Morgunblaðið - 19.09.1999, Page 11

Morgunblaðið - 19.09.1999, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 11 Morgunblaðið/Jón Svavarsson Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla íslands: „Það versta sem hægt er að gera er að taka gömul ríkisfyrirtæki og gera þau að einkareknum einokunarfyrirtækjum." Svolítið ringlaður markaður Einokunaraðstaða getur reynst fyrirtækjum dýrkeypt, þau sofna á verðinum og vita ekki hvort reksturinn er í lagi. Séu fáir keppinautar lengi um sama markaðinn er hætta á að milli þeirra myndist samkennd og enginn vilji rugga bátnum með harðri samkeppni. og galli. Þetta sé einkum slæmt þegar reynt sé að efla frjálsa samkeppni. Þá reynist oft ekki grundvöllur fyrir starfsemi margra á sama markaði en einnig valdi það vandkvæð- um að hér þekki allir alla. „Forstjórar fyrh-- tækja á sama markaði geta verið gamlir skólafélagar, þeir geta verið félagar í sama ■' Kiwanis-klúbbnum eða hist reglulega í heita pottinum. Fyrst verður manni auðvitað hugsað til þeirra sviða sem helst hafa einkennst af fá- keppni og mest hefur verið rætt um, olíu, tryggingar, banka, samgöngur og matvæla- dreifingu. Sagan sýnir að séu fá fyrirtæki um hituna ár eftir ár, áratug eftir áratug, ákveða menn fyrr eða síðar, þótt ekki sé samið um það opinberlega, að best sé fyrir alla að eng- inn sé að rugga bátnum um of. Menn fara því helst ekki út í verðsam- keppni, þeir eru ekkert að stríða hver öðrum of mikið. Komi nýr aðili inn á þennan markað getur hann valdið álíka írafári og minkur sem kemst inn í hænsnakofa en jafnframt getur hann orðið vítamínsprauta fyrir þá sem fyrir eru.“ KostnaðartSlur og réttlætlng - Aðeins tvö skipafélög sem eitthvað kveður að starfa hér og þau eiga með sér samstarf. Er það heppilegt fyrir atvinnulífið? „Maður verður að minnsta kosti mjög tor- trygginn þegar tvö fyrirtæki sem eiga að vera í samkeppni eiga með sér mikið samstarf eins og hér er um að ræða. Auðvitað er hægt að réttlæta samstarfið með því að þannig sé hægt að lækka kostnaðartölur. En um leið og fulltrúar fyrirtælqa á markaðnum fara að hittast á samráðsfundum til að ræða eitthvert afmarkað svið er hætt við að innbyrðis keppni minnki á öðrum sviðum. Það myndast ein- hvers konar samkennd. Þetta þarf ekki að vera meðvitað og með þessu er ég ekki að saka þau um einhverja vafasama leynisamn- inga. En andinn í samkeppninni breytist. Annað dæmi af sama toga var þegar Nóa- tún keypti verslanir af Baugi. Út af fyrir sig kann þetta að hafa verið fullkomlega eðlilegt en um leið og ég heyri að ráðamenn þeirra séu að stinga saman nefjum um eitt, afmarkað mál óttast ég að grimmdin í samkeppninni milli þeirra sé almennt farin að minnka." - Koma menn saman á leynilegum fundum til að skipta með sér markaðnum og ákveða verðhækkanir? „Eg geri ekki ráð fyrir því þó að slíkt geti vafalaust gerst í einhverjum tilfellum. Al- mennt þarf ekki neina formlega samninga. Þegar sömu fyrh-tækin keppa ár eftir ár geta komist á óformlegar samskiptareglur og þegj- andi samkomulag um hitt og þetta. Lykilatriðið í þessum málum öllum er hversu upplýstur neytandinn er. Fólk þarf að vita hvar hægt er að gera bestu kaupin. Neytendur hér verða pirraðir þegar þeir gera sér grein fyrir því að þeir borga þrefalt meira fyrir gallabuxumar eða hamborgarann en gert er í New York. Kannski skilar óá- nægjan þó ekki svo miklu þegar menn geta ekki gert neitt í málinu, hafa ekki aðra kosti. Enginn fer að fiytja inn hamborgara frá New York. Mjög mismunandi er hvemig alþjóða- markaðurinn hefur áhrif á verðlag vöm og þjónustu og það verður líklega seint alþjóð- legur markaður fyrir t.d. hárgreiðslu! Á hinn bóginn er auðvelt að selja fjármálaþjónustu milli landa.