Morgunblaðið - 05.08.1999, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.08.1999, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Knattspyrnufélagið Þróttur flytur f Laugardalinn á 50 ára afmæli félagsins Morgunblaðið/Ásdís TRYGGVI E. Geirsson, formaður Knattspyrnufélagsins Þróttar, á gervigrasvellinum í Laugardal. Draumagjöf til Þróttara UNNIÐ er hörðum höndum að frágangi nýja félags- heimilisins. Hér eru málarar að mála loftið í afgreiðslu- sal á efri hæð hússins. Laugardalur KN ATTSPYRN UFÉ L AGIÐ Þróttur fagnar þeim áfanga í dag að hálf öld er liðin frá stofnun félagsins. Veruleg breyting er að verða á að- stöðu Þróttar sem nú er að flytja starfsemi sína frá Sæviðarsundi í Laugardalinn. Þar er nú verið að leggja lokahönd á nýtt félagsheimili auk þess sem ný æfingasvæði og heimavöllur verða tekin í notkun í sumar. Mikill hugur er í Þrótturum við þessi um- skipti sem Tryggvi E. Geirs- son, formaður félagsins, telur að sé draumagjöf til Þróttar á 50 ára afmælinu. Sögu sína rekur Þróttur aftur til ársins 1949 þegar 37 manns mættu á stofnfund félagsins föstudaginn 5. ágúst í skála Ungmennafé- lagsins á Grímsstaðaholti. Aðdragandann að stofnun félagsins má rekja allt aftur til áranna 1924-1925 þegar drengir á Grímsstaðaholti og í Skerjafirði stofnuðu drengjafélagið Baldur, en á þessum árum var talsverður áhugi á knattspyrnu í þess- um hverfum. Upp úr 1930 fóru piltar að keppa sín á milli í nokkurs konar hverfaliðum. T.d. lék Vestur-Holt á móti Austur- Holti og Skerjafjörður á móti Holtinu. Ut á við sam- einuðust drengirnir síðan í einu liði undir nafninu Knatt- spyrnufélagið Þróttur og varð Þróttarnafnið því að einingartákni hverfanna. Fljótlega eftir að Bretar hemámu ísland misstu drengirnir aðstöðu sína þeg- ar herinn reisti tjaldbúðir á Melunum og tók þar með at- hafnasvæði knattspyrnuiðk- enda. Lögðust þá kappleikir af um skeið, þó að oft hafi verið keppt við hermennina í fótbolta. Eftir stríðið lá knatt- spyrnuiðkun drengjanna að mestu niðri. Það var síðan árið 1949 að Eyjólfur Jóns- son og Halldór Sigurðsson, fyrsti formaður félagsins, stóðu fyrir kappleikjum milli drengja úr Holtahverfum og Skerjafírði við starfsmenn Fiskhallarinnar. Eftir þá leiki blossaði upp áhugi á stofnun knattspyrnufélags NÝTT félagsheimili Þróttar er nýstárleg en jafnframt glæsileg bygging. V"* EINN af rúmgóðum æfingavöllum Þróttar í Laugardalnum. Umgjörð þeirra er öll hin skemmtilegasta með trjágróðri sem veitir gott skjól. sem endaði með fyrrgreindri stofnun félagsins. Alsælir með flutninginn í dag stendur Þróttur á tímamótum hvað aðstöðu fé- lagsins varðar. Tryggvi E. Geirsson, segir aðstöðuleysi lengi hafa verið fylgifisk fé- lagsins. Aðstaðan á Gríms- staðaholtinu hafi verið bág- borin fyrstu 10 árin og upp úr 1960 hafi líf félagsins nán- ast hangið á bláþræði vegna aðstöðuleysis. Árið 1963 var Þrótti síðan úthlutað svæðið við Sæviðar- sund og flutti starfsemi sína þangað árið 1969. Að sögn Tryggva hafa menn þó lengi séð að engin framtíð væri í svæðinu þar og í dag væri að- staðan gjörsamlega óviðun- andi. Þar er aðeins eitt lítið æfingasvæði og malarvöllur. Aðdragandann að flutningi Þróttar í Laugardalinn má rekja tO ársins 1995. Þá höfðu Þróttarar í hyggju að reisa íþróttahús við Sæviðarsund og voru búnir að fá til þess til- skilin leyfi. Borgaiyfirvöld sem þá tóku við vildu frekar kanna þann möguleika að flytja félagið í Laugardalinn, þannig að hægt yrði að nýta svæðið við Sæviðarsund und- ir íbúðabyggð. Það var síðan 12. desember 1996 að undir- ritaður