Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ tr FRETTIR Hlaup í Jökulsá á Sólheimasandi eftir umbrot í Mýrdalsjökli Morgunblaðið/Arni Sæberg VIÐ upptök Jökulsár í Sólheimajökli. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær hlaupið hófst, en það náði hámarki seint aðfaranótt sunnudags. „Smugukvótan- •" úthlutað um Tvö skip fáyfír 300 tonn FISKISTOFA kynnti í gær úthlut- un aflahlutdeildar íslenskra skipa í þorski í Barentshafi á þessu ári. ís- lendingar eiga rétt á að veiða sarn- tals um 8.900 tonn af þorski í norskri og rússneskri fiskveiðilög- sögu á þessu ári, samkvæmt Smugu- samningnum svokallaða. Aflahlutdeild íslensku skipanna miðast við 7.231 tonn en afganginn, um 1.669 tonn, þurfa íslenskar út- gerðir að greiða Rússum fyrir. Kvótahæsta skipið er Svalbarði SI með um 4,5% hlutdeild en það jafn- gildir um 329 tonnum af heildar- kvóta ársins. Þá kemur Arnar HU með 4,3% hlutdeild eða 316 tonn. Önnur skip fá úthlutað undir 300 tonnum en alls fá 10 skip úthlutað 200 tonnum eða meira. Alls fengu 77 skip hlutdeild í heildarkvóta íslendinga á svæðinu en úthlutað var eftir veiðireynslu síðustu 6 ára og tekið mið af þremur bestu árunum. Fjöldi skipa fær út- hlutað á bilinu 10-50 tonn og því er ljóst af sameina þarf heimildir á færri skip. Búist er við að fyrstu skipin haldi á veiðarnar innan skamms. Eldgos líkleg skýring PÁLL Einarsson, jarðeðl- isfræðingur á Raunvís- indastofnun Háskólans, segir að líklegasta skýr- ingin á hlaupi í Jökulsá á Sólheimasandi um helg- ina sé að eldgos hafi orð- ið í Mýrdalsjökli. Hann telur umbrotin þar vera merki um aukna virkni á Kötlusvæðinu sem fylgj- ast þurfi vel með. Sigket- ill, sem er um 1,5 km í þvermál, myndaðist á barmi öskjunnar sem tengist Kötlueldstöðinni í jöklinum. Páll segir að helstu vís- bendingar fyrir því a𠦕--wnisaBilÉj^-' jgf. ¦U .tjfe. 1\ / % Jjpl i ** • CHRISTIAN Holm svaf í bækistöðvum á Mýrdals- jökli aðfaranótt sunnudags, skammt frá staðnum þar sem sigketillinn myndaðist, en varð einskis var. gos hafi orðið sé röð atburðanna. Flóðið hafi ekki farið af stað fyrr en eftir óróahviðuna í jöklinum og því hafi það ekki valdið henni. „Það hafa verið flóð í ánni áð- ur, en þá bara vegna þess að lón í giljiinuin stíflast. Þá hafa komið hefðbundin jökulhlaup, en svona hlaup frá sigkatli uppi í jöklinum eru áður óþekkt fyrirbrigði þarna. Þessi atburður markar því ótvírætt einhvers konar breyt- ingu." Páll segir að vandlega verði fylgst með þróun mála í fram- haldinu, enda sé Katla til margra hluta vxs. Verður það gert með mælingum í grennd við eldstöð- ina, með radarmyndum úr gervi- tunglum og með þvi að kanna nánar hvaða efni hlaupið skildi eftir í farvegi Jökulsár. Almannavarnanefnd Mýrdals- hrepps er í viðbragðsstöðu vegna atburðanna, og er fylgst með vatnsmagni í ám, og ferðamenn á vinsælum leiðum upp með Jök- ulsá eru varaðir við því að tjalda þar og beðnir um að gæta vel að merkjum í umhverfinu. Svaf á jöklinum en varð einskis var Fyrirtækið Geysir hefur tekið upp samstarf við tvo Dani, þá Dennis Pedersen og Christian Holm, sem bjóða vélsleðamönnum upp á ferð á hundasleða þegar á jökulinn er komið. Hafa þeir bækistöðvar uppi á jöklinum, skammt frá þeim stað þar sem sigketillinn myndaðist, og þar svaf Christian Holm ásamt 