Morgunblaðið - 08.08.1999, Síða 34

Morgunblaðið - 08.08.1999, Síða 34
34 SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN LJÓSHÆRÐA VILLIDÝRIÐ ARTHÚR Björgvin Bollason hef- ur orðið þátttakandi í þeirri at- burðarás sem orðin er varðandi ráðningu forstöðumanns Gunnars- stofnunar. í greinargerð sem ég sendi frá mér þegar ég sagði mig úr stjórn Gunnarsstofnunar segi ég varðandi hlut hans í málinu, eft- ir að hafa vísað til skrifa hans í tímaritinu Þjóðlífi og bók hans Ljóshærða villidýrið: „Stjórn fjall- aði um þessa nýju vitneskju og var sammála um að hún breytti for- sendum þess að ræða við Arthúr Björgvin, honum væri að sjálf- sögðu heimilt að hafa hverja þá skoðun á Gunnari Gunnarssyni sem hann teldi rétta en óhugsandi væri að hann gæti samhliða þekktu áliti sínu á Gunnari verið forstöðumaður stofnunar sem væri sett á fót til að heiðra minningu 'skáldsins. Því var samþykkt að hafna honum sem hugsanlegum forstöðumanni.“ Rétt er að hér komi fram að ekki er um að ræða orðrétta tilvitnun í fundargerð stjórnar. Þetta er mín frásögn af því sem lá til grundvallar ákvörðun stjómar. Eg er sammála ákvörðun stjórnar Gunnarsstofnunar varð- andi Arthúr Björgvin, en tel mér skylt að gera grein fyrir því hvem- ig ég kemst að þeirri niðurstöðu. Arthúr Björgvin ríð- ur á vaðið með skrif- um í tímaritið Þjóðlíf fyrst í aprílhefti 1987 þar sem fjallað er um ferð Gunnars sumarið 1936 með lystiskipinu Milwaukee, þar sem hann var heiðursgest- ur Norræna félagsins í Þýskalandi. Aftur mundar Arthúr Björg- vin pennann og helgar Gunnari grein í apríl- hefti Þjóðlífs 1988 og heitir greinin „íslensk skáld við hirð Hitlers". Ekki verður annað ráðið af lestri þessara greina en að Gunnar hafi þá fyrst komist til vegs og virðing- ar í Þýskalandi eftir valdatöku nasista, t.d. segir í rammagrein þar sem Gunnar er sérstaklega kynntur: „Sögur Gunnars voru þýddar á mörg tungumál og var hann t.d. víðlesinn í Þýskalandi íþann mund er skemmtiferðaskipið Milwaukee kom hingað til lands 1936.“ Ekki er minnst orði á áratuga samskipti Gunnars við þýska út- gefendur og þýðend- ur, ekki orði á að les- endahópur Gunnars í Þýskalandi var orðinn stór löngu fyrir valda- töku Hitlers. Ekki vikið að því aukateknu orði að á þessum tíma hafði Gunnar Gunn- arsson eignast í Þýskalandi fjölda vina og kunningja sem sumir hverjir skipuðu sér síðar í sveit með nasistum. I greinum Arthúrs er hins vegar klifað á því að Gunnar hafi verið í félagsskap forystumanna nasista. Þjóðlífsgreinar Arthúrs Björgvins eru síðan myndskreyttar á viðeig- andi hátt. Þótt svo eigi að heita að fjallað sé um fleiri Islendinga en Gunnar Gunnarsson þá vill svo til að nær því allar myndirnar eru af Gunnari í hópi forystumanna nas- ista eða a.m.k. með hakakrossinn í baksýn. Fram kemur að greinarn- ar séu byggðar „á kafla úr bók sem höfundur vinni að um hlut norrænnar menningar í hug- myndafræði nasismans.“ Árið 1990 sendi Arthúr Björgvin Hrafnkell A. Jónsson ÖLDUNGADEILD MENNTASKÓLANSVIÐ HAMRAHLÍÐ Er ekki kominn tími til að hefja nýtt nám, rifja upp eða bæta við fyrra nám? Það getur þú gert hjá reyndum kennurum Menntaskólans við Hamrahlíð. Þú getur valið námsgreinar eftir þörfum (MH er hægt að auka við þekkingu sína á mörgum sviðum án þess endilega að stefna að stúdentsprófi. Við skólann eru nú 6 brautir: félagsfræði- (félags- og sálfræðilína), nýmála-, náttúrufræði-, eðlisfræði-, tónlistar- ((samvinnu við tónlistarskóla) og listdansbraut (í samvinnu við listdansskóla). í boði er fjölbreytt nám (slenskt mál, málfræði, bókmenntir