Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 66
66 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ M FÓLK í FRÉTTUM .. Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson SETNINGARATHOFNIN á ólympíuleikvanginum í Stokkhólmi var áhrifamikil. Myndin var tekin þegar Karl Gústaf Svíakonungur ók inn á leikvanginn á gömlum slökkviliðsbíl. islendingar í fyrsta skipti með á Heimsleikum lögreglu- og slökkviliðsmanna TVEIR Islendingar komust á verð- launapall, Gunnlaugur Jónsson í pílukasti og Herbert Eyjólfsson í sjómanni. Farinn að huga að íþrótt til að geta verið með næst þeim. Það tókst með góðum stuðn- ingi ýmissa aðila, meðal annars Landssímans, Besta og fleiri fyrir- tækja.“ Tveir á verðlaunapall Liðlega 60 þjóðir sendu samtals um átta þúsund keppendur í þær 65 íþróttagreinar sem keppt var í. Islensku slökkviliðsmennirnir kepptu í knattspyrnu, frjálsum íþróttum, pílukasti, sjómanni, sundi og lyftingum. „Svona upp og ofan,“ segir Benedikt spurður um árangurinn. Tveir komust á verð- launapall. Gunnlaugur Jónsson úr Slökkviliði Reykjavíkur vann td silfurverðlauna í sínum flokki í pílukasti og Herbert Eyjólfsson frá Brunavörnum Suðurnesja fékk bronsverðlaun í sjómanni í sínum aldursflokki. Knattspymumennirn- ir léku í annarri deild í sex liða riðli á móti slökkviliðsmönnum frá Ka- talóníu á Spáni, Israel, Richmond í Kanada og Tampere í Finnlandi og liði lögreglunnar í Hessen í Þýska- landi. Þeir léku fimm leiki á jafn mörgum dögum á gervigrasvelli, töpuðu fjórum og unnu einn. „Það var of erfitt að spila svona stíft og á gervigrasi, því við vorum ekki með nógu marga skiptimenn. En þrátt fyrir það áttum við möguleika í tveimur til þremur leikjum til við- bótar þeim sem við unnum,“ segir Benedikt. BENEDIKT Jóhannsson, varaslökkviliðsstjóri á Eskifirði, var hrifínn af tækjunum sem sænskir starfsbræður hans hafa yfir að ráða. 98'AloeVera ÉÖLv 5UPER „SETNINGARATHÖFNIN var eftirminnilegust. Hóparnir gengu inn eins og á ólympíuleikum og voru kynntir uppi á stórum palli á miðj- um leikvanginum. Það hafði mikil áhrif á mann þegar ísland var kynnt og áhorfendumir klöppuðu,“ segir Benedikt Jóhannsson, vara- slökkviliðsstjóri á Eskifirði og markmaður í úrvalsliði slökkviliðs- manna í knattspymu, þegar hann lýsir þátttöku í Heimsleikum lög- reglu- og slökkviliðsmanna sem fram fór í Stokkhólmi fyrir skömmu. Tuttugu manna hópur frá Lands- sambandi slökkviliðsmanna tók þátt í leikunum og er það í íyrsta sldpti sem íslendingar eru með. Leikamir em haldnir annað hvert ár og er mótið í Svíþjóð það áttunda í röð- inni. „Það gerði nálægðin," segir Benedikt spurður hvers vegna slökkviliðsmenn hefðu verið með nú. „Heimsleikamir hafa oftast ver- ið í Bandaríkjunum en einnig í Kanada og Ástralíu. Þeir vom nú í fyrsta skipti í Evrópu og þess vegna vildu menn reyna að taka þátt í Auk þátttöku í keppni gafst slökkviliðsmönnunum kostur á að kynna sér starfsemi slökkviliða og slökkviliðsmannaskóla en þeir gistu einmitt í skóla fyrir slökkviliðsmenn Arlanda-flugvallar. „Það var afar athyglisvert að skoða aðstöðuna. Skólinn hafði til dæmis yfir að ráða 7 eða 8 slökkviliðsbílum og öllum hugsanlegum tækjum þótt þeir þurfi aldrei að slökkva eld nema á æfingum." Næst til Indianapolis Næstu Heimsleikar lögreglu- og slökkviliðsmanna verða í Indiana- polis í Indiana í Bandaríkjunum eft- ir tvö ár, síðan í Barcelona á Spáni og loks eftir sex ár í Québec í Kanada. „Ég tel að slökkviliðs- og lögreglumenn ættu endilega að vera með á næstu mótum. Ég er þegar farinn að huga að íþrótt til að geta verið með áfram, þótt ég kæmist ekki með sem markmaður. Annars voru markmennimir í liðunum þama á öllum aldri,“ sagði Benedikt Jóhannsson. MYNDBÖND Sannleik- urinn býr í rappinu Bulworth________ Gamanmynd ★ ★★1A Leikstjóri: Warren Beatty. Aðalhlut- verk: Warren Beatty og Halle Berry. (104 mín.) Bandaríkin. Skífan, júlí 1999. Bönnuð innan 12 ára. Þegar stjórnmálamaður hefur glatað trúnni á lífið, getur hann tekið upp á alls' konar vitleysu, eins og til dæmis að segja sannleikann. Þingmaðurinn Jay Bulworth bregst einmitt við tilvistar- kreppu sinni með því að Ijóstra upp um alls konar óskrifaðar reglur stjórnmálanna, og rappar allt saman í þokkabót. Leikarinn Warren Beatty stendur að mestu leyti á bak við þessa kvikmynd, sem er sérlega beinskeytt og opinská pólitísk ádeila, sett fram í gaman- myndaformi. Það sem gerir myndina svo einstaka er tjáningarformið sem notað er til að koma ádeil- unni á framfæri, þ.e. rappið, sem á uppruna sinn í svartri minni- hlutamenningu. Hrein snilld er þar á ferð og hinar sprenghlægi- legu og baneitruðu rappsendur eru hápunktar myndarinnar. Sögufléttan er reyndar stundum dálítið klaufaleg, en húmorinn bregst aldrei og leikur Beattys er frábær. Bulworth er fyrst og fremst bráðfyndin kvikmynd sem gengur með eindæmum langt í að gagnrýna byggingu og stjórnkerfi bandarísks samfélags. Heiða Jóhannsdóttir Síðasta sort Strokufangarnir (Point Blank)____________ Spcnnumynd Leikstjóri: Matt Earl Beesley. Aðal- hlutverk: Mickey Rourke og Danny Trejo. (90 mín) Bandaríkin. Skífan, júlí 1999. Bönnuð innan 16 ára. BEST mætti lýsa söguþræði þessarar ömurlegu hasarmyndar sem útjaskaðri „Die Hard“-eftir- hermu með sterkum „Con Air“-áhrifum. Lélegheit myndarinnar koma svo sem ekki á óvart, enda verður slæmum hasar- myndum seint takmörk sett. Það sem hins vegar vekur furðu er útgangurinn á Mickey Rourke sem leikur hetju myndarinnar, hinn ólseiga fyrrverandi lögreglu- mann Rudy Ray. Rourke kemur hér fyrir vöðvastæltur mjög að hætti hasarhetja, svo jaðrar við afskræmingu og fær maður á til- finninguna að hormónin hafi ekki verið spöruð, gott ef ekki sílikonið heldur. Það er ljóst að töffarinn úr „Angel Heart" og 9Vz viku má muna sinn fífil fegurri. Með leik sínum í þessari mynd hefur hann svo sannarlega náð botninum. Heiða Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.