Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 51 MINNINGAR l I I i 4 MARIA SVEINSDÓTTIR + María Sveins- dóttir fæddist í Dæli í Sæmundar- hlíð, Skagafirði, 18. apríl 1916. Hún andaðist á Sjúkra- húsi Sauðárkróks 1. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Ön- undardóttir, f. 8. desember 1891 á Tindum á Ásum, Austur-Húnavatns- sýslu, d. 2. desem- ber 1981, og Sveinn Hannesson, f. 3. apríl 1889 í Móbergsseli á Lax- árdal, Austur-Húnavatnssýslu, d.2.júh'1945. Systkini Maríu eru Þórarinn Sveinsson, f. 21. september 1918, kvæntur Halldóru Páls- dóttur, f. 11. maí 1923. Börn þeirra eru: Sigur- björg Erla, f. 20. júlí 1946, María Sigríður, f. 15.8. 1952, og Þór- arinn Jón, f. 8. des- ember 1958. Sam- feðra eru: Auðunn Bragi Sveinsson, f. 26. desember 1923, og Þóra Kristín Sveinsdóttir, f. 24. febrúar 1926, d. 27. maí 1997. Fóstursystir: Ólöf Ragnheiður Sðlva- dóttir, f. 20. desem- ber 1910, d. 7. sept- ember 1980, gift Andrési Péturs- syni, f. 31. ágúst 1911. Börn þeirra eru: Margrét Björk, f. 19. apríl 1943, og Pétur Önundur, f. lO.janúar 1952. María var ógift og barnlaus og hélt alla tíð heimili með móðiir Þegar undirbúningur verslunar- mannahelgarinnar stóð sem hæst á föstudaginn var hringdi síminn og á línunni var pabbi. Hann sagði að Margrét væri stödd hjá sér með þær fréttir að þú hefðir verið flutt mikið veik á sjúkrahúsið. Ebba vin- kona þín hefði litið til þín um há- degi vegna þess að þú hefðir ekki svarað í símann. Ég hringdi strax í lækninn fyrir norðan og spurði hversu alvarlegt þetta væri og fékk það var að um heilablæðingu væri að ræða. Ég ákvað að fara strax norður. Kristínu dóttur minni var sama því að það kæmi önnur versl- unarmannahelgi eftir þessa. Þó að þú byggir ein í 19 ár, fjarri öllu skyldfólki en þó í góðra vina hópi, hefur hugsunin til þess- arar stundar oft angrað mig, að ég gæti ekki verið hjá þér síðustu stundir lífs þíns, en mér og Mar- gréti hlotnaðist það og er ég alsæl yfir því. Þú varst alltaf að koma okkur á óvart á öllum sviðum. Kristín dótt- ir mín var varla komin inn í stofu hjá þér þegar hún sá nýjar ný- tísku gardínur sem ekki voru þar fyrir sex vikum þegar við Ingileif- ur og Kristín heimsóttum þig. Svona varstu alltaf að lagfæra og gera fínt hjá þér. Þú varst frábær persóna, mjög gefandi, hjálpsöm og máttir ekkert aumt sjá, alltaf boðin og búin að hjálpa öllum. Þú varst mikill fagurkeri, hafðir mjög gaman af fallegum hlutum og alltaf var allt svo hreint í kringum þig að þegar ég var lítil í heimsókn hjá þér fannst mér ég alltaf óhreinka fínu stytturnar þínar þegar ég kom við þær. Réttlætis- kennd þín var djúp og þú þoldir ekki misrétti. María mín, þú hefur alltaf verið mér svo góð og stutt mig með ráðum og dáð eins og besta móðir. Þínar mestu ánægjustundir voru við lestur góðra bóka, enda mjög víðlesin og fróð um íslenskar bókmenntir, skáldskap og sögu lands og þjóðar. Einnig hafðir þú mjög gaman af að ferðast um landið í langa eða stutta túra. Þú varst búin að biðja dætur mínar um að finna upp bfl sem væri þannig gerður að hægt væri að stjórna með því að ýta á takka og þá færi hann þangað sem ferðinni væri heitið. Heilsa þín var alltaf mjög góð þar til áfallið kom. Þú fórst allar þínar leiðir