Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 42
* 42 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR STEINGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR + Steingerður Guðmundsdóttir fæddist á ísafirði 12. október 1912. Hún lést í Reykja- vík 12. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Guðmunds- son, sem þekktastur var sem Guðmund- ur skólaskáid, og kona hans, Ólína Þorsteinsdóttir. Auk Steingerðar eignuðust þau dæt- urnar Hjördísi og Droplaugu, sem báðar lifa syst- ur sína. Steingerður var alla tíð ógift og barnlaus. Þegar Steingerður var á fyrsta ári fluttist hún með for- eldrum síniim til Reykjavíkur og átti þar heima síðan. Þær dætur voru allar ungar þegar faðir þeirra andaðist 1919, að- eins 44 ára gamall. Steingerður Sumu fólki veitist að ná hárri elli án þess að verða gamalmenni. Stein- grímur Thorsteinsson skýrir fyrir- "bærið í frægu ljóði með vísan í sér- staka fegurð sálarinnar: „fögur sál er ávallt ung undir silfurhærum", segir skáldið. Vel má vitna til þeirra orða nú, þegar Steingerður er öll. það var yfir henni einhver kvikur og glaðvær léttleiki, eitthvert fjaður- magn eilífrar æsku, sem var svo víðs fjarri að árin gætu unnið á, að það virtist þvert á móti aukast, eftir því sem þeim fjölgaði. An þess ég ætli mér þá dul að reyna að rekja þann leyndardóm til rótar, þá blandast mér ekki hugur um, að trúarsann- færing sú, sem Ijóð hennar bera skýrast vitni um, átti ekki lítinn þátt í honum. Afstaða Steingerðar til til- verunnar var mýstíkersins, trú hennar og listviðhorf féllust án áreynslu í faðma; hún var fegurðar- dýrkandi af þeim gamla og góða skóla, sem sá enga mótsögn milli hins fagra og hins sanna, gat unnað öllu, sem gladdi fegurðarskynið, án þess að afneita skuggum veruleik- ans, og þurfti ekki að gera sér far um að dvelja við ljótleikann til að nema lífið af fullu raunsæi. Samt var lífsreynsla Steingerðar um margt á þann veg, að margur hefði í hennar sporum fyllst beiskju, tærst upp í gremju, byrgt sig inni í ófrjórri sjálfsmeðaumkun. Listþráin var einn meginþáttur eðlis hennar, og þó var fram eftir ævi engu líkara en ilíum örlögum myndi takast að leggja í götu hennar þá steina, sem mannlegum kröftum væri ekki ætl- aiiiuiiiHiiinr Erfísdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 HnmiiiTTTii nrrf! vann a yngn arum ýmis almenn störf, sótti einkati'ma í ís- lensku og erlendum tungumálum, nam höggmyndalist hjá Einari Jónssyni 1931-32 og var í leik- listarskóla Lárusar Pálssonar 1940-41. Hún stundaði fram- haldsnám í leiklist í New York 1943-46, fyrsta árið í The American Academy of Dramatic Art, en tvö síðari árin í einkaskóla hins fræga nissneska leikstjóra Theodors Komissarjev- skís. Jafnframt sótti hiin tíma í ballett- og látbragðslistarskóla rússneska ballettmeistarans Mi- liail Mordkins. Þá kynnti hún sér leiklist í Svíþjóð haustið 1946 og Bretlandi haustið 1947. I námi sínu gerði Steingerður monodramað, einleikinn, að sér- andi að bifa. Unga dreymdi hana um að verða myndhöggvari og í tvö ár var hún nemandi Einars Jónssonar, en taldi sig þá ekki hafa líkamlega burði til svo áreynslumikils starfa. Þá fann hún hjá sér sterka köllun til að þjóna leiklistinni, sem um þær mundir var að ná hér fyrstu veiku fótfestunni, og í því skyni lagði hún á sig óvenjulega langt og strangt nám, eins og menn geta lesið í æviágripinu hér að ofan. I námi sínu í Bandaríkj- unum lagði hún fyrir orð kennara sinna, sem hún dáði auðheyrilega mjög, sig sérstaklega eftir einleikn- um, monodramanu, og vorið 1947, þegar hún var komin heim að loknu námi, gaf hún reykvískum leikhús- gestum ágætt