Morgunblaðið - 15.08.1999, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 15.08.1999, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 1 9 LISTIR Markviss tölvunámskeið DORA Bendixen og Björg Örvar vinna að uppsetn- ingu sýninga sinna í vestur- og austursal Gerðarsalhs. Morgunblaðið/Kristinn KOLBRÚN Sigurðardóttir og Inga Rún Harðardóttir við verkin sem m.a. eru í neðri sölum Gerðarsafns. Gerðarsafn, Listasafn Kópavogs Fjórar sýningar í sölum safnsins FJÓRAR sýningar hafa verið opnað- ar í sölum Gerðarsafns í Kópavogi. I efri sölum Listasafnsins verða opnaðar tvær sýningar sem eru að nokkru leyti samtengdar. Þær bera yfirskriftina Við hjartarætur/The Heart of the Matter og sýnir Björg Örvar í vestursal safnsins olíumál- verk og vatnslitamyndir sem hún hefur unnið á sl. tveimur árum, en í austursal sýnir norski myndhöggv- arinn Dora Bendixen skúlptúra úr marmara og blekteikningar. Sýningar þessar eru síðbúið sam- starfsverkefni listakvennanna en haustið 1994 deildu þær með sér vinnustofu í marmarabænum Pi- etrasanta á Italíu. „Þrátt fyrir ólíkt efnisval og efnistök ákváðu þær að láta reyna á tengsl þau sem þær fundu við verk hvor annarrar og stefna að samsýningu á Islandi fyrir aldarlok,“ segir Guðbjörg Ki-ist- jánsdóttir, forstöðumaður Lista- safns Kópayogs. Björg Örvar útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Islands 1979 og fór síðan til framhaldsnáms í Bandaríkjunum. Hún býr og starfar á íslandi og hefur haldið margar einkasýningar, tekið þátt í samsýningum heima og erlendis síðastliðin fimmtán ár auk þess sem hún hefur gefið út ljóðabók og eina skáldsögu. Björg hefur vinnustofu í Álafosskvos í Mosfellsbæ. Dora Bendixen er fædd í Noregi 1954. Hún nam við Statens Hánd- verks- og Kunstindustriskole, Arki- tekthoyskolen í Ósló, Kunstakademi- et í Stokkhólmi og útskrifaðist frá Statens Kunstakademi 1983. Hún fluttist fljótlega eftir nám sitt suður til Italíu, þar sem hún hefur unnið að mestu leyti að list sinni. Dora Bend- ixen hefur einkum sýnt í Noregi, Frakklandi og Italíu og dvelur nú og starfar ýmist í Noregi eða í marm- arabænum Pietrasanta á Itahu. Björg Örvar hlaut styrk bæjar- listamanns Kópavogs 1999 en sýn- ing Doru Bendixen er styrkt af norska sendiráðinu. Sendiherra Noregs á íslandi, hr. Knut Tarald- set, mun flytja ávarp við opnun sýn- ingar Doru Bendixen klukkan 14. Hann og þær og í alvöru I neðri sölum safnsins verða opn- aðar tvær sýningar kl. 15. Kolbrún Sigurðardóttir opnar sýningu á leirskúlptúr og veggmyndum og hefur sýningin yfirskriftina I al- vöru. Á þessari sýningu er Kolbrún að vinna með íslensku þjóðsögurnar út frá kjaftasögum. Þjóðsögumar byggja á sama grunni og Gróu- eða kjaftasögur dagsins í dag, þær ber- ast manna á milli og eru gjaman kryddaðar í meðferð hvers og eins. Kolbrún vinnur einkum umgjörð þessara sagna og hugtök sem tengj- ast þeim þegar þær berast mOli manna. Kolbrún Sigurðardóttir útskrif- aðist frá Myndlista- og handíða- skóla íslands árið 1995 og stundaði síðan framhaldsnám við ungverska listiðnarháskólann Magyar Iparmu- vészeti Föiskola. Þetta er þriðja einkasýning Kolbrúnar. Inga Rún Harðardóttir opnar sýningu á leirlistaverkum. Sú sýn- ing ber heitið Hann og þær. Eitt verkanna er portrett af karlmanni en öll hin eru myndir af konum í ýmsum tUbrigðum. Flest verkin á sýningunni era unnin á alþjóðlegu keramíkverkstæði í Skælskor í Danmörku á þessu ári. Sum verkin eru brennd í viðarbrennsluofni, þeim eina sinnar tegundar í Dan- mörku. Sú aðferð tekur lengri tíma en hefðbundnar aðferðir og af ösk- unni myndast blæbrigðarík áferð. Inga Rún Harðardóttir útskrifað- ist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1993 og var síðan við framhaldsnám í Kolding í Dan- mörku. Þetta er þriðja einkasýning hennar og hún hefur einnig tekið þátt í nokkmm samsýningum bæði hér heima og erlendis. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga frá 12-18. Sýning- unum lýkur sunnudaginn 29. ágúst. NTV skólamir í Hafnarfirði og Kópavogi bjóða upp á tvö hagnýt og markviss tölvunámskeið íyrir byrjendur. 60 klst. eða 90 kennslustundir: ■" Grunnatriði í upplýsingatækni *■ Windows 98 stýrikeifið Word ritvinnsla ► Exeel töflureiknir ► Aecess gagnagrunnur <► PowerPoint (gerð kynningarefnis) ► Internetið (vefurinn og tölvupóstur) 48 klst eða 72 kennslustundir: ► Almennt um tölvur og Windows 98 ► Word ritvinnsla •- Excel töflureiknir Internetið (vefurinn og tölvupóstur) Boðið er upp á bæði morgun- og kvöldnámskeið sem hefjast í byrjun september. UpþCýsingar og inraitun í símum 544 4500 og 555 4980 — Nýi tölvu- &. viðskiptaskólinn Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Slmi: 555 4980 - Fax: 555 4981 Hlíðasmára 9- 200 Kópavogi - Sfmi: 544 4500 - Fax: 544 4501 Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimasfða: www.ntv.is KUCHEN TECHNIK Heimilistæki Falleg og vönduð tæki á hagstæðu verði! http://www.heildsoluverlsunin.is Innréttingar & tæki Við Fellsmúla Sími 588 7332 OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, • laugard. kl. 10-14 666^^W&qujrWJnuuM^^^
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.