Morgunblaðið - 19.09.1999, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
í dag er merkisdagur í íslensku tónlistarlífí er tvö ný og glæsileg pípuorgel verða vígð í tveimur kirkjum í
Reykjavík, Langholtskirkju og Neskirkju. Sérstaka athygli vekur að bæði hljóðfærin eru smíðuð af einum og
sama manninum, hinum þýsk-bandaríska Fritz Noack. Þrátt fyrir skyldleikann eru orgelin mjög ólík, bæði að
„útliti og innræti“ eins og fram kemur í viðtölum sem Hávar Sigurjónsson átti við organista beggja kirknanna
og orgelsmiðinn sjálfan í tilefni þeirrar orgelhátíðar sem nú stendur fyrir dyrum.
Dagskrá í
Langholtskirkju
Sunnudagur 19. september
Kl. 11: Vígslumessa. Frum-
flutningur á útsetningu eftir
Þorkel Sigurbjömsson á sálm-
inum Heilagi Guð á himni og
jörð og orgelverk eftir Hjálmar
H. Ragnarsson. Þátttakendur í
messunni eru allir kórar kirkj-
unnar. Kl. 16:30: Vígslutónleik-
ar: Peter Sykes, organleikari
frá Bandaríkjunum. Efnisskrá:
Praeludium et Fuga í G dúr
BWV 541 „0 Mensch, bewein’
dein’ Siinde grofl“, BWV 622
Partita „0 Gott du frommer
Gott“ BWV 767 Fantasia et
Fugue í g moll BWV 542
Concerto in G Major BWV 592
„Allein Gott in der Höh sei
Ehr“ BWV 662 Praeludium et
Fuga b moll BWV 544
Mánudagur 20. september
Kl. 10-12 og 13: Kl. 12-12.30
- Opið hús - Hádegistónleikar:
Victoria Wagner, organleikari
frá Bandaríkjunum.
Þriðjudagur 21. september
12-12.30 - Opið hús - Hádegis-
tónleikar: Ami Arinbjamar-
son, organisti Grensáskirkju.
Ki. 20 - Kór / orgeltónleikar:
Kór og Gradualekór Lang-
holtskirkju, stjómandi Jón
Stefánsson, organleikari Kári
Þormar - Fmmflutt verkin:
Laudate Dominum eftir Oliver
Kentish (Davíðssálmur 150 -
1993/8) fyrir bamakór og orgel
Davíðssálmur 100. „Öll veröld-
in fagni fyrir Drottni!" eftir
Tryggva Baldvinsson fyrir
Gradualekór Langholtskirkju
og orgel „Ég vil vegsama
I)rottin“ eftir Ama Harðarson
(1997) a capella fyrir Kór - og
Gradualekór Langholtskirkju
„Dies Irae“ eftir Árna Egilsson
(endurskoðað í feb. ‘99) fyrir
kór og orgel.
Miðvikudagur 22. sept.
Kl. 12-12.30 - Opið hús -
Hádegistónleikar: Lára Bryn-
dís Eggertsdóttir. Kl. 20: Org-
eltónleikar. Björn Steinar Sól-
bergsson, organisti Akureyrar-
kirkju.
Fimmtudagur 23. septem-
ber:
Kl. 12-12.30: Opið hús - Há-
degistónleikar: Kjartan Sigur-
jónsson, organisti Digranes-
kirkju. Kl. 20: - Orgeltónleik-
ar: Jón Stefánsson, organisti
Langholtskirkju, leikur eftir
Johann Sebastian Bach; Der
Tag der ist so freudenreich
(BWV 605), Es ist das Heil uns
kommen her (BWV 638), Ich
mf zu dir, Herr Jesu Christ
(BWV 639), Herr Gott, nun
schleuss den Himmel auf
(BWV 617), Vor deinen Thron
tret ich (BWV 668), Toccata et
Fuga, d-moll (BWV 565),
Schmiicke, dich, o liebe Seele
(BWV 654) og Praeludium et
Fuga, D-dur (BWV 532).
Föstudagur 24. september
Kl. 12-12.30: - Opið hús. Há-
degistónleikar: Douglas A
Brotchie organisti Háteigs-
kirkju.
Sunnudagur 26. september
Ki. 17: Orgeltónleikar: Pró-
fessor Michael Radulescu frá
Vínarborg leikur verk eftir
Buxtehude - Te deum, BuxWV
218; Purcell - A Voluntary for
ye Double Organ; Handel -
Fuga in G; Handel - Fuga in
B; Bach - Allein Gott in der
Höh’ sei Ehr, BWv 663, Bach -
Praeludium & Fuge in e-moll,
BWV 548 og Michael Radu-
lescu - Ricercari (1984).
