Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 39
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 39 MINNINGAR I : MARGRET THEÓDÓRSDÓTTIR NORÐKVIST + Margrét Theó- dórsdóttir Norð- kvist, húsmóðir og starfsstúlka við að- hlynningu sjúkra á Sólyangi, til heimilis að Ölduslóð 6 í Hafn- arfirði, fæddist í Reykjavík 14. des- ember 1960. Hún lést á krabbameins- lækningadeild Land- spítalans 12. júlí síð- astliðinn. __ Margrét fluttist til ísafjarðar tveggja ára gömul og ólst þar upp hjá foreldrum sínum ásamt þremur systkinum. Foreldrar hennar eru Ingibjörg Marinósdóttir Norð- kvist, f. 10. aprfl 1936, og Theó- dór Sigurjón Norðkvist, f. 3. júlí 1933, d. 18. desember 1994. Systkini hennar eru 1) Ása Norð- kvist, f. 15. aprfl 1963, gift Páhna Gunnarssyni, f. 27. apríl 1962, börn þeirra eru Theódór Ingi, f. 26. aprfl 1987, Sigurlaug Ása, f. 28. september 1988, Anna Lind, Mamma mín, þú varst mér alltaf kær. Við áttum margar skemmti- legar stundir saman og það var svo gaman. Því mun ég aldrei gleyma. Nú líður þér vel, laus við allar kvalir og komin á Guðs efstu svalir. Þar hittir þú afa. Saman horfið þið á lífið halda áfram og litlu Margréti hennar Ásu stækka. Seinna hittumst við á himnum. Þá tekur þú á móti mér og við lítum saman niður og horfum á lífið halda áfram. Ég bið að heilsa Guði og öll- um í himnaríki. Þín dóttir, Ingibjörg Theódóra. Alltaf varstu góð og ert það enn- þá. Við geymum minninguna um þig í hjarta okkar. Við vitum að nú líður þér vel á himnum. Drottinn hefur tekið þig til sín. Sigurlaug Ása og Anna Lind. Hvað veldur því að sumum er út- hlutað svo stuttri dvöl á meðal vor? Hver getur hugsanlega verið ávinn- ingur og þá hvers, þegar klippt er svo snögglega á lífsstreng ungrar móður. Fjögur börn svipt móðurást og öryggi því er fylgir góðri og ást- ríkri mömmu. Hvað kemur í staðinn fyrir þá þörf að kalla um leið og komið er heim t.d. úr skólanum eða af íþróttaæfingum: „Mamma ertu heima? Veistu hvað?" Magga var einmitt sú sem gaf börnum sínum nægan tíma, hlustaði og hló blíðlega að óvæntum uppákomum sem gjarnan fylgja fullu húsi af bráð- duglegum krökkum. Það var þetta með tímann hjá Möggu, makalaust hvað hún gat nýtt tímann vel, ég man ekki eftir einu einasta skipti sem hún var að flýta sér eða reka á eftir manni, allt gekk svo notalega upp hjá henni. Foreldrar okkar höfðu þann góða sið að hittast á jólunum, og gerðu þær ógleymanlegu stundir okkur að innilegri fjölskyldu. Þær systur, Magga og Asa, sem oftast eru nefndar saman, voru oft að gæla við þá hugmynd að endurvekja þennan sið í einhverri mynd, og þá tóku barnaafmælin við. Ég get ekki full- þakkað kærri frænku minni fyrir það að börn okkar þekkjast vel og vita af ættingjum sínum ef á þarf að halda. Magga og Siggi maður hennar hafa rekið veitingastað, sem hefur með árunum orðið að veislusal fjöl- skyldunnar. Síðasta uppákoma var í tilefni af aldarafmæli Ásu ömmu heitinnar í apríl sl. Þar stóð Magga upp úr enn einu sinni er hún af sjúkrabeði lagði svo á að nú mætt- um við fara af stað og undirbúa veislu. Þar mætti hún svo með blíða f. 28.júlíl991, Birg- ir Örn, f. 28. maí 1993, og Katrúi Eva, f. 27. september 1996. 