Morgunblaðið - 07.08.1999, Síða 49

Morgunblaðið - 07.08.1999, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ laugovegi 40, sími 561 0075. SJADU - 'sr t Mörkin 3, sími 588 0640 HÉLURIFS hefur fallega haustliti og blá hrímdöggvuð berin eru lostæti. Plöntur í brekkur MARGIR garðeigendur eru með grasi vaxnar brekkur í lóðum sín- um og kvarta gjaman stórum yf- ir hve erfitt er að slá þær með sláttuvélum. Gott og vel. Pað er engin ástæða fyrir því að eyðileggja á sér bakið og hand- leggina við brekku- slátt. Miklu nær væri að breyta skipulagi garðsins og planta skriðulum trjáplöntum í brekk- una, því þær þarf ekki að slá né klippa! Margar tegundir skriðulla plantna eru á markaði hérlendis, bæði sígrænar og eins sumargrænar. í nýjasta tölublaði Norsk hagetidend (nr. 6, 1999) er grein sem fjallar um plöntun í brekkur, plöntuval og undirbúning. í Nor- egi háttar víða svo til að skortur er að verða á hentugum íbúða- svæðum, svo íbúðabyggð er nú oftar en áður skipulögð í tölu- verðu brattlendi, þar sem lóðirn- ar verða gjaman brattar. Margir flýta sér að sá grasi í brekkurnar til að loka jarðveginum sem ann- ars myndi skolast burtu í næstu stórrigningu. Yfir jarðvegsfyll- ingu sem er a.m.k. 30-40 cm djúp er oft lagður sérstakur jarðvegs- dúkur til að hindra að illgresis- fræ sem oftast em í jarðveginum nái að spíra fyrstu sumrin. Þegar kemur að því að velja plöntur skiptir öllu máli í hvaða átt brekkan hallar, hvort hún hallar inn í lóðina eða út úr garð- inum og hvort mikill snjór safnist í brekkuna. Þegar við emm búin að fá það á hreint er hægt að velja hvaða stfl við viljum hafa á brekkunni. Sé brekkan snjólétt er hentugt að hafa hærri mnna og jafnvel stöku smátré í brekkunni. Sé brekkan snjóþung verðum við að velja sterka og sveigjanlega mnna sem þola snjóþyngsli. Aveðursliggjandi brekkur þurfa plöntur sem þola nokkuð vel næðing sumar sem vetur. I brekkur sem liggja inni í skjóli lóðarinnar er hægt að velja dýrari og meiri dekurplöntur. Og hvaða plöntur getum við haft í þessum brekkum? Ef við byrjum á snjóléttum brekkum getum við plantað bjarkeyj- arkvisti, reyniblöðku, þymirós, glæsitoppi, hávöxnu yrki af loðvíði, berg- fum, himalajaeini, birkikvisti, snjóberj- um, koparreyni og jafnvel skriðulum rifs-tegundum s.s. hélurifsi, skriðrifsi og kirtilrifsi. í snjó- þungar brekkur er hægt að planta grá- víði, loðvíði, netvíði, silfurblaði, hafþymi, skriðulli rannamum, hélurifsi, kirtilrifsi, dverglíívið, skriðmis- pli, glitrós, flatvöxn- um íslenskum eini og skriðbláeini. I dekur- brekkumar sem era inni í görð- um og snúa að íbúðarhúsinu er um margt að velja. Hægt er að nota plönturnar sem ég nefndi fyrir snjóþungu brekkumar, og til viðbótar má nota klifurplöntur sem þekjuplöntur, og get ég nefnt sem dæmi bergsóleyjar (Clematis sp.), vaftopp og skóg- artopp, klifurhortensíu, ýmsar lyngrósir (Rhododendron sp.), sí- grænan gróður ýmiskonar, t.d. breiðumispfl, dvergfum og fjallafum auk flestra einitegund- anna sem hér fást. Einnig fæst orðið úrval þekjurósa sem þarf að skýla yfir veturinn eða planta hreinlega árlega. í dekurbrekkur má einnig velja plöntur eftir út- liti; s.s. fögmm haustlitum, berj- um, mismunandi blómgunartíma og rakaþörf. Brekkur era þurrastar efst en blautastar neðst og tfl þess þurfum við að taka tillit þegar við veljum plönt- ur og plöntum þeim. Þessi upptalning af plöntum í brekkur er ekki tæmandi, enda margir tugir plantna á markaðn- um sem hentað geta til slíks. Vert er þó að geta þess að best er að velja ekki hærri tegundir í brekkur en þær sem verða 60- 100 cm háar. Samantekt: Heiðrún Guð- mundsdóttir, líffræðingur. Sigríður Hjartardóttir BLOM VIKUIVMR 415. þáttur Lrasjón Sigríóur lljarlar LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 49i Enska Ijónið er komið á mbl.is • *i Á íþróttavef mbl.is er ítarleg umfjöllun um enska boltann. Fréttir af öllum umferðum á meðan leikirnir fara fram. Allt um liðin, leikina og leikmennina. Tengingar inn á heimasíður félaganna og nýjar fréttir á hverjum degi. Fylgstu með frá upphafi! ^mbl.is -ALLTA^ eiTTH\SA£> rJYTT~

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.