Morgunblaðið - 27.07.1999, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 27.07.1999, Qupperneq 50
QfKagHPi"? MORGUNBLAÐIÐ . 50 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 HESTAR SKEIÐSPRETTIRNIR voru góðir hjá A-flokksgæðingum og bestir hjá Loga og Arnari Grant, Björgvin Sverrisson tók Geysi til kostanna í fyrsta skipti í úrslitunum og ekki annað að sjá en allt færi vel og þá ekki síður hjá læriföður hans og samstarfsmanni, Baldvini Ara á Sesari. [ Hátíðisdagar hestafólks | Baldvin Ari eins og kóngur í ríki sínu * Hátíðisdagar hestafólks hafa um árabil ' verið haldnir á Melgerðismelum síðustu helgina í júlí og á því var engin breyting nú. Það eru hestamannafélögin Léttir og Funi sem standa að mótinu sem var opið og brá Valdimar Kristinsson sér norður og fylgdist með úrslitunum á sunnudag. LÉTT var yfir verðlaunahöfum barnaflokks, frá vinstri: Erla á Sæ, Anna á Diljá, Þorgils á Sóma, Unnur á Feldi og sigurvegarinn Ragnhildur á Gauta. BALDVIN Ari Guðlaugsson hefur 7 verið eins og kóngur í ríki sínu í Eyjaflrði, borið ægishjálm yfir aðra knapa í Eyjafirði og á þvi var lítil breyting nú. Staða hans eftir for- keppnina var vænleg, með Tuma frá Skjaldarvík efstan í bæði B-flokki og tölti. Reyndar langefstir í B-flokkn- um með 8,67 svo segja má að himinn og haf hafi verið í þá sem næstir komu en næsthæsta einkunnin var 8,22. í A-flokki var hann efstur með Geysi frá Dalsmynni með 8,46 og í þriðja sæti með Sesar frá Vogum með 8,37. Þá reið hann Vaski til sig- urs í 150 metra skeiði á 15,25 sek- úndum. í úrslitum B-flokks var leikurinn léttur hjá Baldvin og Tuma sem var • í feikna góðu formi. Hækkaði sig upp í 8,81 og var þar ekkert vangef- ið. í A-flokksúrslitum eftirlét Bald- vin aðstoðarmanni sínum, Björgvin Sverrissyni, Geysi en reið sjálfur Sesari frá Vogum. Arnar Grant, sem vai’ með annan hest í forkeppni, Loga frá Ytri-Brennihóli, sigraði eftir spennandi keppni við Geysi og Björgvin og Sesar og Baldvin héldu þriðja sætinu. Hestarnir í A- flokksúrslitum voru býsna góðir og brást enginn skeiðsprettur hjá þeim. Logi þeirra bestm- í úrslitum ösku- viljugur með góðu tölti og grenjandi vakm-. Boðið var upp á B-úrslit í tölt- keppninni þar sem Sveinn Ingi t Kjartansson bar hæstan hlut á Vör frá Hofi. Þegar kom að A-úrslitum þótti honum eitthvað af hryssunni ; dregið og hugðist hætta við þátttöku en á síðustu stundu snérist honum hugur og skellti sér í leikinn. Bald- vin Ari og Tumi voru enn í aðalhlut- verki í A-úrslitum en Úlfhildur Sig- urðardóttir veitti þeim góða keppni á Skugga frá Tumabrekku, sem minnir um margt á frænda sinn, Hlyn frá Bringu, þann mikla gæð- ing. I yngri flokkum var heldur dræm , þátttaka og þá sérstaklega í ung- - t lingaflokki. Heldur var það skárra í barna- og ungmennaflokkum. Það er ætíð áhyggjuefni þegar lítil þátttaka er í yngri flokkum og oft er það mælikvarðinn á hversu vel eða illa æskulýðsstarfinu er sinnt. En Ragn- hildur Haraldsdóttir sigraði á Gauta frá Akureyri í barnaflokki, Ásdís ^Helga Sigursteinsdóttir sigraði í unglingaflokki og Þorbjörn Matthí- y asson sigraði í ungmennaflokki þar sem keppendur voru býsna vel ríð- andi. Úrslit mótsins urðu sem hér seg- ir: A-flokkur 1. Logi frá Ytri-Brennihóli, eig.: Einar Ö. Grant, kn.: Arnar Grant, 8,40/8,62 2. Geysir frá Dalsmynni, eig. og kn. í fork.: Baldvin