sýnishorn af þeirri íþrótt. Sýningin vakti ótvíræða at- hygli og meðal þeirra sem skrifuðu um hana var ekki ómerkari maður en Halldór Kiljan Laxness, sem hafði þá ekki fengist við reglu- bundna leikgagnrýni um langt ára- bil. Eftir ítarlega umfjöllun um sýn- inguna, lýkur hann dómi sínum með þessum orðum: „Ég er sannfærður um að íslenska leikhúsinu bætist góður liðsmaður í Steingerði Guð- mundsdóttur. Samviskusemi, smekkvísi og nákvæmni virðist henni í blóð borið, og hún hefur í list sinni feingið skólun sem ætti að geta orðið undirstaða alvarlegs lista- starfs. Einginn sem sá leik hennar á föstudagskvöld þarf að efast um að hún hafi þetta eina prósent gáfna móti 99 prósentum vinnu sem út- heimtist til að verða listamaður." Þó að Halldór væri á þessum ár- um ekki sestur á þann stall, sem hann átti síðar eftir að skipa, þarf ekki að efa, að listrænir dómar hans höfðu vægi hvað sem leið umdeild- um stjórn- og þjóðmálaafskiptum hans. Stóðu þá ekki vel menntaðri og hæfileikaríkri leikkonu opnar all- ar dyr í leikhúsinu? Öðru nær, engu var líkara en ýmsir helstu atkvæða- og forystumenn ungrar og óharðn- aðrar listgreinar tækju höndum saman um að halda leikkonunni sem lengst fjarri hinum helgu véum. Er það harla ófógur saga, eins og Steingerður sagði mér hana, sem er I rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða. Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára reynsl Verið velkomin til okkar, eða fáið myndalista. !| S.HELGASON HF STEINSMIDJA t SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410 grein sinni og hélt sjálfstæða einleikssýningu í Iðnó, þegar hún kom heim frá námi vorið 1947. Sviðshlutverk hennar urðu eftirtalin: Anna í Orðinu eftir Kaj Munk hjá Leikfelagi Reykjavíkur 1942-43, María mey í Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson hjá L.R. 1948-49 og Celía í Sem yður þóknast eftir William Shakespeare í Þjóðleik- húsinu 1952. Árin 1955-60 starfaði hún sem leiklistar- gagnrýnandi; fyrst hjá Frjálsri þjóð, en síðar og lengst Sunnu- dagsblaði Alþýðublaðsins. Hún samdi fjölmarga einleiki og flutti sjálf í útvarp um þrjátíu ára skeið. Frá hendi hennar komu út eftirtaldar bækur: Rondo, leikrit, 1952 (flutt í út- varp 1956), Nocturne, leikrit, 1955, Börn á flótta, einleiks- þættir með teikningum eftir Jó- hannes S. Kjarval, 1974, og Ijóðabækurnar Strá, 1969, Blær, 1972, Kvika, 1976, Log, 1980, Fjúk, 1985, Kvak, 1995, og Vindharpan, prósaljóð, 1997. Utför Steingerðar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15 ekki ástæða til að rifja upp í smáat- riðum hér og nú. Fátt sýnir hins vegar betur táp konunnar að missa ekki móðinn við slíkar aðfarir, held- ur taka óbilug að sér leiklistargagn- rýni, þegar henni bauðst það nokkr- um árum síðar. Ferill hennar á því sviði varð að vísu ekki ýkja langur, en mun þó um það er lauk hafa ver- ið orðinn miklu lengri en æðstu máttarvöldum leikhússins þótti hæfilegt. Hér varð framlag Stein- gerðar með þeim hætti, að ekki mun fyrnast yfir á meðari krítísk hugsun má sín einhvers í íslensku leikhúsi. Það var mér því mikil ánægja að fá að gefa út alla dóma hennar í fyrsta bindinu af fyrirhugaðri ritröð um ís- lenska leiklistarsögu, sem kom út á liðnum vetri, og ég fann glöggt, að Steingerði var síður en svo á móti skapi að þeir væru dregnir fram í dagsljósið. Ekki spillti heldur gleði hennar, þegar hún varð þess vör, hversu vel þessum gömlu skrifum var almennt tekið, m.a. af leikhús- fólki, sem margt hefur furðað sig á því að annar eins gagnrýnandi skyldi geta fallið í gleymsku. Reykvísk leikstarfsemi stóð á fyrri hluta þessarar aldar og raunar langt