Morgunblaðið - 05.08.1999, Síða 49

Morgunblaðið - 05.08.1999, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 49í STEINÞOR ÁRNASON + Steinþór Árna- son prentari fæddist í Reykjavík 25. maí 1938. Hann lést á heimili sínu 25. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 4. ágúst. Minn kæri frændi og vinur, hann Steinþór Amason, er látinn. Það var erfitt fyrir hann og fjölskylduna að fá úr- skurð á Þorláksmessu um að hann væri með krabbamein. Hann hafði barist svo hetjulega við kransæðasjúkdóminn og með miklum dugnaði og einstakri umhyggju Ingu Ástu náði hann fullu þreki eftir þá stóru aðgerð sem hann þá gekkst undir. Hann spilaði bad- minton oft í viku, fór á fjöll og stund- aði mikið útilíf og hann hafði betur. Við höfðum oft rætt það, að í okkar fjölskyldu færu menn annaðhvort úr hjartasjúkdómum eða krabba, oft langt um aldur fram, eins og sést á því hve stórt skarð er þegar höggvið í frændsystkinahópinn. En það hvarfl- aði aldrei að okkur að einhver, og síst af öllu hann, fengi báða sjúkdómana. Nú þegar þessu erfiða stríði er lokið hjá Steina reikar hugurinn og minningamar hrannast upp. Jóla- boðin á Bakkastíg hjá Áma fóður- bróður, Helgu frænku og strákun- um Svavari, Jóni Gunnari og Steina, en nú hafa þeir allir þrír horfið héð- an af jörð. Allir í blóma lífsins. Á Bakkastígnum var spilað og sungið, og strákadótið var sérstaklega heill- andi fyrir stelpuna sem engan bróð- ur átti. Óskar föðurbróðir og hans fjölskylda bjó í Bergstaðastræti. Úr þeim systkinahópi er Helga farin. Mín fjölskylda bjó einnig á Bestó og Ema systir er einnig látin svo og Atli hennar Esterar frænku. Fjöl- skylda mín og fjölskyldur föður- bræðra minna vora allar mjög nán- ar á bamsáram mínum. Síðan rofn- uðu tengslin dálítið. Mæður okkar Steina vora þó áfram miklar vin- konur, en báðar urðu þær ekkjur innan við fimmtugt. Eftir að ég gerðist bóndakona styrktust aftur vináttubönd mín við frændsystkinin, því mörg vora þau mikið útivistarfólk. Þegar Steini og Inga Ásta eignuðust svo sumarbú- stað í Laugardalnum endurnýjuðust gömul tengsl. Þá kynntist ég því hve samhent þau hjón vora, ávallt vora dætur þeirra og barnaböm í fyrsta sæti hjá þeim, en hjartarými var einnig fyrir föðurlausu bræðra- börnin hans Steina. Fyrir fjóram árum fóram við hjón- in til Kanaríeyja með Steina og Ingu Ástu, þar áttum við góða daga sam- an. Reyndar tuðaði Steini á hverjum morgni, meðan hann hellti upp á kaffi, yfir að enginn nennti að hella upp á, en það var hans aðferð til að breiða yfir umhyggjuna, sem hann bar fyrir fólki. Hann var ákaflega greiðvikinn og var ekkert að hangsa, hann framkvæmdi hlutina. Eitt sinn kom hann að mér og dóttur minni við að útbúa fréttabréf, við notuðum reglustiku og voram mjög framstæð- ar í vinnubrögðum. Steini brá við skjótt og útvegaði okkur ljósaborð. Þannig var hann, lét verkin tala. Elsku frændi, þakka þér allar góðu samverastundimar og ég bið góðan guð að lýsa þér veginn á þeirri braut sem allir ganga að loknu jarðlífi. Kæra Inga Ásta, Helga, Ingunn og Odda, bamabömin öll og tengda- synir, við Sigurfinnur sendum ykk- ur innilega samúðai’kveðju og von- um að ykkur veitist styrkur og huggun í ykkar sára harmi. Margrét Þórarinsdöttir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Það er komið að kveðjustund, minningarnar hrannast upp, sunnudagar hjá ömmu Helgu, jólaboðin og þegar Inga Ásta og Steini komu til Vest- mannaeyja í heimsókn til okkar, það var góð- ur og skemmtilegur tími og margt mætti fleira til telja. Það er undarlegt að hugsa til baka og rifja upp kynni mín við Steina, uppáhalds- frændann, sem oft var svo líkur pabba og ömmu í tilsvöram og alltaf svo hlýr og góður og sam- heldnin hjá fjölskyldunni eftirtekt- arverð. Hann var einn orðinn eftir af bræðranum