2) Jdn Sigurð- ur Norðkvist, f. 17. júní 1964, kvæntur Hörpu Þórisdóttur, f. 28. aprfl 1964, dóttir hennar er Olga Sonja, f. 28. janúar 1987. Jón og Harpa eiga saman Salóme Sól, f. 22. maí 1998. 3) Theó- dór Norðkvist, f. 9. október 1965. Maki Margrétar er Sigurður Óli Sigurðsson veitingamaður á A. Hansen, f. 6. júní 1959. Þau hófu búskap árið 1978. Börn þeirra eru Valdimar Karl f. 6. ágúst 1979, Benedikt Þór, f. 28. aprfl 1981, Ingibjörg Theódóra, f. 6. júní 1986, og Sindri Óli Sigurðs- spn, f. 6. apríl 1992. Útför Margrétar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. brosið sitt, full eftirvæntingar, og vonaði að bjartir tímar væru framundan, en þetta varð síðasta veislan hennar. Magga hafði einstakan hæfileika í viðræðum, það varð að taka allt til alvarlegrar athugunar og hnýta alla lausa enda svo maður var farinn að finna til sín er hún hafði fengið mann til frásagnar um eitt og annað sem var „bara" og tók því ekki að minnast á. Það var svo notalegt að vera í návist hennar, hún hafði svo smitandi áhuga á því sem var að gerast í fjölskyldunni. Þau hjónin Magga og Siggi voru smátt og smátt að koma sér upp sumarbústað fyrir sig og sfna. Það var helsta mál á dagskrá núna og mikil gleði yfir hverjum hlut og hverri plöntu sem komið var fyrir í „sæluríki" þeirra. Þetta litla hús er Magga. Þetta litla hús er stórt, þar geta Siggi og börnin fundið nær- veru sem bara þau þekkja, linað sorgina í stutta stund og haldið áfram að rækta, rækta hvert annað og fylla skarðið smátt og smátt með sameiginlegu átaki. Það er erfitt að vega og meta stærð sorgarinnar, en að missa unga dóttur og það frá fjórum börn- um og eiginmanni, þar tekur á vog- ina. Inga móðir Möggu hefur ótrú- legt þrek, hún er hetjan okkar í þessu stríði, því frá sjúkrabeði dótt- ur sinnar vék hún hvorki dag né nótt, og Björg tengdamóðir Möggu stóð vörð um heimilið, þar voru fyr- ir hetjur heimilanna, sem frá fornu fari hafa aldrei látið bugast. Þessar konur eiga aðdáun mína alla. Hvað geta frátækleg orð svo sem sagt þegar mikið liggur við, hver þeklrir lækningu sorgar sem veldur svo miklum sársauka? Hvernig á að hugga börnin smá og stór, niður- brotinn eiginmann, systur sem misst hefur vinkonu, félaga, hjálp- arhellu? Hvernig er hægt að breyta Möggu og Ásu í eintölu? Eitt er víst að börn Möggu munu alltaf eiga sína móðursystur og Pálma mann hennar að í blíðu og stríðu, það veit Siggi og metur mikils. Guð almáttugur varðveiti ykkur og styrki. Sigga, Valda Kalla, Benna, Ingu Dóru, Sindra Óla og aðstandendum öllum óska ég Guðs blessunar. Sigrún Viggósdóttir. Þegar ég hugsa um æskuvinkonu mína, Margréti Theodórsdóttur, sem nú er dáin, alltof fljótt, kvikna ótal minningar í huganum: við nöfh- urnar barnungar að leik á Hlíðar- veginum á ísafirði, þar sem Gleiðar- hjallinn gnæfir yfir og freistar krakka til að klífa brekkurnar, en eyrin, tanginn og fjörðurinn á hina höndina; lítill heimur en þó svo passlega stór, þar sem allir þekkja alla og allt er innan seilingar. Og síðar, tvær vinkonur sem lagt hafa land undir fót og komnar í hús- mæðraskólann að Laugum í Þing- eyjarsýslu að læra nytsama