„ÞAÐ hefur orðið ótrúleg breyting
á kirkjunni við að fá í hana orgelið
og steinda gluggann í gaflinn á bak-
við,“ segir Jón Stefánsson, organisti
og kórstjóri Langholtskirkju, sem
nú sér langþráðan draum rætast er
hið nýja orgel kirkjunnar verður
vígt í dag. „Breytingin verður enn
meiri og fyllri þegar steint gler
verður komið í glugga vesturgafls
og hliðarglugga kirkjunnar en það
bíður betri tíma,“ segir hann.
„Þetta er í einu orði sagt stór-
kostlegt hljóðfæri og möguleikarnir
sem opnast með því til tónlistariðk-
unar hér í kirkjunni era fjölmargir.
Orgelið gegnir mjög mikilvægu
hlutverki við helgihaldið, það leiðh-
kór og söfnuð í söngnum og stað-
setning þess í kirkjunni hefur líka
áhrif á það,“ segir Jón. Orgelið er
staðsett fyrir miðjum kór, fyrir aft-
an altarið og kórinn mun standa til
hægri handar við orgelið utan úr
kirkjunni séð. „Mig langar til að
vitna í séra Sigurð Hauk Guðjóns-
son varðandi þetta atriði en ekki
vora allir sammála um þessa stað-
setningu orgelsins og kórsins á sín-
um tíma. Þá sagði séra Sigurður:
„Ég er alveg viss um að ef Drottinn
Guð hefði ætlast til þess að org-
anistinn og kórinn væri í hinum
enda kirkjunnar þá hefði hann snúið
eyranum hinsegin á höfðinu á okk-
ur.“
Að sögn Jóns er nýja orgelið 34
radda, í því era 2200 pípur og það er
í sjálfstæðu orgelhúsi þannig að það
er frístandandi fyrir enda kirkjunn-
ar. „Þetta er meðalstórt orgel smíð-
að í hreinum barokstíl en samt sem
áður fullkomlega nútímalegt hljóð-
færi.“ Til samanburðar má geta
þess að orgel Hallgrímskirkju er 72
radda en Langholtskirkjuorgelið er
svipaðrar stærðar og orgelin í t.d.
Bústaðakirkju og Kópavogskirkju.
„Miðað við stærð kirkjunnar hér
hefðum við átt að vera með stærra
orgel en hljómburðurinn er svo góð-
ur að þetta orgel nægir okkur fylli-
lega. Byggingarlag þess, útlit og
hljómur gera það sérstaklega vel
Nútímalegt
barok-orgel
Morgunblaðið/Kristinn
„Nýja orgelið er mótvægi við einfaldleik kirlgubyggingarinnar, gleður
augað jafnt sem eyrað,“ segir Jón Stefánsson, organisti.
fallið til flutnings á barok-tónlist,
frábærlega vel vil ég segja, en þó er
að sjálfsögðu hægt að spila á það
alla tónlist. Mér hefur alltaf fundist
vanta stílhreint barok-orgel í orgel-
fjölskyldu landsins og nú er það
komið. Reynsla okkar af flutningi
helstu verka baroktímans hefur
sannfært okkur um að sú tónlist
hentar Langholtskirkju vel. Því var
ákveðið að velja henni hljóðfæri
sem hæfði hljómburðinum og væri
einnig mótvægi við einfaldleik
kirkjubyggingarinnar, gleddi augað
jafnt sem eyrað,“ segir Jón.
Orgelsmiðurinn Fritz Noack seg-
ir að þó flokka megi nýja hljóðfærið
sem barok-orgel, „þá er það í raun
og vera nútíma-orgel sem ætlað er
Langholtssöfnuði í nútíð og framtíð.
Raddskipanin er að mestu norður-
þýsk með „prinsípalkór“ og flautur
sem helst eiga ættir að rekja til org-
elsmiða frá Saxlandi á tímum
Bachs. „Svellverkið" er lítið og
minnir helst á 19. aldar kórorgel frá
Nýja-Englandi og það gerir einnig
hinn mOdi tónn orgelsins. Við vild-
um gjarnan halda skýrleika barok-
orgelsins eins og algengt er í nýjum
orgelum, en bæta við hlýjum og
mildum tóni til að endurspegla kær-
leiksboðskap kirkjunnar," segir
Noack.