sem allir dóu of ung- ir og höfuð fjölskyldunnar ef svo má segja. Hann hélt henni saman með því að byrja á að bjóða bræðrabömun- um og fjölskyldum þeirra í jólaboð sem síðan varð árviss viðburður, síðan var því breytt og ákveðið að hittast frekar að sumri til, svona lít- il fjölskylduhátíð á Laugarvatni þar sem hann og Inga Ásta eiga hlýleg- an og fallegan sumarbústað í yndis- legu umhverfi sem þau hafa ræktað upp sjálf og eytt miklum tíma þar. I sumar var ákveðið að sleppa því að hittast þar sem Steini var orðinn svo mikið veikur. Þess i stað mun- um við hittast við öllu erfiðari að- stæður til að kveðja Steina. Þetta vekur mann til umhugsunar um hvað lífið og samvistir við fjölskyldu eru dýrmætar og minningar era eitthvað sem enginn getur frá manni tekið. Það ættu að vera gull- molamir sem maður safnar því þeim grandar ekkert. En því miður er einhvem veginn alltof oft eitt- hvað annað sem gengur fyrir heldur en að rækja frændgarðinn. Minningamar sem við eigum um Steina era góðar og hlýjar og hans verður sárt saknað. En söknuðurinn verður alltaf mestur hjá Ingu Ástu, dætram þeirra þremur og þeirra fjölskyldum því Steini var einstakur fjölskyldumaður og það eru efalaust margar góðar minningar um góðar samverastundir sem munu ylja þeim í komandi framtíð. Nú er erf- iður tími að baki en framundan hvfld og ró. Við biðjum Guð að blessa minn- ingu Steina og vottum Ingu Ástu, Ingunni, Helgu, Oddu og fjölskyld- um þeirra okkar innilegustu samúð. Helga, Erling og íjölskylda. Það var veturinn 1958 að ungar stúlkur hittust í Húsmæðraskóla Reykjavíkur tfl að hefja þar nám. Flestar höfðu ekki sést áður og vora víðsvegar að af landinu. Kynntumst við allar vel þennan vet- ur, en þó misvel eins og gengur. Er kom að árshátíð skólans og við máttum bjóða piltunum okkar kom i ljós að unnustinn hennar Ingu Ástu var hann Steini, sem ég, Halla, þekkti svo vel úr Bamaskóla Aust- urbæjar. Steini var í G-bekknum hans Jóns Þórðarsonar og vora það bestu nemendur skólans, sem allir hinir krakkamir vfldu líkjast. Einnig þekkti ég Steina eftir öðram leiðum, því móðurbróðir hans, Hjörtur Jónsson í Olympíu, var einn elsti og besti vinur föður míns. Haustið eftir að skóla lauk ákváð- um við nokkrar að stofna sauma- klúbb og er sá klúbbur enn við lýði og hefur þróast í ævarandi vináttu milli okkar og maka okkar. Var það ekki síst tryggð Ingu Ástu og Steina að þakka. Okkur Braga er mjög minnisstætt er hópurinn kom og heimsótti okkur eitt sinn um versl- unarmannahelgi með börnin. Tjald- aði hópurinn á túninu og var glatt á hjalla. Sést best hve ung og saklaus við voram, að við skemmtum okkur best um kvöldið, er bömin vora sofnuð, við að festa upp rólu í fjár- húshlöðunni og róla okkur og leika og bara hlæja af eintómri lífsgleði. MINNINGAR En nú hafa árin liðið og hver fengið sinn skammt af lífsreynslu eins og gengur. Fjárhúshlaðan er tóftir einar fyrir löngu og þaðan berst ekki lengur ilmur af grænni töðu. Og nú sit ég hér um verslun- armannahelgi og reyni að festa á blað minningabrot um hann Steina. Minningamar þyrlast upp hver af annarri og era allar fallegar. Þau Steini og Inga Ásta komu oft við hjá okkur á Vatnsleysu er þau voru að koma úr tjaldferðum með telp- urnar sínar og seinna eftir að þau eignuðust sumarbústaðinn í Laug- ardal, sem var þeima sælureitur. í mínum huga og okkar allra í hópn- um vora þau Steini og Inga Ásta samhent fjölskylda og hamingjurík og þau hjónin einstaklega miklir fé- lagar. Er ég hringdi seinni partinn í fymasumar til að vitja um þau hjón- in, því mér fannst langt síðan ég hafði frétt af þeim, svaraði Inga Ásta og sagði að þau hefðu ferðast um landið og sólin hefði hreint og beint elt þau hvert sem þau fóra. Hefði þetta verið einstök ferð. Rétt fyrir jólin kom svo fréttin