Morgunblaðið - 08.08.1999, Síða 14

Morgunblaðið - 08.08.1999, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ þjóð sína í nafni fullveldis síns ríkis og gengið út frá því að slíkar að- gerðir fyrirmuni alþjóðasamfélag- inu að grípa til aðgerða. Lögsaga fullveldishugtaksins nær einfald- lega ekki svo langt.“ Um sé að ræða þróun - hlutlægt ferli - þar sem viss hugmyndafræði- leg kynslóðaskipti virðast hafa orð- ið. Frá sjónarhóli fræðimannsins sé hægt að ræða um hinn hefðbundna fulltrúa þjóðaríkisins sem ber hags- muni „sinna“ fyrir brjósti, annars vegar, en hins vegar sé um fulltrúa hins hnattræna, talsmann mann- gilda og frelsis að ræða - þótt önnur skilgreiningin þurfi alls ekki að úti- loka hina. Ef slíkri einfóldun sé beitt væri freistandi að halda því fram að al- þjóðasamskipti við upphaf 21. aldar- innar einkennist af millibilsástandi; hin nýju gildi séu ráðandi en enn sitji víða valdhafar og stefnu- mótendur, þjálfaðir og skilyrtir í heimssýn kalda stríðsins. „Þegar gömlum venjum, þar sem hefðbundin gildi og norm ríkja, er ýtt burt og ný koma í þeirra stað, fer í hönd flókið tímabil umskipta, þar sem sumir gerendur eru fastir í eldra mynstri. Það er mín skoðun að átökin í Kosovo og eftirmálar þeirra munu vera meðal mikilvæg- ari homsteina veraldarsögunnar og að í framtíðinni líti menn til baka og segja að Kosovo hafi verið grund- vallarprófsteinn á framrás nýrra gilda og venja er ráði í alþjóðasam- skiptum." Með einfoldun sé hægt að líkja viðbrögðum Vesturlanda við það er gömlum aðferðum sé beitt í nýjum aðstæðum. Skammtímaár- angur næst en til lengri tíma litið er Ijóst að úr vandanum hefur ekki verið leyst. Þjóðarhagsmunir og siðferði á alþjóðavettvangi Stríðsrekstri fylgir ætíð umræða um hagsmuni og þá sérstaklega hverjir séu þjóðarhagsmunir þeirra sem beiti mætti sínum fjarri heima- högum. Átökin á Balkanskaga eru ljóslifandi dæmi um hvemig sýn stjómmálamanna á öryggi og ábyrgð hefur breyst frá dögum kalda stríðsins. Balkanskagi er ekki gósenland olíu og Júgóslavíustjóm hefur ekki yfir gereyðingarvopnum að ráða. Efasemdarmenn hafa því spurt hví skyldu Vesturlönd fórna lífi sona sinna og dætra í púður- tunnu sem líklega verði aldrei til friðs. Eðlilegt er að horfa til Banda- ríkjanna í þessu tilliti þar eð mestur þungi aðgerða NATO á Balkan- skaga mæddi á bandarískum her- mönnum. Á dögunum birtist í breska dag- blaðinu Daily Telegraph viðtal við Henry Kissinger, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, þar sem hann mótmælir harðlega „ógeðfelldum og smitandi sjálfbirg- ingshætti" í alþjóðastjómmálum og dregur stórlega í efa að hægt sé að greina á milli siðferðislegra stríða og þeirra er háð séu í nafni þjóðar- hagsmuna. „Ég gagnrýni stjóm- málamenn sem halda að til sé nýtt hugtak sem þeir hafi fundið upp og að í fortíðinni hafi síður göfugir menn stjórnað málum [...]. Ég var þeirrar skoðunar að hagsmunir Bandaríkjanna hafi hvergi nærri verið í húfi. Að sjálfsögðu era til þeir er segja að í því hafi göfugleiki [aðgerðanna] einmitt falist. En slíkt er ekki hægt að segja þeim mæðram er missa böm sín.“ James Goldgeier, sér- fræðingur í alþjóðamálum sem starfar á vegum Brook- ings-stofnunarinnar í Wash- ington sagðist, í viðtali við Morgunblaðið, vera þeirrar skoðunar að mönnum bæri að forðast að draga of mikl- ar ályktanir af stríðsátökum líkt og þeim er nú hafi stað- ið yfir á Balkanskaga. „Sú staðhæfing að Bandaríkjun- um beri að hlutast til um mál hvar og hvenær sem ér í því skyni að bjarga manns- lífum er ekki raunhæf - jafnvel þótt hugmyndin sé göfug í alla staði - ef horft er til hemaðarmáttar Bandarílqanna. Eitt af því sem okkur hefur lærst í þeim átökum sem komið hafa í kjölfar kalda stríðsins er að Bandaríkin era tilbúin að grípa til aðgerða svo fremi sem mannfall er ekki íyrirséð," sagði Goldgeier. Nýverið ritaði hinn virti bandaríski fræðimaður Jos- eph S. Nye grein í tímaritið