Morgunblaðið - 27.07.1999, Side 50

Morgunblaðið - 27.07.1999, Side 50
QfKagHPi"? MORGUNBLAÐIÐ . 50 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 HESTAR SKEIÐSPRETTIRNIR voru góðir hjá A-flokksgæðingum og bestir hjá Loga og Arnari Grant, Björgvin Sverrisson tók Geysi til kostanna í fyrsta skipti í úrslitunum og ekki annað að sjá en allt færi vel og þá ekki síður hjá læriföður hans og samstarfsmanni, Baldvini Ara á Sesari. [ Hátíðisdagar hestafólks | Baldvin Ari eins og kóngur í ríki sínu * Hátíðisdagar hestafólks hafa um árabil ' verið haldnir á Melgerðismelum síðustu helgina í júlí og á því var engin breyting nú. Það eru hestamannafélögin Léttir og Funi sem standa að mótinu sem var opið og brá Valdimar Kristinsson sér norður og fylgdist með úrslitunum á sunnudag. LÉTT var yfir verðlaunahöfum barnaflokks, frá vinstri: Erla á Sæ, Anna á Diljá, Þorgils á Sóma, Unnur á Feldi og sigurvegarinn Ragnhildur á Gauta. BALDVIN Ari Guðlaugsson hefur 7 verið eins og kóngur í ríki sínu í Eyjaflrði, borið ægishjálm yfir aðra knapa í Eyjafirði og á þvi var lítil breyting nú. Staða hans eftir for- keppnina var vænleg, með Tuma frá Skjaldarvík efstan í bæði B-flokki og tölti. Reyndar langefstir í B-flokkn- um með 8,67 svo segja má að himinn og haf hafi verið í þá sem næstir komu en næsthæsta einkunnin var 8,22. í A-flokki var hann efstur með Geysi frá Dalsmynni með 8,46 og í þriðja sæti með Sesar frá Vogum með 8,37. Þá reið hann Vaski til sig- urs í 150 metra skeiði á 15,25 sek- úndum. í úrslitum B-flokks var leikurinn léttur hjá Baldvin og Tuma sem var • í feikna góðu formi. Hækkaði sig upp í 8,81 og var þar ekkert vangef- ið. í A-flokksúrslitum eftirlét Bald- vin aðstoðarmanni sínum, Björgvin Sverrissyni, Geysi en reið sjálfur Sesari frá Vogum. Arnar Grant, sem vai’ með annan hest í forkeppni, Loga frá Ytri-Brennihóli, sigraði eftir spennandi keppni við Geysi og Björgvin og Sesar og Baldvin héldu þriðja sætinu. Hestarnir í A- flokksúrslitum voru býsna góðir og brást enginn skeiðsprettur hjá þeim. Logi þeirra bestm- í úrslitum ösku- viljugur með góðu tölti og grenjandi vakm-. Boðið var upp á B-úrslit í tölt- keppninni þar sem Sveinn Ingi t Kjartansson bar hæstan hlut á Vör frá Hofi. Þegar kom að A-úrslitum þótti honum eitthvað af hryssunni ; dregið og hugðist hætta við þátttöku en á síðustu stundu snérist honum hugur og skellti sér í leikinn. Bald- vin Ari og Tumi voru enn í aðalhlut- verki í A-úrslitum en Úlfhildur Sig- urðardóttir veitti þeim góða keppni á Skugga frá Tumabrekku, sem minnir um margt á frænda sinn, Hlyn frá Bringu, þann mikla gæð- ing. I yngri flokkum var heldur dræm , þátttaka og þá sérstaklega í ung- - t lingaflokki. Heldur var það skárra í barna- og ungmennaflokkum. Það er ætíð áhyggjuefni þegar lítil þátttaka er í yngri flokkum og oft er það mælikvarðinn á hversu vel eða illa æskulýðsstarfinu er sinnt. En Ragn- hildur Haraldsdóttir sigraði á Gauta frá Akureyri í barnaflokki, Ásdís ^Helga Sigursteinsdóttir sigraði í unglingaflokki og Þorbjörn Matthí- y asson sigraði í ungmennaflokki þar sem keppendur voru býsna vel ríð- andi. Úrslit mótsins urðu sem hér seg- ir: A-flokkur 1. Logi frá Ytri-Brennihóli, eig.: Einar Ö. Grant, kn.: Arnar Grant, 8,40/8,62 2. Geysir frá Dalsmynni, eig. og kn. í fork.: Baldvin A. Guðlaugsson, kn. í