Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 37
+ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 37 i á verði gur in? Ingarsvæðis þekkist st samkeppnin kannski nsínverði? ívar Páll rsmenn félaganna annarra. tgur að Statoil í um. Það finnst mér ekki trúverðugt. - Mér finnst heldur ekki trúverðugt að i formaður stjórnar sjóðsins skuli vera í forstjóri Samkeppnisstofnunar, annar . stjórnarmaður skuli vera frá Við- 1 skiptaráðuneytinu og að þriðja at- , kvæðinu skuli vera skipt á milli full- i trúa olíufélaganna þriggja," segir i hann. í Kristinn segist vera þeirrar skoðunar * að Flutningsjöfnunarsjóðurinn sé tímaskekkja, enda hafi lögin um hann i verið sett í seinni heimsstyrjöldinni. 5 „Þá voru engin Hvalfjarðagöng, 1 Olafsfjarðarmúlagöng eða sléttur - vegur um Suðurland. Þetta er bara allt saman breytt, auk þess sem inn- i leitt hefur verið frelsi í viðskiptum Ef r, menn neita að horfast í augu við það r láta þeir skynsemina ekki ráða," segir i Kristinn. „Við vitum að Skeljungur hefur ¦ borið skarðan hlut frá borði og borg- að inn í sjóðinn, þ.e. innborganir okk- ar hafa verið hærri en það sem við höfum fengið greitt úr sjóðnum. Neytandinn á suðvesturhorninu greiðir niður bensín fyrir neytandann 1 úti á landi og Skeljungur er að greiða 5 niður verðið hjá Esso úti á landi, en i Esso hefur verið umsvifamest í sölu á ) landsbyggðinni. Til dæmis borguðum 5 við í kringum 24 milljónir inn í sjóðinn - í fyrra," segir Kristinn Björnsson. Sundurliðun á verði 95 okt bensíns útsöluverð 1. ágúst 1999 = 82,40 kr./ltr. 10/ Flutnings- jöfnun Heimild: Skeljungur Heimsmarkaðsverð á olíu 1998 - 1999 dollarar/tonn 200,61 Bensín, 95 okt. Flugvéla- bensín ^^Gasolía 1998 Svartolía 1999 fjl-----1-----1-----1-----1-----1-----1-----1—T*-----1----1-----1-----1-----1-----1-----1-----1-----1-----1-----1—------------- JFMAMJJÁSONDJFMAMJJÁSO GEIR Magnússon, framkvæmda- stjóri Olíufélagsins hf Esso, segir fé- lagið hafa verið leiðandi í verðlagn- ingu á bensíni til neytenda. „Hinir hafa ekki treyst sér til að selja við lægra verð en við. Það er ekki þar með sagt að ekki bjóðist mismunandi verð á milli einstakra bensínstöðva þó að dæluverðið sé það sama. Verð- mismunurinn kemur einkum fram í mismunandi háum sjálfsafgreiðsluaf- slætti á höfuðborgarsvæðinu. Hjá 01- íufélaginu er hann frá tveimur til fjórum krónum á lítra Þá fá Safn- kortshafar Esso áttatíu aura afslátt á eldsneyti á bensínstöðvum hvar sem er á landinu," segir Geir. Frá því að innflutningur og verð- lagning á olíuvörum voru gefin frjáls árið 1992, hefur Olíufélagið hf. gert árssamninga við norsk olíufélög um kaup á eldsneyti. „Innkaupsverðið miðast við meðalheimsmarkaðsverð þess mánaðar sem farmurinn er lestaður í Noregi. Þessi regla er al- gengust í olíuviðskiptum" segir Geir. „Ef skip lestar 1. júní, vitum við ekki fyrr en í lok júní hvað farmurinn kostar," segir hann, „þess vegna leið- réttum við oftast verð einu sinni í mánuði, um mánaðarmót. Vegna fjar- lægðar frá birgja og þéttu dreifingar- kerfi um landið liggjum við oftast með minnst tveggja mánaða birgðir í landinu. Við miðum verðútreikninga Hvaðan kaupa olíufélögin eldsneyti? OLÍUDREIFING hf., dreifing- arfyrirtæki Olíufélagsins Esso og Olíuverslunar íslands, er ekki innkaupaaðili í sjálfu sér, en inn- kaup Olís og Esso fylgjast nokkurn veginn að. Félögin kaupa allt eldsneyti, nema svartolíu og flugvélabensín, frá Statoil í Noregi. Esso kaupir þó ekki flugvélabensín. Skeljungur kýs hins vegar að hafa sveigjanleika í innkaupum á eldsneyti og er aðeins með fasta samninga á hluta innkaupa, en kaupir að öðru leyti hvern farm fyrir sig. Þó er það þannig að Skeljungur kaupir allt bensín frá Statoil. Samanlagt kaupir Skelj- ungur u.