Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 35 LISTIR Ungverskur organisti í Hallgrímskirkju UNGVERSKI organistinn Sza- bolcs Szamosi leikur á orgel í Hall- grímskirkju á tónleikum Kirkju- listahátíðar á morgun, sunnudag, kl. 20.30. A efnisskrá er annars vegar ungversk tónlist og hins vegar þekkt verk úr orgelbók- menntunum. Fyrst á efnisskránni er verkið Canticum Carmeli eftir ungverska tónskáldið og organistann István Koloss. Hann er prófessor við tón- listarháskólann í Búdapest og eitt stærsta nafnið í tónlistarlífi Ung- verja í dag. Szamosi leikur líka Chorese Hungaricae, upphaflega eftir óþekktan höfund á 17. öld en Koloss útsetti það fyrir orgel. Þá leikur Szamosi Konsert í a- moll BWV 593 sem Antonio Vi- valdi skrifaði upphaflega fyrir strengi en Bach umritaði fyrir org- el. Síðast á efnisskránni eru verk frá rómantíska tímabilinu. Annars vegar Prelúdía og fúga yfir stefið B-A-C-H eftir Franz Liszt og Þrír kaflar úr 5. orgelsinfóníu Charles- Marie Widors. Szabolcs Szamosi fæddist í Pécs í Ungverjalandi árið 1970. Árið 1993 lauk hann BA-prófi í tónlist, stærðfræði og kennslu- fræðum frá Janus Pannonius-há- skólanum í Pécs. Kirkjutónlistar- nám stundaði hann í Búdapest og orgelnám hjá organistanum og tónskáldinu István Koloss. Þá er hann að ljúka framhaldsnámi við tónlistarháskólann í Graz. Árið 1994 var hann ráðinn dómorganisti í Pécs og kórstjóri þar. Síðan þá hefur hann m.a. skipulagt orgeltónleikaröð í dóm- kirkjunni. Szabolcs Szamosi hefur komið fram á orgeltónleikum víða um Mið-Evrópu auk þess sem leikur hans hefur verið gefinn út á geislaplötum. Borgarleikhúsið Tólf þúsund hafa séð Litlu hryll- ingsbúðina SÖNGLEIKURINN Litla hryll- ingsbúðin sem frumsýndur var í Borgarleikhúsinu í byrjun júní hef- ur notið mikilla vinsælda í sumar að sögn Jóhannesar Skúlasonar kynningarfulltrúa Leikfélags Reykjavíkur. Nú þegar hafa nær tólf þúsund manns séð sýninguna á 23 sýningum og verður sýningum fram haldið í ágúst og fram á haustið eftir því sem aðsókn gefur tilefni til. „Nú þegar eru auglýstar sýning- ar í ágúst að seljast upp og líklega verður bætt við aukasýningum til að mæta eftirspurninni áður en leikárið hefst í byrjun september og önnur verkefni bætast við," seg- ir kynningarfulltrúi Leikfélagsins. Leikstjóri Litlu hryllingsbúðarinn- ar er Kenn Oldfield, tónlistarstjóri er Jón Olafsson og leikendur eru Þórunn Lárusdóttir, Valur Freyr Einarsson, Stefán Karl Stefánsson, Eggert Þorleifsson, Selma Björns- dóttir, Bubbi Morthens, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Hera Björk Þórhallsdóttir og Regína ósk Óskarsdóttir. ----------?-?-?-------- Titanic-sýning- unni að ljúka SÝNINGU um þekktasta skip allra tíma, Titanic, í húsnæði Hafnar- fjarðarleikhússins, lýkur nú á sunnudag. Sýningin er opin alla daga frá 10- 22 og er gengið inn frá Norður- bakkanum, gegnt stóru flotkvínni. Gyðjan og bökmangarinn KYIKMTODIR Háskólabíó, Laugar- ásbfó, Nýja bíó Aknr- eyrí. IVýja bfó, Kefla- vfk. NOTTING HILL ick% Leikstjdri Roger Michell. Handrits- höfundur Richard Curtis. Kvik- myiidatökustjóri Michael Coulter. Tónskáld Trevor Jones. Aðalleikend- ur Hugh Grant, Julia Roberts, Ric- hard McCabe, Rhys Ifans, James Dreyfus, Dylan Moran, Alec Baldwin. 