um að Steini hefði greinst með krabba- mein, þennan illa vágest. Öll vorum við vongóð um að hann myndi sigra í þessari baráttu, en svo fór þó ekki eins og hjá svo mörgum öðram, því miður. Eg er þakklát fyrir síðustu minn- inguna um hann Steina, er ég heim- sótti þau hjónin fyrir hálfum mán- uði. Það var fagur dagur. Steini lá í sjúkrarúminu sínu í stofunni við gluggann út í garðinn eins og hann óskaði sér, að vera heima hjá sinni tryggu og kjarkmiklu konu, sem stóð við hlið hans í blíðu og stríðu. Ég mun alltaf sjá Ingu Ástu fyrir mér eins og hún var þennan dag í bláa afmæliskjólnum, yfirvegaða og kjarkmikla. A meðan ég stóð við kom einnig Jón Hjartarson, vinur hans Steina og frændi, eins og hann var vanur að gera á hverjum degi alla sjúkdómsleguna. Steini spurði mig hvemig gengi heima hjá mér, hvemig heyskapurinn gengi og hve langt Bragi væri kominn með hann og bað mig fyrir kveðju tfl allra heima. Ég vil kveðja Steina með þeim orðum sem ég kvaddi annan sem ég missti og mér var kær: Góða ferð í hið ókomna og megi kærleiksljósið lýsa þér veginn. Við munum hittast hinum megin. Inga Ásta, Ingunn, Helga og Odda, makar og bamaböm, megi algóður guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Halla og Bragi, Lára og Haukur, LHja og Klemens, Ragna og Pálmi. Ekki man ég nákvæmlega hvenær leiðir okkar Steinþórs lágu saman fyrsta sinni, en nokkuð er langt um liðið. Við voram þá nokkr- fr starfsfélagar og góðir vinir úr Áburðarverksmiðjunni nýbyrjaðir að stunda badminton úti á Seltjam- amesi og á næsta velli var Steinþór ásamt félögum sínum. Einhver af- föll urðu með áranum í báðum lið- um og svo fór að Steinþór gekk til liðs við okkur Gunnar Ólafs og Steina Þórðar og saman spiluðum við svo í áratugi. Með okkur tókust góð kynni sem náðu út fyrir hnit- völlinn og áttum við, ásamt konum okkar, margar ánægjustundir með þeim Ingu og Steinþóri. Má í því sambandi nefna þorrablót sem við héldum um árabil og dvöl í sumar- bústað þeirra hjóna í Laugardal, skammt innan við Laugarvatn. Þar eins og annars staðar var Steinþór ávallt hrókur alls fagnaðar, hafði mikla og góða söngrödd og kunni ótrúlegustu texta þegar einhver stakk upp á næsta lagi. Það er ekki nema liðlega eitt ár síðan við hitt- umst fyrir austan síðast, en þá buðu þau hjón okkur til ógleymanlegrar helgardvalar í tilefni af sextugsaf- mæli húsbóndans. Steinþór skipu- lagði dagskrána, sem hófst í íþróttahúsinu á Laugarvatni með keppni í badminton um miðjan dag á laugardegi, en síðan haldið til af- mælisveislu í sumarhúsinu þeirra góða þar sem biðu okkar kræsing- ar. Þegar leið á kvöldið tók Gunnar svo upp gítarinn og við sungum langt fram eftir vornóttinni. Þessi stund er nú dýrmætur fjársjóður í safni minninganna. Um haustið vai» svo áfram haldið í TBR-húsinu og ekki annað að sjá en Steinþór væri í fullu fjöri, keppnisharkan og ákveðnin enn á sínum stað og við sáum fram á enn einn veturinn saman við þessa skemmtilegu og nauðsynlegu iðkun okkar. En þegar leið fram að jólum fór eitthvað að breytast. Steinþór sagðist ekkert botna í hvað hann væri eitthvað slappur og sagði okkur að hann yrði að láta líta á sig, en kæmi áreiðan- lega aftur til leiks strax á nýju ári. Ekki fór það nú svo, því miður. Hann kom og sagði okkur frá stöðu ' mála, þetta væri eitthvað meira og bið yrði á endurkomu sinni í liðið. Hófst nú barátta hugrakks drengs við sjúkdóminn skæða, krabba- meinið. Alltaf var eitthvað að koma til sem vakti bjartsýni okkar. Við höfðum áður fylgst með Steinþóri hrista af sér hjartasjúkdóm með tfl- heyrandi aðgerð og töldum víst að hann hefði enn á ný sigur í erfiðri baráttu. Þetta reyndust tálvonir og nú er hann allur, vinurinn góði. Eft- ir stöndum við og söknum hans ákaft. Það verður skrýtið að hefja badmintonið á ný