fótgangandi og þurftir að bera alla þína aðdrætti upp á þriðju hæð. Þetta hefðu ekki allir getað og vera komnir yfir áttrætt. Þegar þú komst suður á áttræð- isafmælinu vildir þú enga veislu eða fyrirhöfn frekar en vant var og var því lofað. Þegar við náðum í þig sögðu stelpurnar að við fengj- um okkur bara pylsur á Pyslu- sinni þar til hún andaðist í hárri elli árið 1981. María stundaði nám í barna- skóla og veturinn 1936-1937 var hún á Kvennaskólanum á Blönduósi. Hún ólst upp í Dæli hjá mdður sinni, ömmu og afa, ásamt Þórarni og Ólöfu. Afi hennar, Onundur Jónasson, lést 25. desember 1928. Vorið 1934 bregður ekkja hans, Elísabet Margrét Daðvíðsdóttir, búi. Fjölskyldan settist að á Sauð- árkróki og vann María þar við hin ýmsu störf, m.a. starfaði hún í mörg ár í eldhúsi sjúkra- húss Sauðárkróks og síðast sem aðstoðar matráðskona. María var mjög bókhneigð og hafði yndi af lestri góðra bðka og veitti það henni því ómælda ánægju að starfa við bókasafn staðarins, þar sem hún sá um útlán á bókum nokkur kvöld í viku um margra ára bil. Utför Maríu fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarð- sett verður í Fossvogskirkju- garði. + vagninum og var það gert til þess að ná þér út. Þú hafðir orð á því hvaða gótur væru eknar en þegar komið var að Grandhóteli var þér sagt að við ætluðum aðeins að skoða það. Þegar inn var komið tók á móti þér stór hópur ættingja og vina og er þetta í eina skiptið sem ég sá þig orðlausa. Þarna átt- um við saman yndislega stund. Ég gæti skrifað miklu meira um það sem við upplifðum saman en það geymi ég fyrir mig í hjarta mínu. Ég vil tilfæra hér tvö erindi úr sálmi Valdimars Briem: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú f friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Elsku María, ég veit að amma og Ólöf taka á móti þér með útbreidd- an faðminn. Við þökkum allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Þín frænka, María, Ingileifur, Halldóra Inga og Kristín. HANS P. LINDBERG ANDRÉSSON + IIans P. Lind- berg Andrés- son, skipasmíða- meistari, fæddist í Trongisvági í Færeyjum 5. ágúst 1920. Hann lést 18. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðar- kirkju27.júlí. Hinn 5. ágúst hefðir þú, pabbi minn, orðið 79 ára gamall. Við í Danmörku horfðum til þess með mikilli gleði að þú kæmir í áætlaða heimsókn þann 8. júlí, svo við gæt- um haldið upp á daginn í dag með þér. Þú hafðir keypt flugmiða til Danmerkur og ætlaðir þér að vera í mánuð hjá okkur. Þú og mamma og Valgerður systir. Þú ætlaðir að vera í brúðkaupi Maríu, barna- barns þíns, þú ætlaðir að hitta Thorbjörn bróður þinn, sem var kominn til Danmerkur frá Ameríku og hafði framlengt heimsókn sinni þegar hann heyrði að þú kæmir líka. Og þú ætlaðir að halda upp á 80 ára afmæli mömmu og 79 ára af- mæli þitt. Og ég held bara að í þetta skipti hafi enginn hlakkað eins mikið til og þú. En þannig gekk þetta ekki. Það kom í ljós að þú varst alvar- lega veikur, þótt ekki væri hægt að sjá það á þér, en þetta lagðist mjög þungt í þig sálar- lega, og ég held að þú hafir vitað hvernig komið var og að enda- lokin væru að nálgast. í dag finn ég að mjög stór og mikilvægur hluti í lífi mínu er horfinn og kemur aldrei aftur, og er þetta nokkuð sem erfitt er