Morgunblaðið - 19.09.1999, Side 6

Morgunblaðið - 19.09.1999, Side 6
6 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Umheimurinn hefur að undanförnu fylgst grannt með óeirðunum fyrir og í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar um framtíð stjórnskipulags á Austur-Tímor. Astandið í landinu gæti haft töluverð áhrif á stjórnarfarsbreyting- arnar í sjálfri Indónesíu. Rósa Erlingsddttir kynnti sér glundroða indónesískra stjórnmála og ræddi við Jón Orm Halldórsson stjórnmálafræðing um hættur sem þar kunna að leynast. Sundrimg í stærsta ríki íslams &»*) BAKSVIÐ / Reuters. Mikil ólga hefur verið í indónesiskum stjórnmálum að undanförnu og mótmæli námsmanna og átök við her og lögreglu verið nær daglegur viðburður. BAKSVIÐ vargaldarinnar, er nú geisar á Austur- Tímor, eru mjög flókin átök innan valdastéttarinnar í Indónesíu. Ríkisstjóm Bacharuddin Jusuf Habibie stendur óstyrkum fót- um og pólitísk átök vegna komandi forsetakosninga virðast í algleym- ingi. Pólitískur armur hersins, sem áður var jafnvel enn voldugri en í dag, er hikandi, klofrnn og virðist eiga í erfíðleikum með að skipa sér sess innan stjómkerfísins eftir að ferli meintra stjómarfarsbreytinga í átt til lýðræðis hófst. Jón Ormur Halldórsson segir átökin á A-Tímor þó ekki stærsta málið sem Indónesíustjóm glímir við um þessar mundir. Annars vegar séu stjómarfarsbreytingamar í átt til lýðræðis og slæmt ástand í efna- hagsmálum mun víðtækara mál og hins vegar hugsanlegur klofningur landsins vegna átaka í hémðum sem tilheyrt hafa landinu með mun traustari hætti frá stofnun indó- nesíska lýðveldisins. Segir hann aðskilnað A-Tímor í sjálfu sér ekki vera áfall fyrir Indónesíu heldur séu áhrifin með óbeinum hætti þau að aðskilnaðurinn spomar gegn ára- tuga langri áróðursherferð Indó- nesíustjómar um að landið sé óaðskiijanlegur hluti Indónesíu og að íbúar eyjunnar séu og vilji vera Indónesar. Auk þess hefur herinn lagt í miklar mannfómir í átökum við skæruliða, sem allt frá innrás Indónesa, árið 1975, hafa barist fyrir sjálfstæði A-Tímor. En voldugir liðs- menn hersins em sagðir afar ósáttir við að landið hljóti sjálfstæði frá Indónesíu. Valdatafl ólíkra afla En hvað hafa uppreisnarmenn andstæðinga sjálfstæðis í hyggju og kannski ennfremur, hver er hlut- deild stjómvalda í Jakarta í hörm- ungunum sem nú dynja á íbúum A- Tímor? Sérfræðingar £ málefnum Suðaustur-Asíu velta nú helst fyrir sér tveimur spurningum, þ.e. hver stendur að baki blóðbaðinu á A- Tímor og hvað olli því? Þegar alþjóðlegir leiðtogar þrýsta á Indó- nesíustjórn um að stilla til friðar í landinu hafa þeir efalaust þessar lykilspumingar í huga. Kenningum þess efnis að voldug öfl innan hers- ins reyni að snúa við gangi sögunn- ar og hindra lýðræðisþróun í Indó- nesíu og í kjölfarið að hrifsa til sín öll völd úr höndum Habibies, for- seta landsins, hefur ve'rið haldið á lofti. Eins segja sumir herinn vilja koma í veg fyrir að sjálfstæðis- hreyfingar annars staðar í landinu fái byr undir báða vængi í kjölfar sigurs sjálfstæðissinna í þjóðarat- kvæðagreiðslunni. Enn aðrir telja heraaðaryfirvöld leita hefnda við Habibie forseta fyrir að hafa látið undan alþjóðlegum þrýstingi og heimilað þjóðaratkvæðagreiðslu í landinu. Allar þessar skýringar gætu átt við, en enginn treystir sér til að segja með vissu hvað vaki fyr- ir þeim öflum sem efndu til óeirðanna. Eins er enn óljóst hvort Wiranto, æðsti yfirmaður hersins, standi á bak við átökin eða hvort hann hafi endanlega misst stjóm á herdeild- um á A-Tímor, sem taldar era bera ábyrgð á vargöldinni sem þar hefur geisað sleitulaust síðastliðin 24 ár og kostað á þriðja hundrað þúsund manns lífið. Að sögn Jóns Orms eiga ýmis öfl innan hersins við- skiptahagsmuna að gæta á A-Tímor og dæmi era um að einstakir her- foringjar hafi einokun á útflutningi viss vamings frá eyjunni og hafi þar af leiðandi mikil ítök í þarlendu efnahagslífi. Pólitísk staða Wirantos er um þessar mundir mjög ótraust. Sam- fara óstöðugleika í indónesískum stjómmálum reynir hann að koma lýðræðislegum umbótum innan hersins sem skerða veralega hans