Morgunblaðið - 08.08.1999, Qupperneq 40
p
40 SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Ástkær faðir okkar, tengafaðir, afi og langafi,
BRANDUR BRYNJÓLFSSON
hæstaréttarlögmaður,
andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn
27. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Orri Brandsson, Harpa Guttormsdóttir,
Þórunn Brandsdóttir, Björn Erlendsson,
Sigríður Inga Brandsdóttir, Bergur Oliversson,
Jóhann Brandsson, Guðrún Eyjólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
HARALDUR FREYR ÞORVALDSSON,
Víðimel 63,
verður jarðunginn frá Háteigskirkju þriðju-
daginn 10. ágúst kl. 15.00.
Stefanía Baldursdóttir,
Baldur Úlfar Haraldsson, Edda Hrönn Gunnarsdóttir,
Þorvaldur Haraldsson, Guðrún Helga Jónsdóttir,
Ólína Haraldsdóttir, Hermann Guðjónsson
og barnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ESTER ÁSGEIRSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðju-
daginn 10. ágúst kl. 14.00.
Svanhildur, Halldór, Anna, Stefanía
og fjölskyldur.
+
Okkar ástkæra
LÁRA S. VALDEMARSDÓTTIR FLYGENRING
frá Felli,
Tunguvegi 14,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðju-
daginn 10. ágúst kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en
þeir, sem vildu minnast hennar, láti líknarstofnanir njóta þess.
Ólafur Haukur Flygenring,
Ingibjörg Flygenring, Páll Guðjónsson,
Ásthildur Flygenring, Friðrik Garðarsson,
barnabörn og langömmubarn.
+
Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
INGIBJARGAR VILHJÁLMSDÓTTUR,
áður til heimilis að Miklubraut 56,
fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
10. ágúst kl 13:30.
Vilhjálmur Lúðvíksson,
Konráð A. Lúðvíksson,
Eydís Lúðvíksdóttir,
Davíð Lúðvíksson,
tengdabörn og barnabörn
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
TÓMASAR KRISTÓFERS
HALLDÓRSSONAR,
Heiðargerði 65,
Reykjavík.
Jóna Tryggvadóttir,
Einar Breiðfjörð Tómasson, Elísabet Þórdís Harðardóttir,
Alda Breiðfjörð Tómasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
MAGNÚS
EINARSSON
+ Magnús Einars-
son fæddist á
Vífilsstöðum 27. jan-
úar 1941. Hann lést í
Ottawa í Kanada 7.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Sigmundína
Pétursdóttir frá
Laugum í Súganda-
firði, f. 16. septem-
ber 1918, d. 1990 og
Einar Karl Magnús-
son frá Hafnarfirði,
f. 7. nóvember 1921,
d. 1972. Sammæðra
systkini Magnúsar
eru Vigfús Ævar Harðarson, f.
1946, Elísabet Soiya Harðardótt-
ir, f. 1948, Kristjana Harðardótt-
ir, f. 1949, Þórður
Harðarson, f. 1951,
Kristín Ása Harðar-
dóttir, f. 1953 og
Ástþór Harðarson, f.
1956. Samfeðra
systkini Magnúsar
eru Sigríður Karls-
dóttir, f. 1945, Þor-
valdur Karlsson, f.
1947, Karítas Karls-
dóttir, f. 1951, Júlíus
Karlsson, f. 1954 og
Guðmundur Karls-
son, f. 1964.
Minningarathöfn
og jarðsetning duft-
kers fór fram í kyrrþey frá
Hafnarfjarðarkirkju mánudag-
inn 5. júlí.
Það er svo óraunverulegt að
kveðja þig svona ungan, elsku bróð-
ir minn. Við rétt orðnir miðaldra.
Svona óralangt á milli okkar í mfl-
um talið, en alltaf sömu vinimir,
töluðum síðast saman í október í
síma. Svo líkir í hug og hjarta. Með
sama upprunann. Sömu hugsun,
sama metnaðinn, en þó svo dulir og
djúpir í raun. Samt voru samskipti
okkar svo ótrúlega lítil og leynileg.
