Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 25
f MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 25 í i í FLUGVEL JOHNS F. KENNEDYS YNGRI FERST Harmsaga Kennedy- fjölskyld- unnar MEÐLIMIR Kennedy-fjölskyldunn- ar voru saman komnír um sl. helgí á Martha's Vineyard til að vera við- staddir brúðkaup Rory, dóttur Ro- berts heitins Kennedys. Saga Kenn- edy-fjölskyldunnar, sem oft hefur verið kölluð „konungsfjölskylda Bandaríkjanna", er mörgum kunn. Frægðarljómi hefur leikið um með- limi hennar aftur í ættir og frá- sagnir af gleði, glaumi, framagirni, afrekum, glæsileika, mannúð, brostnum vonum, peningaveldi fjöl- skyldunnar og hneykslismálum henni tengdum hafa orðið tilefni til bókaskrifa og greina sem prýtt hafa forsíður blaða og tímarita um heim allan. Sorgin hefur þó sett mark sitt á sögu fjölskyldunnar og í kjölfar at- burða helgarinnar syrgir hún enn á ný, nú John F. Kennedy yngra, son- inn sem heilsaði að hermannasið aðeins þriggja ára gamall er faðir hans, John F. Kennedy, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var borinn til grafar eftir að hafa verið myrtur í Dallas í Bandaríkjunum 22. nóv- ember 1963. „Ættfaðirinn", Joseph P. Kenn- edy, eða Joe, eins og hann er gjarn- an kallaður, var af írskum ættum en uppalinn í Bandaríkjunum híkt og eiginkona hans, Rose Fitzger- ald, en þau gengu í hjónaband árið 1914. Joe er sagður hafa verið mjög framagjarn, góðum gáfum gæddur og staðráðinn í að komast í efni og leggja grunninn að því fjöl- skylduveldi sem síðar varð. Morðið á John F. Kennedy lifir enn í minni margra líkt og það hafi gerst í gær. Bandaríska þjóðin og fólk um heim allan voru, líkt og fjölskylda hans, harmi slegin yfir andláti hans, en atburðurinn var hvorki sá fyrsti né síðasti þar sem ungir Kennedy-fjölskyldumeðlimir hafa týnt lífi fyrir aldur fram eða farið villir vegar. Árið 1944 lést elsti sonurinn í hópi m'u systkina, Joseph yngri, í flugslysi er hann barðist með bandaríska flughernum í Bretlandi í seinni heimsstyrjöldinni. Áform Joes um að Joseph yngri byði sig fram til forseta urðu að engu. Reuters JOHN F. Kennedy yngri við hlið móður sinnar heitinnar, Jacqueline Kennedy, og heilsar að hermannasið er lík föður hans, Johns F. Kenn- edys, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er borið út úr St. Matthew dómkirkjunni 25. nóvember 1963. Elsta dóttir þeirra hjóna, Ros- emary, átti við væga andlega fötlun að stríða, en eftir að hafa gengist undir misheppnaða skurðaðgerð árið 1941, þá rúmlega tvítug að aldri, hefur hún verið sjúklingur á sjúkraheimili í Wisconsin. Onnur dóttir þeirra hjóna, Kathleen Agnes, lést í flugslysi í Frakklandi árið 1948, aðeins 28 ára gömul. John F. Kennedy var kjörinn for- seti árið 1960 og árið 1963, nokkrum dögum áður en hann var myrtur, lést þriðja barn hans og Jacqueline, eiginkonu hans, Patrick Bouvier, aðeins nokkurra daga gamall. Patrick fæddist fyrir tím- ann og lést af völdum öndunarerf- iðleika. Tæp fimm ár liðu en 4. júní 1968 varð Kennedy-fjölskyldan fyrir enn einu reiðarslaginu. Robert Kenn- edy, bróðir Johns F. Kennedys, var í forsetaframboði og eftir að hafa sigrað í forkosningum Demókrata- flokksins f Kaliforníu var hann skotinn til bana á hóteli í Los Ang- eles. Eiturlyf og ofdrykkja Edward Kennedy, núverandi öld- ungadeildarþingmaður og eini bróðirinn sem er á lífi, hafði haft í hyggju að feta í fótspor bræðra sinna og bjðða sig fram til forseta, en þær vonir urðu að engu eftir að hann ók fram af brú á Chappa- quiddick-eyju 18. júh' 