Morgunblaðið - 28.09.1999, Síða 24

Morgunblaðið - 28.09.1999, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Fyrirtæki, m.a. í eigu Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf., f]árfesta í sólarorkuiðnaði Vöxtur í sólarorku- Yfirmaður Daimler- Chrysler vestan- hafs hættir Stuttgart. Reuters. nýtingu 20% á ári ALLIED Efa hf., sem er í 40% eigu Eignarhaldsfélagsins Alþýðubank- inn hf., hefur ásamt bandarískum fjárfestingarsjóði og Alþjóðafjárfest- ingasamlagi Efa, keypt 48% hluta- fjár í norska fyrirtækinu Renewable Energy Company. Norska félagið er móðurfélag nokkurra fyrirtækja sem hafa sérhæft sig í framleiðslu á sól- arsellum og kerfum til að framleiða raforku úr sólarorku. Hákon Björns- son hjá Eignarhaldsfélaginu Alþýðu- bankinn hf. segir mikinn vöxt hafa orðið í nýtingu á sólarorku undanfar- in 15 ár, eða að meðaltali 20% á ári. Alþjóðafjárfestingarsamlag Efa er fjárfestingarsjóður sem rekinn er með samlagsformi og hefur þann til- gang að fjárfesta í erlendum fyrir- tækjum. Að sögn Hákons er þetta fyrsta fjárfestingarverkefni sam- lagsins. Allied Efa hf. hefui- auk fjár- festingarinnar í Renewable Energy Company, fjárfest í norska fyrirtæk- inu Promeks ASA sem nú vinnur að byggingu tilraunaverksmiðju fyrir kísilduft á Reykjanesi og í norska fyrirtækinu SiNor AS sem framleið- ir einkristalla úr kísilmálmi sem not- aðir eru í kísilfiögur í tölvuiðnaði. Allied Efa er í 40% eigu Eignar- haldsfélagsins Alþýðubankinn en 60% hlutur er í eigu Allied Reso- urcve Corporation sem átt hefur samstarf við bandaríska fjárfesting- arsjóðinn Safeguard International Fund, sem einnig kemur að fjárfest- ingunni í Renewable Energy Company. Stefnt er að skráningu innan tveggja ára Stefnt er að skráningu Renewable Energy Company á markað innan tveggja ára, annaðhvort í Noregi eða í Bandaríkjunum. Spáð er áfram- haldandi vexti á sviði nýtingu sólar- orku og að á næstu öld verði sólar- orkan orðin á meðal mikilvægustu orkugjafa á jörðinni, að sögn Há- kons. Sólarsellur eru framleiddar úr mjög hreinum kísilmálmi og með fjárfestingunni hafa ofangreindir fjárfestar öðlast aðgang að þróaðri tækni til að vinna hátækniafurðir úr kísilmálmi, að sögn Hákons. Stærsti markaðurinn er í þróunarlöndunum þar sem mikill vöxtur er í rafvæð- ingu heimila, skóla, opinberra stofn- ana og verslunarmarkaða með hjálp sólarorku. Hákon segir markmið Allied Efa hf. að fjárfesta í orkufrekum iðnaði á íslandi. „Til að ná þeim markmiðum hefur athygli Allied Efa beinst að því að fjárfesta í erlendum fyrirtækjum sem vinna á þessu sviði. Menn sjá fyrir sér að hægt verði að flytja þessa tækni og starfsemi hingað heim þar sem fyrirtækin eru að vaxa og bæta við sig framleiðslueining- um,“ segir Hákon. DAIMLERChrysler hefur staðfest að Thomas Stallkamp, yfirmaður bíladeildar fyrirtækisins í Norður- Ameríku, muni láta af störfum í árslok og að stjórnarmönnum verði fækkað í 14 úr 17. Við starfi Stallkamps tekur Kanadamaður, James Holden, sem hefur starfað hjá Chrysler í tæp 20 ár. Holden verður einnig yfirmaður Chrysler-Plymouth- Jeep-Dodge deildarinnar, einnar af þremur nýstofnuðum bfladeildum. Bréf í DaimlerChrysler hafa lækkað um 3,13% í 64,68 evrur síð- an umtal um fyrirhugaðar breyt- ingar hófst. I Bandaríkjunum hafa bréf í fyrirtækinu lækkað um 3,81 dollar í 66,375 dollara, lægsta verð frá upphafi, vegna tillögu Lehman Brothers til fjárfesta að kaupi bréf í Ford Motor Co. fremur en Daiml- er-Chrysler. Evrópsk risakaup- höll fyrirhug'uð London. Reuters. Valkortshafar Islandsbanka Sótt um yfírdráttar- heimild á Netinu HANDHAFAR Valkorta frá ís- landsbanka geta nú sótt um yfir- dráttarheimild, eða hækkun henn- ar, í gegnum heimasíðu bankans á Netinu. Að sögn Sigurveigar Jóns- dóttur, upplýsingafulltrúa Islands- banka hf., getur yfirdráttarheimild numið allt að 600.000 krónum, en þó ekki meira en sem nemur þreföld- um mánaðarlaunum. Ekki er þörf á ábyrgðarmönnum eða tryggingarvíxli til að fá yfir- dráttarheimildina, en þess í stað miðar bankinn við fjárhagslega stöðu viðskiptavinarins. „Það er bú- ið að meta Valkortshafa áður og ganga