úrsl.: Björgvin Sverrisson, 8,46/8,54 3. Sesar frá Vogum, eig.: Erling Ingvason og Guðlaugur Arason, kn.: Baldvin A. Guðlaugsson, 8,37/8,50 4. Frigg frá Viðvík, eig. og kn.: Jó- hannes Ottósson, 8,24/8,25 5. Hrammur frá Akureyri, eig. og kn.: Birgir Árnason, 8,23/8,24 6. Pjakkur frá Krossum, eig. og kn.: Höskuldur Jónsson, 8,21/8,21 7. Nótt frá Akureyri, eig.: Þorvar Þorsteinsson og Haukur Sigfús- son, kn.: Þorvar Þorsteinsson, 8,15/8,14 8. Denni frá Hornafirði, eig.: Gunn- ar Sigursteinsson, kn.: Stefán Friðgeirsson, 8,07/8,11 B-flokkur 1. Tumi frá Skjaldarvík, eig. og kn.: Baldvin A. Guðlaugsson, 8,67/8,81 2. Skuggi frá Tumabrekku, eig.: Úlfhildur Sigurðard. og Sigurður Hjaltason, kn.: Úlfhildur Sigurð- ard., 8,21/8,49 3. Vör frá Hofi, eig. og kn.: Sveinn I. Kjartansson, 8,22/8,47 4. Hjörvar frá Árgerði, eig.: Stefán B. Stefánsson og Magni Kjart- ansson, kn.: Stefán B. Stefánsson, 8,17/8,28 5. Galsi frá Brún, eig. og kn.: Þor- björn Matthíasson, 8,14/8,27 6. Drafnar frá Akureyri, eig. og kn.: Þorsteinn Björnsson, 8,16/8,22 7. Snær frá Kanastöðum, eig.: Sól- veig U. Eysteinsdóttir, kn.: Birg- ir Arnason, 8,10/8,21 8. Máni frá Argerði, eig.: Egill Ágústsson, kn.: Stefán B. Stef- ánsson, 8,14/8,20 Tölt 1. Baldvin A. Guðlaugsson á Tuma frá Skjaldarvík, 7,99 2. Úlfhildur Sigurðardóttir á Skugga frá Tumabrekku, 7,56 3. Höskuldur Jónsson á Sölva frá Dalvík, 7,32 4. Agnar S. Stefánsson á Toppi, 7,03 FRJÁLST er í fjallasal og fara þeir mikinn efstu hestarnir í B-flokki, frá vinstri Máni og Magni, Vör og Sveinn Ingi, Skuggi og Úlfhildur og sigurvegararnir Tumi og Baldvin Ari. MorgunblaðiðA'aldimar Kristinsson BALDVIN Ara vantaði 0,01 til að ná áttunni í A-úrslitum töltsins á Tuma frá Skjaldarvík, sem er í feikna stuði þessa dagana. 5. Erlendur A. Óskarsson á Eydal, 6,85 6. Sveinn I. Kjartansson á Vör frá Hofi, 6,73 7. Stefán B. Stefánsson á Kjarn- oi’ku frá Árgerði, 6,14 8. Ásmundur Gylfason á Hauki frá Akureyri, 6,12 9. Þorsteinn Björnsson á Drafnari frá Akureyri, 5,93 10. Heimir Gunnarsson á Tvisti, 5,76 Ungmenni 1. Þorbjörn Matthíasson á Vini frá Litla-Dunhaga, 8,07/8,41 2. Heimir Gunnarsson á Trausta frá Akureyri, 8,04/8,38 3. Ásmundur Gylfason á Hauk frá Akurgerði, 8,20/8,29 4. Bergþóra Sigtryggsdóttir á Toppi frá Hömluholti, 8,09/8,27 5. Agnar S. Stefánsson á Fjalari frá Feti, 8,08/8,25 Unglingar 1. Ásdís H. Sigursteinsdóttir á Fleyg frá Teigi, 8,17/8,29 2. Dagný B. Gunnarsdóttir á Kol- skör frá Syðra-Fjalli, 8,02/8,20 3. Rut Sigurðardóttir á Stormi frá Krossi, 7,94/8,16 4. Guðlaug S. Tryggvadóttir á Sól- eyju frá Ytra-Kálfskinni, 7,61/7,31 Börn 1. Ragnhildur Haraldsdóttir á Gauta frá Akureyri, 8,18/8,32 2. Unnur Ásgeirsdóttir á Feldi frá Akureyri, 8,29/8,31 3. Þorgils Magnússon á Sóma frá Hofsstöðum, 8,03/8,26 4. Anna S. Ágústsdóttir á Diljá frá Saurbæ, 8,02/7,73 5. Erla B. Birgisdóttir á Sæ frá Kanastöðum, 7,98/0 Brokk 300 m 1. Trausti og Heimir Gunnarsson, 44,9 2. Gimsteinn og Erlendur A. Óskarsson, 45,2 3. Aspar og Helga Pálsdóttir, 49,7 Skeið 150 m 1. Vaskur og Baldvin A. Guðlaugs- son, 15,25 sek. 2. Skerpa og Friðrik Kjartansson, 16,20 3. Sól og Agnar S. Stefánsson, 16,48 sek. | Stökk 350 m 1. Mozart og Anna C. Gros, 24,8 sek. 2. Funi og Sindri Bjarnason, 25,2 sek.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.