Morgunblaðið - 08.08.1999, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 08.08.1999, Qupperneq 64
* MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSIHÓLF3040, NBTFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆ7TI1 SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Skortur á meinatæknum og hjúkrunarfræðingum á stóru sjúkrahúsunum Meinatæknar verið ráðnir frá útlöndum Morgunblaðið/Árni Sæberg Miklar gróðurskemmdir í Herðubreiðarlindum Ung stúlka tilkynnir nauðgun .. Tveggja manna leitað LÖGREGLAN flutti á sjötta tímanum í gærmorgun unga stúlku, undir tvítugu, á neyð- armóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir að hún hafði tilkynnt um nauðgun. Hafði stúlkan látið vita af sér á kaffi- húsi í Vallarstræti laust fyrir klukkan fimm. Hún var þá illa á sig komin og sagði að tveir menn, um tvítugt, hefðu t' S’nauðgað sér. Þegar lögreglan kom á vettvang voru liðnar 30 til 60 mínútur frá atburðinum, að mati stúlkunnar. Árangurs- laus leit var gerð að meintum nauðgurum en málið er nú í höndum rannsóknardeildar lögreglunnar. Enn hefur ekki verið tekin skýrsla af stúlkunni og ekki er vitað hvort hún leggur fram form- lega kæru. SKORTUR hefur verið á meina- tæknum á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík, einkum á Sjúkrahúsi ^teykjavíkur, sem meðal annars hefur leitt til þess að ráðnir hafa verið meinatæknar að utan. Magn- ús Pétursson, forstjóri sjúkrahús- anna í Reykjavík, segir að ástandið í þessum efnum hafi verið erfitt í ár, ekki hvað síst nú í sumar vegna sumarleyfa. Magnús sagði að bæði væri um það að ræða að meinatæknar hefðu leitað í önnur störf, og að margir þeirra hefðu leitað í störf utan stóru sjúkrahúsanna vegna aukinnar eft- irspumar eftir sérþekkingu þehra. Skortur á hjúkrunarfræðingum væri ekki síður mikill og ekki hefði tekist að manna deildir af þeim sök- um. Þar kæmi ýmislegt til. Fólk hefði farið í önnur störf, launadeilur hefðu verið í gangi, auk þess sem evrópska vinnutímatilskipunin gerði það að verkum að fólk ynni sér inn meiri frírétt en áður hefði verið. Samkeppni væri um þá sem kæmu úr hjúkrunamámi og launamálin vægju þungt í þeim efnum, en að- staða stóra sjúkrahúsanna hvað þau snerti væri erfið vegna þess hversu stórir vinnuveitendur þau væm. Vinnuhópur settur á laggirnar Magnús sagði að manneklan á sjúkrahúsunum hefði verið til sér- stakrar umræðu innan stjóma þeirra í vor og ákveðið hefði verið að setja á laggirnar vinnuhóp til að kanna hvaða leiðir væm færar til að vinna bug á henni. Ekki væri víst að lausn vandamálsins fælist einungis í því að fjölga útskrifuð- um hjúkrunarfræðingum, heldur gæti hún einnig falist í breyting- um á vinnuskipulagi á sjúkrahús- unum, launum og öðm þessu tengdu. „Spítalamir vilja skoða það hvort þeir geti komið fram með tillögur um hvað megi verða til að draga úr þessari manneklu, sem sannarlega er mikið vandamál," sagði Magnús ennfremur. HLAUPIÐ í Kreppu og Jökulsá á Fjöllum um siðustu helgi olli mikl- um skemmdum á gróðri í Herðu- breiðarlindum og þar sem áður mátti sjá grænar eyrar er nú svart yfir að líta. í hlaupinu fiæddi yfir stórt svæði í Herðubreiðarlindum og tók beljandi fljótið m.a. með sér þijár göngubrýr yfir Lindaá. Allt svæðið sem sést fremst á myndinni fór á kaf og breiddi fljótið úr sér alveg að