Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 8
 8 LAUGAKDAGUR 7. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ráðuneytið hafnar kröfu Neytendasamtakanna Ekki ástæða til að innkalla vörur Umhverfisráðuneytíð telur ekki ástæðu tU að innkalfo úr verslunum vfiwyi* frá lrii'ilíTit«>"aW**" * SVONA, skítt með skituna, sóðaðu þessu bara í þig. ALEJANDRO Berenguer Aquirre, Tit<5, með 20 punda höfðingjann úr Straumfjarðará. 20 punda dreki úr Straumfjarðará TUTTUGU punda hængur veidd- ist í Straumfjarðará fyrir stuttu og er ekki á hverjum degi sem slíkir höfðingjar koma þar á land. Þótt fátítt sé veiddist þar annar 19 punda snemma sumars. Það var Spánverji að nafni Alejandro Ber- enguer Aguirre, kallaður Tito í vinahópi, sem veiddi laxinn, en Tito hefur veitt í Straumfjarðará á hverju ári síðan árið 1972. Að sögn Ástþórs Jóhannssonar, staðarhaldara við Straumu, „laut höfðinginn í gras" eftir 55 mínútna stranga glúnu sem barst fram og aft- ur um neðanverða Straumfjarðará, eins og Astþór komst að orði. „Það lá við um tíma að laxinn hefði Tito undir, en á lokakafianum náði Spánverjinn fullum yfirráðum," baetti Astþór við. Núll í júlí Svæði 1 og 2 í Stóru Laxá þykja almennt vera einna bestu veiðisvæði árinnar, en þau ósköp gerðust á dög- unum, að enginn lax veiddist á svæð- unum allan júlímánuð og í gær hafði ágúst ekki gefið lax fremur en fyrir- rennarinn. Þrír veiddust á svæðinu í júní og það er því veiðitalan á um- ræddum svæðum. Þetta er auðvitað með ólíkindum og kenna menn um gruggi og drullu í Ölfusá og Hvítá vegna framhlaups Hagafellsjökuls sem kunnugt er. Eitthvað um 30 hafa veiðst á efsta svæði árinnar og innan við tíu á svæði 3. Hins vegar hefur Sogið verið að lifna allra síðustu daga og nýtur lax- inn þess líklega að styttra er í hreina Sogsvatnið heldur en upp í Stóru Laxá. í gær voru komnir 42 laxar úr Alviðru og veiddust t.d. 9 laxar þar á mánudaginn, þar af fimm lúsugir. Ásgarðssvæðið hefur gefið 26 laxa, Bíldsfell a.m.k. 9 laxa, en Syðri Brú engan enn sem komið er. Bergur Steingrímsson hjá SVFR hafði eftir kunnugum mönnum fyrir austan fjall, að jökulvatnið væri farið að „lýsast" og „hreinsa sig" eins og hann komst að orði. Allt annað en mok á maðkinn Fyrstu „maðkahollin" eru byrjuð að egna fyrir lax, t.d. í Norðurá og Grímsá, en erfið skilyrði hafa gert það að verkum að takan er léleg og veiðin allt önnur en þátttakendur hafa reiknað með. í Norðurá voru aðeins 35-40 laxar komnir á land eft- ir tvo fyrstu dagana. I Grímsá var staðan ekki ósvipuð. í Norðurá var holl um mánaðamótin með aðeins 12 laxa á þremur dögum og voru þó mjög fiinkir veiðimenn í hópnum. MokíHítará Mokveiði hefur verið í Hítará að undanförnu þvert á gang mála í vel- flestum ám á Vesturlandi. Haraldur Eiríksson leiðsögumaður var með hóp manna þar fyrri hluta vikuna og veiddust 62 laxar á þremur dögum. Auk þess komu 56 stórar sjóbleikjur. Allir laxarnir utan tveir voru grálús- ugir og sagði Haraldur miklar göng- ur á ferðinni. Alls eru komnir 256 laxar úr ánni og 162 sjóbleikjur. Þetta er mun betri veiði en á sama tíma í fyrra. Enn fremur er góð veiði í Haffjarðará, á fimmtudaginn veiddust t.d. 12 laxar á fjórar stang- ir og var veiðiskapur þó ekki stund- aður af neinu kappi. „Það er að hell- ast inn nýr fiskur þessa dagana," sagði Lúðvík Halldórsson staðar- leiðsögumaður við Haffjarðará í gærdag. Nýr framkvæmdastióri Landverndar Samtökin hafa víða skírskotun NU UM mánaða- mótin tók Tryggvi Felixson hagfræðingur við starfi framkvæmdastjóra um- hverfissamtakanna Land- verndar. Hann var spurð- ur hvert væri helsta hlut- verk samtakanna? -Að stuðla að betri umgengni við náttúruna í víðum skilningi þess orðs. Samtökin vinna að þessu með fjölþættri starfsemi. I fyrsta lagi er unnið að fræðslu en þekking á um- hverfísmálum er for- senda fyrir því að hægt sé að leysa úr þeim við- fangsefnum sem við okk- ur blasa. Landvernd rek- ur því umhverfísfræðslu- setur á Alviðru við Sog. Þá standa samtökin fyrir fundum og ráðstefnum um umhverfísmál og hafa gefið út fjölmörg rit og bækur um það efni. Þá eru