Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Flaga hf. semur við Cardio-Pulmonary Continuum um sölu á Emblu- ¦svefngreiningarkerfum S ölusamningur upp á 200 millj- ónir króna FLAGA hf. og samstarfsaðili þess, Resmed Corp., hafa undirritað sölu- samning við The Cardio-Pulmonary Continuum (CPC) í Manhasset í New York fylki í Bandaríkjunum, um sölu á 80 Emblu-svefngreining- arkerfum. Með kerfunum fylgir gagnagrunnur og Nettengikerfi til að samhæfa deildir CPC víðsvegar um Bandaríkin. Upphæð samnings- ins er um 200 milljónir króna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Flögu hf. Helgi Kristbjarnarson, forstjóri Flögu, segir að fyrirtækið CPC starfi fyrir mörg af stærstu trygg- ingafélögum Bandaríkjanna og sé mikils metið á sínu sviði. Það ein- beiti sér að heimaþjónustu og heilsufarseftirliti með sjúklingum víða um Bandaríkin, og er það ein- kenni á starfsemi CPC að sjúkling- um er fylgt eftir það sem eftir er ævinnar. „Fyrirtækið hefur mikið sinnt hjarta- og lungnasjúklingum en er nú að setja af stað geysilegt átak í þjónustu við sjúklinga með kæfisvefnsvandamál," segir Helgi. Samningurinn er árangur mikils FRÁ undirritun sölusamningsins milli Flögu hf. og CPC, frá vinstri, Kurt Werber, framkvæmdastjóri CPC, Rosemary Weinblatt, forstjdri CPC, og Hallgrúnur Tómas Ragnarsson, framkvæmdastjóri Embla Medical Inc. sölustarfs sem Embla Medical Inc. hefur unnið í samstarfi við Resmed, segir í fréttatilkynningunni. Embla Medical er dótturfyrirtæki Flögu hf. í Bandaríkjunum og annast sölumál fyrir Flögu í Norður-Ameríku. „Næststærsti samningurinn til þessa taldi 12 kerfí," segir Helgi. Hann segist búast við að stórum samningum muni fara fjölgandi í framtíðinni, og séu nokkur stór fyr- irtæki að íhuga kaup á svefnrann- sóknakerfum frá Flögu hf. „Það er það sem við erurri að stefna á með því að bjóða gagnagrunnslausnir og Netttengingu. Þá hentum við betur fyrir þessi stóru fyrirtæki." Helgi segir að Flaga hafi verið að auka sína framleiðslugetu. „Okkur hefur gengið ágætlega að auka framleiðslugetuna og búumst við að standa ágætlega við söluáætlanir," segir Helgi Kristbjarnarson að lok- Eignarhaldsfélagið Orca S.A. Samsetning hluthafa- hópsins ófrágengin EKKI hefur verið gengið frá endan- legri samsetningu þess hóps fjár- festa sem verða hluthafar í eignar- haldsfélaginu Orca S.A. í Lúxem- borg, en það keypti á dögunum 26,5% hlut í Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins. Að því er fram kemur í tilkynningu sem Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður, sem er í for- svari fyrir Orca S.A., hefur sent Verðbréfaþingi íslands er stefnt að því að gengið verði frá endanlegri samsetningu hópsins fyrir 20. ágúst næstkomandi. Fram kemur í tilkynningunni að innlendir fjárfestar sem koma úr ýmsum greinum atvinnulífsins standi að kaupunum á hlutabréfun- um í FBA og kaupin endurspegli trú kaupendanna á framtíðarhorfur FBA og markmið þeirra sé að styrkja stöðu bankans á fjármála- markaði enn frekar. Þá kemur fram í tilkynningunni til Verðbréfaþings að kaupendurnir hyggist óska hlut- hafafundar í FBA í lok þessa mán- aðar. Milliuppgjör Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. Hagnaður 143 milljónir króna HAGNAÐUR Hraðfrystihúss Eski- fjarðar hf. eftir skatta fyrstu sex