Morgunblaðið - 19.09.1999, Side 36

Morgunblaðið - 19.09.1999, Side 36
36 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Námstefna um nytsamlegaz ábendingaz fyiir alla a stjórnendur 5x5 STJÓRNUN ENN BETRIYFIRSÝN Þriðjudagur. 21. september Kl. 13:00-17:00 Staður: Hótel Loftleiðir, Þingsalur 1 Samkeppnishæfni fyrirtækja byggist að miklu leyti á þekkingu stjórnenda, viðhorfi þeirra til starfsfólks, yfirsýn og viðbragðs- flýti. Á þessari námstefnu fá stofnar árangursríkrar stjórnunar nýja nálgun, sem ber með sér mikilvæga stjórnunarreynslu verkfræðings og markaðsmanns. Úr verður „5x5“ stjórnun, sem þarf að vera Ijós hverjum yfirstjórnanda og millistjórnanda. Yfirsýnin verður skýrari. Hugmyndir að lausnum verða fleiri. Á 4 klst. verður fjallað um 5 atriði sem eru: 1. Framtíðin - og hvernig fyrirtækið er búið undir breytingarnar sem eru framundan. 2. Ferlar - í öllum fyrirtækjum skipta vinnuferlarnir miklu máli - en allt of fáir gera sér grein fyrir því að ferlarnir eru samkeppnistæki sem verða að vera í lagi, skráð á blað og undir eftirliti. 3. Frammistaða - Árangursstjórnun er mest umtalaða stjórnunaraðferð nútímans...Mæling frammistöðu er lykilatriðið. 4. Fyrirtækið - Dagleg stjórnun þarf að vera jafnvægi milli agaðra vinnubragða og uppörvandi samskipta. Aðaleign fyrirtækisins þegar öllu er á botninn hvolft er fólgin í þekkingu, ímynd og stjórnunar“kúltur“. 5. Fólk - er það sem allt snýst um. Þekkir starfsmaðurinn markmið fyrirtækisins, forgangsraðar hann sínum verkefnum rétt, skipuleggur hann tíma sinn þannig að hámarksárangur næst. Þessi námstefna er fyrir stjórnendur sem vilja ná enn betri árangri, vilja fá betri yfirsýn yfir stefnur og strauma í stjórnun eða vilja endurhæfa þætti í stjórnun sinni! Markmiðið er að þátttakendur fái staðfestingu á því sem vel er gert og tugi hugmynda til að breyta stjórnun og starfsháttum í fyrirtækjum/stofnunum sínum. Um 2000 manns hafa hlýtt á stjórnunarefni Thomasar Möller, sem hann hefur stöðugt unnið við að þróa og er hér í fyrsta sinn tekið saman í heildstæða nálgun um aðalatriði í umhverfi stjórnandans. Enginn stjórnandi lætur þessar fjórar stundir fram hjá sér fara. Höfundur og leiðbeinandi er Thomas Möller, hagverkfræðingur. Hann hefur 18 ára stjórnunarreynslu. Thomas er framkvæmdastjóri markaðssviðs þjónustustöðva OLÍS og var áður í stjórnunarstörfum hjá EIMSKIP. Hann er höfundur met- sölubókar um stjórnun og hefur verið eftirsóttur fyrirlesari í fyrirtækja- umhverfi. ATH! Námstefnan verður einnig haldin á Akureyri 14. okt. Skráning og nánari uplýsingar í síma: 533 4567 og www.stjornun.is Stjórpunarfélag Islands SKOÐUN UM SVÆÐIS- SKIPULAG EYJA- FJARÐAR 1998-2010 SVÆÐISSKIPULAG Eyjafjarðar hefur verið í vinnslu síðustu tvö árin. Samvinnunefnd á vegum 14 sveitarf- élaga stendur að þessu verkefni. Aðildarsveitarfélögin eru: Siglufjarð- arbær, Olafsfjarðarbær, Dalvíkur- byggð, Hríseyjarhreppur, Arnames- hreppur, Skriðuhreppur, Öxnadals- hreppur, Glæsibæjarhreppur, Aur- eyrarbær, Eyjafjarðarsveit, Sval- barðsstrandarhreppur, Grýtubakka- hreppur, Hálshreppur og Grímseyj- arhreppur. f samvinnunefndina eru tveir fiilltrúar tilnefndir frá hverju sveitarfélagi, og formaður hennar er Hjörleifur B. Kvaran borgarlögmað- ur skipaður af umhverfisráðherra. Ráðgjafi er