1969. Edward komst h'fs af en Mary-Jo Kopechne, sem var með honum í bílnui ti, drukknaði. Eiturlyf og ofdrykkja hafa einnig sett svip sinn á sögu Kennedy-fjöl- skyldunnar líki og margra ann- arra. Árið 1982 fannst sonur Ro- berts Kennedys, David Anthony, í Harlem, illa farinn eftir barsmíðar og rán eftir að hafa reynt að verða sér úti um heróúi. Tveimur árum síðar lést hann í Flórída af ofneyslu eiturlyfja, þá aðeins 28 ára að aldri, jafn gamall Kathleen Agnes, föður- systir siiini, er hún kvaddi þennan heint. Edward, sem kjörinn var öld- ungadeildarþingmaður árið 1994, fór í meðferð vegna kókaín fík n:i r árið 1986. í aprfl 1991 fór Edward ásamt syni sfnum Patrick og syst- ursyni sínum, William Kennedy Smith, syni Jean Kennedy Smith, á næturklúbb á Palm Beach f Flórída. Ferð þeirra átti eftir að draga dilk á eftir sér, en skömmu eftir kvöldið var William ákærður fyrir nauðgun. Konan sem f hlut átti hafði farið með honum af nætur- klúbbnum á heimili Edwards. Wiili- am var sýknaður af ákærunni en fjölmiðlafárið kringum málið er sagt hafa tekið mjög á móður hans, Jean, sem var þar til fyrir skömmu sendiherra Bandarfkjanna á Ir- landi. Málið varð Edward einnig dýrkeypt og ásakanir um of- drykkju og ólifnað fylgdu í kjölfar- ið. Arið 1997 kom enn annað hneykslismál upp á yfirborðið er ljóst var að Michael Kennedy, son- ur Roberts, hafði átt f ástarsam- bandi við barnfóstru þeirra hjóna um nokkra hríð. Stúlkan, sem sögð er hafa verið undir sextán ára aldri er samband þeirra hófst, neitaði að fara að óskum foreldra sinna og kæra Michael fyrir nauðgun. Mich- ael, sem á þrjú börn með eiginkonu sinni sem hann skildi við í kjölfarið, tilkynnti eftir að hulunni hafði ver- ið svipt af sambandi þeirra, að hann hygðist fara í áfengismeðferð. Á gamlárskvöld árið 1998 lét Mich- ael lffið í slysi á skfðum f Aspen í Colorado. I dag er John F. Kennedy yngri talinn af, ásamt eiginkonu siimi, Carolyn Bessette Kennedy, og syst- ur hennar, Lauren Bessette. Segja má að ófarir Kennedy-fjölskyldunn- ar hafi byrjað er Joseph yngri lést í flugslysi f seinni heimsstyrjöldinni og nú, 55 árum sfðar, er allt útlit fyrir að hið sama liafí hent John, aðeins 38 ára að aldri, annað tveggja barna John F. Kennedys og Jackie. 9Heimildir:Tfae Times, The New York Times, Washington Post, Reuters. Morgunblaðið/Bergþóra Reynisdóttir SUMARIÐ 1997 var John F. Kennedy yngri á fimm daga ferðalagi um Vestfirði. Hér situr hann á áningarstað í Grunnavík á Hornströndum, þar sem hann og félagar hans þáðu kaffi og með því. Með Kennedy á myndinni er Lilja Ósk Sigurðardóttir. Eftirlæti slúðurblaðanna Hann var eftirlæti æsifréttablaða og „papparazzi"-ljósmyndara, sem gerðu sér far um að ná myndum af honum berum að ofan og í stuttbux- um, er hann og vinir hans köstuðu á milli sín frisbee-disk, léku fótbolta í Central Park eða þegar hann leið um götur New York á línuskautum. Kennedy sótti kaþólska skóla í New York, St.David's og Collegiate, síðan Phillips Academy í Andover í Massachusetts, en háskólaprófi lauk hann frá Brown-háskóla á Rhode Is- land árið 1983 með bandaríska sögu að aðalfagi. Hann sýndi leiklist áhuga og tók þátt í nokkrum áhugaleikhúsupp- færslum í New York. Hann ferðaðist víða, þar á meðal til Suður-Afríku, Zimbabwe og Indlands. Ekki sízt fyrir tilstilh' móður sinnar hætti hann afskiptum af leikhúsi og hóf lögfræðinám við New York-háskóla, þaðan sem hann útskrifaðist árið 1989. Þegar hann féll í fyrstu tilraun við lögmannsprófið í New York skellti æsifréttablað í borginni