mánuði ársins 1999 nam 143.028.106 krónum í samanburði við 275.154.252 króna hagnað eftir skatta fyrstu sex mánuði ársins 1998. Rekstrartekjur félagsins námu 1.435,9 milljónum króna á tímabilinu samanborið við 1.847,4 milljónir króna á sama tíma- bili árið 1998, og rekstrargjöld námu 1.231,9 milljónum á fyrstu sex mán- uðum ársins 1999 á móti 1.410,7 milljónum á sama tímabili ársins 1998. „Það sem veldur lakari rekstraraf- komu nú en á sama tíma í fyrra er verðlækkun á bræðsluafurðum. Þeg- ar slíkt gerist lækka bæði tekjur loðnuvinnslu og skipa, og eina leiðin til að mæta því er að lækka hráefnis- verð því annar kostnaður breytist ekki auðveldlega," segir Magnús Bjarnason framkvæmdastjóri Hrað- frystihúss Eskifjarðar, en í fréttatil- kynningu frá Hraðfrystihúsi Eski- fjarðar kemur fram að Loðnuverk- smiðja félagsins hafi tekið við svip- uðu magni af hráefni til vinnslu á þessu tímabili og á sama tímabili í fyrra. Akurevrarbcer W auglýsir hlutabréf sín í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. til sölu. Um er að rœða 20% hlut í félaginu eða að nafnverði 183,6 milljónir króna. Lysthafendur skili inn skriflegu bindandi til- boði til Akureyrarbcejar, á skrifstofur bœjarins að Geislagötu 9, fyrir kl. 11 hinn 16. ágúst nk. Heimilt er að gera tilboð í öll bréfin eða að hluta, bó að lágmarki fyrir 5.000.000 króna. í tilboði skal koma fram nafn, kennitala og heimilisfang bjóðanda ásamt upplýsingum um nafnverð, gengi og kaupverð pess hlutar sem boðið er í. Óheimilt er að binda tilboð skilyrðum. Greiðslufrestur beirra tilboða sem kann að verða tekið er til 15. september 1999. Akureyrarbcer óskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða að hafna öllum. Bœjarstjórinn á Akureyri. Magnús segir einnig að markaðir fyrir frysta loðnu hafi Iokast í Rúss- landi vegna efnahagsástands þar í landi, og einnig hafi frysting loðnu fyrir Japansmarkað ekki verið svip- ur hjá sjón vegna þess hve smá loðn- an var sem veiddist. Bolfiskvinnsla liggur niðri til 1. september vegna skorts á kvóta og sumarleyfa starfsfólks, en verð á bol- fiskafurðum er nú hagstætt. í maí sl. var tekin í notkun ný og fullkomin rækjuverksmiðja sem af- kastar tvöfalt meira en fyrri verk- smiðja, og afla þrjú af skipum félags- ins auk eins til tveggja annarra skipa hráefnis fyrir verksmiðjuna. Ekki tilefni til hækkana Smári Rúnar Þorvaldsson hjá ís- landsbanka F&M segir að fjár- magnsliðir séu mun hagstæðari en á sama tíma í fyrra og skýrist það helst af tekjufærslu v/verðbreytinga á tímabilinu og gengishagnaði af lán- um í erlendum gjaldmiðlum. Hann segir að vegna árstíðabundinnar sveiflu í rekstri félagsins megi búast við lakari afkomu á síðari hluta árs- ins. Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. L— «1 i W*ölurúrrekstri1999 jg^gg ^jI^Jji Samstæða Móðurfélag Rekstrarreikningur jan. -júní 1999 1998 Rekstrartekjur Milljónir króna 1.435,9 1.847,4 1.410.7 Rekstrarqjöld 1.231.9 Hagnaður fyrir afskriftir 204,0 436,7 Afskriftir Fjármagnsliðir (144,5) 86,8 (124,4) 17.4 Hagnaður af reglulegri starfsemi 146,4 329,7 Reiknaður tekjuskattur (43,6) (54,6) 0 Aðrar tekjur og gjöld 40,2 Hagnaður tímabilsins 143.0 275,2 Efnahagsreikningur sojúní 1999 1998 Breyt. I Elanlr: \ Milljónir króna Veltufjármunir Fastafjármunir Samstæða 