Morgunblaðið - 28.09.1999, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 28.09.1999, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Fyrirtæki, m.a. í eigu Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf., f]árfesta í sólarorkuiðnaði Vöxtur í sólarorku- Yfirmaður Daimler- Chrysler vestan- hafs hættir Stuttgart. Reuters. nýtingu 20% á ári ALLIED Efa hf., sem er í 40% eigu Eignarhaldsfélagsins Alþýðubank- inn hf., hefur ásamt bandarískum fjárfestingarsjóði og Alþjóðafjárfest- ingasamlagi Efa, keypt 48% hluta- fjár í norska fyrirtækinu Renewable Energy Company. Norska félagið er móðurfélag nokkurra fyrirtækja sem hafa sérhæft sig í framleiðslu á sól- arsellum og kerfum til að framleiða raforku úr sólarorku. Hákon Björns- son hjá Eignarhaldsfélaginu Alþýðu- bankinn hf. segir mikinn vöxt hafa orðið í nýtingu á sólarorku undanfar- in 15 ár, eða að meðaltali 20% á ári. Alþjóðafjárfestingarsamlag Efa er fjárfestingarsjóður sem rekinn er með samlagsformi og hefur þann til- gang að fjárfesta í erlendum fyrir- tækjum. Að sögn Hákons er þetta fyrsta fjárfestingarverkefni sam- lagsins. Allied Efa hf. hefui- auk fjár- festingarinnar í Renewable Energy Company, fjárfest í norska fyrirtæk- inu Promeks ASA sem nú vinnur að byggingu tilraunaverksmiðju fyrir kísilduft á Reykjanesi og í norska fyrirtækinu SiNor AS sem framleið- ir einkristalla úr kísilmálmi sem not- aðir eru í kísilfiögur í tölvuiðnaði. Allied Efa er í 40% eigu Eignar- haldsfélagsins Alþýðubankinn en 60% hlutur er í eigu Allied Reso- urcve Corporation sem átt hefur samstarf við bandaríska fjárfesting- arsjóðinn Safeguard International Fund, sem einnig kemur að fjárfest- ingunni í Renewable Energy Company. Stefnt er að skráningu innan tveggja ára Stefnt er að skráningu Renewable Energy Company á markað innan tveggja ára, annaðhvort í Noregi eða í Bandaríkjunum. Spáð er áfram- haldandi vexti á sviði nýtingu sólar- orku og að á næstu öld verði sólar- orkan orðin á meðal mikilvægustu orkugjafa á jörðinni, að sögn Há- kons. Sólarsellur eru framleiddar úr mjög hreinum kísilmálmi og með fjárfestingunni hafa ofangreindir fjárfestar öðlast aðgang að þróaðri tækni til að vinna hátækniafurðir úr kísilmálmi, að sögn Hákons. Stærsti markaðurinn er í þróunarlöndunum þar sem mikill vöxtur er í rafvæð- ingu heimila, skóla, opinberra stofn- ana og verslunarmarkaða með hjálp sólarorku. Hákon segir markmið Allied Efa hf. að fjárfesta í orkufrekum iðnaði á íslandi. „Til að ná þeim markmiðum hefur athygli Allied Efa beinst að því að fjárfesta í erlendum fyrirtækjum sem vinna á þessu sviði. Menn sjá fyrir sér að hægt verði að flytja þessa tækni og starfsemi hingað heim þar sem fyrirtækin eru að vaxa og bæta við sig framleiðslueining- um,“ segir Hákon. DAIMLERChrysler hefur staðfest að Thomas Stallkamp, yfirmaður bíladeildar fyrirtækisins í Norður- Ameríku, muni láta af störfum í árslok og að stjórnarmönnum verði fækkað í 14 úr 17. Við starfi Stallkamps tekur Kanadamaður, James Holden, sem hefur starfað hjá Chrysler í tæp 20 ár. Holden verður einnig yfirmaður Chrysler-Plymouth- Jeep-Dodge deildarinnar, einnar af þremur nýstofnuðum bfladeildum. Bréf í DaimlerChrysler hafa lækkað um 3,13% í 64,68 evrur síð- an umtal um fyrirhugaðar breyt- ingar hófst. I Bandaríkjunum hafa bréf í fyrirtækinu lækkað um 3,81 dollar í 66,375 dollara, lægsta verð frá upphafi, vegna tillögu Lehman Brothers til fjárfesta að kaupi bréf í Ford Motor Co. fremur en Daiml- er-Chrysler. Evrópsk risakaup- höll fyrirhug'uð London. Reuters. Valkortshafar Islandsbanka Sótt um yfírdráttar- heimild á Netinu HANDHAFAR Valkorta frá ís- landsbanka geta nú sótt um yfir- dráttarheimild, eða hækkun henn- ar, í gegnum heimasíðu bankans á Netinu. Að sögn Sigurveigar Jóns- dóttur, upplýsingafulltrúa Islands- banka hf., getur yfirdráttarheimild numið allt að 600.000 krónum, en þó ekki meira en sem nemur þreföld- um mánaðarlaunum. Ekki er þörf á ábyrgðarmönnum eða tryggingarvíxli til að fá yfir- dráttarheimildina, en þess í stað miðar bankinn við fjárhagslega stöðu viðskiptavinarins. „Það er bú- ið að meta Valkortshafa