A. Guðlaugsson, kn. í úrsl.: Björgvin Sverrisson, 8,46/8,54 3. Sesar frá Vogum, eig.: Erling Ingvason og Guðlaugur Arason, kn.: Baldvin A. Guðlaugsson, 8,37/8,50 4. Frigg frá Viðvík, eig. og kn.: Jó- hannes Ottósson, 8,24/8,25 5. Hrammur frá Akureyri, eig. og kn.: Birgir Árnason, 8,23/8,24 6. Pjakkur frá Krossum, eig. og kn.: Höskuldur Jónsson, 8,21/8,21 7. Nótt frá Akureyri, eig.: Þorvar Þorsteinsson og Haukur Sigfús- son, kn.: Þorvar Þorsteinsson, 8,15/8,14 8. Denni frá Hornafirði, eig.: Gunn- ar Sigursteinsson, kn.: Stefán Friðgeirsson, 8,07/8,11 B-flokkur 1. Tumi frá Skjaldarvík, eig. og kn.: Baldvin A. Guðlaugsson, 8,67/8,81 2. Skuggi frá Tumabrekku, eig.: Úlfhildur Sigurðard. og Sigurður Hjaltason, kn.: Úlfhildur Sigurð- ard., 8,21/8,49 3. Vör frá Hofi, eig. og kn.: Sveinn I. Kjartansson, 8,22/8,47 4. Hjörvar frá Árgerði, eig.: Stefán B. Stefánsson og Magni Kjart- ansson, kn.: Stefán B. Stefánsson, 8,17/8,28 5. Galsi frá Brún, eig. og kn.: Þor- björn Matthíasson, 8,14/8,27 6. Drafnar frá Akureyri, eig. og kn.: Þorsteinn Björnsson, 8,16/8,22 7. Snær frá Kanastöðum, eig.: Sól- veig U. Eysteinsdóttir, kn.: Birg- ir Arnason, 8,10/8,21 8. Máni frá Argerði, eig.: Egill Ágústsson, kn.: Stefán B. Stef- ánsson, 8,14/8,20 Tölt 1. Baldvin A. Guðlaugsson á Tuma frá Skjaldarvík, 7,99 2. Úlfhildur Sigurðardóttir á Skugga frá Tumabrekku, 7,56 3. Höskuldur Jónsson á Sölva frá Dalvík, 7,32 4. Agnar S. Stefánsson á Toppi, 7,03 FRJÁLST er í fjallasal og fara þeir mikinn efstu hestarnir í B-flokki, frá vinstri Máni og Magni, Vör og Sveinn Ingi, Skuggi og Úlfhildur og sigurvegararnir Tumi og Baldvin Ari. MorgunblaðiðA'aldimar Kristinsson BALDVIN Ara vantaði 0,01 til að ná áttunni í A-úrslitum töltsins á Tuma frá Skjaldarvík, sem er í feikna stuði þessa dagana. 5. Erlendur A. Óskarsson á Eydal, 6,85 6. Sveinn I. Kjartansson á Vör frá Hofi, 6,73 7. Stefán B. Stefánsson á Kjarn- oi’ku frá Árgerði, 6,14 8. Ásmundur Gylfason á Hauki frá Akureyri, 6,12 9. Þorsteinn Björnsson á Drafnari frá Akureyri, 5,93 10. Heimir Gunnarsson á Tvisti, 5,76 Ungmenni 1. Þorbjörn Matthíasson á Vini frá Litla-Dunhaga, 8,07/8,41 2. Heimir Gunnarsson á Trausta frá Akureyri, 8,04/8,38 3. Ásmundur Gylfason á Hauk frá Akurgerði, 8,20/8,29 4. Bergþóra Sigtryggsdóttir á Toppi frá Hömluholti, 8,09/8,27 5. Agnar S. Stefánsson á Fjalari frá Feti, 8,08/8,25 Unglingar 1. Ásdís H. Sigursteinsdóttir á Fleyg frá Teigi, 8,17/8,29 2. Dagný B. Gunnarsdóttir á Kol- skör frá Syðra-Fjalli, 8,02/8,20 3. Rut Sigurðardóttir á Stormi frá Krossi, 7,94/8,16 4. Guðlaug S. Tryggvadóttir á Sól- eyju frá Ytra-Kálfskinni, 7,61/7,31 Börn 1. Ragnhildur Haraldsdóttir á Gauta frá Akureyri, 8,18/8,32 2. Unnur Ásgeirsdóttir á Feldi frá Akureyri, 8,29/8,31 3. Þorgils Magnússon á Sóma frá Hofsstöðum, 8,03/8,26 4. Anna S. Ágústsdóttir á Diljá frá Saurbæ, 8,02/7,73 5. Erla B. Birgisdóttir á Sæ frá Kanastöðum, 7,98/0 Brokk 300 m 1. Trausti og Heimir Gunnarsson, 44,9 2. Gimsteinn og Erlendur A. Óskarsson, 45,2 3. Aspar og Helga Pálsdóttir, 49,7 Skeið 150 m 1. Vaskur og Baldvin A. Guðlaugs- son, 15,25 sek. 2. Skerpa og Friðrik Kjartansson, 16,20 3. Sól og Agnar S. Stefánsson, 16,48 sek. | Stökk 350 m 1. Mozart og Anna C. Gros, 24,8 sek. 2. Funi og Sindri Bjarnason, 25,2 sek.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.