eigin völd og forréttindi, sem eykur á hættuna á stjórnleysi innan hers- ins. Osætti vegna málefna á A- Tímor kyndir enn frekar undir þá hættu. Ef Wiranto stendur á bak við átökin á A-Tímor væri það þvert á stefnu Habibies forseta um að auka sjálfstjómarréttindi héraða Indónesíu. Habibie gerði fyrii- skömmu kunn áform sín um að bjóða sig fram í forsetakjörinu í nóvember næst- komandi. Harðvítugar deilur við hemaðaryfirvöld gætu orðið honum dýrkeyptar og í raun kostað hann embættið þar sem atkvæði þing- manna hersins, sem sæti eiga í kosninganefndinni, munu skipta sköpum um úrslit kosninganna. Indónesíustjóm er hins vegar mjög tvístígandi í málinu og líklegt að hún dragi á langinn að gefa grænt ljós um hvenær friðargæslu- lið geti hafið störf þar til ástandið í innanríkismálum tekur á sig heil- steyptari mynd eða jafnvel þangað til þjóðþingið kemur saman til að samþykkja stjórnarskrárbreytingu um sjálfstæði A-Tímor um miðjan október. Stjómarandstaðan er að sögn Jón Orms einnig mjög klofin í málinu. Öfl innan hennar sem reyna að komast til valda vilja alls ekki að A-Tímor hljóti sjálfstæði og þá einkum vegna sterkrar þjóðernis- hyggju, sem einnig á við um herinn. Hins vegar gæti andstaða þeirra verið liður í tilraunum til að koma Habibie frá völdum þar sem hann er bæði gerður tortryggilegur fyrir að vilja sleppa A-Tímor og fyrir að bera ábyrgð blóðbaði á eyjunni. Lítið svigrúm til alþjóðlegra afskipta Hið viðkvæma ferli stjómarfars- breytinga í Indónesíu í átt til lýðræð- is samfara valdatafli innan æðstu valdastéttarinnar setur erlendum af- skiptum vissar skorður. Efnahags- legar refsingar, t.d. í formi viðskipta- banns eða frystingar lána Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, myndu grafa undan örvæntingarfullum tilraunum vesturveldanna undanfama áratugi til að koma á efnahagslegum stöðug- leika í landinu. Þótt ódæðisverkin á A-Tímor fari út fyrir öll hugsanleg siðferðismörk og bijóti í bága við skhgreiningu vesturveldanna á mannréttindum fellur eyjan ekki undir landsvæði sem talist geta mikilvæg í augum leiðtoga vesturveldanna. Áhrif af- skipta verður því væntanlega veginn og metinn í ljósi þeirra áhrifa er þau gætu haft á samskiptin við Indó- nesíu, fjórða fjölmennasta ríki heims. Vesturveldin höfðu og hafa enga beina hagsmuni af sjálfstæði A- Tímor. Hins vegar hafa þau mikla hagsmuni af vinsamlegum samskipt- um við Indónesíustjóm vegna stærð- ar þjóðarinnar og efnahags- og hemaðarlegs mikilvægis landsins í Suðaustur-Asíu. Ástæða þess að vesturveldin styðja nú kröfur Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er einna helst rakin til áratuga baráttu mannréttindasamtaka sem fjallað hafa sleitulaust um mannréttinda- brot indónesíska hersins og þrýst á alþjóða stofnanir um að láta málið til sín taka. Meintar stjómarfarsbreyt- ingar í átt til lýðræðis hljóta einnig góðar viðtökur hjá leiðtogum vestur- veldanna sem leggja kapp sitt á að styrkja efnahagslegar umbætur sem miða að uppbyggingu frjáls markaðshagkerfis. Lýðræðislegar sljórnarfars- breytingar Indónesar gengu í júní síðastliðn- um til fyrstu frjálsu þingkosning- anna sem haldnar hafa verið í land- inu í fjörutíu og fjögur ár. Fyrir rúmu ári sagði Suharto, fyrrverandi forseti Indónesíu, af sér embætti eftir þijátíu og þriggja ára valdatíð. Afsögnin kom í kjölfar efnahag- skreppunnar 1997, vaxandi óánægju almennings og alþjóðlegra krafna um efnahags- og lýðræðis- legar umbætur í landinu. Stjómmálaflokkar Indónesíu virtust eftir þingkosningamar sýna einhug um að verða við kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um efna- hagslegar umbætur og þróun lýðræðislegra stjómarhátta í land- inu. Allra augu beindust að Indó- nesíu og menn veltu fyrir sér hvort nýjum stjómvöldum stærsta ríkis íslams tækist að rétta úr kútnum eftir efnahagskreppuna miklu og nærri hálfrar aldar ógnarstjórn, byggða á einræði og stórfelldum af- skiptum hersins af stjómmálum. Talið er að alls hafi um fimm hund- rað þúsund manns misst lífið í of- beldisaðgerðum hersins undir stjóm Suhartos. Ef stjómarfars- breytingamar boða kúvendingu