þ.b. þriðjung af eldsneyti sínu frá Statoil. Meginviðskipta- lönd félagsins eru Noregur, Rússland og Eystrasaltsríkin. Allir flutningar fyrir Olíudreif- ingu hf. fara fram CIF (Cost, Insurance, Freight), sem þýðir að Statoil borgar flutningskostn- að, sem aftur birtist í verði. Hjá Skeljungi er fyrirkomulagið oft hið sama, en í öðrum tilfellum leitar félagið eftir skipum í gegn- um skipamiðlara, FOB (Free On Board), og borgar flutnings- kostnað sjálft. Skeljungur flytur flestar olíu- vörur, t.a.m. gasolíu, flugsteinaol- íu og bensín, inn mánaðarlega. Svartolía er flutt inn með lengra millibili, u.þ.b. 5-6 farmar á ári. Olíudreifing fær skip til landsins á u.þ.b. þriggja vikna fresti, en svartolíu og flugvélabensín flytur félagið inn mun sjaldnar. Esso hefur verið leiðandi á markaðinum okkar við kostnaðarverð birgða um hver mánaðarmót. Þannig eru hreyf- ingar á innlendum markaði hægari en erlendis þar sem útsöluverðið mið- ast við heimsmarkaðsverð hverju sinni," segir hann. Fjölmiðlar þegja þegar hækkanir skila sér ekki Geir segir að gróft áætlað fari 70% af bensínverði til neytenda til hins opinbera, 15% séu innflutningsverð og 15% séu framlegð upp í dreifing- arkostnaður, rýrnun, höndlun og annan rekstrarkostnað. „Bensínverð okkar 1. janúar var 70,20 krónur. Nú er það 82,40 og nemur hækkunin því rúmum 17% á árinu. Inni í hækkun- inni er 1,35 króna hækkun á bensín- gjaldi, þannig að hækkun á útsölu- verði nemur í raun 15,5%. Meðal- heimsmarkaðsverð í júlí nam 200 dollurum, en í desember nam það 111 dollurum. Innkaupsverð hefur því hækkað um 80%," segir Geir. „Það vakti mikla athygli fjölmiðla í fyrra þegar heimsmarkaðsverðið lækkaði verulega að lækkanir olíufélaganna voru hlutfallslega verulega lægri en hlutfallsleg lækkun heimsmarkaðs- verðs ásama tímabili. Nú er raunin öfug, og enginn fjölmiðill fjallar um það. Staðreyndin er sú að í verðupp- byggingu á bensíni hreyfast kostnað- arliðir eins og bensíngjald, flutnings- jöfnun og innlendur dreifingarkostn- aður, ekki í samræmi við breytingar á heimsmarkaðsverði og þar með inn- kaupsverði. Þar af leiðandi breytist útsöluverð á bensíni hlutfallslega ekki eins mikið og hlutfallsleg breyt- ing á heimsmarkaðsverði hvort sem breytingin er til hækkunar eða lækk- unar," segir Geir. Að sögn Geirs gerir fyrrnefnt mynstur í innflutningi ólíklegt að mikill munur sé á innkaupsverði ein- stakra olíufélaga. „Öll þrjú félögin kaupa bensín frá Statoil í Noregi. Eftir að Olís og Esso stofnuðu Oh'u- dreifingu hf. flytja félögin sameigin- lega inn með sömu skipum á 20 daga fresti." segir Geir. Að sögn Geirs hefur stofnun Olíu- dreifingar hf., dreifingarfyrirtækis Olís og Esso, haft umtalsverð áhrif til lækkunar kostnaðar. „Þessi hagræð- ing hefur líka haft þau áhrif að svokölluð flutningsjöfnun hefur lækk- að," segir Geir og bætir við að tilvist flutningsjöfnunarsjóðs hafi ekki minnkað hvata- til hagræðingar í dreifingarmálum á landsbyggðinni. „Stofnun Olíudreifingar er skýrasta dæmið um það," segir hann. Engin mismunun Geir segir að eðli málsins sam- kvæmt sé dýrt að flytja lítið magn til fárra viðskiptavina. Hann vill ekki meina að álagning flutningsjöfnunar- gjalds mismuni fyrirtækjum, en Skeljungur hefur kvartað undan því að greiða nettó í sjóðinn, á meðan Es- so fái nettó greitt úr honum, þ.e. inn- borganir frá sjóðnum séu hærri en út- borganir til hans. „Þetta er sambæri- legt við innheimtu virðisaukaskatts. Okkur ber að leggja ákveðna aura á hvern lítra seldan, og það er endanot- andi sem borgar. Sá sem borgar bensín í Reykjavík verður að borga þessa 80-90 aura á lítra, til þess að endanotandinn úti á landi borgi sama verð fyrir lítrann," segir Geir. Geir segist vera þeirrar skoðunar • að það vanti töluvert upp á að flutn- ingsjöfnunarsjóður greiði allan flutn- ingskostnað sem lög kveða á um. „En ef flutningsjöfnun væri lögð af, mynd- um við verðleggja bensín eftir því hvað kostar að flytja eldsneytið á hvern stað. Það tíðkast um alla Evr- ópu, annars staðar en hér og í Nor- egi," segir Geir. Verðsamkeppni óvíða meiri en hér AÐ MATI Einars Benediktssonar, forstjóra Olíuverslunar Islands, er verðsamkeppni á bensínmarkaði hér- lendis mjög mikil, einkum í formi mismunandi verðs eftir þjónustustig- um. „Bensín