Foreign Affairs þar sem hann vék að hagsmunum Bandarílqanna og hvemig skilgreining stjómvalda á þjóðarhagsmunum hefur breyst. Hugtakið sjálft sé af- ar torrætt og viðeigandi við- brögð því oftar en ekki erfið í framkvæmd. Þjóðarhags- munir, Bandaríkjanna eða annarra ríkja, geti spannað frá því að vera hemaðarlegs eðlis til siðferð- islegra spuminga. Skoðanakannanir í Bandaríkjunum sýni t.d. fram á að almenningur vilji hvorki einangra sig frá umheiminum né gegna stöðu alheimslögreglu. Erfitt hafi reynst að feta meðalveginn og því sé hlut- verk og sýn stjómmálaleiðtoga í þessum málefnum afar mikilvæg hverju sinni. Goldgeier sagði það ótímabært fyrir Bandaríkjastjóm að lýsa yfir að hún væri tilbúin að hlutast til um ástand sem væri í líkingu við Kosovo. „Það er ekki ljóst hvort bandaríska þjóðin myndi vera tilbúin að fóma lífi sona sinna og dætra og í framhaldi af því er vert að spyija: Hve mörg stríð getum við háð án þess að fóma mannslífum?“ Af öllum pólitískum og siðferðislegum álita- málum sem kvikna nú við lok stríðs- ins telur Goldgeier að slíkar spum- ingar rísi hæst. Enn standi þjóðar- hagsmunir framar en hnattræn sið- ferðisvitund á alþjóðavettvangi. Að vinna stríð úr „15.000 feta hæð“ Hvað hemaðarþáttinn varðar tel- ur Goldgeier ennfremur hættulegt að álykta - þrátt fyrir lyktir stríðs- ins - að stríð verði unnin með loft- árásum einum saman. Hernaðar- máttur NATO, og þá Bandaríkj- anna sérstaklega, sé vissulega mik- ill og hátæknivopn hafi náð langt á skömmum tíma. En ef hugmyndin um að unnt sé að vinna stríð „úr 15.000 feta hæð“ er tvinnuð saman við hugmyndir manna um ábyrgð og skyldu Bandaríkjanna til að beita sér í átökum víðs vegar um heim, gæti um hættulega þróun ver- ið að ræða. „Ég er ekki viss um að bandaríska þjóðin sé tilbúin að ræða þessar spumingar í neinum grandvallaratriðum og ég tel að málið muni ekki verða ofarlega á baugi þeirra fulltrúa er bjóða sig nú fram til embættis forseta Banda- ríkjanna í næstu kosningum." En Goldgeier taldi þó jafnframt líkur á því að er næsta deila muni ryðja sér fram á sjónarsviðið þá muni almenningur víðs vegar spyrja sig hvers vegna stjómvöld beiti sér ekki með beinum hætti. Auðséð sé því að í næsta sinn er átök á borð við Kosovo brjótist út muni slíkar spumingar vakna. Goldgeier vildi ekki hafna þeim rökum sem Frost og aðrir hafa beitt um afleiðingar stríðsins á Balkanskaga en dró hins vegar þýð- ingu átakanna til framtíðar í efa og hafnaði því að skýrt fordæmi hefði verið gefið í alþjóðasamskiptum. „Ljóst er að mannréttindi hafa færst mun ofar á dag- skrá alþjóðasamskipta en áður var. Hins vegar tel ég að um grandvallarbreyt- ingu væri að ræða ef ríkis- stjómir segðust tilbúnar að fóma mannslífum í þá,gu al- þjóðasamfélagsins.“ Onnur hindran við slíkar aðgerðir væri jafnframt að er ríki beiti sér með beinum hætti í átökum þá séu þau í raun að skuldbinda sig til lengri tíma. Sú hafi raunin orðið í Bosníu og nú í Kosovo. „Þetta er einfaldlega spurn- ing um bolmagn til aðgerða: Hversu víða geta ríki upp- fyllt þvílíkar skyldur.“ Samfélag þjóðanna á hliðarlínunni Goldgeier sagði það vera ljóst að ef ríki beitti sér í málum er varðaði alþjóðleg- ar grandvallarforsendur, á borð við þjóðemishreinsan- ir, þá væri vissulega ákjós- anlegt að þau gerðu það með umboði alþjóðasamfé- lagsins. Hins vegar hafi Bandaríkin gert lýðum það ljóst að ef umboð öryggis- ráðsins liggi fyrir þá sé það í sjálfu sér stórfínt, en ef ekki þá munu þau grípa til aðgerða hvað sem öðra líð- ur. Á meðan Bandaríkin fari sínu fram taldi hann að það vekti ekki mikla athygli en á sömu stundu og önnur vold- ug ríki færa að fordæmi Bandaríkjanna þá muni Bandaríkjastjórn sjá eftir að hafa haldið SÞ á hliðar- línunni. Lagði Goldgeier áherslu á hve mikilvægt það væri að ná sam- stöðu og einingu á alþjóðavettvangi í málum líkt og Kosovo-deilunni. Það sé rík þörf á því að fastsetja hvemig og undir hvaða