dökkum hraunjaðrinum sem sést aftast á myndinni. Til hægri er ein göngubrúin, mikið skemmd, sem fór í hlaupinu. Að sögn Róberts Þórs Haralds- sonar, Iandvarðar í Herðubreiðar- lindum, urðu mestar skemmdir á hvönn og gróðri meðfram Lindaá. Hvönnin rifnaði upp mikið til og sömuleiðis heilu breiðumar af gróðri. „Gróðurinn flettist sums staðar af eins og túnþökur og flaut í burtu með straumnum," segir hann. „Þetta er þó ótrúlega vel sloppið miðað við vatnsmagnið sem fór hér um og greinilegt að gróðurinn hér er mjög sterkur þótt hann þoli illa ágang manna. Eyrarósin felldi ekki einu sinni blöð þótt hún færi undir beljandi fijót.“ Þá segir Róbert að talsvert af vikri úr Krepputungu hafi borist með flaumnum yfir til Herðubreiðarlinda og er hann áberandi á nokkmm stöðum á svæðinu vegna þess hve hann er ljós á litinn. Vikurinn á þó eftir að fjúka í burtu með túnanum eða molna niður. Róbert telur að svæðið muni að mestu gróa á nokkmm ámm. „Það mun taka einhver ár þótt sum þessara barða grói kannski ekki.“ Þar sem Herðubreiðarlind- ir em friðland mun ekki fara fram nein uppgræðsla á svæðinu eða vinnuvélar notaðar til að færa til börðin. Hins vegar, segir Ró- bert, munu sjálfboðaliðar á veg- um Ferðafélags íslands sjá um að endurreisa þau mannvirki sem fóra í flóðinu og þar á meðal brýmar þijár. <tr: Gæsir merktar í Pjórsárverum UNDANFARIN Qögur ár hafa starfsmenn Náttúmfræðistofn- unar Islands, í samvinnu við bresku samtökin Wildlife and Wetland Tmst, unnið að merk- ingum á gæsum hérlendis. Til- gangurinn með merkingunum er tvíþættur. Merkingarnar gefa í fyrsta lagi tækifæri til að fylgjast með ferðum gæsanna en megintilgangurinn er sá að afla upplýsinga um dánartíðni og lífslíkur fuglanna. Að sögn Arnórs Sigfússonar fuglafræðings vom rúmlega '1.000 heiðagæsir merktar í Þjórsárvemm á fjóram dögum um miðjan júlí og er þetta fyrsta árið sem fúglar em merktir þar í þessu verkefni. Áður en haldið var í Þjórsár- verin fóru fram merkingar á grágæsum og helsingjum á Iág- lendinu. Á þessum tíma er best að eiga við gæsirnar á meðan þær era ófleygar og ungarnir orðnir nægilega stórir til merk- inga. Þessu verkefni verður haldið áfram á næsta ári, því merkja þarf fúglana í a.m.k. 5 ár til að hægt sé að reikna út lífslíkur og dánartíðni. Megnið af þessu er lesið á Bretlandseyjum á vetrarstöðvum fuglanna. Þar era það líffræðingar og ekki síst áhugamenn sem fylgjast með gæsunum. Hér á landi er einnig fylgst með fuglunum og er t.d. mikilvægt að merki af veiddum fuglum skili sér til N áttúrafræðistofnunar. --------------- Seyðisfjörður Reynt að hefta lekann KAFARARNIR sem köfuðu niður að flaki E1 Grillo fyrir hádegi í gær hafa staðsett olíulekann. Ekki hefur verið ákveðið til hvaða aðgerða verð- ur gripið til að stöðva hann, en það verður gert á næstu dögum, að sögn Eyjólfs Magnússonar, sérfræðings Hollustuverndar. Hann segir að erfítt hafí verið að koma auga á sjálft gatið vegna röra- lagna á skipinu, en búið sé að af- marka svæðið nægilega. Á næstu dögum verði reynt að koma í veg fyr- ir að olían dreifi sér. Hugsanlega verði festrn- eins konar hattur á flak- ið yfir lekanum, til að safna olíunni þar fyrir. Ur hattinum lægi síðan barki upp á yfirborðið þannig að hægt yrði að dæla olíunni upp.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.