Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ennum hnatt- væðingu „Er hin nýja frjálslyndisþólitík (the new liberalism), sem einkennist afútjöfnun pólitísks ágreinings (sköþun nýrrar miðju) og markaðsvœðingu, eftil vill af- leiðing þessarar ritstýrðu, einsleitu heimsmyndar hnattvæðingarinnar? " Heimurinn virðist í senn vera að þjappast saman og þenjast út. Á sama tíma og allt virðist á góðri leið með að verða Eins þá er allt að verða Öðruvísi. Þarna eru kraftar hnattvæðing- arinnar að verki: þjöppun og þensla. Einnig mætti tala um útflutn- ing og innflutning í þessu sam- bandi; á sama túna og hnattvæð- ingin hefur ein- VIDHORF Eftir Þröst Helgason kennst af út- flutningi og dreifingu vest- rænna gilda, hugmynda og vara þá hefur hún leitt til þess að gildi og vörur frá framandi menningarsvæðum hafa átt greiðari aðgang að vestrænum samfélögum. Þarna hafa myndast flókin og gagnvirk tengsl miðju og jaðars; um leið og miðjan hefur leitast við að gera jaðarinn að hinu Sama þá hefur hún þurft að horfast í augu við framandleik- ann. Miðjan hefur þannig reynt að þjappa heiminum saman í eitt en um leið hefur hún þanist út vegna áhrifa frá jaðrinum og þannig sjálf orðið að Hinu. Big Mac er sennilega ein skýrasta birtingarmynd sam- þjöppunarinnar. Og auðvitað Coca Cola. Þessi tvö vörumerki eru orðin hluti af sjálfsmynd ein- staklinga í öllum hornum og skúmaskotum heimsins, eða því sem næst. Það sama má segja um Adidas og Nike; ef þeir eru ekki á fótum fólks þá eru þeir að minnsta kosti í draumum þess. A sama hátt birtist þenslan meðal annars í indverskum, kínversk- um, japönskum, taílenskum, ar- abískum og mexíkóskum veit- ingastöðum sem eru orðnir stór hluti af sjálfsmynd vestrænna borgarbúa. Þessar margvíslegu truflanir á sjálfsmynd einstaklinga, hópa og þjóða er áhugavert athugunar- efni. Margir sjá einsleitnina (sem er þjöppun) sem eina skelfilegustu afleiðingu hnatt- væðingarinnar. Verður mönnum tíðrætt um hnattvæðingu hins vestræna (bandaríska) menning- ariðnaðar í því sambandi, kvik- mynda, sjónvarpsefnis, popptón- listar og margmiðlunarefnis af ýmsu tagi sem allt miðlar sama veruleikanum, sömu hugmynda- fræðinni og heimsmyndinni vítt og breitt um hnöttinn. Lengi hafa menn haft áhyggj- ur af því að mikil dreifing þessa efnis muni verða til þess að eyða mismun á milli þjóða heims, að hún muni fella alla í sama mótið. Þessar áhyggjur eru vissulega ekki ástæðulausar en þróunin í hinum alvarlegu listum, eins og við viljum stundum kalla þær til aðgreiningar frá menningariðn- aðinum, virðist beinlínis vera í andstöðu við þessa einlitu menn- ingarframleiðslu en þar er fjöl- hyggjan eða fjöllyndið (sem er þensla) allsráðandi. Listirnar hafa hnattvæðst á vissan hátt: landamæri hafa máðst burt, bæði milli landa og listgreina, og áhrif eru sótt hvaðanæva. I bók- menntum, myndlist og tónlist samtímans er allt leyfilegt og í raun hafa allar skilgreiningar, forsendur og flokkanir farið á flot. Listirnar leita sér þannig nýrrar sjálfsmyndar í nýjum heimi. Þetta tvítog milli einsleitni og fjölhyggju má einnig sjá í tísk- unni. Hnattvæðingin skapar kjöraðstæður fyrir útbreiðslu nýrra tískustrauma og þess má sjá merki nánast hvar sem mað- ur kemur, tískulitirnir, sniðin, ldippingarnar berast um hnött- inn á ógnarhraða og fella jarðar- búa í norðri og suðri, austri og vestri í sama mótið. En á sama tíma og þessi stífa innprentun á sér stað í gegnum fjölrása kerfi hnattvæðingarinnar þrífst sú hugmynd betur en nokkurn tím- ann fyrr í heimi tískunnar að allt sé leyfilegt; afmáun landamæra virðist þýða að ekkert sé „úti", að miðjan sé á vissan hátt óvirk í tískunni þó að hún sé vissulega enn til staðar. Hnattvæðing tískunnar skilur þannig eftir rúm fyrir einstak- linginn að skapa sér sjálfsmynd á svipaðan hátt og hnattvæðing menningar og listar virðist gefa listamanninum nýja vídd að starfaí. En það er kannski ekki efnið sem verið er að miðla sem við ættum að hafa hvað mestar áhyggjur af heldur hvernig því er miðlað. Miðlunarhæfni sjón- varpsins (þar með talið