“ -Minkar sleppa stundum inn í kofann. Tryggingafélögin fengu samkeppni þegar FIB-trygging hóf að bjóða bflatryggingar. Hvaða lærdóma er hægt að draga af þeim málum? „Þetta skilar einhverju og ég ætla að nefna annað dæmi sem er jafnvel enn skýrara. Til greina kom að erlent olíufyrirtæki, Irving Oil, hæfi hér starfsemi. Þá bmgðust menn hratt við og settu upp OB og Orkuna. Erlenda fyrir- tækið kom reyndar aldrei hingað en neytend- ur njóta góðs af hugmyndinni því að þeir geta enn skipt við ódým stöðvamar. Það var von á minki og þá tóku sumir heldur betur við sér. Hér á landi era nú tvær til þrjár stórar blokkir á matvörumarkaðnum. En það getur verið að þessi samruni sem hefur orðið hér sé allur réttlætanlegur að því leyti að einingam- ar þurfi að vera svona stórar til að ná kostnaði eins langt niður og hægt er. Og auðvitað njóta neytendur þess að ein- hverju leyti að fyrirtækin ná niður kostnaði. Á móti kemur að eftir því sem samþjöppunin verður meiri vex tilhneiging til að hækka álagningu og einhvem tíma kemur að því að neytendur verða verr settir eftir samrana og samþjöppun. Mjög erfitt er hins vegar að meta stöðuna í þessum málum núna, sérstak- lega þegar maður hefur ekki sömu yfirsýn og stjórnendur fyrirtækjanna. Ráðamenn Baugs, Kaupáss og Nóatúns vita örugglega hvemig staðan er en það er útilokað fyrir neytanda úti í bæ að öðlast slíka yfirsýn og sennilega mjög erfitt jafnvel fyrir Samkeppn- isstofnun. Hún er ekki öfundsverð af því verkefni. Þetta er snúið í öllum löndum en þar sem komin er lengri hefð á að beita lögum sem eiga að koma í veg fyrir fákeppni em komnar einhverj- ar þumalputtareglur sem menn geta farið eftir við að túlka lögin. Þær geta verið þannig að sé markaðshlutdeild orðin ákveðið hlutfall við samruna og hafi áður verið eitthvert ákveðið hlutfall hjá viðkomandi fyrirtækjum skuli sam- rani bannaður nema einhverjar sér- stakar aðstæður komi til. Sem dæmi um slíka undantekningu mætti hugsa sér að fyrirtæki væri að deyja vegna rekstrarerfiðleika, gæti ekki starfað áfram við óbreyttar aðstæður. Þá mætti leyfa að stór aðili keypti það vegna þess að fyrirsjáanlegt væri að ella legði veika fyrirtækið einfaldlega upp laupana. Stærra fyrirtækið myndi þá hirða markaðshlutdeild keppinautarins með auðveldum hætti. Þetta væri undantekningin. Almenna regl- an í þessum löndum er að komin er einhvers konar hefð fyrir því hvað megi og hvað ekki. Þessi hefð kemst á gegnum tíðina með vinnu samkeppnisyfirvalda og dómstóla. Þetta er svolítið ringlaður markaður hjá okkur enn þá, hvort sem við tölum um neyt- endur eða stjómendur fyrirtækja. Við vitum ekki enn hvernig reglunum gegn fákeppni og einokun verður framfylgt. Stjómmálamenn eru kannski ekki alveg búnir að átta sig á því heldur, Samkeppnisstofnun veit ekki fyllilega hvernig dómstólar munu taka á þessum mál- um og hvort þeir muni leyfa henni að gera það sem henni finnst eðlilegt. Þessi þróun tekur nokkur ár og mörg mál þurfa að fara í gegn- um kerfið til að fastar reglur komist á.“ Elnn rlsabankl slæmur kostur Gylfí er spurður um einkavæðingu stórra opinbema fyrirtækja eins og Landssímans og bankanna. „Landssíminn er auðvitað athyglis- vert fyrirtæki þegar hugað er að samkeppnis- málum, þar er verið að opna markaðinn, búið að setja lögin og þegar kominn keppinautur á sviði farsímanna. En það versta sem hægt er að gera er að taka gömul ríkisfyrirtæki og gera þau að einkareknum einokunarfyrirtækj- um nema í einhverjum undantekningartilvik- um. Það væri t.d. mjög slæmt ef sameining bankanna hér yrði til þess að einn banki yrði með t.d. 80-90% af allri lánastarfseminni. Úti- lokað er að það sem sparaðist í kostnaði vegna stórrekstrarins yrði svo mikilvægt að niður- staðan yrði hagkvæm fyrir viðskiptavinina. Á móti sparnaðinum kæmi nefnilega hneigðin til þess að hækka álagninguna. Og fyrirtæki sem verður ráðandi á sínu sviði hefur slæma tilfinningu fyrir því hvað það er að gera vel og hvað illa. Merkjagjöfina frá markaðnum vantar. Það veit ekki hvort það er með of marga starfsmenn, of mörg úti- bú, það er enginn á markaðnum hér sem það getur borið sig saman við. Enginn er að narta í hælana á því og þótt fyrirtækið sýndi hagnað yrði það hálflamað í þessum skilningi. Það eina sem gæti afsakað slíkan samruna væri að hér væri komin hörkusamkeppni frá erlendum banka. Það er erfitt að spá um þau mál en reyndar má segja að þegar sé fyrir hendi ákveðin samkeppni erlendis frá hvað varðar lántökur stóru, íslensku fyrirtækjanna úti og á verðbréfamarkaði en það snýr samt meira að stofnanafjárfestum. Smásalan, tékkareikningar einstaklinga, eftirlit með krítarkortum og smálán eru ekki í samkeppni við útlenda aðila og ólíklegt að það gerist nema erlendur banki kaupi íslenskan banka. Mér finnst erfitt að ímynda mér að erlend- ur banki komi hingað og byrji frá grunni en það gæti þó gerst, t.d. banki sem stundar við- skipti á Netinu. Þau viðskipti eru sáralítil enn þá, gætu orðið mikil en munu ekki á allra næstu áram leysa af hólmi hefðbundna banka.