Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 72
Er búið að leysa máíið? Er lausnin föst í kerfinu? Þad er dýrt að láta stíirfsfólkið bida'. M®t$MMWmMfo hst^jh fjj&fi /sznj/ MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMl 6691100, SÍMBRÉF6691181 PÓSTHÓLF 3040, NBTFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKVREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 7. AGUST 1999 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK Orca S.A. ekki á - skrá í Lúxemborg Lúxemborg. Morgunblaðið. EKKERT fyrirtæki með nafninu Orca S.A er enn skráð í Lúxem- borg, eftir því sem athuganir blaða- manns Morgunblaðsins í Lúxem- borg gefa til kynna. Félagið virðist nýstofnað og skráning því ekki full- frágengin, en nokkrir dagar eða vikur þurfa að líða áður en gögn um fyrirtæki eru gerð opinber. Samkvæmt upplýsingum frá hlutafélagaskrá í Lúxemborg gætu gögn um skráningu fyrirtækisins Orca S.A. hinsvegar legið fyrir í næstu viku. Pá munu upplýsingar 'iWt^ sti°ra fyrirtækisins og hlutafé gerðar opinberar. Áðurnefndar upplýsingar um skráð fyrirtæki fara til dómstóla í Lúxemborg þar sem þær eru að- gengilegar almenningi. Við leit fundust þar tvö fyrirtæki, annað stofnað undir nafninu Orca SA. árið 1993 en árið 1994 var nafni þess breytt í Groupe International d'administration et de consultation S.A. Hitt fyrirtækið ber nafnið Orca Overseas Holding S.A, stofnað árið 1991. Stjórnarmaður í fyrirtækinu segir íslendinga ekki eiga aðild að Orca Overseas Holding S.A Þagnarskylda ríkjandi Fjármálayfirvöld í Lúxemborg búa yfir öllum upplýsingum um skráð fyrirtæki en þagnarskylda er ríkjandi. Þar koma nöfn hluthafa fram en hjá dómstólunum þar sem almenningur hefur aðgang að upp- lýsingum koma aðeins fram nöfn stjórnarmanna sem oft eru lögfræð- ingar eða aðrir talsmenn hluthafa. Því má gera ráð fyrir að stjórnar- menn í Orca S.A. séu skráðir lög- fræðingar eða aðrir talsmenn fyrir- tækisins í Lúxemborg, að því er heimildir Morgunblaðsins herma. Flaga hf. selur fyrir 200 milljónir króna FLAGA hf. og samstarfsaðili þess, Resmed Corp., hafa undirritað sölu- samning við The Cardio-Pulmonary Continuum (CPC) í Manhasset í New York-fylki í Bandaríkjunum, um sölu á 80 Emblu-svefngreining- arkerfum. Með kerfunum fylgir gagnagrunnur og nettengikerfi til að samhæfa deildir CPC víðsvegar um Bandaríkin. Upphæð samningsins er um 200 milljónir króna og er hann sá stærsti til þessa en næststærsti samningurinn var 12 kerfi. Helgi Kristbjarnarson, forstjóri Flögu, segir að fyrirtækið CPC starfi fyrir mörg af stærstu trygg- ingafélögum Bandaríkjanna og sé mikils metið á sínu sviði. „Fyrirtækið hefur mikið sinnt hjarta- og lungnasjúklingum en er nú að setja af stað geysilegt átak í þjónustu við sjúklinga með kæfisvefnsvandamál," segir Helgi. Hann segist búast við að stórum samningum muni fara fjölgandi í framtíðinni og séu nokkur stór fyrir- tæki að íhuga kaup á svefnrann- sóknakerfum frá Flögu hf. ¦ Sölusamningur/18 -----------? ? ? FBA fær hús Rauð- hamars FJÁRFESTINGARBANKI at- vinnulífsins leysti til sín á nauðung- aruppboði í gær frystihúsið á Tálknafirði, sem var í eigu Rauð- hamars, eins fyrirtækis Rauða hers- ins á Vestfjörðum. Húsið var áður Hraðfrystihús Tálknafjarðar en ekki hefur verið vinnsla í því á þriðja ár og hefur Rauði herinn aðallega notað frysti- klefann, sem mun vera annar stærsti frystiklefi á Vestfjörðum. Að undan- förnu hafa hins vegar staðið yfir end- urbætur á húsinu í því skyni að hefja þar vinnslu að nýju. Kröfur FBA í þrotabú Rauðham- ars námu 35 mflljónum króna. Á nauðungaruppboðinu bauð Guðjón Indriðason, framkvæmdastjóri Þórs- bergs á Tálknafirði, 15 milljónir króna í húsið, en FBA hreppti það á 17 milljónir. ? ?? Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Útreiðar í Tungum STÖLLURNAR Tina Nörby frá Danmörku og Sandra Sieber frá Sviss voru í útreiðartúr í Hauka- dal í Biskupstungum á vegum ís- hesta og leituðu hófanna í Beiná til að kæla fætur reiðskjótanna. Þúsundir útlendinga koma til ís- lands til þess að fara á hestbak og ekki dregur blfðviðrið úr þeim ásetningi. Burðarás eykur hlut sinn í Sfldar- imm vinnslunni BURÐARÁS, eignarhaldsfélag Eimskipafélags íslands, hefur keypt hlutabréf í Sfldarvinnslunni hf. í Neskaupstað að nafnvirði 57 milljónir króna, en um er að ræða 6,4% hlut í Sfldarvinnslunni. Að sögn Friðriks Jóhannssonar, fram- kvæmdastjóra Burðaráss, er kaup- verð bréfanna 245 milljónir króna. Burðarás átti fyrir 17,5% hlut í Síldarvinnslunni og er hlutur fé- ;.^^gsins nú 23,9%. Friðrik sagði að- •^^>urður að kaupin væru gerð vegna þess að Burðarás hefði mikla trú á Sfldarvinnslunni, en þau stæðu í engu sambandi við þau átök sem nú standa yfir um yfirráð yfir útgerðarfélaginu Skagstrendingi, sem hófust í kjöl- far kaupa Samherja hf. á rúmlega • ¦^2% hlut Síldarvinnslunnar í fyrir- tækinu. Davíð Oddsson forsætisráðherra telur lagabreytingar koma til greina til að tryggja dreifða eignaraðild að fjármálakerfínu hér á landi Hefur áhrif á hugmyndir um sölu á öðrum bönkum DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, telur að til greina komi að gera breytingar á lögum til þess að tryggja dreifða eignaraðild að fjár- málakerfinu hér á landi. Jafnframt segir hann að það sem virðist vera að gerast varðandi Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hljóti að hafa áhrif á framtíðarhugmynd ríkisstjórnarinn- ar varðandi sölu á öðrum bönkum. Þetta kom fram í fréttum Ríkis- sjónvarpsins og Stöðvar 2 í gær- kvöldi. „Það má vel vera að staðan sé sú að sú aðferð okkar að reyna að koma út með dreifðum hætti haldi ekki til lengdar og þá þarf kannski að kanna hvort aðrar lagaforsendur þurfi að vera fyrir hendi sem tryggi hreinlega að eignaraðild að fjármála- kerfinu í þessu landi sé dreifð. ís- lenska þjóðrfkið er þannig vaxið að það er ekki hollt fyrir það að vera í höndunum á mjög fáum aðilum," sagði Davíð meðal annars í fréttum Ríkissjónvarpsins. I fréttum Stöðvar 2 sagði Davíð að hugsunin væri sú að ef einhverjir eignaraðilar væru mjög stórir í slík- um kerfum eins og bönkunum væri hætt við því að þeir tækju ákvarðan- ir sem þjónuðu ekki endilega alltaf bankanum heldur jafnvel hagsmun- um hins stóra sem skaðaði þá hags- muni hins litla sem eiganda í bank- anum. Davíð benti ennfremur á að það væru í gildi lög hvað varðaði þak á eignaraðild á kvóta og það væri hugsanlegt að hafa þak í þessum efn- um líka. Hann sagðist þegar hafa rætt það innan ríkisstjórnarinnar að það sem virtist vera að gerast hérna hlyti að hafa áhrif á framtíðarhug- mynd ríkisstjórnarinnar varðandi sölu á öðrum bönkum. Fara sér hægar fyrir vikið Hvað varðaði sölu á hlut ríkisins í FBA sagði Davíð: „Heimildin er fyr- ir hendi að selja. Það hefur ekki ver- ið tekin ákvörðun um að sejja, endanleg ákvörðun, og þá ekki held- ur um fyrirkomulagið. Auðvitað munu menn hafa hliðsjón af þessum atburðum þegar menn ákveða það fyrirkomulag," sagði Davíð. í fréttum Ríkissjónvarpsins sagði Davíð einnig að FBA virtist vera miklu meira virði samkvæmt þessum tölum en þegar þeir sem vildu kaupa bankann fyrst hefðu boðist til að greiða fyrir hann átta milljarða króna, en þá hefði verið sagt að það væri hærri upphæð heldur en menn gætu vænst að fá fyrir bankann. Auðvitað muni þetta hafa áhrif þegar einkavæðing Búnaðarbanka og Landsbanka fari fram, sem stefnt hafi verið að. „Menn munu fara sér hægar fyrir vikið og huga mjög vel að öllum skrefum," sagði forsætis- ráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.