gervi- hnattasjónvarp), útvarps, kvik- mynda og Netsins er þrátt fyrir allt afar takmörkuð. Afurð þeirra er ekki veruleiki heldur sýndarveruleiki. Þetta er tilbúin heimsmynd, brot héðan og það- an, heimsmynd sem verður til á klippiborðinu í tæknikompu ein- hvers af sjónvarps- eða kvik- myndaverunum. Við héldum að tæknin myndi gefa okkur víðari og sannari sýn á heiminn en nú vitum við að sú sýn er brotakennd og ritstýrð, frekar sýnd en reynd. Og spurn- ingarnar sem vakna hljóta að vera margvíslegar og aðkallandi: Að hvaða leyti hefur þessi brota- kennda heimsmynd hnattvæð- ingarinnar áhrif á sýn okkar á heiminn og sjálf okkur? Hvaða áhrif hefur hún á skoðanamynd- unina? Hefur hún ef til vill áhrif á pólitíska afstöðu? Er hin nýja frjálslyndispólitík (the new liber- alism), sem einkennist af útjöfn- un pólitísks ágreinings (sköpun nýrrar miðju) og markaðsvæð- ingu, ef til vill afleiðing þessarar ritstýrðu, einsleitu heimsmyndar hnattvæðingarinnar? Hefur hin einsleita heimsmynd með öðrum orðum leitt til einsleitrar pólitík- ur? Kannski er það langsótt en ef svo er, getur hún þá verið rétt og góð? Njalsbrenna í útvarpsþætti ÞÆTTIR Arthúrs Björgvins Bollasonar, Orðin í grasinu, eru eitthvert allra bezta efni, sem Ríkisútvarpið hefur boðið upp á langa lengi. Bæði þætt- irnir í fyrrasumar og þeir sem nýlokið er núna, voru allt í senn, fræðandi, skemmtileg- ir og afar vel fluttir. Höfðu, með öðrum orð- um, öll einkenni góðs útvarpsefnis. Og - þeir vöktu til umhugsunar, sem er ekki minnsti- kosturinn. Og einmitt vegna þess að ég hugs- aði margt undir lestrinum, langar mig að koma hér á framfæri tveim- ur ábendingum, - sem aðeins mega skoðast sem ábendingar, en varla gagnrýni, og þaðan af síður last. Þegar Víglundar saga var til um- ræðu, var þess getið, að finna mætti enduróm frá henni í skáld- sögu Kiljans, Sjálfstæðu fólki. Rétt mun það vera. En hér hefði ekki sakað að minnast þess, að áratug- um fyrir fæðingu Halldórs Laxness var fátækur vinnupiltur í Norður- landi að spreyta sig á vísunum í Víglundar sögu. Hann hét Stefán Guðmundur Stefánsson, og varð síðar kunnur í tveimur heimsálfum undir nafninu Stephan G. Steph- ansson. Vísur Stephans eru al- kunnar, sú fyrri, Stundin harma sú var sár, - þar sem þjalarför hins unga vísnasmiðs eru býsna augljós, og hin síðari, sem ég get ekki stillt mig um að tilfæra hér: Brýni kænu í brim og vind, bylgjan græn þó vatni um hlíðar, efúrsænumyddirtind yfir bænum Ketílríðar. Þetta eru öldungis ekki nein vettlingatök hjá sextán ára ung- lingi, en vísurnar eru í Andvökum ársettar 1869, og höfundurinn fæddur 1853, svo hér á ekkert að þurfa að fara á milli mála. - Já, hefði ekki verið gaman að minnast þess, að Víglundar saga hefði skilið eftir sig slík spor í íslenzkum bókmennt- um, og það með margra áratuga milh- bili? Síðasti þáttur Arthúrs Björgvins að Valgeir þessu sinni fjallaði um Sigurðsson sjálfa Njálsbrennu, og þar var viðmælandi hans Magnús bóndi á Lágafelli í Landeyjum, sem var mjög við hæfi, Fornsögur Atburðurinn gerðist að vísu, segir Valgeir Sig- urðsson, en frásögnin af honum er tilbúningur. þar sem slíkt efni var til umræðu. Þar var ekki ráðizt á garðinn, þar sem hann er lægstur, og víst var tal þeirra félaga allt hið skynsam- legasta, þó að seint muni þeim stóratburði verða gerð fullnægj- andi skil. Enda var það svo, að hér saknaði ég tveggja atriða, sem nauðsynlegt er að taka með í reikn- inginn, þegar rætt er um sennileik, eða öllu heldur ósennileik þessarar kynngimögnuðu frásagnar Njáls sögu. Þeir félagar voru að ræða, hvernig herflokkur Flosa hefði get- að komizt óséður heim undir bæ á Bergþórshvoli, og komust auðvitað ekki að mjög sannfærandi niður- stöðu, sem varla var von. Enda gat Magnús þess réttilega, að þeim Bergþórshvolsmönnum hefði bor- izt njósn um ferðir Flosa, eins og sagan segir. En datt Lágafells- bónda ekki hug, að það hefði verið hundur á búi Njáls Þorgeirssonar? Þeir hafa þó án alls efa verið að minnsta kosti tveir, og ef til vill fleiri. Njáll var mikill bóndi og bjó stóru