fram eftir á talsvert lægra stigi en þau fáu yfirlitsrit, sem til eru um hana, veita nokkurt hugboð um. Ekki var nóg með að allar ytri aðstæður í gömlu Iðnó stæðu list- inni fyrir þrifum; leikendaflokkur- inn sjálfur var einnig ofboð fámenn- ur og um margt harla takmarkaður. Þar voru að vísu einstakir yfir- burðamenn, sem náðu ótrúlegum listþroska, en þeir voru ekki margir, og víst er, að sumir burðarleikar- anna spönnuðu mun þrengra svið en sagnaritarar hafa áttað sig á eða kosið að halda á lofti. Þegar Stein- gerður hóf að skrifa leiklistargagn- rýni snemma árs 1955, tók hún þá stefnu að segja skoðun sína undan- bragðalaust, án minnsta tillits til þess, hversu skammt leikhúsið var komið frá áhugamennskunni. Ur því íslenskir leikarar og leikstjórar voru á annað borð búnir að ná því marki að verða atvinnumenn, urðu þeir að hennar dómi að standast ná- kvæmlega sömu kröfur og gerðar voru til slíkra hjá menningarþjóð- unum. Viðhorf hennar, í senn víð- sýnt og strangt, kemur einkar vel fram í upphafi eins leikdóms hennar frá 1957, og af því að það gefur einnig góða mynd af hinum sér- stæða og afar persónulega stfl hennar, ætla ég að leyfa mér að taka kaflann hér upp í heild. Steingerður skrifar: „Hvað er leiklist? Því verður aldrei svarað. Hið mystíska myrkur sköpunarinnar umlykur hana ilm- andi töfrum, eins og alla ódauðlega fegurð. Listin á helgan reit í því myrkri - þeirri órjúfanlegu þögn, - sem betur fer. Það er ekki aðlaðandi hugsun að geta skilið allt. Hins veg- ar er hægt að skilja, meta og vega túlkun eða meðferð leikenda á hinum ýmsu sviðspersónum skáldanna. Fullnaðardómur verður þar vitan- lega aldrei upp kveðinn, enda við- horfin jafnmörg og mannsálirnar. Hliðstæð mælikvarða þeim, sem not- aður er við gagnrýni á túlkun t.d. hljómlistar, þarf vogin að vera, sem vegur hjóm og hismi frá kjarna leik- listarinnar. Engum kæmi til hugar að dæma um efnismeðferð fiðluleik- ara, sem ekkert skynbragð bæri þar á. I túlkun leiklistar eru reglur - og þær margar og erfiðar. Leikari lærir að leika - þ.e. hann lærir ekki leik- list - hana getur enginn kennt - eng- inn numið. Annaðhvort býr hún innra með manninum eða ekki. En birting þeirrar listar er lærð, engu síður en tónlistar - og sá skóli er langur og strangur. Hlutverk gagn- rýnandans er að vega og meta þá birtingu, í Ijósi þekkingar sinnar á leik og leikstjórn, svo og öllu því ytra sem viðkemur leiksýningum, svo sem tímabOum, stflum, o.þ.h." Þessari stefnuskrá reyndi Stein- gerður að framfylgja af þeirri alúð, sem hún hafði tamið sér í þeirri list, sem henni var nú neitað um að stunda. Enda þótt hún skrifaði ekki í víðlesnustu blöð landsins, fór ekki hjá því að dómar hennar kölluðu á sterk viðbrögð, og nú komst hún að því af eigin raun, að ekki fer ætíð saman að vera mikill listamaður og mikill maður. Hún var frá unga aldri vel kunnug, jafnvel nákunnug, sumum fremstu leikaranna, og í samtölum okkar bar hún þeim yfír- leitt eins vel söguna og henni var frekast unnt. Ekki duldist þó, að hún mat þá miklu meir, sem höfðu, þegar á hólminn kom, reynst menn til að taka skeleggum dómum henn- ar, svo sem Indriða Waage, sem hún sýndi sannarlega ekki meiri hlífð en öðrum. Hinn næmi og gáf- aði listamaður skildi hins vegar, að hún var sem gagnrýnandi ekki að vega að persónu hans, þegar hún fann veilur á listsköpun hans, og Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minníng@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. gerði sér sérstakt far um að láta hana finna það. Steingerður hefði aldrei getað stundað gagnrýni upp á þau býti að gefa mönnum afslátt fyrir vináttu sakir, auk