Morgunblaðið - 15.08.1999, Síða 19

Morgunblaðið - 15.08.1999, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 1 9 LISTIR Markviss tölvunámskeið DORA Bendixen og Björg Örvar vinna að uppsetn- ingu sýninga sinna í vestur- og austursal Gerðarsalhs. Morgunblaðið/Kristinn KOLBRÚN Sigurðardóttir og Inga Rún Harðardóttir við verkin sem m.a. eru í neðri sölum Gerðarsafns. Gerðarsafn, Listasafn Kópavogs Fjórar sýningar í sölum safnsins FJÓRAR sýningar hafa verið opnað- ar í sölum Gerðarsafns í Kópavogi. I efri sölum Listasafnsins verða opnaðar tvær sýningar sem eru að nokkru leyti samtengdar. Þær bera yfirskriftina Við hjartarætur/The Heart of the Matter og sýnir Björg Örvar í vestursal safnsins olíumál- verk og vatnslitamyndir sem hún hefur unnið á sl. tveimur árum, en í austursal sýnir norski myndhöggv- arinn Dora Bendixen skúlptúra úr marmara og blekteikningar. Sýningar þessar eru síðbúið sam- starfsverkefni listakvennanna en haustið 1994 deildu þær með sér vinnustofu í marmarabænum Pi- etrasanta á Italíu. „Þrátt fyrir ólíkt efnisval og efnistök ákváðu þær að láta reyna á tengsl þau sem þær fundu við verk hvor annarrar og stefna að samsýningu á Islandi fyrir aldarlok,“ segir Guðbjörg Ki-ist- jánsdóttir, forstöðumaður Lista- safns Kópayogs. Björg Örvar útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Islands 1979 og fór síðan til framhaldsnáms í Bandaríkjunum. Hún býr og starfar á íslandi og hefur haldið margar einkasýningar, tekið þátt í samsýningum heima og erlendis síðastliðin fimmtán ár auk þess sem hún hefur gefið út ljóðabók og eina skáldsögu. Björg hefur vinnustofu í Álafosskvos í Mosfellsbæ. Dora Bendixen er fædd í Noregi 1954. Hún nam við Statens Hánd- verks- og Kunstindustriskole, Arki- tekthoyskolen í Ósló, Kunstakademi- et í Stokkhólmi og útskrifaðist frá Statens Kunstakademi 1983. Hún fluttist fljótlega eftir nám sitt suður til Italíu, þar sem hún hefur unnið að mestu leyti að list sinni. Dora Bend- ixen hefur einkum sýnt í Noregi, Frakklandi og Italíu og dvelur nú og starfar ýmist í Noregi eða í marm- arabænum Pietrasanta á Itahu. Björg Örvar hlaut styrk bæjar- listamanns Kópavogs 1999 en sýn- ing Doru Bendixen er styrkt af norska sendiráðinu. Sendiherra Noregs á íslandi, hr. Knut Tarald- set, mun flytja ávarp við opnun sýn- ingar Doru Bendixen klukkan 14. Hann og þær og í alvöru I neðri sölum safnsins verða opn- aðar tvær sýningar kl. 15. Kolbrún Sigurðardóttir opnar sýningu á leirskúlptúr og veggmyndum og hefur sýningin yfirskriftina I al- vöru. Á þessari sýningu er Kolbrún að vinna með íslensku þjóðsögurnar út frá kjaftasögum. Þjóðsögumar byggja á sama grunni og Gróu- eða kjaftasögur dagsins í dag, þær ber- ast manna á milli og eru gjaman kryddaðar í meðferð hvers og eins. Kolbrún vinnur einkum umgjörð þessara sagna og hugtök sem tengj- ast þeim þegar þær berast mOli manna. Kolbrún Sigurðardóttir útskrif- aðist frá Myndlista- og handíða- skóla íslands árið 1995 og stundaði síðan framhaldsnám við ungverska listiðnarháskólann Magyar Iparmu- vészeti Föiskola. Þetta er þriðja einkasýning Kolbrúnar. Inga Rún Harðardóttir opnar sýningu á leirlistaverkum. Sú sýn- ing ber heitið Hann og þær. Eitt verkanna er portrett af karlmanni en öll hin eru myndir af konum í ýmsum tUbrigðum. Flest verkin á sýningunni era unnin á alþjóðlegu keramíkverkstæði í Skælskor í Danmörku á þessu ári. Sum verkin eru brennd í viðarbrennsluofni, þeim eina sinnar tegundar í Dan- mörku. Sú aðferð tekur lengri tíma en hefðbundnar aðferðir og af ösk- unni myndast blæbrigðarík áferð. Inga Rún Harðardóttir útskrifað- ist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1993 og var síðan við framhaldsnám í Kolding í Dan- mörku. Þetta er þriðja einkasýning hennar og hún hefur einnig tekið þátt í nokkmm samsýningum bæði hér heima og erlendis. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga frá 12-18. Sýning- unum lýkur sunnudaginn 29. ágúst. NTV skólamir í Hafnarfirði og Kópavogi bjóða upp á tvö hagnýt og markviss tölvunámskeið íyrir byrjendur. 60 klst. eða 90 kennslustundir: ■" Grunnatriði í upplýsingatækni *■ Windows 98 stýrikeifið Word ritvinnsla ► Exeel töflureiknir ► Aecess gagnagrunnur <► PowerPoint (gerð kynningarefnis) ► Internetið (vefurinn og tölvupóstur) 48 klst eða 72 kennslustundir: ► Almennt um tölvur og Windows 98 ► Word ritvinnsla •- Excel töflureiknir Internetið (vefurinn og tölvupóstur) Boðið er upp á bæði morgun- og kvöldnámskeið sem hefjast í byrjun september. UpþCýsingar og inraitun í símum 544 4500 og 555 4980 — Nýi tölvu- &. viðskiptaskólinn Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Slmi: 555 4980 - Fax: 555 4981 Hlíðasmára 9- 200 Kópavogi - Sfmi: 544 4500 - Fax: 544 4501 Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimasfða: www.ntv.is KUCHEN TECHNIK Heimilistæki Falleg og vönduð tæki á hagstæðu verði! http://www.heildsoluverlsunin.is Innréttingar & tæki Við Fellsmúla Sími 588 7332 OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, • laugard. kl. 10-14 666^^W&qujrWJnuuM^^^

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.