búi. Og hundar gelta að gest- um. Einhvern tíma hefur nú ís- lenzkur fjárhundur heima í varpa fundið minna grand í mat sínum heldur en dyn af ferð tvö hundruð hesta, þótt hægt sé riðið. Ætli að herflokkurinn hefði komizt alla leið heim í túnfót, án þess að glæsileg hundgá heiman af hlaðinu boðaði gestkomu? En hafi Flosi og menn hans komizt óséðir og óheyrðir heim í túnfót á Bergþórshvoli, hvernig komust þeir þá frá bænum að verki loknu, án þess að öll sveitin sæi til þeirra og vissi hvert þeir fóru? A þetta minntust þeir Arthúr Björgvin og Magnús á Lágafelli ekki með einu orði. Sag- an segir, að þeir Flosi hafi verið við eldana þangað til „mjög var morgnað", enda er Geirmundur karlinn lagztur í bæjaflakk ásamt Bárði búa sínum og heilsar upp á brennumenn heima á Bergþórs- hvoli. Síðan ríður allur flokkurinn upp yfir breiðar byggðir árla dags, þegar menn eru að ganga til starfa sinna á öllum bæjum, og hittir In- gjald frá Keldum við Rangá. Samt veit enginn hvert þeir stefna! Halda menn að það verði ekki auðrakinn ferill eftir tvö hundruð hesta, hvort heldur sem er r loðn- um sumarengjum eða í moldargöt- um? Og aumingja karlarnir í sveit- unum í kring, sem leita ódæðis- mannanna, þeir þeysa um sveitina þvera og endilanga, ríða auðvitað oft þvert yfir traðkið eftir hesta þeirra Flosa, en engum dettur í hug að fylgja ferlinum og ná í Listamenn í Gijótaþorpi I SIÐUSTU viku fóru listamennirnir Oddur Björnsson og Þráinn Bertelsson, íbúar í Grjótaþorpi, mikinn á síðum dag- blaðanna og í öðrum fjölmiðlum um mein- tan hávaða sem þeir segja berast frá húsa- kynnum Hlaðvarpans. Mér er þetta mál við- komandi þar sem ég var framkvæmdastjóri Hlaðvarpans og Kaffi- leikhússins frá október 1992 til apríl 1999. í þau tæp sjö ár sem ég starfaði sem fram- kvæmdastjóri Hlaðvarpans barst mér aldrei kvörtun frá íbúasam- tökum Grjótaþorps vegna starf- seminnar. Nú hefur hins vegar brugðið svo við að þau hafa sent stjórn Hlaðvarpans og borgaryfir- völdum kvörtun vegna hávaða af tónleikahaldi. I kjölfar þessa bréfs hefur verið þyrlað upp moldviðri um ástandið í Grjótaþorpinu og hafa ofangreindir herramenn farið þar fremstir í flokki og þannig í raun gerst talsmenn samtakanna út á við. I upphafi töluðu þeir um Hlaðvarpann í sömu andrá og klámbúlluna Club Clinton í Ása Richardsdóttir Fischersundi en nú virðist sem sá staður hafi alveg gleymst í umræðunni um leið og ásakanir þeirra á hendur Hlaðvarpanum verða æ háværari og alvarlegri. Sú ímynd sem birtist almenningi eftir skrif þessara manna er að Hlað- varpinn sé sóðabúlla þar sem stjórnendur leggi sig fram við að angra nágranna sína sem mest með ærandi hávaða, skrflslátum og subbuskap, helli brennivíni fyrir fætur barnanna í Grjótaþorpi og helst dreifi sprautunálum um stíga og garða. Sem betur fer er almenn- ingur betur upplýstur en svo að trúa slíkum þvættingi. Skrif þeirra um þær konur sem reka og rekið hafa Hlaðvarpann eru ekki svara- verð, þau lýsa einungis kvenfyrir- litningu og karlhroka þeirra sjálfra. Það sem alvarlegast er þó er að með skrifum sínum eru „listamenn- irnir í Grjótaþorpi" að gera lítið úr starfssystkinum sínum sem undan- farin ár hafa sannarlega auðgað mannlíf í Kvosinni. Við skulum hafa Hlaðvarpinn Það sem alvarlegast er þó, segir Ásta Richards- dóttir, er að með skrif- um sínum eru „lista- mennirnir í Grjóta- þorpi" að gera lítið úr starfssystkinum sínum sem undanfarin ár hafa sannarlega auðgað mannlíf í Kvosinni. nokkra hluti á hreinu. I Hlaðvarp- anum hefur verið rekin menningar- miðstöð í eigu kvenna í 14 ár og þar og ekki síst í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum hefur verið haldið uppi öflugu listastarfi. Fjöldi þeirra listamanna sem fram hafa komið í Kaffileikhúsinu skiptir hundruðum. Margir tugir leiksýninga, tónlistar- sýninga og annarra uppákoma hafa verið í Kaffileikhúsinu og skipta kvöldin sem sýningar hafa verið mörgum hundruðum á undanfórn- um 5 árum. I langflestum tilvikum er ekki möguleiki á að þessi lista-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.