Morgunblaðið - 05.08.1999, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 05.08.1999, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Kennari við skoskan skóla með nemendur á Islandi í níunda sinn Njóta ferðarinnar út í ystu æsar Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Aj HÓPURINN frá Edinburgh Academy-skólanum í Edinborg við komuna til Akureyrar í gær. JEREMY Fenton er kennari við skóla í Edinborg, Skotlandi. Ár- ið 1973 var hann leiðangurs- stjóri i skólaferðalagi til íslands og hefur siðan komið hingað með skólakrakka alls niu sinn- um. Morgunblaðið hitti hann og krakkana í veðurblíðunni á Akureyri. Ferðaðist áður um á jeppum „Já, ég hef komið níu sinn- um með svona hópa. Við ferð- uðumst um á Landrover-jepp- um í fimm ferðum, einu sinni var þetta gönguferðalag og þrivsar sinnum höfum við keyrt um á rútu, en það er sá ferðamáti sem við notum í þetta skiptið," sagði Fenton. „Ég hafði aldrei komið hingað til Islands þegar við fórum í fyrstu ferðina fyrir 16 árum, Morgunblaðið/Kristján Vinsæl gönguleið lýst upp ÞESSAR vikurnar er unnið að því að setja upp götulýsingu frá byggðinni í Ólafsfirði og suður að Múlagöngum, en þetta mun vera vinsæl gönguleið meðal heimamanna. Um er að ræða Jón Gunnarsson, starfsmaður Trévers í Ólafsfirði. Djass á heitum fímmtudegi í Deiglunni Þekktir tónlistar menn á ferð TRÍÓIÐ Guitar Islancio leikur á sjötta túborgdjassinum á heitum fímmtudegi í Deiglunni á Akureyri í kvöld. Tónleikamir hefjast kl. 21.30 og er aðgangur ókeypis. Tríó- ið var stofnað síðsumars 1998, það hefur leikið á nokkrum tónleikum og/engið afar góðar móttökur. í tríóinu leika þeir Björn Thoroddsen og Gunnar Þórðarson á kassagítara, ásamt Jóni Rafns- syni á kontrabassa. Bjöm Thoroddsen hefur verið leiðandi í íslensku djasslífí síðan í lok 8. ára- tugarins og leikið með mörgum þekktum erlendum sem innlend- um tónlistarmönnum. Gunnar Þórðarson hefur verið í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna í hartnær 40 ár en hann hefur í auknum mæli hin síðari ár farið út í að semja tónlist fyrir sjónvarp, kvikmyndir, leikhús og sinfóníu- hljómsveit. Jón Rafnsson er klassíkt mennt- aður bassaleikari með rætur í popp- og rokktónlist og hann hefur spilað með fjölda erlendra tónlist- armanna og flestum af leiðandi djasstónlistarmönnum landsins í dag. Jón starfaði um árabil sem tónlistarkennari við Tónlistarskól- ann á Akureyri en flutti á síðasta ári til Reykjavíkur. en þá féll ég algerlega fyrir landinu. Ég hef mikinn áhuga á ósnortnum svæðum og ævin- týralegum löndum á borð við Island. Hálendið er svo ósnort- ið. Þetta er líka mjög ungt land samanborið við Skotland. Einnig finnst mér löndin mjög ólík,“ sagði Fenton. Þess má geta að hann hefur komið hingað til iands þrisvar sinn- um á eigin vegum. Hverir og heitar laugar vinsælar hjá krökkunum Fenton segist auglýsa ís- landsferðina um veturinn í skólanum og áhugasamir krakkar hafa síðan samband við hann. „í þessari ferð eru 24 krakkar á aldrinum 13-18 ára auk tveggja kennara og þriggja foreldra," sagði Fent- on. Að sögn Fentons hafa þau farið vítt og breitt um landið í þessari ferð, þau hafa farið í gönguferðir, baðað sig í heit- um laugum, skoðað hveri og fossa og notið þess sem landið hefur upp á að bjóða. „Við gist- um meðal annars í Þórsmörk, Landmannalaugum, Skafta- felli, á Egilsstöðum, í Kverk- fjöllum, við Öskju, og í Mý- vatnssveit. Allt í allt er þetta hálfs mánaðar ferð, en við höldum aftur til Skotlands á sunnudaginn kemur,“ sagði Fenton. Hann sagði að krakk- arnir nytu ferðarinnar