Morgunblaðið - 19.09.1999, Page 40

Morgunblaðið - 19.09.1999, Page 40
‘ 40 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Elsku faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, REYNIR EINARSSON, Droplaugarstöðum, lést föstudaginn 17. september. Dröfn Hjaltalín, Örn Hjaltalín, María Hjaltalín, Dögg Hjaltalín, Andri Úlriksson, Agnes Hjaltalín Andradóttir, Freyja Kjartansdóttir, Karítas Ólafsdóttir. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, BJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR, Sæbóli, Seltjarnarnesi, er lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 13. september, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 22. september kl. 13.30. Magnús Guðmundsson, Guðmundur Magnússon, Gunnhildur Skaftadóttir, Friðjón Magnússon, Halldóra Hulda Kristinsdóttir, Ósk Magnúsdóttir, Gunnlaugur Ástgeirsson, barnabörn og barnabarnbörn. Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, STEFÁN ÞÓRARINN GUNNLAUGSSON fyrrv. fulltrúi hjá Reykjavíkurborg, sem lést þriðjudaginn 7. september sl., verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 21. september kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hans, láti Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Háaleitisbraut 11—13, njóta þess. Björg Stefánsdóttir, Gunnlaugur Stefánsson, Sigurður Stefánsson, Auður Konráðsdóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Snæbjörn Stefánsson, Anna Helgadóttir, Gyða Eyjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, amma og langamma, HULDA A. SVEINBJÖRNSDÓTTIR, Sogavegi 105, Reykjavík, er lést á Landspítalanum föstudaginn 10. sept- ember sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 21. september kl. 10.30. Kolbrún S. Einarsdóttir, Vignir Þór Einarsson. Sveinbjörg L. Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur bróðir okkar og mágur, RAGNAR S. GUÐMUNDSSON fyrrv. birgðastjóri hjá Lyfjaverslun ríkisins, Spítalastíg 2, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 22. september kl. 13.30. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Guðríður Stella Guðmundsdóttir, Þorvarður Guðmundsson, Sigríður Sigbjörnsdóttir, Þorbjörn Guðmundsson. Sigurrós Sigurðardóttir. STEINGRIMUR HANSEN HANNESSON Steingrímur Hansen Hannes- son fæddist á Akur- eyri 25. október 1927. Hann lést á sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 8. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Hannes Einarsson skipstjóri og Helga Sigrún Valdimars- dóttir verkakona. Faðir hans dó er Steingrímur var barnungur og ólst hann upp hjá frænda sinum Benedikt Einarssyni og konu hans Sigríði Einarsdóttur að Ytri-Bægisá 2 í Glæsibæjar- hreppi. Steingrímur kvæntist Salgerði Arnfinnsdóttur verkakonu. Þau skildu. Þau eignuð- ust þijú börn, Smára, Sigurð og Guðrúnu Kristínu. Barnabörn- in eru fímm og eitt barnabarnabarn. Steingrímur var mikill hestamaður á sinum yngri árum og átti sveitin alla tíð huga hans og hjarta. Það voru þó hans ör- lög að búa mestan hluta lífs síns á möl- inni þar sem hann vann bæði á sjó og Iandi. Utför Steingríms fer fram frá Norðijarðarkirkju mánudaginn 20. september og hefst athöfnin klukkan 14. Kvatt hefur drengur góður. Hann pabbi minn var einstakur maður. Hann bar þungan kross lífs síns veg án þess að kikna eða kvarta. Sjúkdómur hans rændi hann svefni næturinnar, hugarró morgunsins, vinnugleði dagsins, líkamsþreytu kvöldsins, óskum, draumum, vonum, vinum, starfsgetu, fjölskyldu. Hann mætti engum skilningi, var hæddur og við honum snúið baki - fyrir það eitt að falla ekki inn í