þess sem hún leit svo á, að sú upphefð, sem fylgdi því að gerast atvinnumaður á framfæri ríkisins, hefði stigið of mörgum fyrri kollegum hennar tfl höfuðs. Skýrir sú skoðun, sem hún greindi mér einhverju sinni frá í samtali, en kom hvergi bert fram í skrifum hennar, trúlega betur en flest annað, hversu harðskeytt hún gat orðið í dómum sínum. Hún var ekki að hefna eigin ófara, ef ein- hverjum skyldi detta það í hug; henni gekk ekki annað til en vand- læting fyrir hönd listar, sem var henni heilög. Að öðru leyti er hér hvorki staður né stund til að fjalla um leikdóma Steingerðar, enda geta allir, sem um það kæra sig, leitað þá uppi í fyrsta bindinu af Safni tfl sögu íslenskrar leiklistar og leikbókmennta. Fyrir grúskara og áhugamann um leik- sögu og raunar menningarsögu yfir- leitt var hún hreinasta gullnáma; það var óviðjafnanlegt að sitja á tali við hana og hlýða á frásagnir hennar af þeim listamönnum sem hún kynntist best, myndlistarfólki eins og Einari Jónssyni, Jóhannesi S. Kjarval og Nínu Tryggadóttur, sem var mikfl vinkona hennar og hún hefur minnst einstaklega fallega, hinni sérstæðu og svipmiklu skáldkonu Ólöfu Sig- urðardóttur frá Hlöðum, að ekki sé minnst á allt leikhúsfólkið: Stefaníu Guðmundsdóttur, sem stóð henni ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, Guðrúnu Indriðadóttur og systrum hennar, Arndísi Björnsdóttur, sem hún kynntist ung þegar hún vann í hannyrðaverslun Agústu Svendsen, kennara hennar Lárusi Pálssyni og mörgum fleiri. Það var mikill skaði, að hún skyldi aldrei taka saman end- urminningar sínar með sMpulegum hætti, en því var hún með öllu frábit- in, e.t.v. vegna þess að henni fannst sem hún kynni þá að bregðast trún- aði við löngu látna vini sína. Sem fyrr segir var í raun og veru merkflegt hversu sátt Steingerður virtist vera við hlutskipti sitt og laus við allan biturleik. En hún var ekki að sýta hið liðna, heldur horfði sífellt fram á veginn, viss um að enn ætti lífið eftir að leiða hana í ýmis ævintýri. Því afréð hún, eftir að leiðir lokuðust henni í myndlist og síðar leiklist, að helga sig ljóðlist- inni og urðu ljóðabækur hennar alls sjö talsins. Einnig sendi hún frá sér tvö leikrit og einleiksþætti, sem hún flutti marga í útvarp. Með þeim hætti tókst henni að finna sköpun- arþörf sinni framrás og halda hugs- unum sínum og tilfinningum lifandi og sífrjóum. Síðasta misserið, sem hún lifði og var við þokkalega heflsu, vann hún að úrvali úr ljóðum sínum, sem á vonandi eftir að koma út á bók. Hún var hugsjónakona og þegar ég var að spyrja hana út í mat hennar á lífsstarfi einstakra listamanna, gleymdi hún aldrei að taka mið af því, hvort þeim, sem um var rætt, hefði verið svipað farið. Hún gat fyrirgefið marga og mikla bresti, ef henní fannst þeir hafa lát- ið stjórnast af æðri sýn og sannri fórnfýsi í þjónustu sinni við listina. I síðustu ljóðabók Steingerðar, Vindhörpunni, sem er safn prósa- Ijóða, er að finna Ijóð, sem lýsir fal- lega hugsun hennar um hinsta mark mannlegs lífs. Á því fer vel að birta það nú, þegar leiðir hefur skilið og tími er kominn til að þakka fyrir samveru, sem varð ekki löng í stundum talið, en alltaf skemmtfleg og auðgandi. Það heitir þrá og hljóðar svo: Á djúpsævi hugar míns býr kyrrð - dimmblá kyrrð. Þangað leitar sífellt löngun mín og þrá. En mýrarljós og gjörningaveður hindra fór. Því getur mig aðeins langað. Huggun mín er sú, að ég veit hvar hún býr, veit að hún bíður mín um síðir - kyrrðin dimmbláa-veitir mér hvíld og frið - um síðir. Guð blessi minningu Steingerðar Guðmundsdóttur. .Ii'm Viðar Jðnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.