út í ystu æsar og væru ánægðir með landið. Að spjallinu loknu héldu krakkarnir ásamt farar- sljórum í skoðunarferð um Akureyri, en óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við þau þennan daginn, en að sögn Fentons hafa þau verið mjög heppin með veður í allri ferð- inni utan tveggja rigningar- daga í upphafi ferðar. Ræða Ara Teitssonar á aðalfundi Norrænu bændasamtakanna samstarfsverkefni Rarik, Vega- gerðarinnar og Olafsfjarðarbæj- ar. Alls verða settir upp 40 ljósastaurar, auk þess sem um 1.800 metra Iangur háspennu- strengur er lagður í jörð með- fram veginum. I kjölfarið verða háspennustrengur og staurar á þessari leið teknir niður. Kostn- aður við þessar framkvæmdir er um 6 milljónir króna. Á myndinni eru starfsmenn Rarik, þeir Gunnlaugur Gunn- laugsson og Ásbjörn Gislason, við vinnu sína. f gröfunni er Svavar Verða að þróast í takt við breytingar í samfélaginu AÐALFUNDUR Norrænu bændasamtakanna, NTC, hófst í gær á Akureyri. Formaður Bændasamtaka Islands og forseti NTC, Ari Teitsson, hélt ræðu við upphaf þingsins þar sem hann kom meðal annars inn á að nauðsynlegt væri fyrir samtökin að fylgjast vel með breytingum í heimi landbún- aðarins til að samtökin væru áfram árangursríkt afl í þágu bænda. Hann talaði einnig um mikilvægi norrænnar samvinnu og mikilvægi þess að bændur störfuðu saman að markaðssetningu landbúnaðaraf- urða. Einnig kom hann inn á lið sem síðar verður á dagskrá á þing- inu, þátttöku kvenna í landbúnaði. Samvinna bænda mikilvæg Ari vitnaði í gamalt íslenskt spakmæli í upphafi ræðunnar, sem sagði eitthvað á þá leið að það sé erfitt að standa kyrr, maðurinn færir sig annaðhvort fram á veginn eða til baka. í því samhengi gat Ari þess að NTC yrði að fylgjast með breytingum í heiminum annars gengi árangurinn í starfí þess til baka. Ari kom inn á mikilvægi þess að bændur störfuðu saman og væru meðlimir í bændasamtökum. „Það er skoðun norrænna bænda að sam- vinnan hafi verið mesti drifkraftur- inn í matvælaiðnaði, auk þess sem hún gæfi bændum tækifæri til að taka þátt í markaðssetningu land- búnaðarafurða," sagði Ari. Hann gat þess að verslunarsamtök danskra bænda fögnuðu í ár 100 ára aftnæli sínu og það þyrfti ekká nema að líta á árangur danskra bænda til að skilja hvaða möguleika samvinna bænda hefði upp á að bjóða. í ræðunni bar einnig þátttaka kvenna í landbúnaði á góma. Ari talaði um að með aukinni tækni væri oftar en ekki aðeins einn aðili sem starfaði á búinu. „Konurnar hafa í auknum mæli leitað út fyrir bændabýlið í leit að vinnu og staða þeirra í landbúnaði hefur breyst. Það er alla vega mikilvægt að þær konur sem vilja vinna í landbúnaði og að skipulagsmálum landbúnað- ar, hafi til þess sömu tækifæri og karlmenn," sagði Ari Teitsson í ræðu sinni. Ari endaði síðan á því að ítreka Morgunblaðið/Kristján ARI Teitsson flytur ræðu á þingi Norrænu bændasamtakanna á Akureyri í gær. þá ósk sína að Norrænu bænda- samtök sem væru í stakk búin að samtökin þróuðust í takt við breyt- leysa verkefni nútímans með full- ingar í heiminum og væru kröftug nægjandi hætti. Söngvaka í Minjasafns- kirkjunni í KVÖLD, fimmtudagskvöld, verður söngvaka í Minjasafns- kirkjunni á Akureyri kl. 21. Rósa Kristín Baldursdóttir og Hjörleifur Hjartarson flytja sýnishorn úr íslenskri tónlist- arsögu allt frá rímum og tví- undarsöng til þjóðlaga okkar daga. Aðgangseyrir er 700 kr. og er innifalinn aðgangur að safn- inu sem er opið um kvöldið frá kl. 20 til 23.1 safninu eru nýjar sýningar um landnám og mið- aldir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.