litlausa mynd dregna af vitgrönnum mönnum. En hver voru viðbrögð hans? Hann sendi geisla sína til allra í kringum sig. Geisla lífsgleði og kær- leika. Hann var brosmildur og spaug- samur og átti ekki til barlóm og sjálfsvorkunn þá er heyra má í öllum hvar sem er, ekki síst í sjálfri mér! Aldrei hallmælti hann nokkrum manni, einungis ríkisstjórninni! Hann var mjög félagslyndur en örlög hans voru að búa mörg ár einn, langt frá okkur hinum. En hann sleit aldrei sambandi við okkur jafnvel þó hann væri lengi án síma. Og þegar hann var kominn með síma var hann duglegur að reyna að hressa upp misfúllynd börn sín og syfjaða ung- lingana er svöruðu á hinum enda lín- unnar. Hann skrifaði alltaf af og til og lét þá ósjaldan fylgja með einn, tvo bláa í umslaginu, bamabörnin fengu oft slík bréf í seinni tíð, þó var hann lítt fjáður maður. Já, hann bar mikla umhyggju fyrir okkur öllum, hafði miklar áhyggjur ef hann fann að eitthvað hrjáði sál eða líkama okkar og tjáði það af væntumþykju og nærgætni. Öll unn- um við honum fyrir allt það sem hann var. Eg vona að hann hafi vitað það, misvel tjáðum við það og hefði miklu betur mátt vera. Það er skjól í því fyrir þá sem eru „öðruvísi" að eldast, þá falla þeir inn í þann hóp að verða „skrítin gamalmenni“, falla þó inn í hóp að lokum. Falla inn í mynd sem þeir einföldu skilja, þeir minnka áreitni sína, við tekur skeytingar- leysi, jafnvel vorkunnsemi, stundum sjá menn meira að segja að sér. Til er fólk sem var honum gott í seinni tíð. Hann fékk kökur með kaffinu á jólum og aímælum og var keyrt sinna nauðsynlegustu ferða. Eins og til læknisins sem sagði hann eina sjúklinginn sem spyrði alltaf hvernig læknirinn hefði það. Krakkar eru þó og verða krakkar og læra það sem fyrir þeim er haft. Mörg kvöld lágu strjákpjakkar á gluggunum hjá honum, bönkuðu og betluðu peninga. Auðvitað truflaði þetta hann og honum fannst þetta leiðinlegt en oftar en ekki stakk hann að þeim smáræði. „Æ, þau eiga held ég eitthvað litla peninga,“ sagði hann um nágranna sína, „þetta var nú ekki nema 500 kall.“ Ég brást alltaf reið við og kvaðst ætla að tala við foreldrana. En hann mátti ekki heyra á það minnst, hann vildi ekki að strákódámarnir væru skammaðir. Börnin mátti ekkert illt henda og hann hafði áhyggjur af þróun heims- ins vegna barnanna. Og dýravinur var hann, ég er hrædd um að það hrúgist upp óselj- anlegur fuglamatur í Melabúðinni í vetur. Skortur á honum var honum mikið áhyggjuefni á veturna og fóru minnst tvö heilhveitibrauð á dag of- an í smáfuglana er hann hafði keypt upp allan fuglamatinn í bænum. Steingrímur var bráðvel gefinn, fróður og stálminnugur. Hann unni góðri tónlist og voru tónar þeirra Mario Lanza og Pavarotti honum jafn lífsnauðsynlegir og vatn og brauð. Hann var rammpólitískur og í „bænum rauða á landinu bláa“ vita allir hvað það merkir. Þó einstaka græn (feil)spor hafi e.t.v. verið stigin af ástfóstri við sveitir landsins. Aftur voru það mismóttækileg eyiu sem fengu í sig orð gegn peningavaldinu, í ófáum símtölum lands- og oft heimshornanna á milli. Já, pabbi sleit aldrei sambandi við Birting afniælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréf- inu, ekki sem viðhengi. Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A- 4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefiii undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auð- veldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá em ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. neitt okkar sama hvar á hnettinum við vorum. Hann átti erfitt með að ferðast og við vorum löt að ferðast austur til Neskaupstaðar, þó nóg væri flakkað um heimsins lendur, og alltaf biði manns lambalæri í ofnin- um. Elsku pabbi, þú og ég unnum fyrra stríðið en vorum ekki eins vel vopnum búin er óvígur her knúði dyra svo stuttu síðar og lutum því í lægra haldi. Mér þykir sárt að þú þurftir að berjast einn síðustu dagana. Þú varst kvíðinn er ég kvaddi með sorg í hjarta. Vísindin sögðu þig vera að hressast en það var líkt og kvæði við annan tón hjá stói-tenórunum okkar síðasta morgun. Daginn áður höfðum við komið auga á lítinn regnboga svo skæran og nálægan og dansað við söng Hauks Morthens. Nú ertu kom- inn „yfir“ til þinna, þar sem þeir syngja e.t.v. Haukur og Mario - bai-a fyrir þig! Nú trúi ég því, elsku pabbi minn, að þú eigir mun auðveldara með að koma í heimsókn og vafalaust ertu hjá mér einmitt nú. Þín Guðrún K. (Ditta). Ég veit í raun og veru lítið um Steingrim Hannesson annað en það að hann var pabbi minn. Ég þekkti hann í raun ekkert nema hans síð- ustu 40 ár, það er að segja eftir að ég kynntist honum. Þau ár sem ég þekkti hann voru honum ekki sér- staklega hliðholl hvað varðar vel- gengni og virðingu. Fljótlega eftir að ég komst til einhvers þroska sá ég að hann var ekki eins og flestir aðrir. Hann var haldinn sjúkdómi sem á þeim tíma naut lítillar samúðar eða virðingar meðal meðbræðra vorra. Við slíkar aðstæður dafnar sjálfs- virðingin illa. Það gerði það að verk- um að afleiðing sjúkdómsins varð einangrun og skömm þó að hann hafi aldrei sýnt merki þess. Hins vegar urðu börnin ríkulega vör við þessi viðhorf. Börn leita oft að veikum punktum í fari hvers annars og ef slíkur finnst er hann óspart notaður til að gera meira úr sjálfum sér líkt og gerist hjá fullorðnu fólki. Hversu oft hefi ég ekki óskað þess sem barn að eiga pabba eins og önnur börn áttu. En í dag er ég þakklátur fyrir að það var hann en ekki einhver ann- ar. Án hans væri ég ekki ég. Ef til vill væri ég einhver betri en ég er og ef til vill væri ég verri. Hvað um það þá er ég sá sem ég er og við það er ég fullkomlega sáttur. Tilvera hans hefur mótað þann mann sem ég er í dag og fyrir það þakka ég honum. Þannig að þó að ég þekkti hann lítið þá var hann pabbi minn og því er ég líklega töluvert hann og þannig þekki ég hann að vissu leyti. Þegar ég lít í augu barna minna sé ég mikla lífsgleði, væntumþykju og hamingju og líklega sá hann það sama þegar hann leit í augu sinna barna og hann var einnig eitt sinn barn sjálfur. Sá sem ég þekkti var maður sem vildi engum neitt illt og reyndi aldrei að upphefja sig á kostnað annarra. Börnum var hann sérstaklega góður. Hann svaraði illu aldrei líkt á móti. Æðruleysi var eiginleiki sem hann átti í ríkari mæli en nokkur annar sem ég þekki. Ég heyrði hann aldrei kvarta undan hlutskipti sínu heldur virtist hann ætíð sáttur. Börnum sín- um og barnabörnum var hann ætíð góður og gerði fyrir þau það sem hann gat. Með öðrum orðum hann var mjög góður maður. Þó að ég hefði viljað kveðja hann á annan hátt vil ég kveðja hann hér með því að segja: „Mér þótti ákaf- lega vænt um þig þó að ég hafí ekki sýnt það eins og skyldi og ég vil þakka þér fyrir að hafa verið pabbi minn.“ Orð Þorsteins Erlingssonar hafa átt um þig eins og raunar okkur öll hin þegar hann segir: Enginn ratar ævibraut öllum skuggum fjarri. Sigurinn er að sjá í þraut sólskinsbletti stærri. Hvfl þú í friði, pabbi minn. Innan skamms munum við hittast aftur og þá mun ég segja þér hversu vænt mér þykir um þig. Þinn sonur, Smári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.