Morgunblaðið - 19.09.1999, Síða 45

Morgunblaðið - 19.09.1999, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 45 * 1 m FRÉTTIR Doktorsrit- gerð um sjálfstæð vind/dísil- raforkukerfi MAGNI Þór Pálsson varði í sumar doktorsritgerð sína í raforkuverk- fræði við rafmagnsverkfræðideild Norges Teknisk-Naturviten- skapelige Universitet (NTNU) í Þrándheimi. Ritgerðin, sem ber titilinn „Converter control design for Battery Energy Storage Systems applied in autonomous wind/diesel sy- stems“, fjallar um hönnun umriðilsstýringa í rafhlöðuorku- kerfum til nota í sjálfstæðum vind/dísil raforkukerfum. Sjálf- stæð vind/dísil raforkukerfi hafa rutt sér nokkuð til rúms síðustu einn til tvo áratugina og eru nú álitlegur kostur við rafvæðingu einangraðra og afskekktra samfé- laga. I slíkum kerfum fer raforku- framleiðslan fram með vindrafstöð og dísilrafstöðin er notuð til að anna álaginu þegar vindur er ekki nægur. Til þess að jafna út sveifl- ur og annan óstöðugleika sem beislun vindorkunnar hefur í för með sér hafa verið þróaðar ýmsar aðferðir, m.a. rafhlöðuorkukerfi. Rafhlöðuorkukerfi samanstanda af stýrðum umriðli og rafhlöðum og umriðillinn gerir það að verk- um að offramboð á vindafli má nýta til hleðslu á rafhlöðunum og við tímabundinn skort á vindafli annar rafhlöðuorkukerfið álaginu. Með þessu móti sparast umtals- verð dísilolía og slit á dísilvélinni minnkar töluvert vegna færri ræs- inga. I ritgerðinni setur Magni fram tvær tegundir umriðilsstýringa og ber þær saman með tilliti til þess hvernig kerfið bregst við ytra áreiti, t.d. skammhlaupi og óstöð- ugu vindafli. Þessi samanburður er gerður með aðstoð ítarlegra tölvu- hermana og stöðugleikaútreikn- inga fyrir margar hugsanlegar rekstraraðstæður kerfisins. Báðar tegundir stýringanna gera kleift að reka kerfið án dísilrafstöðvarinnar og nota einföldus/u gerð vindraf- stöðva, án þess að raska gæðum spennu og tíðni. Niðurstöður tölvuhermana gefa einnig tO kynna að nota megi þess- ar umriðilsstýringar með raflilöð- um í stærri raforkukerfum, t.d. veikum dreifíkerfum. Meginkostur þeirra hugmynda sem settar eru fram í ritgerðinni saman borið við hefðbundnar lausnir í slíkum tilfell- um, er að sjálf uppbygging stýring- anna er óháð notkunarsviði. Leiðbeinendur við verkefnið voru dr. ing. Hans H. Faanes, pró- fessor í raforkuverkfræði við NTNU, og dr. ing. Kjetil Uhlen, sérfræðingur hjá SINTEF Energi- forskning í Þrándheimi. Andmæl- endur voru dr. lic. techn. Ola Carlsson, lektor við Chalmers Tekniska Högskola í Gautaborg, dr. ing. Alf Káre Ádnanes, yfir- verkfræðingur hjá ABB Industri í Ósló og dr. ing. Bjarne A. Foss, prófessor í reglunar- og stýritækni við NTNU. Magni er sonur hjónanna Jó- hönnu Rögnvaldsdóttur skrifstofu- stjóra og Páls Magnússonar vél- fræðings. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1986 og lokaprófi í rafmagnsverk- fræði frá Háskóla íslands 1990. Hann er kvæntur Elísabetu Öniu Helgadóttur, lækni við háskóla- sjúkrahúsið í Þrándheimi, og eiga þau tvö börn. Magni starfar nú sem sérfræðingur hjá SINTEF Energiforskning í Þrándheimi. Dr. Magni Pálsson Skipun skattlaganefndar FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur skipað ráðgjafarnefnd um þróun skattalaga. Nefndinni er einnig ætlað að meta þörf á aðlögun skattareglna að breytingum á þjóðfélagsháttum og breytingum og nýjungum á sviði at- vinnulífs og viðskipta. Nefndin skal vera fjármálaráðherra til ráðgjafar um þróun skattalaga og gera tillögur um breytingar á skattalögum og reglum eftir því sem ástæða þykir til. Nefndina skipa: Baldur Guðlaugs- son, hæstai’éttarlögmaður, sem er formaður hennar, Helga Tatjana Zharov, lögfræðingur, og Ólafur Nilsson, löggiltur endurskoðandi. Starfsmenn fjármálaráðuneytisins starfa með nefndinni. Opið hús GauksHólar 2 6 herb. íbúð með bílskúr 125 fm útsýnisíbúð á 5. hæð í góðu lyftuhúsi. í húsinu er húsvörður. 