Morgunblaðið - 19.09.1999, Page 51

Morgunblaðið - 19.09.1999, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 51 í DAG Árnað heilla BRIDS SKÁK Umsjón Margeir Pétnrsson llmsjón Guðmundiir Páll Arnarson ÝTNI er eiginleiki sem fólk hefur gjarnan blendna af- stöðu til. Öðrum þræði þyk- ir slíkt skapgerðareinkenni kostur, því ýtinn maður kemur hlutunum í verk - eða réttara sagt lætur aðra vinna verkið. Sem er kannski ástæðan til þess að ýtni hefur einnig á sér nei- kvætt yfirbragð, og þá aðal- lega í huga þeirra sem ýtnin beinist að. Ýtni við spila- borðið er af svolítið öðrum toga, en þó jafn tvíbent: Austur gefur; NS á hættu. Norður * 65 V KG95 * 1065 * K1095 Vestur Austur * D93 A G8 V10642 V Á87 * KG ♦ ÁD8732 * G862 *D4 Suður * ÁK10742 VD3 * 94 *Á73 Vestur Norður Austur Suður - - 1 tíguii 1 spaði Pass Pass 2tíglar 2spaðar 3tíglar 3spaðar ADirpass Öll framganga austurs og suðurs verður að eðlileg og laus við frekju, en þriggja tígla sögn vesturs er dæmigerð ýtni. Tilgangur- inn er sá að ýta andstæðing- unum þrepinu hærra. Slíkt er ekki áhættulaust, því ef NS dobla þrjá tígla geta þeir tekið samninginn tvo niður og uppskorið 300. En hér heppnaðist potið, því norður lét teyma sig í þrjá spaða. Hann taldi líklegt að suður ætti einspil í tígli og því myndu spilin nýtast bet- ur til sóknar en varnar. Rangt. En nóg um sagnir. Það má hnekkja þremur spöð- um, en það er ekki alveg einfalt mál við spilaborðið. Leiðin er þessi: Tígulkóng- ur út og tvisvar tígull í við- bót. Suður trompar með tíu, en vestur yfirtrompar, kem- ur makker inn á hjartaás, sem spilar svo enn tígli og uppfærir spaðaníuna í slag. Hvað er svona erfitt við þetta? Jú, ekki er alveg augljóst frá bæjardyrum vesturs að hann eigi að spila hjarta frekar en laufi til áð koma makker aftur inn. Vegna tígultíunnar í borði verður austur að spila hátíglum hvort sem hann á hjartaás eða laufás, og virðist því ekki geta kallað til hliðar. En það getur hann reyndar á svolítið óvenjulegan hátt: Austur yfirtekur tígulgos- ann í slag tvö með ásnum og spilar svo drottningunni. Þessi röð myndi vísa á hærri litinn - hjartað - en röðin drottning og ás á lægri litinn. Þetta er mögu- leiki sem spilarar gleyma stundum. SAMANBURÐUR ALDA Frost oc kuldi kvelia þjód, koma nú skialdann árinn gód, ecki er nærri öld svo fród í guds ordi kláru, sem var hún á villu-árum. (1605) 0/"|ÁRA afmæli. Á Ov/morgun, mánudaginn 20. september, verður átt- ræð Ólöf María Guðmunds- dóttir, Bólstaðarhlíð 41. Hún tekur á móti gestum sunnudaginn 19. september kl. 15 í sal þjónustumið- stöðvarinnar að Bólstaðar- hlíð 43. /AÁRA afmæli. í dag, O Vfsunnudaginn 19. sept- ember, verður fimmtugur Guðmundur Ólafur Bald- ursson, framkvæmdastjóri Nota Bene hf., Stararima 16, Reykjavík. Eiginkona hans er Helga Kristín Stef- ánsdóttir. I tilefni dagsins taka þau hjónin á móti gest- um í Kiwanishúsinu v/Engjateig, frá kl. 18-21 í dag. son. STAÐAN kom upp á minn- ingarmótinu um Rubinstein í Polanica Zdroj í Póllandi í sumar Gurevich.M (2640) - Sutovsky,E (2585) [E91] Ru- binstein Mem, Polanica Zdroj POL (3), 1999 26. Hxd4! _ cxd4 27. Dxd4+ _ Kg8 28. Bg4 _ Kf7 29. Hh3 _ h5 30. Df6+ _ Ke8 31. De6 _ Hxf4 32. Bxh5 _ gxh5 33. Hxh5 _ Hfl+ 34. Kg2 _ Hf8 35. Hh7 _ Hg8+ 36. Kf3 _ Hf8+ 37. Ke2 og svartur gafst upp. fýt/AÁRA afmæli. Næst- I v/komandi þriðjudag 21. september verður sjö- tug Ingibjörg Pálsdóttir, Laufvangi 1, Hafnarfirði. Hún tekur á móti gestum á afmælisdaginn, ásamt manni sínum, Gunnari Hjálmarssyni, að Hjalla- hrauni 9, í húsi Slysa- vamafélagsins, Hafnar- firði, frá kl. 16.