Too Far", „Elaborate Lives" og „The Gods Love Nubia" vísa hvert í sína áttina, en sýna að hann er ófeiminn við ókunnuga tónlistarstrauma. Hafi ég gleymt að nefna það, þá eru textarnir alveg sérstaklega vel smíðaðir, eins og við var að búast. Þeir Elton John og Tim Rice hafa alla burði til að verða Gilbert og Sullivan nýrrar aldar. Svo runnum við í snjónum, á þykkbotna skónum, niður allt gilið. Alveg niður að hinum nýstofnaða Bauta, sem nú var farinn að selja útlenska nýlundu. Svokallaða ham- borgara. Menn snæddu þetta af mikilli varfærni. Með hníf og gaffli. Skrýtið bragð. Öruggara að drekka nóg Vallash með. Við sátum úti á Ráðhústorgi og horfðum á rúntinn silast inn Hafnarstrætið. Hún var í rauðu plastkápunni, sem gljáði í öll- um regnbogans litum í birtunni frá neonljósaskiltunum yfir okkur. Eg gerði vísindalega uppgötvun: Þegar tvær persónur með gleraugu, kyss- ast í frosti, er eins víst að þær verði báðar blindar um stund. Vegna móðu á glerjunum. Elton átti gler- augu með sjálfvirkum rúðuþurrk- um. Og svona þúsund gleraugu að auki. Og út um glugga, einhvers staðar hátt uppi, einhvers staðar þar sem útvarpsstöðin Frostrásin er nú til húsa, ómaði „Daniel" út í nóttina: „... must be the clouds in my eyes". Árshátíðinni hafði einmitt lokið með því lagi. Og þegar Finnur hafði klárað klarínettustefið leit hann brosandi til nýja gítarleik- arans, sem hafði, samkvæmt því, staðist prófið, en Helena sagði: Kæru vinir! Þetta var síðasta lagið okkar í kvöld. Góða nótt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.