120 mín. Bresk/Bandarísk. Polygram, 1999. ÖSKUBUSKA er á stjái í London. Nánar tiltekið í líki reisubókasalans og meðaljónins Williams Thatcher (Hugh Grant), í rómantísku gaman- myndinni Notting Hill. Thatcher rekur bóksölu sína í þessu ágæta hverfi, sem er í svipaðri órafjarlægð frá Beverly Hills og Anna Scott (Julia Roberts), frægasta kvik- myndaleikkona veraldar, frá bók- mangaranum. Hann dregur fram lífið í sinni fábrotnu veröld, í basli með að eiga fyrir kaffisopa. Engu að síður birtist hofróða hvíta tjalds- ins einn veðurdag inní búðarholu Thatchers, ein tilviJjunin rekur aðra uns skötuhjúin ólíku verða ástfang- in. Aður en þau ná endanlega saman verða vitaskuld nokkrir árekstrar uns allt fellur í ljúfa löð. Allt er þetta léttvægt fundið og óforbetranlega fyrirsjáanlegt, en ekki alls varnað. Notting Hill virkar þó best á öðrum forsendum en til er ætlast. Gamanið er einkum fólgið í hegðun og hlutskipti aukapersón- anna, sem er fyndinn og frumlegur hópur. Með guðsvolaðan Walesbúa í fararbroddi, meðleigjanda bóksal- ans. Hann á bestu línurnar og leik- arinn óborganlegur. Systir Thatchers er einnig nýstárleg per- sóna og aðrir í vinahópnum hafa yf- ir sér virkilega ósvikinn blæ. Saga aðalpersónanna verður hinsvegar yfírmáta velluleg, endirinn ódýr, samleikur Grants og Roberts ótrú- verðugur og líflaus. Roberts er meginvandamálið. Hún hefur sætt bros, lengra nær útgeislunin ekki. Grant er þó alltént geðugur leikari, þótt það dugi ekki til að gera sam- band þeirra áhugavert. Myndir af þessu sauðahúsi eru í rauninni Grimmsævintýri fyrir full- orðna og eiga ekki að vera trúverð- ug frekar en önnur slík. Þau þurfa hinvegar að halda áhuga manns vakandi líkt og önnur afþreying og því miður heldur Notting Hill dampinum misvel. Á bestu sprett- ina meðal litríks almúgans í London en missir flugið þegar athyglin beinist að kvikmyndagyðjunni. Þar er handritshöfundurinn, Richard Curtis, (Fjögur brúðkaup ogjarðar- för), í lausu lofti. Notting Hill er greinilega hans heimavöllur. Engu að síður er myndin dágóð geðbót og skilur við mann ágætlega afslappað- an, takk fyrir kærlega. Eða var það fallega, sunnlenska ágústveðrið? Sæbjörn Valdimarsson Njrjar bækur • INNANVIÐ gluggann er Ijóðabók eftir Andrés Guðnason. I fréttatilkynningu segir að í bókinni sé ýmislegt sem eftir lá, þegar ljóðabókin Hugarflug kom út árið 1995. Ennfremur eru í bókinni nýrri ljóð og vísur, sem höfundur gat ekki stillt sig um að setja á blað við ýmis tækifæri. Einnig hestavísur, tækifæriskveðskapur og kunningjaminni. Ennfremur er komin út bókin Blaðagreinar frá liðnum árum eftir Andrés. Bókin hefur að geyma flestar þær greinar sem hann hefur skrifað í blöð á liðnum 36 árum. Kennir þar margra grasa, en flestar greinarnar varpa ljósi á