Eg svo lítill þá, - en þú svo stór.
Bræður, ég á Vitastíg, en þú á
Hverfisgötu. Bræður aldir upp sitt í
hvoru lagi. Hittumst alltaf á laun.
Ég man að ég rétti þér alltaf hönd-
ina vegna traustsins er ég bar til
þín. En alltaf tókstu utan um mig
og sagðir svo; „hlauptu heim!“ Fyr-
ir mér varstu alla tíð „Maggi bróð-
ir“ en margir kölluðu þig „Bonna“.
Þú varst fæddur árið 1941 af móður
okkar elskulegri á Vífilsstöðum.
Hún elskaði þig af öllu hjarta alla
tíð og lét örugglega engan dag líða
án þess að biðja fyrir þér, eins og
öllum bömum sínum. Hún bað Guð
að blessa þig og vernda - alla tíð.
Hún vfldi allt fyrir þig gera og
gerði, en möguleikarnir vom svo
fáir. Eignalaus, fátæk, einstæð
móðir, stuðningslaus og afskipt úr
afskekktri sveit. Hún var í raun
umkomulaus. Ekki er þetta sagt til
lasts móður okkar heitinnar, sem
allir vita er til þekktu að var frábær
manneskja og móðir. Samkomulag
var um að þú fæiir til föðurforeldra
þinna, Magnúsar og Guðbjargar
Breiðfjörð og upp frá því elskaðir
þú þau og dáðir. Þar var að sjálf-
sögðu bæði logn og stormur en ást-
in og væntumþykjan var þó aldrei
dregin í efa. Þrátt fyrir að reynt
væri að skilja okkur bræður að
tókst ekki að koma í veg fyrir að við
hittumst í sunnudagaskólanum Zí-
on á hverjum sunnudagsmorgni.
Við vomm báðir trúaðir. Báðir
trúðum við á Jesú Krist. Ég gleymi
ekki þegar þú fórst fyrst til út-
landa, - mig minnir til Nýfundna-
lands. „Séra Sigmundur" kallaði
okkur fram og sagði við hin börnin
og aðra viðstadda að við væmm
„bræður á Guðs vegurn". Hann stóð
á milli okkar og hélt í hendur okk-
ar, yndislegur maður. Ég hef aldrei
hafnað Kristi þó ég hafi vikið af
vegi og það gerðir þú ekki heldur.
Zíon var alltaf þitt athvarf og Sig-
mundur trúarleiðtogi þinn frá
barnsaldri til æviloka í gegnum
Jesú Krist. Sigmundur dó fullorð-
inn maður en þú ert dáinn svona til-
tölulega ungur.
13 ára að aldri, ári yngri en hinir,
varst þú fermdur í Bessastaða-
kirkju og síðan fórstu víða um ver-
öldina. Avallt í forystu og til sóma
þjóð okkar - enda varstu alla tíð
einlægur íslendingur. Lilla frænka
þín og Sparky maðurinn hennar,
sem nú em látin, tóku þig með sér
til framandi landa og eftir það
fórstu áram saman gegnum æðri
skóla á styrkjum og verðlaunum
vegna frábærs námsárangurs og
hæfileika. Alls staðar yfirburða-
maður í námi. Þú, þessi ótrúlega
einangraði útlendingur frá þessu
strjálbýla landi, hálfmunaðarlaus,
slóst alls staðar í gegn. „Gáfur era
gull.“ Þú sagðir mér frá því í bréf-
um frá fyrri tíð, þegar ég var 12-13
ára, að þú værir oft ótrúlega ein-
mana. Ég finn fyrir þessu öllu í
dag, þó of seint sé að tala um það
nú, kæri bróðir minn!