hluti. Seinna: tvær vinkonur, mæður á besta aldri, komnar suður, nú að vinna saman á Sólvangi, öldrunar- hjúkrunarheimilinu í Hafnarfirði. Að lokum hið óvænta, óhjákvæmi- lega og sorglega: að kveðja við sjúkrarúm 38 ára gamallar konu. Magga var einstaklega hlý og góð manneskja, hjálpsöm og brosmild, en um leið ávallt yfirveguð og ein- hver rósemi sem fylgdi henni alltaf. Hún fór ung að búa með honum Sigga og eignuðust þau fjögur börn. Hugur minn er hjá þeim öllum, þeirra missir er mestur. Það er ekki alltaf sem draumarnir rætast í lífinu og það fer gjarna á annan veg en ætlað er. Ljóðlínur eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur eiga vel við núna, en þar segir á einum stað: t Ástkær eiginmaður minn, faöir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HÁKON PÉTURSSON, Þverholti 9a, Mosfellsbæ, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn 17. júlí. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju laugardaginn 24. júlí kl. 10.30. Guðrún Einarsdóttir, Pétur Jökull Hákonarson, Kolbrún K. Ólafsdóttir, Gunnar Jökull Hákonarson, Sigurður Hákonarson, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir mín, tengdamóðir og amma, GUNNHILDUR B. BJÖRNSDÓTTIR, áður til heimilis aðTeigaseli 11, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 15. júlí sl. Jarðsett verður frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 22. júlí kl. 10.30. Björn G. Björnsson, Þóra Jónsdóttir, Björn Þór Björnsson, ívar Björnsson, Steingrímur J. Þórðarson ,,-draumanna minnist ég með trega, nú þegar kólnar og dimmir, og bilið vex milli þess sem er og þess sem átti að verða." Um leið og ég kveð bestu vinkonu mína og þakka henni samfylgdina, votta ég Sigurði og börnum þeirra, Valda, Benna, Ingu Dóru og Sindra, einnig móður Margrétar, systkinum hennar og tengdaforeldrum mína dýpstu samúð. Margrét Bragadóttir. Elsku besta vinkona, nú hefur þú kvatt okkur, langt fyrir aldur fram. Það er með trega og söknuði að ég rita þessar línur. Frá því í febrúar sl. að þú sagðir mér frá sjúkdómi þínum hafði ég aldrei þorað að efast um tilvist þína meðal okkar heldur beðið eftir að kraftaverk gerðist. Þú sem hafðir alltaf rutt öllum hindr- unum úr vegi þínum. En þessi hindrun í lífi þínu var of erfið. Það er öruggt, Magga mín, að Guð hefur ætlað þér æðra hlutverk, og var þitt hlutverk þó æði stórt. Ég ætla ekki með þessum fátæk- legu orðum mínum að rekja ævi- sögu þína né hvaða starf veitti þér lífsbjörg, það vitum við, heldur þann persónuleika sem þú hafðir að geyma og var auður okkar hinna sem fengum að eiga þig að. I þau ár sem við áttum hvor aðra að varstu lífsglöð og bjartsýn. „Nei" var ekki til í þínum orðaforða, trygglyndi þitt og traust var mikið og þó að vegalengdirnar væru stundum miklar á milli okkar brástu aldrei, þú varst styrkur minn og stoð á erfiðum tíma og armar þínir alltaf útbreiddir. Fjölskylda þín og heimili áttu hug þinn og hjarta, það var stórt hjarta, og þú varst þeim eiginleikum gædd að geta deilt þínu stóra hjarta og ég var ein af þeim sem fékk þar hlutdeild. Ég fæ þér seint fullþakkað einlægni þína. Þú varst í essinu þínu þegar þú gast verið að bjástra