var samningur við borgina um flutning Þróttar í Laugardalinn og sagði Tryggvi að menn væru alsæl- ir með þá ráðstöfun. Glæsileg ný aðstaða Að sögn Tryggva er aðstað- an í Laugardal gjörbylting frá því sem félagið hafði við Sæviðarsund. Á nýja svæð- inu eru þrjú stór æfinga- svæði. Eitt er uppi við Suð- urlandsbraut á stærð við tvo fótboltavelli. Austan við gervigrasið er svæði sem rúmar einn og hálfan völl og inn við TBR er eitt æfinga- svæði á stærð við knatt- spyrnuvöll. Auk þessara æf- ingavalla segist Tryggvi reikna með að félagið komi til með að nota Valbjarnar- völl sem heimavöll í framtíð- inni. Hann væri hæfilega stór fyiir þá aðsókn sem iðu- lega mætti búast við í ís- lenskri knattspyrnu. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á smíði nýs félagsheimilis Þróttar í Laugardalnum. Um er að ræða 1.400 fermetra hús og má segja að byggingarstíll- inn sé nokkuð sérstæður. Ut- litið jafnt að innan sem utan er óvenjulegt af íþrótta- mannvirki að vera en jafn- framt glæsilegt. Ai-kitekt hússins er Pálmar Krist- mundsson. Húsið er á tveimur hæðum. Á efri hæð eru skrifstofur og fundarherbergi, afgreiðsla og samkomusalur. Á neðri hæð- inni eru búningsklefar, þvottahús, geymslur og lítill íþróttasalur sem verður aðal- lega til útleigu. Til stóð að taka húsið í notkun sl. vor en að sögn Tryggva hefur það dregist nokkuð. Hann vonast þó til að framkvæmdum fari að ljúka og að hægt verði að vígja húsið seinna í þessum mánuði. Samningurinn við borgina hljóðar upp á makaskipti á svæðinu við Sæviðarsund og nýrri aðstöðu í Laugardaln- um. Að sögn Tryggva kemur uppbyggingin því ekki til með að íþyngja félaginu fjár- hagslega. Hann sagði að Þróttarar væru mjög þakk- látir borgaryfirvöldum fyrir að hafa gefið þeim kost á að komast í þessa aðstöðu. Tryggvi kvaðst vonast til að félagið væri þess verðugt að takast á hendur þessa ábyrgð og að það stæði undir væntingum. Auk þess að hafa til um- ráða fyrrgreind æfinga- og keppnissvæði mun Þróttur í samstarfi við ITR sjá um rekstur gervigrasvallarins í Laugardalnum. Um 1600 tímar fara í útleigu til Reykjavíkurfélaganna árlega og munu Þróttarar þjónusta félögin þegar þau eru á æf- ingum á gervigrasinu. Nýbú- ið er að skipta um klæðningu á vellinum og setja á hann sandlag sem gerir hann mun mýkri og þægilegri en gamla stama gervigrasið. Byggt til framtíðar Tryggvi sagði að ekki stæði mikið til á þessum afmælis- degi félagsins. Félagsmenn myndu þó byrja daginn á því að leggja blómsveig að leiði Halldórs Sigurðssonar, fyrsta formanns Þróttar. Að því loknu stendur til að und- irrita samning við David Griffiths um uppbyggingu á þjálfun yngri flokka félags- ins. Verður hann yfirþjálfari yngri flokkanna næstu þrjú árin og segir Tryggvi að mönnum lítist mjög vel á hann sem þjálfara. Að sögn Tryggva er ætlun- in að leggja aukna rækt við yngri flokkana hjá félaginu. I því sambandi skiptir aðstaðan miklu máli og segir Tryggvi að nú þegar verði vart við aukinn áhuga og að knatt- spyman sé á uppleið. Mikið hafi fjölgað á æfingum og öll umgjörð væri viðráðanlegri. „Ef íþróttafélag í dag hefur ekki aðstöðu, hefur ekki æf- ingavelli, þá strandar það fyrr eða síðar,“ segir Tryggvi. Það séu nútímakröfur að hafa grassvæði fyrir yngri flokk- ana og segir hann Laugardal- inn bjóða upp á marga mögu- leika á næstu árum sem menn eru ekki ennþá búnir að átta sig á. „Að fá þetta í hendurnar á 50 ára afmælinu er drauma- gjöf til félagsins," segir Tryggvi og horfir björtum augum til framtíðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.