og bókmenntasaga að fornu og nýju, eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði, líffræði, stærðfræði, tölvufræði (m.a. séráfangi um netið), félags- fræði, hagfræði, lögfræði, sálfræði, stjórnmálafræði, uppeldisfræði, (slandssaga, mann- kynssaga (m.a. listasaga fornaldar), heimspeki, leiklist og myndlist. Tungumál opna nýja heima Viltu kynnastframandi tungumálum? Þarftu að nota tungumál í starfi? Viltu læra að koma skoðunum þínum skipulega á framfæri í rituðu eða töluðu máli? (öldungadeildinni verða eftirtalin tungumál kennd á næstu önn: Danska, enska, franska, íslenska, ítalska (103 og 303), japanska (203), norska, spænska, sænska og þýska. Er þetta eitthvað fyrir þig? Nemendur velja námsgreinar og fá afhenta stundatöflu haustannar gegn greiðslu kennslugjalds sem hér segir: Grunngjald 10.000 kr. - auk þess fyrir hverja námseiningu 800 kr. T.d. fyrir: einn tveggja eininga áfanga 10.000 + 2 x 800 = 11.600 kr. tvo þriggja eininga áfanga 10.000 + 6 x 800 = 14.800 kr. o.s.frv. Að auki er þjónustugjald NFÖMH 200 kr. Innritun fyrir haustönn 1999 fer fram 11 -12. ágúst kl. 12-17 og 18.-20. ágúst kl. 15-19. Námsráðgjafar verða nemendum til aðstoðar, ennfrem- ur verða deildarstjórar til viðtals fimmtudaginn 19. ágúst kl. 17-19. Stöðupróf verða haldin dagana 16. og 17. ágúst. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánud. 23. ágúst. Stundatafla á heimasíðu Drög að stundatöflu og bókalista má finna á heimasíðu skólans, en slóðin er: http://ismennt.is/~ham/ frá sér umrædda bók, Ljóshærða villidýrið. Höfundurinn greinir frá því í grein í Morgunblaðinu 15. mars 1991 að: „I þessu bókarkorni rek ég af- skipti Þjóðverja af íslenskum menningararfi allt frá dögum þýskrar rómantíkur á 19. öld.“ Bókin er kaflaskipt, annars veg- ar er um að ræða samantekt á til- hneigingu Þjóðverja til að nota ís- lenskar fornbókmenntir til að búa til veruleika sem fellur að hinni germönsku hetjuímynd, hins vegar eru Þjóðlífsgreinarnar fyrrnefndu endurbirtar lítið breyttar. Á bls. 130 í Ljóshærða villidýr- inu segir frá ávarpi sem Gunnar Gunnarsson flutti um borð í Mín niðurstaða er að Arthúr Björgvin falli í þá gryfju sem aðra hefur hent fyrr, segir Hrafnkell A. Jdnsson, að dylgja um að Gunnar Gunnarsson hafí verið handbendi nasista, gera honum upp skoðanir og sverta á þann hátt minningu hans Milwaukee við komuna til íslands. Þar segir: „Að því búnu þakkar skáldið Norræna félaginu og menningar- stofnun nasista fyrir að hafa efnt til þessarar ferðar og hyllir hið nýja Þýskaland og Þjóðverja með nasistakveðjunni „Sieg Heil“. “ Sagnfræðingurinn Þór White- head gaf út bókina „Milli vonar og ótta“ 1995. Þar fjallar hann um að- draganda þátttöku Islands í síðari heimsstyrjöldinni, þar er langur kafli sem heitir „Gunnar Gunnars- son og undralandið". I þessum kafla fjallar Þór um sama efni og Arthúr Björgvin gerir í sinni bók. Þeir nota augljóslega sömu heim- ildir og nota sömu ljósmyndirnar, efnistökin eru hins vegar allt önn- ur hjá Þór. Sjónarhorn Þórs er víðara, þar kemur meðal annars fram að Gunnar Gunnarsson hafði um langa hríð átt samskipti við Þýskaland þar sem bækur hans höfðu komið út allt frá dögum keisarans. Þór Whitehead segir frá sama atburði og Arthúr Björgvin gerir í bók sinni, þ.e. ræðu þeirri sem Gunnar hélt um borð í Milwaukee og fyrr var vitnað til. Neðanmáls á bls. 88 í bókinni á milli Vonar og ótta segir: „Gunnar hélt ræðu um borð, bauð „gesti norðursins“ velkomna á heimaslóðir sínar og lofaði þriðja ríkið. Fullyrt hefur verið, að hann hafí lokið ræðu sinni „með nasista- kveðjunni Sieg Heil.