við heimilið, fjöl- skylduna og vini þína, útbúa afmæli og veislur, sama hvert tilefnið var. Þú varst menningarlega sinnuð og víðförul. Blessuð sé minning þín. Elsku Siggi, Valdi, Benni, Inga og Sindri, missir ykkar er mikill. Megi góður Guð styðja ykkur og styrkja á erfiðum tímum. Foreldr- um, systkinum og öðrum aðstand- endum votta ég mína innilegustu samúð. Nú ertu leidd, raín Ijúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörraunga' og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unanogeilífsæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði. í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgr.Pét.) Steinvör Gísladóttir. Vestfírsku fjðllin eru ægifögur, girt bröttum og gróðurlitlum fjarða- og dalahlíðum með skriðum og hamrabeltum, þverhnípt björgin ganga í sjó fram. Fjöllin eru sund- - urklippt af gjám, hvilftum og skörð- um. I slíkum jarðvegi vex harðger gróður eins og holtasóley, lamba- gras og fjalldrapi og á malareyrum má sjá eyrarrósina í breiðum. Fjallið yfir ísafirði er dapurt, sorgmætt yfir því að ein af fallegu eyrarrósunum er horfin. Annesin vestfirsku með fallegu nöfnin sín eru einnig hnípin: Kópur, Blakkur, Skjöldur, Barði, Göltur, Ritur og Kögur. Suður í hrauninu í Hafnar- firði hefur sorgin líka tekið sér ból- stað af því að Margrét er dáin. Vestfirska stúlkan er bar í sér ein- kenni upprunans, styrkinn og þol- gæðið þegar á móti blés. Margrét sigldi mótbyr í lífi sínu ' þetta árið. Hún tókst á við erfið veikindi af bjartsýni og með æðru- leysi. En hún hafði einnig meðbyr. Umvafin ást og kærleika fjölskyldu sinnar stóð hún af sér erfiðan upp- skurð, geisla og lyfjameðferð. Alltaf með sama baráttuþrekinu og reisn- inni til hinstu stundar. Margrét starfaði við umönnun aldraðra á Sólvangi í mörg ár. Hún vakti á næturnar og varð Ijósið þeirra er þörfnuðust hjálpar. Um nótt er gott að trúa á ljósið. Nú er okkar að trúa á ljósið þegar dimmt er í huga. Það er gæfa hverrar heil- brigðisstofnunar að þangað veljist gott fólk. Starfið er í eðli sínu starf hugar, hjarta og handar. Sólvangur hefur ávallt borið gæfu til þess að fá slíkt fólk til starfa. Kærleiksríks starfs Margrétar er minnst af hlýj- um hug um leið og samstarfsfólk þakkar samfylgdina. Eiginmanni hennar, börnum og fjölskyldunni allri eru sendar samúðarkveðjur. Megi sá er öllu ræður styrkja þau í þeirra miklu sorg. Guð blessi minningu Margrétar Theódórsdóttur Norðkvist. Sigþrúður Ingimundardóttir hjúkrunarforsljóri. + Yndislegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og tengdafaðir, BRYNJÚLFUR G. THORARENSEN frá Vestmannaeyjum, Logafold 133, Reykjavík, lést laugardaginn 17. júlí. Ingveldur Jóna Gunnarsdóttir, Ólafur Thorarensen, Þórunn Helga Kristjánsdóttir, Ingi Þór Thorarensen, Birna Gísladóttir, Ingibjörg Guðlaugsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, TÓMAS KRISTÓFER HALLDÓRSSON, til heimilis í Heiðargerði 65, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 18.JÚIÍ. Jarðarförin auglýst síðar. Jóna Tryggvadóttir, Einar Breiðfjörð Tómasson, Elísabet Þórdís Harðardóttir, Alda Breiðfjörð Tómasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.