upp á forsíðu: „Kvennagullið fellur" („The Hunk Flunks"). Eftir aðra tilraun hans við prófið var fyrirsögnin: „Kvennagullið fellur aftur". Eftir að hafa náð prófinu í þriðju tilraun hóf Kennedy störf á skrifstofu héraðs- saksóknara Manhattan, Robert Morgenthau. I því starfi undi hann til ársins 1993 og vann á þeim tíma öll sex málin sem honum var falið að reka fyrir rétti. Úr lögmannsstarfi í ritsíjórastól Eftir að hafa lagt lögfræðistörf á hilluna árið 1993 lét Kennedy verða af því árið 1995 að stofna eigið tíma- rit, George, í félagi við útgáfufyrir- tæki Hachette Filipacchis. George var tileinkað stjórnmálum, dægur- málum og frægu fólki. Sem stofn- andi og ritstjóri beitti Kennedy nafni sínu til þess m.a. að ná viðtöl- um við Fidel Castro Kúbuleiðtoga, Dalai Lama, George Wallace, ríkis- stjóra Alabama, og hnefaleikamann- inn Mike Tyson, sem hann heimsótti í fangelsi. Hann lét oft eftir sér að ögra fólki með eigin greinaskrifum í blaðið og árið 1997, sama árið og hann lagði leið sína til íslands, birt- ist mynd af honum hálfnöktum í Ge- orge. Díana prinsessa heitin bar eitt sinn lof á Kennedy í grein sem hún ritaði í tímaritið New Yorker. Sagð- ist hún vonast til að sonur hennar, Vilhjálmur prins, ætti eftir að læra að umgangast fjölmiðlaathyglina af slfku öryggi sem Kennedy gerði. Kvennagull Rétt eins og faðir hans var hann gjarnan sagður eiga í sambandi við ýmsar nafntogaðar konur og var oft opinberlega kallaður „eftirsóttasti piparsveinn Bandaríkjanna". Hann átti í skammlífu sambandi við popp- söngkonuna Madonnu og bjó með Hollywood-leikkonunni Daryl Hannah þegar hann kynntist tilvon- andi eiginkonu sinni, Carolyn Bes- sette, árið 1994. Hún starfaði þá að útgáfumálum fyrir tízkukónginn Calvin Klein. Þau giftust í kyrrþey í lítilli kapellu á eyju undan strönd Georgíu tveimur árum síðar. Hundeltur af fjölmiðlum alla ævi var það Kennedy lúxus að takast að kvænast utan kastljóss fjölmiðlanna. En giftingin fréttist samt fljótt og ljósmyndarar náðu hinum nýgiftu í brúðkaupsferð í Tyrklandi. Fyrst eftir að Kennedy tók upp á því að fljúga sjálfur birtust sögu- sagnir í fjölmiðlum um að eiginkona hans flygi ógjarnan með honum. „Eina manneskjan sem ég hef getað fengið til að fljúga með mér - sem hefur beinlínis hlakkað eins mikið til þess og ég sjálfur - er konan mín," sagði Kennedy er hann reyndi að verjast þessum sögusögnum. „Um leið og það var löglegt kom hún með mér í loftið. I hvert sinn sem okkur langar burt þurfum við ekki annað en að stíga um borð og fljúga á braut." COHOLLA hefur veríð söluhæsti bíll á íslandi í 13 ár! Það er ekki að ástæðulausu þvi þessi frábærí bíll er bæði lipur og skemmtilegur og mjög góður til endursölu. Corolla H/B XLi • Árg. 1996 • 1300 vél • 5 dyra • Rauður • Ekinn 94 þús. • Verð 850.000 kr. Corolla S/D GLi • Árg. 1993 • 1600 vél • 4 dyra • Rauður • Ekinn 46 þús. • Verð 870.000 kr. Corolla S/D XLi • Árg. 1995 • 1300 vél • 4 dyra • Blágrænn • Ekinn 41 þús. • Verð 920.000 kr. Corolla W/6 Terra • Árg. 1998 « 1600 vét • 5 dyra • Silfurgr. • Ekinn 14 þús. • Verð 1.350.000 kr. Markmió okkar er að tryggja viðskiptavinum örugg og áhyggjulaus bílaviðskipti. Allir notaóir bílar hjá Toyota fara í gegnum vandað sötuskoóunarferli og eru flokkaðir og verðtagðir samkvæmt þvi. Auk þess er boóið upp á eftirfarandi nýjungar: ókeypis skoðun, 14 daga skiptirétt og altt að eins árs ábyrgð. ^ S^: sxSfez &*. sss ^ ?S>«2? 3R ® TOYOTA Betri notaðir bflar Sími 563 4400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.