Ömurlegasti tími lífs þíns var
áreiðanlega þegar þú varðst að
ganga í bandaríska herinn. Ekki
vegna þess að það var bandaríski
herinn, heldur vegna þess að það
var her. Islendingur með banda-
rískan ríkisborgararétt settur í
skriðdrekasveit í Vestur-Þýska-
landi á þessum erfiðu tímum. Það
reið þér ekki að fullu þó það gengi
nærri þér. Þú sagðir einu sinni að
þú myndir „frekar láta binda þig
við staur og skjóta þig heldur en að
drepa annan mann“. Þú varst alltaf
léttur, en á þessu tímabili leið þér
ekki vel. Að ganga um með byssu
um öxl, sprengjur um mjaðmir, sitj-
andi á skriðdreka var ekki þinn ís-
lenski stæll. En þessum tíma lauk!
Þjóðminjasafnið í Kanada í Ottawa
vissi af þér og fljótlega varstu orð-
inn forstöðumaður þar. Og á vissan
hátt varstu kominn á beinu braut-
ina. Köllun þín var að gera allt sem
þú gast gert til að afla upplýsinga
um Vestur-íslendinga - hvort sem
það var í Kanada eða í Bandaríkj-
unum. Þarna hafðir þú fundið þitt
hjartans mál. Hvert einasta frí -
ein helgi eða skemmri stundir eða
lengri - fóru í að afla upplýsinga
um lífs eða liðna Islendinga. Þetta
kostaði ótrúlega erfiðleika og fjár-
muni en þú spurðir aldrei að því.
Þetta var framlag þitt til íslands,
sagðir þú. Bækurnar sem þú skrif-
aðir urðu líklega fimm talsins, hver
þeirra upp á mörg hundrað blaðsíð-
ur, en þú flíkaðir þeim aldrei. Þó
eru þetta fyrst og fremst íslenskar
bækur, skrifaðar bæði á íslensku og
ensku og uppfullar af íslenskum
skáldskap og sannleika. Þú þekktir
Vestur-íslendinga í þúsundatali, en
þú barðir þér ekki á brjóst í þeim
efnum fremur en öðram og gekkst
hægt um gleðinnar dyr glyss og
glæsiboða. Aðeins 56 ára komst þú
á eftirlaun og áttir Joann draum
heitastan að flytja til Islands og þá
til Hafnarfjarðar - æskuslóðanna,
þess dýrðarstaðar sem þú tilbaðst
og sást í hillingum alla tíð. En
stefnan hafði líka verið tekin á Súg-
andafjörð. Þú gleymdir aldrei feg-
urð fjarðarins og vináttu ættingj-
anna. Þar fannst þú svo vel að þú
varst viðurkenndur, - þú sagðir alla
tíð að þú værir sonur Sigmundínu
frá Laugum og varst stoltur af því.
Og þér leið svo vel að finna hlýja
handtakið eða innilega faðmlagið.
Þú, sem á vissan hátt hafðir verið
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
afskiptur, fannst svo ríkulega að
þarna varstu sonur hennar Mundu.
Hér leið þér vel og þú vildir kaupa
hús á Suðureyri. Og eins og allir
aðrir sagðir þú alltaf „amma Krist-
jana“. Þú fannst svo sterkt að hún
var amma þín eins og okkar hinna
og raunar allra barna sem henni
kynntust. En af öllu frændfólki var
þér enginn eins mikilvægur og kær
og hann Dúddi frændi, Þórður Pét-
ursson, enda skrifuðust þið á með-
an hann lifði. Sumarið áður en
mamma dó stóð til ferðalag okkar
bræðranna um okkar fagra land.