og dísilolía eru einsleitar vörur og viðskiptin færast mjög hratt eftir verði, miðað við sama þjónustu- stig. Fullyrðingin um að hérlendis sé lítil verðsamkeppni á bensíni á því ekki við rök að styðjast. Þó er sama þjónustustig á sama verði hjá félög- unum, vegna þess að enginn þorir. að vera með annað verð en hinir vegna verðteygninnar. En verðsamkeppnin á íslandi hefur aldrei verið meiri í bensínsölu. Samkeppnin er í mismun- andi þjónustustigum," segir Einar. Einar tekur sem dæmi að Olís bjóði upp á þrjú þjónustustig og þrenns konar verð. „Við bjóðum fulla þjónustu á Olís-stöðvum, fyrir fullt verð, verð sem miðast við sjálfsaf- greiðslu á Olís-stöðvum og loks ÓB- stöðvarnar, sem eru sjálfvirkar og náð hafa miklum vinsældum, en bjóða ekki upp á neina þjónustu," segir hann. Verðmunur milli þjónustustiga mikill hér „Fyrir aðeins þremur árum var ekki nema eitt þessara stiga í Reykjavík, það dýrasta. Staðreyndin er því sú að það hefur aldrei verið meiri samkeppni á eldsneytismarkað- inum en nú. Hún lýsir sér líka í mis- munandi vöruframboði í verslunun- um sjálfum, aukinni þjónustu og þjálfun á starfsfólki," segir Einar, „verðmunurinn á milli þjónustustiga er auk þess meiri hér en víða annars staðar. Við myndum gjarnan vilja minnka þennan mun, en getum það ekki, vegna samkeppninnar". Einar segir að þegar kanadíska fyrirtækið Irving Oil íhugaði fyrir nokkrum árum að hefja starfsemi hér á landi, hafi ýmsir trúað því að bens- ínverð gæti lækkað um 10-15 krónur á lítrann. „Hið raunsanna í málinu var, að þá var innkaupsverðið á milli 15 og 17 krónur. Álagningin og dreif- ingarkostnaður voru talin vera 8-10 krónur. Því segir sig sjálft að um 10-15 kr. lækkun hefði aldrei getað orðið að ræða. Yfir 70% af verði bens- ínsins er skattheimta og mjög óveru- legur hluti af söluverðinu er inn- kaupsverð, dreifingarkostnaður og álagning," segir Einar. Markmiðið með stofnun Olíudreif- ingar hf. segir Einar að hafi verið að lækka dreifingarkostnað á eldsneyti. „Árleg heildareldsneytissala okkar nemur u.þ.b. 200-215 þúsund tonnum. Þar af eru aðeins um 35 þúsund tonn af bensíni. Því er mjög verulegur meirihluti sölu okkar í gasolíu og svartolíu, fyrir stórnotendur, fyrst og fremst fiskiskip. Aðalhugsunin með stofnun Olíudreifingar var því að hag- ræða í dreifingu til landsbyggðarinn- ar og stórnotenda. Árangur af stofn- un Olíudreifingar verður því ekki hlutfallslega jafn mikill í bensíndreif- ingu, sem fer að mestu leyti fram á höfuðborgarsvæðinu, eins og öðrum eldsneytistegundum, sem dreifast mun meira um allt land," segir hann. „Lækkun á kostnaði er þegar byrj- uð að skila sér, en þó ekki í þeim mæli sem við hefðum vænst, vegna ýmis- legrar endurskipulagningar og auk- inna krafna hins opinbera um meng- unarvarnir," segir Einar. Hann segist sjá fram á aukinn árangur í dreifing- armálum í framtíðinni, og þá einkum í dreifingu gasolíu og svartolíu, af fyrr- greindum ástæðum. Einar segist telja að í gegnum tíð- ina hafi tilvist Flutningsjöfnunarsjóðs dregið úr hvata til hagræðingar. „Sjóðurinn hefur orðið til þess að ekM hefur alltaf verið gætt ýtrustu hag- ,- kvæmni í uppbyggingu birgðastöðva á landsbyggðinni. Þeirri uppbyggingu er löngu hætt. Pólitískt tæki Einar segir að Flutningsjöfnunar- sjóður sé fyrst og fremst pólitískt tæki til að jafna flutningskostnað fyr- ir landsbyggðina. „Oh'ufélögin hafa í sjálfu sér ekkert haft um þetta að segja, en stjórnendur Olís hafa talið að það gæti verið skynsamlegt að leita sátta um aðferð til að halda áfram flutningsjöfnun með skipum, en hætta henni vegna landflutninga. 1T Ég er ekki endilega að segja að þessi aðferð sé rétt, en við höfum reifað þessa hugmynd í því augnamiði að sátt náist um sjóðinn." Einar segir að þeirri spurningu sé ósvarað hvort verð til landsbyggðar- innar myndi hækka ef sjóðurinn yrði lagður niður. „Á meðan það liggur ekki fyrir vita menn ekki nákvæmlega M hver afleiðingin yrði," segir Einar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.