Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 49i HÉLURIFS hefur faUega haustliti og blá hrímdöggvuð berin eru lostæti. Plöntur í brekkur Umsjón Sigrí Hjartar MARGIR garðeigendur eru með grasi vaxnar brekkur í lóðum sín- um og kvarta gjarnan stórum yf- ir hve erfitt er að slá þær með sláttuvélum. Gott og vel. Það er engin ástæða fyrir því að eyðileggja á sér bakið og hand- leggina við brekku- slátt. Miklu nær væri að breyta skipulagi garðsins og planta skriðulum trjáplöntum í brekk- una, því þær þarf ekki að slá né klippa! Margar tegundir skriðulla plantna eru á markaði hérlendis, bæði sígrænar og eins sumargrænar. í nýjasta tölublaði Norsk hagetidend (nr. 6, 1999) er grein sem fjallar um plöntun í brekkur, plöntuval og undirbúning. í Nor- egi háttar víða svo til að skortur er að verða á hentugum íbúða- svæðum, svo íbúðabyggð er nú oftar en áður skipulögð í tölu- verðu brattlendi, þar sem lóðirn- ar verða gjarnan brattar. Margir flýta sér að sá grasi í brekkurnar til að loka jarðveginum sem ann- ars myndi skolast burtu í næstu stórrigningu. Yfir jarðvegsfyll- ingu sem er a.m.k. 30-40 cm djúp er oft lagður sérstakur jarðvegs- dúkur til að hindra að illgresis- fræ sem oftast eru í jarðveginum nái að spíra fyrstu sumrin. Þegar kemur að því að velja plöntur skiptir öllu máli í hvaða átt brekkan hallar, hvort hún hallar inn í lóðina eða út úr garð- inum og hvort mikill snjór safnist í brekkuna. Þegar við erum búin að fá það á hreint er hægt að velja hvaða stíl við viljum hafa á brekkunni. Sé brekkan snjólétt er hentugt að hafa hærri runna og jafnvel stöku smátré í brekkunni. Sé brekkan snjóþung verðum við að velja sterka og sveigjanlega runna sem þola snjóþyngsli. Áveðursliggjandi brekkur þurfa plöntur sem þola nokkuð vel næðing sumar sem vetur. I brekkur sem liggja inni í skjóli lóðarinnar er hægt að velja dýrari og meiri dekurplöntur. hvaða plöntur getum við 1 þessum brekkum? Ef við BLOM VIKUMAR 415. þáttur Og haft byrjum á snjóléttum brekkum getum við plantað bjarkeyj- arkvisti, reyniblöðku, þyrnirós, glæsitoppi, hávöxnu yrki af loðvíði, berg- furu, himalajaeini, birkikvisti, snjóberj- um, koparreyni og jafnvel skriðulum rifs-tegundum s.s. hélurifsi, skriðrifsi og kirtilrifsi. í snjó- þungar brekkur er hægt að planta grá- víði, loðvíði, netvíði, silfurblaði, hafþyrni, skriðulli runnamuru, hélurifsi, kirtilrifsi, dverglífvið, skriðmis- pli, glitrós, flatvöxn- um íslenskum eini og skriðbláeini. I dekur- brekkurnar sem eru inni í görð- um og snúa að íbúðarhúsinu er um margt að velja. Hægt er að nota plönturnar sem ég nefndi fyrir snjóþungu brekkurnar, og til viðbótar má nota klifurplöntur sem þekjuplöntur, og get ég nefnt sem dæmi bergsóleyjar (Clematis sp.), vaftopp og skóg- artopp, klifurhortensíu, ýmsar lyngrósir (Rhododendron sp.), sí- grænan gróður ýmiskonar, t.d. breiðumispil, dvergfuru og fjallafuru auk flestra einitegund- anna sem hér fást. Einnig fæst orðið úrval þekjurósa sem þarf að skýla yfir veturinn eða planta hreinlega árlega. í dekurbrekkur má einnig velja plöntur eftir út- liti; s.s. fógrum haustlitum, berj- um, mismunandi blómgunartíma og rakaþörf. Brekkur eru þurrastar efst en blautastar neðst og til þess þurfum við að taka tillit þegar við veljum plönt- ur og plöntum þeim. Þessi upptalning af plöntum í brekkur er ekki tæmandi, enda margir tugir plantna á markaðn- um sem hentað geta til slíks. Vert er þó að geta þess að best er að velja ekki hærri tegundir í brekkur en þær sem verða 60- 100 cm háar. Samantekt: Heiðrún Guð- mundsdóttir, líffræðingur. Sigríður Hjartardóttir ¦jÁa#** ^^ Enska Ijónið er komið á mbl.is Á íþróttavef mbl.is er ítarleg umfjöllun um enska boltann. Fréttir af öllum umferðum á meðan leikirnir fara fram. Allt um liðin, leikina og leikmennina. Tengingar inn á heimasíður félaganna og nýjar fréttir á hverjum degi. Fylgstu með frá upphafi! Hmbl.is ^ALLTXÍ^ etT7"HV5<k& A/Ý7T—
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.