Ég vildi ekki fara. Ég hafði hjúkrað
mömmu í einhverja mánuði þó að
aðrir hafi einnig komið þar við
sögu. Samband mitt og móður
minnar hefur sennilega aldrei orðið
nánara. Samt hvatti hún mig til að
fara að ég sló tfl. Allir vissu að
mamma var deyjandi og aðeins
spurning um hvenær hún færi. Ég
mun hins vegar aldrei gleyma
þessu samfélagi okkar bræðranna í
þessari ferð. Nokkram dögum
seinna fórst þú til starfa þinna í
Ottawa. Það var eins og hún
mamma okkar fyndi á sér að þetta
yrði okkar fyrsta og eina tækifæri
til að vera fjórir saman. Og þannig
varð það. Við bjuggum dreift, í
Kanada, á Akureyri, í Hafnarfirði
og á Suðureyri. Stuttu eftir að þú
fórst kom tflkynningin. Mamma er
að fara. En rétt eins og þegar Guð-
björg amma þín dó, þá misstirðu af
tækifærinu til að kveðja. Hún dó
meðan þú varst yfir hafinu mikla á
leið til landsins stóra. Ég tel mig
tala þokkalega íslensku, en ég
gleymi ekki þegar við áðum við
„stóra beygjuna" á heiðinni og þú
sagðir: „Ég elska þennan Súg-
anda.“ Þá heyrði ég að þú talaðir ís-
lensku betur en ég, þrátt fyrir
meira en 40 ára „útlegð". En elsku
bróðir minn! Ef einhvern tíma er
upphaf, er líka öragglega endir.
Þinn endi á lífinu bar brátt að,
a.m.k. vissum við hér heima á ís-
landi ekki um þetta hörmulega áfall
fyrr en á lokastigi jarðnesks lífs
þíns.
Sem ungur drengur vissi ég vel
að ég átti stóran bróður í næstu
götu. Ég fór fjögurra ára í Sigga-
búð að kaupa tvær merkur af mjólk
og það var „siður“ stráka að hrifsa
af manni brúsann og hella úr hon-
um yfir mann. Þú sást til þess að
þetta kom ekki fyrir mig. Þegar við
voram saman var sagt að við vær-
um fallegir, en að þú værir svo
„vestfirskur", svo „friðbertskur“.
Ég var sagður „snæfellskur". Það
breytir engu, því kærleika þínum
mun ég aldrei gleyma, en hann er
öllu mestur. Síðustu mínútunum í
síðustu ferð þinni til íslands eydd-
irðu í mig. Reyndir að herða mig og
hvetja mig til dáða. Þú talaðir af
reynslu og maður hlustar alltaf ef
reynslan fylgir með. „Mér tókst
það“, sagðir þú. „Hvers vegna ekki
þér?“ „Lífið er mikils virði“, sagðir
þú. „Ég hef gengið gegnum dimma
skóga og oft villst, en ég náði átt-
um. Ég hef saknað og þráð og verið
einn eins og þú, en eins og Sig-
mundur sagði í gamla daga, þegar
allt virðist svart áttu að fara á hnén
og biðja Jesú.“ Ég veit hann sagði
satt, þessi sanntrúaði verkamaður
víngarðsins sem kenndi þér og mér
að lesa, fjögurra til fimm ára göml-
um. I Zíon í gamla daga stóð ávallt
orðið Jesús á skilti upp á vegg.
„Fylg þú mér,“ bauð hann. Þú
fylgdir honum. Ennþá rölti ég á eft-
ir og sneiði hjá stærstu steinum.
En völurnar valda mér enn fóta-
skorti. Þú áttir þína vini og vinkon-
ur. En á úrslitastundu reyndist
enginn betur en Phil Tilney. Hann
var vinurinn sem fylgdi öskunni
þinni til íslands. Fyrir hönd okkar
systkinanna þakka ég kynnin og
vinsemdina. Ég vona að einmana-
leikinn sé að baki hjá þér. Þú ert
örugglega kominn í námunda við
þau sem þér þótti vænst um.
Við hittumst aftur. Við áttum
aldrei neitt sökótt hvor við annan.
Okkar á milli var aðeins hlýja. Góð-
ur Guð geymi þig. Vertu nærri mér
ef þú getur. Ég sakna þín!
Þinn bróðir,
Ævar Harðarson.