kringum- stæðum hemaðaríhlutun sé rétt- mæt og vettvangur SÞ sé hinn rétti til slíks. Þá þyki sér sýnt að innan bandaríska stjómkerfisins ríki tregða í þá vera að Bandaríkin setji einhliða nýja „staðla" í hemaði og hernaðaríhlutun. Slíkt ætti ekki vera á færi einstakra ríkja. Ef horft er til átakanna á Balkanskaga og þess hvaða meðferð málið hlaut innan öryggisráðs SÞ virðist röksemdafærsla Goldgeiers afar sterk. Þar flæktust mál og fyrir- sjáanlegur klofningur kom upp. Af- staða Rússa og Kmverja var langt frá því að einkennast af einingu um það hvenær og undir hvaða kringum- stæðum hemaðaríhlutun er réttmæt. Ekki er um nýjan vanda að ræða. íhlutun og réttlæti Michael J. Glennon, prófessor við lagadeild Kalifomíuháskóla, er einn þeirra er beint hafa sjónum sínum að vettvangi SÞ og reifar hann í grein í nýlegu hefti Foreign Affairs, hugmyndir sínar um hlutverk og skyldur samfélags þjóðanna í stríðs- átökum. Telur hann litla eftirsjá að hömlum þeim er fyrirmuni ríkjum að grípa til aðgerða er þeirra sé brýn þörf. „Blóðugar styrjaldir geta ekki verið skilgreindar sem innan- ríkismál." Telur hann að deilur þær er upp komi á alþjóðavettvangi vegna beinnar hemaðaríhlutunar geti verið raktar til klafa þeirra er stofnsáttmáli SÞ setur ríkjum er vilja grípa til aðgerða. Það hafi glögglega komið í ljós í Júgóslavíu í vor og sumar þar eð Kosovo sé, eðli málsins samkvæmt, hluti af hinni frjálsu og fullvalda Júgóslavíu. Því hafi hugmyndin um réttlæti rekist harðlega á við stofnsáttmála SÞ. „En það er ekki aðeins að stofnsáttmálinn mæli gegn íhlutun í þeim tilfeUum þar sem réttsýn ríki nútímans telji slíkar aðgerðir rétt- lætanlegar - vandinn liggur dýpra. Sáttmálinn hvílir á forsendum sem eru ekki réttmætar lengur - þ.e. að alþjóðlegu öryggi sé aðeins ógnað vegna [átaka] tveggja eða fleiri ríkja. Slíkar forsendur era ekki rétt- ar,“ sagði Glennon og færir rök fyrir því að litlu sé að tapa. Alþjóðasamfé- lagið geti aðeins hagnast á því að endurrita reglur og venjur þær er skilyrði samskipti ríkja. NATO hafi með framgöngu sinni á Balkanskaga tekið eitt skref í þessa átt. Grein Glennons vakti, sem von- legt var, upp gagnrýnisraddir og hafa efasemdarmenn spurt m.a.: Ef það er svo að lagabókstafurinn fylg- ir í humátt á eftir valdbeitingu, hvert er þá förinni heitið? Er íhlut- un aðeins réttlætanleg og á færi þeirra er valdið hafa? Hverju bætt- ara er alþjóðasamfélagið þá? Hafa sumir talið að stórhættulegt sé að hrófla við þeim undirstöðuatriðum er gilda í samskiptum ríkja; friði og stöðugleika verði stefnt í hættu með vilja ríkja í verki til að viðhalda sama friði og stöðugleika. Og þá er- um við komin í hring. Aðgæsluorð gagnrýnendanna eru afar þörf þar eð skjót umskipti skila sjaldnast miklum árangri. En þótt sýn Glennons muni seint skila sér inn á borð öryggisráðsins í formi endurskoðaðra laga og reglna um al- þjóðasamskipti, þá era fleiri en eitt sannleikskom í skrifum hans. Vert er að minna á að lög og reglur era, líkt og önnur mannanna verk, ritað- ar í og mótaðar af samfélagslegum raunveraleika sem í nútíð, og á nýrri öld, mun taka öram breytingum. Éinnig er vert að huga að því hversu erfitt það er að hlutast til um málefni ríkja þar sem mannrétt- indi era brotin með grófum hætti, án þess að skaða þá sem mestrar aðstoðar þurfa við. Hlúa ber fyrst og fremst að borgaralegum og lýð- ræðislegum stofnunum sem fyrir era og styrlqa innviði samfélaga í stað þess að beita hemaðarmættin- um einum. Brjóta ber harðstjóra á bak aftur með eins litlum fómum og auðið verður. Hemaðarátökin á Balkanskaga era nú að baki og við tekur síst létt- ara starf uppbyggingar. Hjól sög- unnar snúast áfram og framtíðin ein sker úr um hvort fordæmi hafa ver- ið gefin. Fyrsta mútaröðin / Ea-Kart á ísiandi í Kapeiiuhrauni við Hafnarfjörð Sunnudaginn B. ágúst M. 14:00. Ai&gnngumi&i lcr. 500. SÍMINN-GSM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.