áður og ganga úr skugga um að þetta séu skilvísir viðskiptavinir," segir Sig- urveig. Hún segir að þessi þjónusta sé ný af nálinni, en áður hafi viðskiptavin- ir þurft að sækja um yfirdráttar- heimild af Valkorti með því að hringja eða koma sjálfir í útibúið. SEX evrópsk verðbréfaþing hafa sagst ætla að koma á fót „raunveru- legri“ samevrópskri kauphöll með tölvusambandi í nóvember 2000. Það er fyrr en búizt hefur verið við, en viðskiptin verða ekki sameinuð í einni miðstöð eins og upphaflega stóð til. „Til þessa hafa verðbréfasalar orðið að vera í sambandi við átta kauphallir," sagði aðalbankastjóri Deutsche Börse, Werner Seifert. „Nú verður aðeins einn rafrænn tengill og einn raunverulega sameig- inlegur úrvalsverðbréfamarkaður,“ sagði hann. Seifert og sjö forstjórar annarra kauphalla létu í ljós ánægju með samkomulagið eftir sameiginlegan fund í Brussel. í gildi verða sameiginlegar leik- reglur og viðskipti með hlutabréf þvert yfir landamæri verða auðveld- ari. Verzlað verður með um 600 evr- ópsk úrvalsbréf, helmingi fleiri en upphaflega var ráðgert. Kauphöllin í London og Deutsche Börse skýrðu frá bandalagi um að koma á fót sameiginlegri rafrænni miðstöð viðskipta með úrvalsbréf í júlí í fyrra. I maí á þessu ári ákváðu sex aðrar kauphallir að taka þátt í samstarfinu - kauphallimar í Madríd, Mflanó, Amsterdam, Brussel, París, og Zurich. Bandalagið hefur sætt harðri gagnrýni fyrir seinagang á sama tíma og auknar líkur eru á sam- keppni frá öðrum miðstöðvum tölvu- viðskipta. Morgunverðarfundur á Hótel Sögu Miðvikudaginn 29. september 1999, kl. 8:00 - 9:30 HINDRANIR VIÐ NÝSKÖPUNARSTARF FYRIRTÆKJA • Hver eru áhrif skatta á nýsköpun í fyrirtækjum? • Skapar fjármagnsmarkaðurinn einhveijar hindranir gegn nýsköpun? • Hafa takmarkanir á erlendum fjárfestingum á íslandi áhrif á nýsköpun? • Hver eru áhrif eftirlitsiðnaðarins á nýsköpun? • Eru viðhorf og þjónusta opinberra aðila hindrun gegn nýsköpun? FRAMSÖGUMENN: ______________________________________________________ Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Guðfinna Bjamadóttir, rektor Viðskiptaháskólans FUNDARSTJÓRI: Úlfar Steindórsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs Að loknum framsöguerindum geta fundarmenn komið á framfæri fyrirspumum eða komið með athugasemdir. Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 1.500,- Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er að tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 510 7100 eða bréfasíma 568 6564 eða með tölvupósti mottaka@chamber.is. VERSLUNARRAÐ ISLANDS Áhrif Bandaríkjamanna í stjórn DaimlerChrysler minnka við brey- ingarnar. Bandaríkjamenn eiga nú sjö fulltrúa í 17 manna stjórn fyr- irtækisins, eða um 41% atkvæð- anna. Meiri þýzk áhrif Breytingarnar koma í kjölfar frétta um vaxandi hugmyndafræði- legan ágreining íhaldsmannsins Stallkamps og yfirmanns hans í Þýskalandi, Jurgens Schrempp. Talið er að Stallkamp hafi viljað hægfara samruna hinna bandarísku og þýzku þátta starfsemi fyrirtæk- isins, sem er fimmti mesti bflafram- leiðandi heims. Schrempp vildi hins vegar skjót- an, hnökralausn samruna. Hingað til hefur hann verið tflbúinn að grípa til harkalegra til að fá mark- miðum sínum framgengt. Bókaversl- anir semja við Heild- verslun Pennans FJÓRAR bókaverslanir utan höfuðborgarsvæðisins hafa undirritað samstarfssamning við Heildverslun Pennans. Bókaverslanirnar eru Bókabúð Andrésar Níelssonar á Akra- nesi, Bókhlaðan Isafirði, Bóka- búðin Heiðavegi Vestmanna- eyjum og Bókabúð Keflavíkur. Samningurinn felur í sér að bókaverslanirnar fá beinan að- gang að vörudreifingarmiðstöð Heildverslunar Pennans. Avinningur verslananna er einkum minna og einfaldara lagerhald, tímasparnaður vegna innkaupa, hnitmiðaðra vöruval og hagkvæmari inn- kaup, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Auk þess mun Heildverslun Pennans að- stoða verslanirnar við fram- setningu á vörum. GÓLFEFNABÚÐIN Mikið úrval fallegra flísa Borgartún 33 • RVK Laufásgata 9 • AK NÁMSKEIÐ £ £ Tölvu- og verkfræðiþjónustan Grensésvegi »6 pöntunarsf m i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.