16 sleðahundum aðfaranótt sunnudagsins, þegar hræringarnar voru hvað mestar. Var hann sóttur upp á jökul- inn og náði Morgunblað- ið tali af honum er hann kom í skála Geysis við jökulbrúnina um hádeg- isbil á sunnudag. Holm kveðst hafa orð- ið undrandi er hann frétti af umbrotunum þar sem hann varð einskis var sjálfur. „Ég heyrði ekki neitt og hundarnir virðast ekki hafa orðið nokkurs varir heldur, þar sem þeir höfðu hægt um sig. Ég vissi ekkert hvað var um að vera fyrr en Dennis hringdi í mig og sagði mér að eitthvað væri að gerast í jöklinum og að ég og hundarnir yrðum sóttir." Páll Einarsson segir það ekki óeðlilegt að Holm skuli ekki hafa orðið var við hræringarnar í jökl- iiniiii. „Það er til frægt dæmi frá árinu 1955 þegar svona atburðir gerðust síðast á þessum slóðum. Þá mynduðust tveir stórir sig- katlar í austanverðum Mýr- dalsjökli, nánast beint undir fót- um mælingaleiðangurs. Leiðang- ursmenn urðu hins vegar varla varir við nokkurn hlut." ¦ Vísbending/46-47 Þórhallur Gunnlaugs- son handtekinn í Kaupmannahöfn Fluttur til landsins í fylgd lög- reglu LÖGREGLUMAÐUR í Kaup- mannahöfn handtók á sunnu- dagsmorgun Þórhall Ölver Gunnlaugsson, sem eftirlýstur var vegna rannsóknar lögregl- unnar á drápi Agnars W. Agn- arssonar, sem fannst látinn í íbúð sinni við Leifsgötu sl. fimmtudag. Var hinn hand- tekni úrskurðaður í gæslu- varðhald til 23. júlí í Kaup- mannahöfn og fóru íslenskir lögreglumenn í Reykjavík ut- an um hádegisbil í gær til að sækja Þórhall í því skyni að færa hann til skýrslutöku hjá lögreglu. Voru lögreglumenn- irnir væntanlegir með Þórhall til landsins undir miðnætti í nótt. Að lokinni skýrslugerð liggur fyrir að meta gögn í málinu og taka ákvörðun um framhaldið. Fyrir lá handtökuskipun Héraðsdóms Reykjavíkur og ákvörðun dómsmálaráðuneyt- isins um framsalsbeiðni. Mun Þórhallur hafa samþykkt að fara til íslands svo ekki var þörf á að fá hann framseldan með formlegum leiðum sam- kvæmt upplýsingum hjá emb- ætti ríkislögreglustjóra. Var á gangi við Aðal- járnbrautarstöðina Þórhallur var handtekinn á Aðaljárnbrautarstöðinni þar sem hann var þar á gangi en danski lögreglumaðurinn þekkti Þórhall af ljósmyndum sem dreift hafði verið til allra lögreglustöðva í Danmörku og víðar. Samkvæmt upplýsing- um frá embætti ríkislögreglu- stjóra gekk handtakan átaka- laust. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um aðsetur Þór- halls á meðan hann dvaldi í Danmörku þá fjóra daga sem hann var þar fram að handtök- unni, en hann fór frá íslandi að kvöldi miðvikudags í síð- ustu viku. Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af hinum grunaða að- faranótt miðvikudags í síðustu viku og færði hann á lögreglu- stöð vegna gruns um ölvun- arakstur. Að hálfum sólar- hring liðnum var honum sleppt úr haldi þar sem engin tengsl fundust við glæpsam- legt athæfi. Blóðsýni var tekið úr fötum hans, sem grunur er nú um að sé úr Agnari heitn- um, og var sýnið sent til Nor- egs til DNA-greiningar. Er niðurstöðu að vænta á allra næstu dögum. Serblod i dag imniHiíw »-i' |:'r ¦J Á ÞRIÐJUDÖGUM Heimili Sögulegar sviptingar og skoskur sigur / B4 Jakob tvíbætti eigið met í Moskvu / B1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is ;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.