greinarhöfundur, Bene- dikt Björnsson arkitekt, ásamt VST á Aureyri með Harald Sveinbjömsson verkfræðing sem aðal starfsmann. Nú hefur tillaga að svæðisskipulag- inu verið kynnt íbúum þessa svæðis svo sem lög gera ráð fyrir. Fimm fúndir vora haldnir, á eftirfarandi stöðum: í ráðhúsinu á Siglufirði, í Þelamerkurskóla í Glæsibæjarhreppi, á Kaffi menningu á Dalvík, í Valsár- skóla í Svalbarðsstrandarhreppi og loks í félagsmiðstöðinni Víðilundi á Akureyri. Þessir fundir voru prúð- mannlegir og umræður jafnan fag- legs eðlis, átakalitlar. Sá ljóður var þó á að fundarsókn var alltof lítil. Mætti af því ráða að áhugi manna fyrir framtíð landnotkunar á þessu svæði sé fremur takmarkaður, hugsanlega telja íbúar að hagsmunir þeirra séu ekki í húfi og loks mætti álykta sem svo að almenningur telji að skipulags- gerð sem þessi breyti litlu um þróun mála á svæðinu. Fleiri skýringar dræmrar fundarsóknar mætti eflaust nefna, s.s. fjarlægð þessa viðfangs- efnis frá daglegum þankagangi al- mennings og framandleika ýmissa hugtaka sem fram koma í umíjöllun um skipulagsmál. Stefnt er að því að skipulagstillaga þessi verði kynnt á ný og auglýst á komandi hausti og þá gefst almenn- ingi kostur á að skila inn athuga- semdum til samvinnunefndar. Skipulagstillagan, sem fram er sett á landnotkunaruppdrætti og í grein- argerð, hefur að geyma ýmiss konar upplýsingar sem lúta að forsendum og fjalla um stöðu mála eins og hún er nú. Þetta á jafnt við um þætti sem snúa að náttúrafari sem og byggða- mynstri Eyjafjarðarsvæðisins. Mikil- vægasta hluta þessa verks má þó telja þá stefnumörkun sem fram er sett, þar sem hin eiginlega tillaga birtist. Enda þótt sumt í uppbyggingu skipulagstillögu sem þessarar sé nokkuð formlegt og snúið, þá þurfa meginatriði í stefnu samvinnunefndar að vera skýr og vel skil- greind. Að því hefur verið unnið i Samvinnu- nefnd um svæðisskipu- lag Eyjafjarðar. Megin- markmiðið er einfalt, en það gæti hljóðað svo: Nauðsynlegt er að efla Eyjafjarðarsvæðið og að skapa þar skilyrði fyrir búsetu sem fylli- lega jafnast á við það besta sem gefst á Is- landi. Mótvægis verði leitað gagnvart þeirri þróun sem nú stendur sem hæst, þ.e. að þorri þjóðarinnar streymi til höfuðborgarsvæðisins. Þéttbýlisstaðirnir á Eyjafjarðar- svæðinu þurfa að styrkjast allt frá Siglufirði að vestan og að Grenivík að austan. Þéttbýliskjarnar Grímseyjar og Hríseyjar era þar meðtaldir. Dreifbýlishluti svæðisins þarf einnig að halda góðri stöðu, enda er land- búnaður óvenju mikilvæg atvinnu- grein á þessu svæði. Helstu atriði, sem fram era sett af hálfu nefndarinnar, til þess að fram- fylgja meginmarkmiðum era eftirfar- andi: a) Atvinnuuppbygging verði sfyrkt og fleiri valkostir þurfa að koma til held- ur en nú era fyrir hendi. b) Sé litið til nýrrar landnotkunar er stærsti þátturinn í þeirri viðleitni að líta til stóriðjukosta sem kunna að verða álitlegir. I Aðalskipulagi Arnar- neshrepps, sem hefur verið staðfest, er að finna 120 ha svæði sem ætlað er til stóriðnaðar, fyrir eina lóð eða fleiri. I svæðisskipulaginu er gerð til- laga um legu raflína sem nauðsynleg- ar kunna að vera vegna stóriðju. c) Þekkingariðnaði og sérhæfðri starfsemi, sem í ýmsum tilfellum krefst háskólamenntunar, verði gert sem auðveldast að þróast á svæðinu. Háskólinn á Akureyri