“ Lögin ekki nógu skýr SAMKEPPNISSTOFNUN og Sam- keppnisráð mynda eitt stjórnvald og voru sett á laggimar í kjölfar nýrra laga árið 1993. Áður var stuðst við lög „um verðlag, samkeppni og óréttmæta við- skiptahætti“. Með nýju lögun- um var endanlega hætt að reyna að stýra verðlagi í land- inu með því að fyrirsldpa há- marksverð eða hámarksálagn- ingu á vöru og þjónustu. Samkvæmt lögunum skipar viðskiptai-áðherra fimm manns án tilnefningar en með sérþekkingu á samkeppnis- og viðskiptamálum í Samkeppn- isráð og skal þess gætt að þeir hafi ekki beinna og verulegra hagsmuna að gæta í atvinnu- starfsemi sem lögin taka til. Ak\'arðanir ráðsins byggjast á þeim gögnum sem stofnunin hefur unnið fyrir ráðið. Stofnuninni er þó heimilt að taka ákvarðanir tfl bráða- birgða í einstökum málum og ráðið getur falið henni ákvörðunarvald á afmörkuðum sviðum samkvæmt reglum sem það setur. Uni aðilar ekki niðurstöðu Samkeppn- isráðs geta þeir skotið málinu til Afrýj- unamefndar samkeppnismála. Áfrýjun- arnefnd, ráðið og stofnunin kallast einu nafni samkeppnisyfirvöld en Áfrýjunar- nefndin er sérstakt stjómvald. Séu menn enn ósáttir geta þeir leitað til dómskei-fisins. Forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, Guðmundur Sig- urðsson, segir að kannski megi segja að nokkur ringulreið sé enn í þessum mál- um hjá mörgum í viðskiptalífinu sem þekki ekki lögin vegna þess hve skamm- an tíma þau hafi verið í gfldi. „En samkeppnisyfirvöld hafa ekki reynt að finna aftur upp hjólið, við höf- um leitað í smiðju erlendis hjá þeim sem lengi hafa notað slík lög. Við fylgjumst náið með því sem er að gerast í þessum efnum bæði í Evrópu og Ameríku og séu málin þess eðlis leitum við að fordæm- um annars staðar. Þótt búið sé að notast við samkeppnislög í Bandaríkjunum í meira en hundrað ár eru lög af þessu tagi alltaf í mótun. Þau taka mið af breytingum í umhverfinu sem sam- keppnisyfirvöld starfa í, breytingum í viðskiptalífinu.11 Guðmundur er spurður álits á þeim ummælum ráðherra að huga þurfi að breytingum á samkeppnislögum vegna samruna fyrirtækja í matvæladreifingu og hækkandi vöruverðs. „Ég er sam- mála því. Við höfum alltaf haldið þeirri skoðun á lofti þegar tflefni hefur gefist að samkeppnislögin íslensku séu ekki nógu skýr.“ En hefur verið óskað eftir frumkvæði stofnunarinnar að því að gera tiflögur um lagabreytingar? „Ekki með beinum hætti nema að því leyti að viðskiptaráðherra skipaði í fyrra nefnd sem hefur það hlutverk að meta hvort ástæða sé til að breyta samkeppn- islögum vegna breyttra markaðsað- stæðna frá því að lögin voru sett, einnig vegna breytinga sem hafa orðið á sam- keppnislöggjöf í öðrum löndum. Ég sit í nefndinni og get því látið okkar sjónar- mið í ljós.“ Melri Ifltur á fákeppnl hér En er óhjákvæmilegt að vegna smæð- ar markaðarins hér hljóti markaðshlut- deild stærstu fyrirtækjanna að verða mun hærri á sumum sviðum en leyft er í öðrum löndum? „Það er ekkert ólíklegt að frá hagfræðilegu sjónarmiði sé það eðlilegt, að líkurnar á fákeppni séu meiri hér en annars staðar. Ef eitthvað er veldur það því að hér þurfi skarpari og strangari samkeppnisreglur en annars staðar og mjög virk samkeppnisyfirvöld. Ella geta óhjákvæmilegar aðstæður hér- lendis leitt til skaðlegra samkeppnis- hindrana á markaðnum og þá hærra verðlags. Skortur á samkeppni leiðir fyrr eða síðar til tjóns fyrir neytandann, hann þarf þá að greiða hærra verð eða sætta sig við lélegri þjónustu en ella þeg- ar samkeppni nýtur ekki lengm- við.“ Guðmundur Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.