Morgunblaðið - 08.08.1999, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 08.08.1999, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ * SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999 47 FRÉTTIR Ný pökkun- arvél fyrir stór- heybagga Grund. Morgunblaðið. Þeir félagarnir Ólafur Davíðsson á Hvítárvöllum, Jón Blöndal í Langholti og Þórhallur Teitsson á Grímarsstöðum, sem keyptu stórbaggavél í fyrrasumar, hafa nú fest kaup á pökkunarvél, sem hentar vel við að plasta stór- baggana. Vélin var tekin í notkun fimmtudaginn 29. júlí 1999 og daginn eftir var bundið og pakk- að á Skarði í Lundarreykjadal, en þá skoðaði fréttaritari vinnu- brögðin, sem voru með ólíkindum. Vélin getur pakkað stórbögg- um, sem eru 1,80 x 1,20 x 0,80 metrar að stærð, og tveimur slík- um böggum er hægt að pakka samtímis. Venjuleg stærð hey- bagga er hins vegar 1,60 x 0,80 metrar og er einum slíkum pakk- að í einu, en næsti baggi bíður á færibandinu, til að afköst verði góð. Alls var pakkað á milli 80 og 90 böggum á einni klukkustund, en stórbaggavélin getur bundið 100-160 bagga á klukkústund við góðar aðstæður. Ef tún eru mjög vel sprottin fást 25-28 baggar af hektara. Þeir sem vilja fá þessi tæki á tún geta haft samband við Hvít- árvelli, en þar er tekið á móti verkpöntunum. Vísir.is, Aco og Opin kerfi með samstarf VÍSIR.is, Opin kerfi og Aco hafa hafið samstarf um uppbyggingu upplýsingatæknisamfélags á Vísi.is og mun fyrsta tölvuverslunin á Net- inu með tölvuvörur frá Hewlett- Packard og í fréttatilkynningu kem- ur fram að Apple muni líta dagsins ljós innan örfárra vikna ásamt viða- miklum vef um upplýsingatækni. Fram kemur í fréttatilkynning- unni að samningur þessi sé hluti af sókn Opinna kerfa inn á svið við- skipta á Netinu auk þess sem fyrir- tækið sé að auka þátt sinn í allri umræðu um upplýsingatækni. Með opnun tölvuverslunar Aco á Vísi.is verði þjónusta við neytendur stór- aukin þar sem fólk megi búast við tilboðum og markaðsaðferðum sem enn hafi ekki litið dagsins ljós hér á landi. LEIÐRÉTT St. Franciskussystur í Stykkishólmi í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær um komu Bernardin Gantin kar- dinála, staðgengils páfa, til íslands í dag, var rangt farið með nafn nunnureglunnar í Stykkishólmi og systumar sagðar tilheyra St. Jós- efssystrum. Hið rétta er auðvitað, að systurnar í Stykkishólmi eru St. Franciskussystur. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. FRÁ undirskrift samnings um samstarf um upplýsingatæknisamfélag á Vísi.is. F.v. eru Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri Aco, Þorvaldur Jacobsen, framkvæmdastjóri Vísis.is, og Gylfi Árnason, framkvæmda- stjóri Opinna kerfa. Bústaðavegur — opið hús Til sölu 3ja—4ra herb. íbúð ásamt risi á Bústaðavegi 99, Rvk. Ibúðin er nýmáluð, nýl. dúkur á gólfum. Fallegur garður með leiksvæði fyrir framan. Sérinngangur. Ibúðin er laus strax. Opið hús verður í dag sunnudag frá kl. 13—15. Allar frekari uppl. í síma 697 6130. EINSTÖK SJÁVARLÓÐ V/LITLUBÆJARVÖR, ÁLFTANESI Byggingarlóð fyrir u.þ.b. 200 fm hús auk tvöfalds bílskúrs á einstaklega fallegri sjávar- lóð vestast á Álftanesinu. Gert er ráð fyrir húsi á einni hæð. Allar aðliggjandi lóðir eru byggöar. Lóðin er eignarlóð og hafa öll gjöld verið greidd. Kostnaður lóðarhafa við kaup og gatnagerðargjöld nemur nú tæplega 5 milljónum og er það viðmiðunarverð lóðarinnar. Einstakt útsýni til sjávar þar sem Snæfellsjökull rýs upp úr hafinu beint út af lóðinni. Nýlega er lokið byggingu fallegs sjávarkamps meðfram allri fjörunni, sem ver lóðina fyrir ágangi sjávar. Lóðin er til afhendingar nú þegar og byggingarhæf. Eignasalan - Húsakaup, slmi 530 1500 Opið hús í dag á milli kl. 13 og 15 Vatnsstígur 8, Rvk. I dag á milli kl. 13 og 15 býðst þér og þínum að skoða þetta stórglæsilega einbýlishús sem er meira og minna allt endurnýjað. Húsið er kjallari hæð og ris. Sér bílastæði, hellulögð lóð. Sjón er sögu ríkari. Verð 15,9 millj. Jakob býður ykkur velkomin. (5077). Til sölu parhús í Hafnarfirði í Setbergshverfi á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr, alls 237 fm. Stórar stofur, 4 svefnhen- bergi. Glæsilegt eldhús og baðherbengi. Stórar svalin og stón fallegun ganðun. Laus um miðjan ágúst. Verð 19,7 millj. Upplýsingar í síma 565 4708 og 869 4123 Suðurlandsbraut 46, (bláu húsin) S. 588 9999 • odal@odal.is Furugrund, kóp. Sérstaklega falleg og björt 3ja herbergja íbúð á 3. hæð (efstu) í litlu fjölbýli á góðum stað Fossvogsmegin f Kópavogi. Parket og flísar á gólfum, gott útsýni. Mjög snyrtileg og vel umgengin íbúð og sameign. Áhv. ca. 3,2 m. Verð 7,3 m. Víkurás. Mjög falleg og rúmgóð 3ja herbergja íbúð á 3. hæð (efstu) í mikið endurnýjuðu fjöibýli. Vandaðar innréttingar, m.a. hurðir, skápar og gólfefni. Suður svalir og gott útsýni. Hús klætt að utan, endurn. þak og sameign að innan öll nýlega standsett. Áhv. 4,5 m. Verð 8,2 m. Frostafold m/bílskýli. Afar falleg og vel staðsett íbúð á 2. hæð í þessu eftirsótta hverfi. 1 svefnherb. og stofa, gott eldhús og bað, parket og flísar á gólfum. Rúmgott stæði í vandaðri bílageymslu fylgir. Áhv. 4,4 m. byggsj. Verð 7,4 m. Fyrirspurnum svarað í dag í hjá Helga í síma 896 5085 og hjá Jóhanni í síma 862 1618. OÐAL FLYTUR OPNUM Á MORGUN STÆRRA OG BETRA HÚSNÆÐIAÐ SlÐUMÚLA 10. VERIÐ VELKOMIN!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.