úr skugga um að þetta séu skilvísir viðskiptavinir," segir Sig- urveig. Hún segir að þessi þjónusta sé ný af nálinni, en áður hafi viðskiptavin- ir þurft að sækja um yfirdráttar- heimild af Valkorti með því að hringja eða koma sjálfir í útibúið. SEX evrópsk verðbréfaþing hafa sagst ætla að koma á fót „raunveru- legri“ samevrópskri kauphöll með tölvusambandi í nóvember 2000. Það er fyrr en búizt hefur verið við, en viðskiptin verða ekki sameinuð í einni miðstöð eins og upphaflega stóð til. „Til þessa hafa verðbréfasalar orðið að vera í sambandi við átta kauphallir," sagði aðalbankastjóri Deutsche Börse, Werner Seifert. „Nú verður aðeins einn rafrænn tengill og einn raunverulega sameig- inlegur úrvalsverðbréfamarkaður,“ sagði hann. Seifert og sjö forstjórar annarra kauphalla létu í ljós ánægju með samkomulagið eftir sameiginlegan fund í Brussel. í gildi verða sameiginlegar leik- reglur og viðskipti með hlutabréf þvert yfir landamæri verða auðveld- ari. Verzlað verður með um 600 evr- ópsk úrvalsbréf, helmingi fleiri en upphaflega var ráðgert. Kauphöllin í London og Deutsche Börse skýrðu frá bandalagi um að koma á fót sameiginlegri rafrænni miðstöð viðskipta með úrvalsbréf í júlí í fyrra. I maí á þessu ári ákváðu sex aðrar kauphallir að taka þátt í samstarfinu - kauphallimar í Madríd, Mflanó, Amsterdam, Brussel, París, og Zurich. Bandalagið hefur sætt harðri gagnrýni fyrir seinagang á sama tíma og auknar líkur eru á sam- keppni frá öðrum miðstöðvum tölvu- viðskipta. Morgunverðarfundur á Hótel Sögu Miðvikudaginn 29. september 1999, kl. 8:00 - 9:30 HINDRANIR VIÐ NÝSKÖPUNARSTARF FYRIRTÆKJA • Hver eru áhrif skatta á nýsköpun í fyrirtækjum? • Skapar fjármagnsmarkaðurinn einhveijar hindranir gegn nýsköpun? • Hafa takmarkanir á erlendum fjárfestingum á íslandi áhrif á nýsköpun? • Hver eru áhrif eftirlitsiðnaðarins á nýsköpun? • Eru viðhorf og þjónusta opinberra aðila hindrun gegn nýsköpun? FRAMSÖGUMENN: ______________________________________________________ Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Guðfinna Bjamadóttir, rektor Viðskiptaháskólans FUNDARSTJÓRI: Úlfar Steindórsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs Að loknum framsöguerindum geta fundarmenn komið á framfæri fyrirspumum eða komið með athugasemdir. Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 1.500,- Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er að tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 510 7100 eða bréfasíma 568 6564 eða með tölvupósti mottaka@chamber.is. VERSLUNARRAÐ ISLANDS Áhrif Bandaríkjamanna í stjórn DaimlerChrysler minnka við brey- ingarnar. Bandaríkjamenn eiga nú sjö fulltrúa í 17 manna stjórn fyr- irtækisins, eða um 41% atkvæð- anna. Meiri þýzk áhrif Breytingarnar koma í kjölfar frétta um vaxandi hugmyndafræði- legan ágreining íhaldsmannsins Stallkamps og yfirmanns hans í Þýskalandi, Jurgens Schrempp. Talið er að Stallkamp hafi viljað hægfara samruna hinna bandarísku og þýzku þátta starfsemi fyrirtæk- isins, sem er fimmti mesti bflafram- leiðandi heims. Schrempp vildi hins vegar skjót- an, hnökralausn samruna. Hingað til hefur hann verið tflbúinn að grípa til harkalegra til að fá mark- miðum sínum framgengt. Bókaversl- anir semja við Heild- verslun Pennans FJÓRAR bókaverslanir utan höfuðborgarsvæðisins hafa undirritað samstarfssamning við Heildverslun Pennans. Bókaverslanirnar eru Bókabúð Andrésar Níelssonar á Akra- nesi, Bókhlaðan Isafirði, Bóka- búðin Heiðavegi Vestmanna- eyjum og Bókabúð Keflavíkur. Samningurinn felur í sér að bókaverslanirnar fá beinan að- gang að vörudreifingarmiðstöð Heildverslunar Pennans. Avinningur verslananna er einkum minna og einfaldara lagerhald, tímasparnaður vegna innkaupa, hnitmiðaðra vöruval og hagkvæmari inn- kaup, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Auk þess mun Heildverslun Pennans að- stoða verslanirnar við fram- setningu á vörum. GÓLFEFNABÚÐIN Mikið úrval fallegra flísa Borgartún 33 • RVK Laufásgata 9 • AK NÁMSKEIÐ £ £ Tölvu- og verkfræðiþjónustan Grensésvegi »6 pöntunarsf m i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.