-19. Ljósmyndarinn í Mjódd. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. júlí sl. í Garða- kirkju af sr. Bjama Þór Bjarnasyni Vala Guðnadótt- ir og Jóhann S. Ingimundar- LJOÐABROT ORÐABÓKIN Að fara villur vega í Mbl. 31. ágúst sl. mátti lesa eftirfarandi orðalag hjá blaðamanni: „En þar virðast menn hafa farið villur vega...“ Eg hnaut hér um beygingu lo. vill- ur, en það mun einvörð- ungu koma fyrir í orða- sambandinu að fara vill- ur vega. Samkv. OM merkir villur sama og villtur, sem hefur villzt. Merking orðasambands- ins er því sú að vera villt- ur. Þar er einnig gefið annað orðasamband: vera, fara v[illur] um e-ð, skjátlast um e-ð, vita e-ð ekki með sannindum. Lo. villur beygist að sjálf- sögðu eins og önnur fall- orð eftir kyni og tölu. Þannig er sagt, að mað- urinn hafi farið villur vega, ef honum hefur skjátlazt eitthvað. Á sama hátt er sagt, að konan hafi farið vill vega eða barnið hafi farið villt vega. Sé notuð ft. verða dæmin þannig: Mennirn- ir fóru villir vega, kon- urnar fóru villar vega og börnin fóru vill vega. Hér má til samanburðar hafa lo. villtur, sem er al- gengt lo. Hann var villt- ur, þeir voru villtir, hún var villt, þær voru villtar, barnið var villt, þau voru villt. Af þessu má ljóst vera, að blaðamaðurinn hefði átt að skrifa, að mennirnir hafi farið villir vega, en ekki villur vega, eins og stóð í Mbl. Þessi ruglingur í beygingu lo. er einmitt dæmi um það, sem getur gerzt, þegar orð er sjaldgæft í málinu. - JAJ STJÖRNUSPÁ ofl ir Pra nci*x IIra ki> MEYJA Þú ert vandlátur og velur aðeins það besta. Snyi-ti- mennskan er þér eðlislæg á öllum sviðum. Hrútur (21. mars - 19. apríl) "r* Kastaðu ekki til höndum við störf þín því þá færðu á þig illt orð sem getur dregið dilk á eftir sér. Vel unnin verk afla þér hins vegar vinsælda Naut (20. apríl - 20. maí) Nú skaltu gera ferðaáætlun og þegar staðurinn hefur verið valinn skaltu fræðast um hann eins og þér er fært svo þú njótir ferðarinnar til fulls. Tvíburar t (21. maí - 20. júní) n í Fáðu ekki minnimáttar- kennd þótt þú ræðir við ein- hvem sem gjörþekkir mál- efnið því þú hefur fullan rétt á að láta skoðanir þínar í ljós. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Hættu að vorkenna þér og komdu frekar auga á hvar þér misferst. Stattu undir þeirri ábyrgð sem þú tókst að þér því það er skref í rétta átt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) iW Ef þú vilt forðast misskilning verðurðu að tjá hug þinn all- an á sannfærandi hátt. Þú getur ekki ætlast til að aðrir lesi hugsanir þínar. Meyja (23. ágúst - 22. september) <DSL Þótt þú sért ekki í skapi til að taka þátt í gleðskap í kvöld skaltu þekkjast boð sem þú færð því eitthvað mun koma þér skemmtilega á óvart. (23. sept. - 22. október) m Láttu hrokann ekki ná tök- um á þér í samskiptum við aðra þótt þeir reyni að láta ljós sitt skína því þú hefur engan einkarétt á því. Vertu því hógvær. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þér verða falin mannaforráð og þá skiptir öllu að vera sanngjarn og láta eitt yfir alla ganga. Þú færð fólk til fylgis við þig ef þú sýnir gott fordæmi. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) ítj) Hafirðu ekki fulla stjóm á skapi þínu skaltu halda þér til hlés svo það bitni ekki á þeim sem síst skyldi. Finndu út hvað veldur þessu. Steingeit (22. des. -19. janúar) itmf Samskiptin við samstarfsfé- lagana hafa aldrei gengið betur þvl þú leggur svo mikla áherslu á jákvæðni og hlýtt viðmót sem hefur áhrif á aðra. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Hugleiddu þann möguleika að leggja greiðslukortinu því þá er auðveldara að hafa hemil á eyðslunni og þú fljót- ari að komast á réttan kjöl. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú ert drífandi og aðrir taka mark á orðum þínum og leggja sig í líma að gera eins og þú biður. Gættu þess að misnota ekki aðstöðu þína. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki hyggðar á traustum grunni visindalegra staðreynda. Leikfimi í Breiðagerðisskóla BHressandi leikfimi fyrir konur á öllum aldri hefst þriðjudaginn 21. september. Skráning og/eða upplýsingar í síma 554 2982. Arna Kristmannsdóttir, íþróttakennari. I Ertu undir miklu álagi? Ýmsir kviliar að hrjá þig? Lent í áfalli nýlega? Uppl. í síma 562 3633, Sveinb|örn. DREMEL - TIFSAGIR Óðinsgötu 7 Sími 562 8448 Hársnyrtistofa Ágústar og Garðars, Suðurlandsbraut 10, kynnir: Heiðdís Einarsdóttir (Heiða), hársnyrtimeistari, er komin til starfa. Sími 553 2166 Umsókn um framlög ur Framkvæmdasjóði aldraðra 2000 Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra auglýsir eftir umsóknum um framlög úr sjóðnum árið 2000. Eldri umsóknir koma aðeins til greina séu þær endurnýjað- ar. Nota skal sérstök umsóknare)'ðublöð sem fylla ber samviskusamlega út og liggja þau frammi í afgreiðslu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Einnig er ætlast til að umsækjendur lýsi bréflega einingum húsnæðisins, bygg- ingarkostnaði, verkstöðu, fjármögnun, rekstraráætlun, þjónustu- og vistun- arþörf ásamt mati þjónustuhóps aldraðra (matshóps) og þar með hvaða þjónust- uþætti ætlunin er að efla. Umsókn skal fylgja ársreikningur 1998 endurskoðað- ur af löggiltum endurskoðanda og kostnaðaryfirlit yfir fyrstu níu mánuði ársins 1999. Sé ofangreindum skilyrðum ekki fúllnægt áskilur sjóðstjórnin sér rétt til að vísa umsókn frá. Umsóknir skulu hafa borist sjóðstjórninni fyrir 1. desember 1999, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra. Nýtt — fæst hvergi annars staðar — Skrúfblvantar fvrir skólann Sérmerktir með nafni (fást í þremur litum) — verð kr. 1.380. Sniðugar afmælis- og jólagjafir Hringið og biðjið um myndalistann eða skoðið vöru- úrvalið á vefnum www.postlistinn.is. Sendingarkostnaöur bætist viö vöruverö. Afhendingartími 7-14dagar PÖNTUNARSÍMI virka daga kl 16-19 557 1960 Að gera gott hjónaband betra Helgarnámskeið fyrir hjón og sambýlisfólk um samskipti, tjáskipti og tilfinningar Næstu námskeið verða: Reykjavík .... 24.-26. september fsafirði ........... 1.-3. október Akranesi ...........8.-10. október Mosfellsbæ ........ 15—17. október Keflavík ......... 22.-24. október Akureyri .........29.—31. október Stefón Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi Dagskráin er sett saman með stuttum fyrirlestrum, vinnublöðum, hópvinnu og myndböndum. Nánari upplýsingar og skráning í símum 553 8800 og 553 9040 ^ Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.