“ Það hefði vafalaust aldrei hvarflað að honum að gera, en fullyrðingin stafar af rangri þýðingu á eftirfarandi orð- Aðsendar greinar á Netinu yAúmbl.is _ALLTAf^ etTTH\SA£> tVÝTT um í þýsku heimildinni. „bringt er ein Heil aufdas deutsche Volk und das neue Deutschland aus“. Orðið Heil stendur hér í venjulegri merkingu sinni, heill sbr. árnar heilla." Staðhæfing Þórs um ranga þýð- ingu vekur athygli. Er hér um mistök að ræða hjá Arthúr Björgvin í sinni þýðingu, eða er útleggingin á þessa leið vegna þess að hún þjónar því markmiði að gera hlut Gunnars sem verstan í samskiptum hans við nasista? Sveinn Skorri Höskuldsson pró- fessor skrifar um Gunnar Gunn- arsson og verk hans í Tímarit Máls og menningar, 4. hefti 1988, í greininni Gegn straumi aldar. Á bls. 414 segir Sveinn Skorri: „Hin ákafa þjóðernis- og menn- ingarlega Norðurlandahyggja Gunnars tengist svo þegar kemur fram yfír 1930 afstöðu hans til Þýskalands. Er þá komið að fjórða og síðasta þættinum í hugmyndum Gunnars sem hér verður minnst á. Um hann hefur lítt verið fjallað op- inberlega, en þeim mun meirhvísl- að á laun, auk þess sem einstakar dylgjur og glósur birtust í blöð- um.“ Mín niðurstaða er að Arthúr Björgvin falli í þá gryfju sem aðra hefur hent fyrr að dylgja um að Gunnar Gunnarsson hafi verið handbendi nasista, gera honum upp skoðanir og sverta á þann hátt minningu hans. Það er af þessari ástæðu sem ég tel að ekki hefði verið við hæfi að fela Arthúr Björgvin Bollasyni að veita forstöðu stofnun sem sér- staklega á að starfa til heiðurs Gunnari Gunnarssyni. Á jólaföstu 1942 lýkur Gunnar við eftirmála þriðja bindis „Kirkj- unnar á fjallinu“. Ógnir stríðsins ofbjóða honum, skáldinu er ekki rótt. „Allar styrjaldir hafa í för með sér spillingu siðanna. Það er ógur- legt að hugsa sér ástandið, eins og það er á þessari stund - líf manns- ins er orðið sjálft helvítið í al- gleymingi. Bestu drengir þjóðanna eru sendir fram - og láta senda sig fram - eins og púkar, til að kvelja bræður sína og systur af djöful- legri grimd og tortíma sem flest- um, að auðið er. Lengra verður vart komist í djöfulæði." Hann deilir á lygar, óréttlæti og siðleysi. „Spilling siðanna kemur ekki hvað sízt fram í því að hylma yfír óþolandi ástand með þögn og að- gerðaleysi. “ Hann víkur að lyginni og dylgj- unum sem hann líkir við „andleg móðuharðindi“. „Til eru menn, er gert hafa það að daglegri iðju að sjóða lygasúpu og krydda hana sem margvíslegast með dylgjum og hálfyrðum og orð- ið frægir fyrir. Dæmi eru jafnvel til, að slíkir alræmdir lygalaupar séu öðrum fremur settir yfír heill manna og málefna, sem alveg sér- staklega þurfa að njóta stuðnings sanngirni ogréttdæmis.“ Ég hefi gert grein fyrir afstöðu minni til Arthúrs Björgvins Bolla- sonar sem hugsanlegs forstöðu- manns Gunnarsstofnunar. Mér þykir mjög miður að hann skuli hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa máls, en tel að hann eigi þar nokkra sök. Höfundur er héraðsskjalavörður & Hcraðsskjalasafni Austurlands, Egilsstöðum. © FUJIFILM ' HILDIIBESTU FRAMKflLLUNINA FUJIFILMIRAMKÖLIUN f Ljósmyndavörur Reykjavík, Framköllunarþjónustan Borgarnesi, Myndastofan Sauðarkróki, Ljósmyndavörur Akureyri, Myndsmiðjan Egilsstöðum, Ljósey Höfn, Filmverk Selfossi, Fótó Vestmannaeyjum, Geirseyrarbúðin Patreksfirði, Framköllun Mosfellsbæjar, Ljósmyndastofa Grafarvogs, Úlfarsfell Hagamel. www.fiijifilm.is FUIIFIIM CRYSTAL ARCHIVE ENDINGARBESTI UÖSMYNDAPAPPÍR SiM Tll IR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.