911,2 4.134,0 Samstæða 1.045,7 3.304,6 -12,9% +25,1% Eignir samtals 5.045,2 4.350,3 +16,0% -1,0% +32,8% +39,0% +5,3% I Skuldlrog eigið le:\ Skammtímaskuldir Milljónir króna 1.150,5 1.162,6 Skuldbindingar 2.080,4 408,3 1.567,1 293,8 1.326,8 Eigiðfé 1.397.2 Skuldir og eigið fé samtals 5.045,2 4.350,3 +16,0% Kennitölur 1999 1998 Veltufé frá rekstri, milljönir kr. 186,5 380,0 „Svo virðist sem markaðsaðilar hafi gert ráð fyrir enn verri afkomu, að minnsta kosti hefur gengi á bréf- um í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hækkað umtalsvert í dag. Það er þó okkar mat að ekki sé tilefni til hækk- ana á gengi félagsins jafnvel þó ein- hverjar blikur séu á lofti um verð- hækkanir á mjöl- og lýsismörkuð- um," segir Smári. Fortuna-sjódir Landsbankans í alþjoðlegum samanburði Fortuna I í fyrsta sæti í NÝJUSTU samantekt matsfyrir- tækisins Standard & Poor's Micropal á samanburði alþjóðlegra verðbréfasjóða eru Fortuna-sjóðir dótturfyrirtækis Landsbankans í Guernsey ofarlega á blaði í sínum flokkum. Fortuna I í fyrsta sæti í sínum flokki með 12,46% hækkun frá áramótum eða sem samsvarar 25,5% ávöxtun. Fortuna II er í 5. sæti síns flokks og Fortuna III er í 3. sæti áhættusamari sjóðasjóða, en ávöxtun Fortuna III er á þessu tímabili rétt innan við 49%. Miðað er við árangur í uppgjörsmynt sjóð- anna en Fortuna-sjóðirnir eru gerð- ir upp í evru. Landsbréf hf. er fjár- festingarstjóri Fortuna-sjóðanna. Matsfyrirtækið Standard & Poor's Micropal, sem er hið stærsta sinnar tegundar í heiminum, fylgist með árangri yfir 38.000 verðbréfa- sjóða um allan heim, flokkar sjóði saman sem eru með sambærilega fjárfestingarstefnu og birtir reglu- lega samanburð í hverjum flokki fyrir sig. 2 milljarðar að stærð Alþjóðlegir verðbréfasjóðir dótt- urfyrirtækis Landsbankans í Gu- ernsey, Fortuna-sjóðirnir, hafa nú verið starfræktir í rúmlega hálft ár. Sjóðirnir eru þrír og eru með mis- munandi áhættustig, Fortuna I, II og III. í úttekt Micropal eru þeir í flokki sjóða sem byggja á alþjóð- legri eignaráðstöfun. Þeir sjóðir eru svo flokkaðir eftir áhættu. Fortuna I er í flokki slíkra sjóða með fremur litla áhættu, Fortuna II í flokki sjóða með meðaláhættu og Fortuna III flokkast til áhættumikilla sjóða. Fortuna-sjóðirnir eru svokallaðir sjóðasjóðir sem þýðir að sjóðsstjór- inn fjárfestir fyrst og fremst í öðr- um sérhæfðari verðbréfasjóðum. Þeir eru nú rúmlega 2 milljarðar króna að stærð. Að sögn Sigurðar Atla Jónsson- ar, forstöðumanns eignastýringar Landsbréfa, eru Fortuna-sjóðirnir fyrsta skrefið í stýringu Lands- bréfa á erlendum sjóðum. „Þetta er auðvitað stutt tímabil en eru þó orðnir 6 mánuðir. Við lögðum á það áherslu strax í upp- hafi að fara beint inn í alþjóðlegan samanburð. Gengi sjóðanna er, auk þess að vera birt í Morgunblaðinu, birt í Financial Times og við skráð- um okkur strax í upphafi hjá Micropal sem er óháð matsfyrir- tæki og tekur út svona verðbréfa- sjóði." Mikil áhættudreíflng Um niðurstöður samantektarinn- ar segir Sigurður Atli: „Það er nátt- úrlega mjög mikilvægt fyrir okkur að fá staðfestingu á því að við erum á réttri leið með stýringuna á þess- um sjóðum því að þeir sem fjárfesta hjá okkur verða að vera fullvissir um það að við séum að auka virði I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.