sam- tökin að setja á laggirnar sér- staka fræðslu fyrir fjölskyldur um hvernig þær geta lifað á vist- vænni hátt. Það verkefni fer af stað í haust. Landvemd er einnig virkur þátttakandi í almennri umræðu um umhverfísmál á ís- landi og hefur komið hugmynd- um og skoðunum á framfæri við stjórnvöld í ýmsum málum og reynt að hafa jákvæð áhrif á þró- un umhverfismála með þeim hætti. í þriðja lagi eru samtökin hluti af mjög víðtæku hnattrænu umhverfisstarfi. Við tökum þátt í að finna lausn á vanda sem er hnattrænn, svo sem loftslags- breytingar af manna völdum og mengun hafsins. En hvað með gróðureyðingu á íslandi? - Jarðvegs- og gróðureyðing er líklega mesti umhverfisvandi sem íslendingar eiga við að glíma. Landvernd hefur tekið þátt í fjölmörgum verkefnum sem. miða að gróðurvernd og uppgræðslu. Það mun óhjá- kvæmilega áfram vera eitt af að- alviðfangsefnum Landverndar þar sem við íslendingar eigum langt í land með að ná tökum á þeim vanda. Hvernig er árangursríkast að glíma við gróðureyðingu? -Að mínu mati höfum við ís- lendingar hingað til einblínt um of á beinar uppgræðsluaðgerðir til þess að endurheimta land og friðun á svæðum sem hafa verið illa farin. Þetta hefur þó borið mjög góðan árangur eins og mörg dæmi sanna. Hins vegar höfum við ekki tekið á rótum vandans og rætur vandans eru rányrkja - menn beita ekki land- ið með sjálfbærum hætti. Ég held að það sé mikilvægt núna að finna leiðir til þess að ________ koma í veg fyrir þá of- beit og áníðslu á grónu landi sem við sjáum allt of mörg dæmi um í dag. Hvernig á að koma í veg fyrir ofbeit og áníðslu? -Við höfum leyst ákveðin vandamál í sambandi við ofveiði á fískistofnunum með því að setja mjög strangar reglur um veiðar og ég held að það sé óhjákvæmi- legt að gera eitthvað áþekkt í sambandi við beit á landi. Hvern- ig á að útfæra þetta er hins vegar ekki fullljóst og sjálfsagt nokkuð snúið viðfangsefni. En ef fyrir hendi er pólitískur vilji eða póli- Tryggvi Felixson ?Tryggvi Felixson er fæddur í Reykjavík 1955. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskðl- anum í Kópavogi 1976, cand. mag. prófi frá félagsvísinda- deild Háskólans í Osló 1981 og meistaraprófi í hagfræði frá Universitet Massachusettes. Hann hefur starfað sem deild- arstjóri í umhverfisráðuneyti og verið hagfræðingur í fjár- málaráðuneyti og Seðlabanka Islands, einnig verið ráðgjafi á skrifstofu Norrænu ráðherra- nefndarinnar í Kaupmanna- höfn, svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur nú tekið við starfi framkvæmdastjóra umhverfis- samtakanna Landverndar. Tryggvi er kvæntur Sigrúnu K. Magnúsdóttur ferðamálafræð- ingi og eiga þau þrjú börn. Mikilvægt að hindra ofbeit og ánfðslu tískt hugrekki er eflaust hægt að finna góða lausn á þessum vanda. Á seinni árum hefur umhverf- issamtökum fjölgað mikið hér á landi, hver er staða Landverndar í Ijósi þessarar þróunar? -Þegar Landvernd var stofn- uð fyrir þrjátíu árum voru sam- tökin frumherjar í umræðu pg fræðslu um umhverfismál á Is- landi. Sem betur fer hefur vitund og áhugi íslendinga á umhverfis- málum vaxið og því hafa fleiri samtök komið fram sem sinna þessum málum. Landvernd hefur þó enn nokkra sérstöðu, ekki bara vegna aldurs heldur vegna þess að Landvernd er „regnhlíf- arsamtök", aðildarfélög og sam- tök Landverndar eru um 60 tals- ins pg í þeim hópi má m.a. finna VSÍ og ASÍ, Landsvirkjun og Hið íslenska náttúrufræðingafé- lag, svo eitthvað sé nefnt. Sam- tökin hafa því víða skírskotun og geta þar af leiðandi nálgast um- ræðuna um umhverfismál með ________ öðrum hætti en ýmis önnur íslensk um- hverfissamtök. Hver eru helstu viðfangsefni í um- hverfísmálum í dag aðþínumati? - Ef við lítum okkur nær þá er það gróðureyðing og verndun einstæðrar náttúru á hálendinu, en jafnframt samgöngur hér í mesta þéttbýli landsins. Sé málið skoðað í hnattrænu samhengi eru það loftslagsbreytingar af manna völdum og mengun hafsins. Ef við lítum fram á við, finnst okkur í Landvernd mikilvægt að við Is- lendingar hlúum betur að menn- ingarlandslagi okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.