Morgunblaðið - 05.08.1999, Page 59

Morgunblaðið - 05.08.1999, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 59 FÓLK I FRETTUM MYNPBÖNP Hættuleg hugmynda- fræði Saga Bandaríkjanna X (American HistoryX)_ Drama irkV.'i Framleiðsla: John Morrissey. Leik- stjórn: Tony Kaye. Handrit: David McKenna. Kvikmyndataka: Tony Ka- ye. Tónlist: Anne Dudley. Aðalhlut- verk: Edward Norton, Edward Fur- long og Beverly D’Angelo. 120 mín. Bandarísk. Útgófa, dagsetning. Ald- urstakmark. Bílstjóri í vanda Sonur minn öfgamaðurinn (My Son the Fanatic)_ Gamanmynd ★ 2 Leikstjórn: Udayan Prasad. Aðalhlut- verk: Rachel Griffiths og Stellan Sarsgord. 84 mín. Bresk. Háskólabíó, júlí 1999. Aldurstakmark: 12 ár HVORT sem það er vegna þess að leikstjórinn fékk ekki að ráða neinu eða vegna einhvers annars olli þessi mynd ~T"m &—;zri mér nokkrum von- “~í brigðum. Gallinn liggur í persónu- sköpuninni, bæði aðalpersónu og , sumum aukaper- Á / jSjjT sónum myndar- jrt ' :>^TV innar. Margt er -----mjog vel gert, ser- staklega mynda- takan. Leikstjórinn er þaulvanur auglýsingaleikstjóri sem er ber- sýnilegt í öllu myndmáli frásagnar- innar. Það er mikið um glæsileg myndskeið, hlaðin mælsku og merkingu, en erfiðar gengur að halda utan um heildina. Edward Norton er gríðariega sterkur skap- gerðarleikari og ekki nokkur vafi á að hann á eftir að verða eitt af stóru nöfnunum í Hollywood næstu aldar. Hann hefði sennilega átt að sleppa því að fara með litlu feitu puttana sína inn á svið annarra fagmanna sem unnu við myndina, en það þýðir víst ekkert að væla yf- ir því núna. Þetta er sterk og alvar- leg kvikmynd sem manni finnst að hefði getað verið mun betri. Guðmundur Asgeirsson. --------------------- SAMFÉLAG Pakistana í Englandi er framandi, ókunnur heimur og viðfangsefni þessarar mmmmmmmm ágætu gaman- myndar. Þetta er að mestu leyti ljúf og átaklaus frá- sögn af velviljuð- um en seinheppn- um manni á miðj- um aldri sem lend- ir milli steins og sleggju þegar hann þarf að gera upp á milli vina sinna, viðskipta og fjölskyldu. Persónusköpun er vönduð og skemmtileg og leikar- arnir vinna mjög vel úr hlutverk- unum. Ástarsaga er á sínum stað og er hún óvenjuleg og mjög sjar- merandi. Myndin minnir talsvert á „Monu Lisu“ Neils Jordans þar sem Bob Hoskins fór á kostum. Það geislar ekki eins út frá þessari kvikmynd, en hún er engu að síður heillandi og eftirminnileg skemmt- un. Guðmundur Ásgeirsson Dreymir um skóla í Rúmeníu NADLA Comaneci, sem var fyrsta fimleikakona veraldar til að fá tíu í einkunn á heimsmeistaramóti í fimleik- um sést hér í félagsskap ungra fimleikastúlkna frá Bandaríkjunum og Rúmem'u í Búkarest á mánudaginn. Comaneci rekur fímleika- skóla í Oklahoma í Banda- ríkjunum ásamt eiginmanni sínum, Bart Conner, fyrrverandi gullmethafa í fimleikum. Hún segist þó ekki hafa gleymt heimahög- unum því sig dreymi um að stofna sambærilegan fim- leikaskóla í heimalandi sínu, Rúmeníu. r Útsala 20-70% afsláttur Opið í dag til kl. 22:00 HREYSTI ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL — Skeifunni 19 - S. 5681717- Russell Athletie bómull/íleece - Better Bodies - Columbia fatnaður - Tyr sundfatnaður - Fæðubótaiefni o.m.fl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.