5 svefnherb. Mikið útsýni. 27 fm góður bílskúr. íbúðin er laus strax. Jónína og Sveinn taka vel á móti ykkur í dag, sunnudag, milli kl. 15 og 18. Brynjólfur Jónsson fasteignasala, sími 511 1555, gsm 898 9791. ðskum eftir - vesturbær Ákveöinn kaupandi óskar eftir einbýli eða raðhúsi í vesturbæ í skiptum fyrir nýl. 4ra herbergja íbúð við Grandaveg með sérgarði og bílskúr. Upplýsingar gefur Bogi í síma 699 3444 Valhöll, fasteignasala, sími 588 4477. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIIU SKIPHOUI 50B - SÍMI552 8000 - FAX 552 6005 Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali Opið virka daga frá kl. 8—12 og 13—17 Krummahólar — útsýni Vorum að fá (sölu góða 5 herb. íbúð á tveimur hæðum í lyftu- húsi. íbúðin er 131 fm auk þess 25 fm bílskúr. Mikil og góð sameign. Stórar svalir. Áhugaverð íbúð með glæsilegu útsýni. Verð 11,5 m. 4176. Engihjalli Mjög góð 3ja herb. íbúð á 8. hæð í góðu lyftuhúsi. Mjög góðar innréttingar og mikið skápapláss í holi og herbergjum. Ný gólfefni að hluta bæði flísar og parket. Góð sameign. 2975. Bygging fjölnota og stórra íþróttamannvirkja Ráðstefna um undirbúning, hönnun, byggingu og rekstur fjölnota íþróttamannvirkja verður haldin laugardaginn 25. september kl. 14.00 í íþróttamiðstöð ÍSÍ. Laugardal. Aðalfyrirlesari verður Thorstein Wickenstáhl, verkfræðingur og ráðgjafi sænskra sveitarfélaga á sviði íþróttamannvirkja og rekstrar. Umræður og fyrirspurnir að loknu erindi. Ráðstefnan er ætluð fulltrúum sveitarfélaga, íþróttahreyfingar og hönnuða. Skráning á skrifstofu ÍSÍ í síma 581 3377 fyrir 21. september nk. Ráðstefnan fer fram á ensku. íþróttanefnd ustæfingar Skíðadeildar Fram fyrir 9-12 ára krakka eru byrjaðar. Æfingar eru á eftirtöldum tímum og stöðum: \ ► Langholtsskóla þriðjudaga kl. 18.00-18.50 fimmtudaga kl. 18.50-19.40 ► Hamraskóla þriðjudaga kl. 18.00-19.00 fimmtudaga kl. 17.40-18.40 ------------------------► Nánari upplýsingar: Tumi s. 557 4671 . Þórður s. 557 8858 • Hildur s. 838 8510 upplýsingasími 878 1772 • netfang www.fram.is Hvetjum alla áhugasama að mæta, þaö kostar ekkert að kynna sér starfið. LIKA SKÓR. STEINAR WAAGE KRINGLUNNI ERTU OROINN LEIÐUR A RIGNIN6U OG SNJÓ? HVERNIG VÆRI AO FÁ SER HÚS A SPANI! Sögðu göralu víkingamir, þegar þeir sjóseldan báta sína og sigldu til hvítu strandanna og grœnu pálmatrjánna á Spáni. Ef þið viljið einnig búa við hvítar strandir Costa Blanca, bjóðum við ykkur velkominn til að sjá fullt af áhugaverðum tilboðum okkar; íbúðir frá 5.000.000 ptas., og raðhús frá 8.900.000 ptas. Þið getið einnig séð okkur á heimasíðunni: www.viking-homes.com VIKING HEIMILI & GOLF, sem var stofnað 1986, býður viðskiptavinum sínum ávallt, góða þjónustu: *-fría lögfrœðiaðstoð við kaup á fasteign - *endursölu þjónustu - *leigu á íbúðunum. Iferii t/elkomin í heimsókn á skrifstofuna okkar í ViUamartin (10 km suður af Torreuieja) eða hafíð samband tfið okkur í síma 861 9899 og fyrir bœkling í síma: +34 96 6764060, FAX +34 96 6765206 eða E-mail: viking-homes@visual. es V-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.