þá umræðu, sem varígangií þjóðfélaginu á hverjum tíma. Einnig eru nokkrar fræðUegar greinar. Hægt er að sjá hvenær greinarar voru birtar. Andrés Guðnason hefur gefíð út nokkar bækur á síðustu árum. Höfundur gefur út. Ljóðabókin er 92 bls. og Blaðagreinarnar eru 138 bls. Barnavagnar Rauðarárstíg 16, sími 561 0120. LISTAMENNIRNIR Eduardo Santiere og Faith Copeland fyrir utan Straum. Norrænt Listasafni í LISTASAFNI Árnesinga verður opnuð sýninga á verk- um þriggja erlendra lista- manna í dag, laugardag, kl. 14. Eduardo Santiere er fædd- ur í Buenos Aires, en dvelur nú í Listamiðstöðinni í Straumi. í fréttatilkynningu segir að landabréf heilli Edu- ardo, sem sér ísland eins og skapnað, sem iðar og hreyfist í sjónum. Hann teiknar með fínlegum blýantsdráttum ofan í kort af íslandi. I grunninn ríður hann net af línum, sem hann segir vera kraftlínur jarðarinnar. Elisabet Jarst0 mun sýna myndbandsverk sitt „Vendetta" eða blóðhefnd, sem byggt er á íslensku landslagi. Hún er fædd í Stafangri og kom fyrst til íslands 1985 og nam við MHÍ. Aftur kom hún 1988 ásamt norsk- um og þýskum listamönnum og dvaldist tvo mánuði í Landmanna- laugum og Þórsmörk og síðan á Korpúlfsstöðum. Afraksturinn af ferðinni var sýndur í Norræna húsinu og kallaðist Þrenna I. Verk Faith Copeland eru undir áhrifum frá fegurðinni sem hún sér í náttúrunni. Myndirnar ein- kennast bæði af lífsgleði og glað- legum litum, auk áhrifa af lands- landslag í Arnesinga ELISABET Jarste með myndbandsverk sitt. lagi frá norðlægum slóðum, eink- um Færeyjum og íslandi. Hún málar fugla, oft lunda, eða mótíf af dönskum þorpum og strandlengj- um. Faith hefur sýnt víða í Dan- mörku, Færeyjum og Bandaríkj- unum. Listasafnið er opið fimmtu- daga-sunnudaga kl. 14-17. Sýn- ingunni lýkur sunnudaginn 22. ágúst Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi Mikilvæg tilkynning um öryggi Action Man Bungee Jump Extreme teygjustökksbeisli Stöðugt öryggiseftirlit okkar hefur leitt 1 Ijós aö nauðsynlegt er að skipta um krók á Action man Bungee Jump teygjustökksbeislinu. Hasbro hefur komist að þeirri niðurstöðu að ef gripkrókurinn er ekki notaður samkvæmt þvi sem mælt er fyrir getur hann losnað, skroppið til baka og slegist f notandann. ( varúðarskyni hefur Hasbro ákveðið að innkalla öll Action Man Bungee Jump Extreme teygjustökksbeisli ef þau eru búin gripkrók (sjá myndina hér fyrir ofan). Notendur, sem hafa (fórum slnum Action Man Bungee Jump gfnu, ættu að hætta að nota beislið og gripkrókinn, fjarlægja og senda hvort tveggja - en ekki gfnuna) til Hasbro BV, Nomdenweg 2, 9561 Ter-apel, Holland. Burðargjald verður endurgreitt. Við sendum sfðan nyjan búnað í staðinn. Notendur geta hringt til neytendaþjónustu Hasbros f eftirtalin númer: +45 43 270101 og fengið frekari upplysingar. Vinsamlegast athugið að þessi innköllun miðast a eins við Action Man Bungee Jump Extreme teygjustökksbeislið með gripkrók. Málið snertir ekki aðrar Action Man vörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.