Jón Stefánsson hefur í 35 ár verið
organisti án orgels. „Það er nú
kannski fulldjúpt í árinni tekið því
hér hefur verið lítið orgel sem þrátt
fyrir allt er mjög gott hljóðfæri. En
flutningur orgeltónverka við kirkju-
legar athafnir hefur ekki verið
mögulegur hér í kirkjunni fyrr en
nú. Það má segja að kórinn hafí ver-
ið hljóðfærið mitt hér við kirkjuna.
Nú verður hægt að leika undir með
kómum við flutning stórra tónverka
fyrir kór og orgel og hægt að leika
með Sinfóníunni. Langholtskirkja
er orðin fullgilt orgeltónleikahús,“
segir Jón sem heldur sína fyrstu
einleikstónleika á orgel í Langholts-
kirkju næstkomandi fimmtudags-
kvöld klukkan 20.
Fyrstu hljóð-
ritanir af nýju
orgelunum
Morgunblaðið/Kristinn
Peter Sykes við nýja orgelið í Neskirkju.
BANDARÍSKI organleikarinn
Peter Sykes leikur á vígslutón-
leikum Langholtskirkju í dag og
mun einnig kynna orgel Nes-
kirkju í hátiðarguðsþjónustunni
þar
í tilefni orgelvígslunnar. Hann
mun í kjölfarið hljóðrita efni á
tvær hljómplötur þar sem hann
leikur á bæði nýju orgelin og
ætlar hann að hljóðrita annars
vegar baroktónlist og hins vegar
20. aldar tónverk fyrir orgel,
þ.á.m. verk eftir íjögur islensk
tónskáld, þá Jón Þórarinsson,
Jón Nordal, Jón Ásgeirsson og
Gunnar Reyni Sveinsson.
Peter Sykes er bandarískur að
uppruna. Hann er virtur og fjöl-
hæfur tónlistarmaður en hann
leikur á sembal, klavíkord, píanó
og orgel. Hann hefur á undan-
förnum árum komið fram á org-
eltónlistarhátíðum mjög víða í
Bandaríkjunum og hvarvetna
hlotið einróma Iof. Einnig hefur
hann leikið í útvarpi, bæði í
Bandaríkjunum og í Svíþjóð og
Hollandi. Þá hafa hljómdiskar
hans hlotið verðskuldaða at-
hygli, t.d. hans eigin útsetning á
Plánetunum eftir Gustav Holst
sem Raven-útgáfan gaf út. Sá
hljómdiskur hlaut viðurkenning-
una Orgelupptaka ársins 1996
hjá tímaritinu Absolute Sound.
Peter Sykes hefur unnið til
fjölda verðlauna, meðal annars
Chadwick-verðlaunanna árið
1978 fyrir frábær námsafrek en
þau verðlaun veitir the New
England Conservatory. Árið
1983 hlaut hann verðlaun banda-
rískra organista (American
Guild of Organists) sem sérstak-
lega voru veitt ungum og efni-
legum organistum og árið 1986
vann hann alþjóðlega samkeppni
semballeikara. Árið 1993 hlaut
hann Erwin Bodky-heiðursverð-
laun fyrir frábæra túlkun á eldri
tónlist. Peter Sykes er tónlistar-
stjóri við First Church-kirkjuna í
Cambridge, Massachusetts, en
hann er yfir þeirri deild Longy-
tónlistarháskólans sem sérhæfir
sig í eldri tónlist, einnig kennir
hann kammertónlist og á orgel
og sembal. Þá starfar hann fyrir
New England Conservatory.
Hann hefur verið í dómnefndum
við margar keppnir organista og
semballeikara, gegnt trúnaðar-
störfum fyrir Organ Historical
Society og einnig er hann stofn-
félagi í Boston Clavichord Soci-
ety.
Á orgelvígslutónleikunum í
Langholtskirkju mun Peter
Sykes flytja verk eftir J. S. Bach.
Á efnisskránni eru Praeludium
et. Fuga í G dúr BWV 541 „O
Mensch, bewein’ dein’ Siinde
groB“, BWV 622 Partita „O Gott
du frommer Gott“ BWV 767
Fantasia et Fugue í g moll BWV
542 Concerto in G Major BWV
592 „Allein Gott in der Höh sei
Ehr“ BWV 662 Praelu-
dium et Fuga b moll
BWV 544. Tónleikarnir
heljast klukkan 16.30.
I
" .....~~ ......................... 'WSS^^^fr~ ~~ ~ ~ ~ ~~ ~ ‘ "WHi