að sætta sig við, en það verður sjálfsagt auðveldara þegar fram líða stundir. í miðri sorginni er gleðin yfir öll- um þeim góðu minningum sem ég á frá tíma okkar saman, þótt sam- verustundirnar hafi verið allt of fá- ar síðastliðin 19 ár, þar sem ég hef buið í Danmörku. Þegar ég hugsa til baka og minn- ist liðinna ára, eru margar ánægju- stundir sem koma upp í huga minn; þegar við sátum við taflið (þú vannst svo að segja alltaf), þegar við sátum fram á nótt og nutum þess að borða færeyskan mat og spjölluðum um allt milli himins og jarðar, eða veiðitúrarnir sem urðu allt of fáir. En það sem skýrast stendur er það veganesti sem þú og hún mamma mín gáfuð mér og alltaf hafið gefið mér, en það er að aldrei nokkurn tímann hef ég verið í vafa um kær- leik ykkar til mín og trú ykkar á mig. Þessi vissa hefur verið mikill stuðningur á erfiðum stundum og fyllt mig styrk þegar á þurfti að halda, og mun gera það alla þá tíð sem ég get hugsað til þín, þótt sjálf- ur sért þú kominn á betri stað. Þó að veikindi þín kæmu skjótt og stæðu stutt, þá náði ég heim til þin og við náðum að eiga nokkra daga saman á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði áður en þú lést hinn 18. júlí, með fjölskylduna þér við hlið. Eg þakka þér innilega fyrir allt, elsku pabbi minn, og ég veit að við eigum eftir að hittast aftur. Þinn Erling Lindberg. Til afa okkar, Hans Lindberg. Við munum alltaf elska þig, og sakna þín, elsku afi. Hinsta kveðja frá barnabörnum þínum í Danmörku. Anne Carina, Erla María, Tom Daníel, Hans Óttar, Davíð Þór, Linda Rún og Ditte. Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, sonur og bróðir, JÖRUNDUR FINNBOGI GUÐJÓNSSON frá Kjörvogi, lést að slysförum í Kaupmannahöfn miðviku- daginn 4. ágúst. Rannúa Leonsdóttir, Ragnheiður Jörundsdóttir, Gunnrid, Ellev, Leóna, Guðmunda Þorbjðrg Jónsdóttir og systkini hins látna. t JÓN SVEINSSON, áÉL Þverholti 30, i. áður Skipholti 47, lést á Landspítalanum að morgni fimmtu- ^QonGr -% dagsins 5. ágúst. jr j^ Anna G. Helgadóttir, Hulda Jónsdóttir, Svavar Svavarsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdafaðir og afi, VIGNIR GARÐARSSON, Heiðarbraut 4, Sandgerði, sem lést sunnudaginn 1. ágúst, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd. Guðbjörg Hlíf Pálsdóttir, Hulda I. Pálsdóttír, Garðar Páll Vignisson, íris Ólafsdóttir, Ingibjörg Ósk Vignisdottir, Jón Reynir Sigurðsson, Ólafur Haukur Vignisson, Ragnheiður Björnsdóttir, Ágústa Hrðnn Vignisdóttir, Árni Kolbeins, Vigdís Hulda Vignisdóttir, Erlendur Einarsson, Vignir Hrannar Vignisson. + Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, VILHELM KARL JENSEN prentarí, Vallargerði 2d, Akureyri, er látinn. Útförin hefur farið fram [ kyrrþey að ósk hins látna. Jakobína Gunnarsdóttir, Þórey Marta Vilhelmsdóttir, ívar Sigurharðarson, Edda Kristrún Vílhelmsdóttir, Ólafur Jónsson, Elva Rún, Vilhelm Ernir, Gunnar Orri og Pétur Þorri. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ESTER ÁSGEIRSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðju- daginn 10. ágúst kl. 14.00. Svanhildur, Halldór, Anna, Stefanía og fjölskyldur. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun- um sjálfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.