Morgunblaðið - 05.08.1999, Page 39

Morgunblaðið - 05.08.1999, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 39 LISTIR Þrjú orgel- verk á hádegis- tónleikum í HALLGRÍMSKIRKJU er leikið á orgelið í hádeginu á fimmtudögum og laugardögum í sumar. Þessir há- degistónleikar, sem hefjast kl. 12, eru haldnir í tengslum við Kirlqu- listahátíð og Sumai-kvöld við orgelið og er aðgangur ókeypis. Fimmtudagstónleikarnir eru í samstarfi við Félag íslenskra organ- leikara og að þessu sinni er það Kári Þormar sem leikur. Á efnis- skrá hans eru þrjú orgelverk. Fyrst leikur hann svítu um sálminn „Veni Creator Spiritus" (Kom, skapari, andi) eftii- Nicolas de Grigny, þá sálmforleikinn Dies sind die heilgen zehen Gebot BWV 678r eftir Jo- hann Sebastian Bach og að lokum Pi'ece h'eroique (Hetjuljóð) eftir César Franck. Kári Þormar lauk brottfararprófi í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1993 og sama ár burtfararprófi á orgel undii- leið- sögn Harðar Áskelssonar. Á síðasta ári lauk hann framhaldsnámi í kirkjutónlist og orgelleik við Robert Schumann-tónlistarháskólann í Diisseldorf, undir handleiðslu pró- fessors Hans-Dieters Möllers. Síðastliðinn vetur var hann org- anisti Kópavogskirkju en hann hef- ur nýlega ráðið sig sem organista Fríkirkjunnar í Reykjavík. Kári hefur áður haldið tónleika hér á landi svo og erlendis en þá hefur hann lagt sig fram um að kynna íslenska orgeltónlist. Árið 1997 hlaut hann styrk úr Minning- arsjóði Karls Sighvatssonar. Jafntefli í fyrri skák Hannesar og Shipovs á heimsmeistaramótinu SKAK Las Vegas HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í SKÁK 30. júlí-29. ágúst HANNES Hlífar Stefánsson og Sergei Shipov gerðu jafn- tefli í fyrri skákinni í annarri umferð heims- meistaramótsins í Las Vegas. Hann- es hafði hvítt og upp kom Sikileyj- arvöm. Báðir hrókuðu stutt og Hannes hóf peða- framsókn á kóngs- væng. Shipov brást við með að- gerðum á mið- borðinu sem leiddu til mikilla uppskipta. Kepp- endur sömdu síð- an um jafntefli eft- ir 29 leiki, en þá var staðan í jafn- vægi. Hannes getur verið fyllilega sáttur við jafntefli gegn Sergei Shipov sem er rússneskur stór- meistari. Shipov er töluvert stigahærri en Hannes og er með 2.658 stig. Síðari kappskák þeirra Hannesar var tefld í gærkvöldi. Mikla athygli vakti að Gata Kamsky (2.720) settist aftur við skákborðið í annarri umferð heimsmeistaramótsins eftir langa fjarveru. Þrátt fyrir litla æfingu sigraði hann Alexender Khalifman (2.628) mjög örugg- lega og virðist því til alls líkleg- ur í þessari heimsmeistara- keppni. Margir telja Alexei Shirov (2.734) í hópi þeirra sem líkleg- ir eru til að verða heimsmeist- arar. Hann byrj- aði hins vegar illa og tapaði fyi-ri kappskákinni gegn Ivan Sokolov (2.656). Shirov verður því að vinna síðari skák- ina til þess að detta ekki út úr keppninni. Að öðmm at- hyglisverðum úr- slitum má nefna að hinn 15 ára gamli Ruslan Ponomariov sigr- aði Veselin Topa- lov. Af öðmm keppendum frá Norðurlöndum er það að frétta að Ralf Akesson féll út í fyrstu umferð, en auk Hannesar tefla Peter Heine Nielsen og Ulf Andersson í annarri umferð. Peter Heine Nielsen tapaði fyrri skákinni fyrir Judit Polg- ar en Ulf Andersson gerði jafn- tefli við Vadim Zvjaginsev. Daði Orn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson Önnur umferð. Fyrri kap pskák Hannes Hlífar 2584 S. Shipov 2658 1/2-1/2 S. Tiviakov 2611 V. Kramnik 2760 Vz~Vz V. Korchnoi 2676 S. Dolmatov 2600 1-0 R. Ponomariov 2616 V. Topalov 2690 1-0 I. Smirin 2671 L. Psakhis 2581 1/2-1/2 M. Kobalija 2573 M. Adams 2708 0-1 Z. Almasi 2663 X. Peng 2574 0-1 A. Yermolinsky 2588 S. Rublevsky 2660 1/2-1/2 A. Dreev 2679 V. Kotronias 2536 1-0 B. Gulko 2618 A. Fedorov 2659 1/2-1^ J. Timman 2650 L. Aronian 2518 1-0 C. Bauer 2480 P. Leko 2701 1/2-1/2 S. Movsesian 2659 G. Dizdar 2549 1-0 A. Aleksandrov 2619 P. Svidler 2684 1/2-1/2 K. Georgiev 2650 T. Shaked 2471 1-0 J. Ehlvest 2592 E. Bareev 2698 1/2-1/2 V. Akopian 2646 R. Antonio 2558 y2-1/2 B. Magem 2528 V. Tkachiev 2648 1/2-1/2 J. Polgar 2671 P. Nielsen 2560 1-0 U. Andersson 2623 V. Zvjaginsev 2652 1/2-1/, M. Krasenkow 2647 A. Miles 2588 0-1 J. Lautier 2638 K. Sakaev 2648 1/.1/2 B. Gelfand 2713 J. Speelman 2597 1-0 K. Asrian 2575 M. Sadler 2626 1-0 G. Kamsky 2720 A. Khalifman 2628 1-0 R. Leitao 2574 B. Macieja 2542 1-0 Z. Azmaiparashvili 2681 L. Nisipeanu 2584 1/2-1/2 V. Ivanchuk 2702 M. Wahls 2582 1-0 H. Hamdouchi 2529 A. Beliavsky 2618 0-1 N. Short 2675 D. Fridman 2526 1-0 G. Milos 2586 V. Salov 2656 1-0 A. Shirov 2734 I. Sokolov 2656 0-1 Stólasessa Smáratorgi 1 Holtagörðum v/Hottavog SketfunnM3 Noröurtanga3 Reyiqavtkurvegi 72 200 Kópavogi 104 Reykjav-'k 108ReykJavtk 600 Akureyri 220 Hafnarfjöröur 510 7000 688 7499 568 7499 462 6062 565 5560 ÍA ■ -> > ^, ... . 1 Harðviðarborð m \w

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.