frá fyrri stjómarháttum væri það sönn- un þess að ráðamenn ríkjasam- bands 212 milljóna manna, sem skiptast í rúmlega fjögur hundrað ólíka þjóðemis- og trúarhópa, hefðu getu til pólitískrar framtakssemi og byltingakenndra breytinga. Átök þjóðernis- og trúarhópa Blóðug átök víðs vegar um hinar ríflega 13.000 eyjar Indónesíu ein- kenndu aðdraganda þingkosning- anna. Á Mólúkka-eyjum börðust kristnir gegn múslímum, í Aech- héraði nyrst á eyjunni Súmötra blossuðu upp óeirðir milli stjómar- hersins og uppreisnarmanna sem berjast fyiir sjálfstæðu ríki. Á Aust- ur-Tímor héldu ódæðisverk and- stæðinga sjálfstæðis áfram, eins og frægt er orðið og enginn vafi leikur á því að þeir njóta stuðnings voldugra afla innan indónesíska hersins. Slagorð indónesíska ríkjasam- bandsins; eitt land, ein þjóð, eitt tungumál virðist í augum margra vera bæði úrelt og óviðunandi fyrh- menningarlega arfleifð Indónesíu sem byggist á sögu ólíkra þjóðernis- og trúarhópa. Auk þess að eiga í mjög djúpstæðum efnahags- og stjórnmálalegum erfiðleikum á tím- um stjórnarfarsbreytinga standa stjómvöld andspænis kröfu um þjóðareiningu sem hlýtur mjög ólík- an hljómgrann meðal þein-a íbúa sem ekki búa á Jövu og eiga sér annað móðurmál en javönsku. Átökin sem geisað hafa undanfar- in misseri era margþætt og endur- spegla spennu milli ólíkra þjóðem- is- og trúarhópa. Þau era afleiðing flókinna sögulegra atburða sem rekja má langt aftur í tímann, en umfram allt annað eru þau arfleifð valdatíðar einræðisherrans Suhartos. Almenningur í Indónesíu hefur sem áður sagði búið við mjög öflugan áróður stjómvalda síðast- liðin tuttugu og fimm ár þar sem hamrað hefur verið á mikilvægi ein- ingu landsins. Jón Ormur segir áróðurinn valda því að íbúar Indónesíu trúi því að t.d. A-Tímorar vilji vera Indónesai- og að herinn hafi í raun bjargað þeim frá meintu stjómleysi er land- ið var portúgölsk nýlenda. Almenn- ingur í Indónesíu er að sögn Jón Orms engu að síður mjög andsnúinn hemum og sakar hann um stórfelld mannréttindabrot og fjármálaspillingu og því að eiga sök á því fjármálahrani sem reið yfir landið. „Hins vegar kýs þorri Indó- nesa einingu landsins og veit að eina aflið sem hana getur tryggt er, að svo stöddu, herinn. í huga al- mennings er hann því hvort tveggja í senn, hugsanlegur bjargvættur landsins, ef það byijar að klofna, og ábyrgur fyrir mannréttindabrotum og öllum þeim hörmungum sem dunið hafa yfir Indónesíu." Er Habibie maður lýðræðislegra umbóta? Habibie hefur lofað Indónesum að koma á umbótum á öllum sviðum þjóðfélagsins. Við embættistökuna lofaði hann þjóðinni að stjóm hans myndi binda enda á spillingu æðstu embættismanna og völd hersins yrðu skorin niður samfara auknum lýðræðislegum umbótum í landinu. Habibie hefur hvað eftir annað gef- ið yfirlýsingar þess efnis að hann stefni að sambandslýðveldi að þýskri fyrirmynd eða eins konar endurreisn indónesíska ríkjasam- bandsins. Habibie bjó meira en helming ævi sinnar í vestrænu lýðræðisskipulagi. „Þýskaland," segir hann, „er mitt annað heimili, ég stefni að umbótum Indónesíu að þýskri fyrirmynd." Segir hann mannréttindi ekki vera afurð vestrænnar menningar heldur séu þau algild og eigi einnig við í Asíu, en þau orð hafa leiðtogar nágrann- aríkja Indónesíu forðast að taka sér í munn. Habibie starfaði í tuttugu ár sem ráðherra í ríkisstjóm Suhartos og vann allan þann tíma sem náinn ráðgjafi hans. Hann get- ur því vart hvítþvegið sig af þeirri spillingu sem réð ríkjum í stjórnar- tíð Suhartos. Framtíð hans verður að teljast með öllu óráðin. Enn sem komið er nýtur hann alþjóðlegs stuðnings og virðingu. Heimafyrir er hann hylltur fyrir að bæta alþjóð- lega ásýnd Indónesa, vegna meintra stjómarfarsbreytinga, sem tryggja landinu stórfellda aðstoð sem það hefur mjög brýna þörf fyrir. Málefni A-Tímor og átök annars staðar í landinu veikja hins vegar óneitanlega stuðning við stjórnar- farsbreytingamar, innanlands sem utan, og era þar af leiðandi ógn við allar tilraunir til að koma á stöðug- leika stjóm- og efnahagsmála í Indónesíu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.