án hans, hans sem alltaf var fyrstur mættur og lét okkur stundum heyra það sem fyrir kom að mættum ekki alveg á rétt- um tíma. Sjálfur spilaði ég með honum í tveimur tímum á viku, þannig að skarðið er stórt. Kæra Inga og fjölskylda. Við Þurý sendum ykkur einlægar hlut- tekningarkveðjur á þessari erfiðu og ótímabæra stundu. Ég leyfi mér jafnframt að senda ykkur samúðar- kveðjur frá badmintonfélögunum öllum og konum þeirra, þeim Benna, Ella og Gunnari, og þótt Steini hafi ekld verið með okkur síð- ustu vetuma, þá einnig frá honum., Við minnumst ánægjustundanna mörgu með söknuði. Blessuð sé minning vinar míns Steinþórs Árna- sonar. Óli H. Þórðarson. ÞURIÐUR GUÐNADÓTTIR + Þuríður Guðna- dóttir fæddist í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð 19. apríl 1936. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 13. júlí siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Seljakirkju 22. júlí. Það er með miklum söknuði og sorg í hjarta að ég skrifa þetta bréf. Eftir að hafa fengið fréttir um að lyfin væru nú að einhverju leyti farinn að virka átti ég ekki von á að á þennan veg færi svo fljótt, viku seinna var hún farin frá okkur. Það sem hjálp- ar manni í gegnum þessa erfiðu tíma eru yndislegar minningar af góðri konu, sem hún Dídí svo sann- arlega var, en þetta líf er ekki alltaf sanngjarnt og suma hluti verðum við að sætta okkur við þótt erfitt sé og vera þakklát fyrir þann tíma og þær stundir sem við feng- um að hafa hana Dídí hjá okkur. Ég á óteljandi margar góðar minn- ingar um Dídí úr Grófaselinu, það var varla helgi sem leið að ég væri ekki á hennar heimili alveg frá því að ég var lítill polli og þetta era tímar sem að munu alltaf verða mér minnistæðir. Dídí lést langt um aldur fram en ef við lítum í kringum okkur sjáum við að það era ekki allir sem fá að njóta þeirra forréttinda, sem við fengum að njóta öll þessi ár, þ.e.a.s að eiga móður, ömmu, eiginkonu, systur, frænku; allt það sem hún Dídí var okkur. Elsku Dídí, nú vitum við að þú ert í góðum höndum og þarft ekki að þjást lengur. Vertu sæl, elsku frænka, þér mun ég aldrei gleyma. Þinn frændi, Guðni. Elsku systir mín, Dídí, er horfin af sjón- arsviðinu og söknuð- urinn nístir huga og sál, sem eðlileg við- brögð mannlegs lífs, en hjá þessu verður ekki komist, því þetta er leiðin okkar allra fyrr eða síðar. Það sem skiptir öllu máli er að vera viðbúinn að mæta Guði og frelsara okkar Jesú Kristi. Því hann segir: „Ég er veg- urinn sannleikurinn og lífið og enginn kemur tfl föðurins nema fyrir mig (Jh. 14,6) og enn segir hann: Komið til mín allir þeir sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld (Mt. 11,28). Systir mín, Dídí, var mikið búin að líða og byrðin þung en nú er hún hugguð í faðmi Jesú og þjáningarnar á enda. Ég man oft- ast eftir henni brosandi og í góðu skapi. Hún kom stundum til mín á verkstæðið til að skoða hvað ég væri að smíða. Hún hafði mikinn áhuga á að skapa eitthvað nýtt, al- veg eins og ég, þetta áttum við sameiginlegt. Svo fékk hún þegar hún fór smá afganga af spýtum sem vora dýrmætar í hennar aug- um og ekki gleymdi hún að þakka fyrir sig. Guð blessi minningu hennar. Elsku Palli og fjölskylda, Guð blessi ykkur og styrki með kær- leika sínum. Grétar Guðnason. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1116, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Utför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, bróður míns og mágs, KRISTJÁNS G. HALLDÓRSSONAR KJART ANSSONAR, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 6. ágúst kl. 15.00. Iðunn Björnsdóttir, Edda Birna K. Kjartansson, Magnús Gústafsson, Birna M. Gústafsson, Halldór K. Kjartansson, Björn K. Kjartansson, Áslaug H. Kjartansson, Björn Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.