verði efldur í þessu skyni. d) Lögð er áhersla á að framgangur í ferðaþjónustu, sem er atvinnugrein í öram vexti, verði sem mestur. Sam- ræming í ferðaþjónustu svæðisins verði efld. e) Hinar sterku greinar atvinnulífsins á svæðinu, sjávarútvegur, iðnaður og landbúnaður, haldi stöðu sinni svo sem kostur er. Matvælaframleiðsla verði áfram hlutfallslega mikii á svæðinu. f) Opinberam stofnunum þarf að fjölga þar eða virkum útibúum ríkis- stofnana. Hlutverk þessara stofnana þarf að vera skýrt aftnarkað og rekst- ur þeirra þarf að vera markviss. g) Rætur atvinnuveg- anna þurfa að vera sterkar og . draga þarf sem mest úr landlægum sveiflum. h) Ymiss konar samfé- lagsþjónusta þarf að aukast og vera eins og best gerist annars stað- ar á landinu. i) Menningarstarf af ýmsu tagi þarf að þróast og þeir sem það móta að vera opnir og móttæki- legir fyrir nýbreytni. j) Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri verði eflt, enda er það meðal mikil- vægustu heilbrigðisstofnana á land- inu. k) Samgöngur verði bættar þannig að atvinnusvæðið verði ein heild. Stærsta framkvæmdin, sem er grandvöllur þessa, er jarðgangagerð frá Ólafsfirði til Siglufjarðar ásamt vegtengingu að göngum. Aðrar sam- gönguframkvæmdir era tiltölulega smávægilegar í samanburði við þessa. l) Stefnumörkun varðandi Norður- landsskóga verður hluti af þessari til- lögu hvað Eyjafjarðarsvæðið varðar. Auk þeirra þátta sem ætlað er að sfyrkja búsetuskilyrðin og fram koma í upptalningunni hér á undan era nokkur önnur atriði sem ætlast var til að fengju umfjöllun í skipulagstillög- unni og gerðar yrðu tillögur um lausn á. Þar ber hæst val á nýjum sorpurð- unarstað fyrir svæðið í stað þess sem nú er í Glerárdal við Akureyrarbæ. Náttúraverndarsjónarmið era að fullu viðurkennd í skipulagstillögu þessari og mið er tekið af sjálfbærri þróun svo sem sæmandi er. Það er meðal mikilvægustu forsendna fyrir heilbrigðu samfélagi og markmiðið er að öll framkvæmd verði í góðri sátt við umhverfið. Þegar talað hefur verið um mikilvægi náttúraverndar kemur gjarnan fram sú spurning hvort hún stangist ekki á við ýmsa mengandi þætti sem þegar era í um- hverfi okkar auk þeirra sem við kunna að bætast eða breytast. Þá kemur oft við sögu jafnvægi athafna og ósnortinnai- náttúru. Dæmi um óæskilega mengunarþætti sem nú era taldir ómissandi eru samgöngu- tæki sem nýta jarðolíu. Torfbærinn féll jafnan betur að landslagi í ís- lenskum sveitum heldm- en bygging- ar sem nú era reistar. Hraði og ýmis þægindi flokkast undir meiri verð- mæti nú til dags heldur en áður var. Nú á dögum er rétt að benda á þá skyldu allra framkvæmdaaðila að Benedikt Björnsson FtlAC KVCNNA I ATVINNUNEKITRI THE ICELANOIC AISOCIATIDN DF WDMEN ENTREPRENEURS Morgunverðarfundur verður haldinn í Skála á Hótel Sögu kl. 8.00-10.00 miðvikudaginn 22. september 1999. Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur flytur erindi um samskipti á kvennavinnustöðum og stjórnun á kvennahópum. Fundarstjóri er Hulda Kristins hönnuður, framkvæmdastjóri G.H. ehf. Morgunverðarhlaðborð/fundargjald er kr. 700,-. Skráning í síma 570 7267 eða tölvupósti fka@fka.is fyrir 21. september 1999. Stjórnin. Styrktarðaliar: NO NAME .. COSMETICS -.... s\!// w VOGABÆR ia ynmm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.