Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ PW til útlaada -auðvelt dð muod VIÐSKIPTI SIMINN www.simi.is Blöndunartæki Moratemp High-Lux hentar sérlega vel i eldhúsum þar sem koma þarf háum flátum undir kranann. Mora - Sænsk gæðavara TGÍIGIehf. Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 564 1088 • Fax: 564 1089 Fást í byggmgamrtmrsluiwm um land allt Met í hluta- bréfaviðskipt- um í september HEILDARVELTA með hlutabréf á Verðbréfaþingi íslands í septem- ber nam 4.715 milljónum króna og er hann þar með veltuhæsti mán- uður þingsins frá upphafí. Velta með hlutabréf fyrstu níu mánuði ársins á VÞÍ er orðin 26,8 milljarð- ar sem er tæplega tvöfalt meira en veltan var allt árið í fyrra en þá nam hún um 13,3 milljörðum króna. Fyrstu níu mánuði síðasta árs nam velta með hlutabréf 8,2 milljörðum á Verðbréfaþingi og er veltan því rúmlega þrefalt meiri fyrstu níu mánuði þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Helstu hlutabréfavísitölur hafa hækkað mikið síðustu þrjá mánuði, eða frá því í byrjun júlí, rétt áður en milliuppgjör fyrirtækja tóku að birtast. I morgunkorni Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins á fimmtudag kemur fram að þvert ofan á spár sumra, um að viðskipti myndu minnka og verð hætta að hækka strax í kjölfar birtingar milliuppgjöra, hefur það ekki gerst. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur Úrvalsvísitala aðallista hækkað um 25,23% en um 18% frá því í júlíbyrjun. Heildarvísitala að- allista hefur hækkað um 25,19% fyrstu níu mánuði ársins en um 15% frá því í byrjun júlí. I morgunkorni FBA kemur fram að þegar grannt er skoðað þá er það einkum vísitala fjármála og trygginga sem hefur leitt hækkun- ina enda vegur hún tæplega þriðj- ung af vísitölu aðallista. Um 2 milljarða viðskipti í gær Viðskipti á Verðbréfaþingi ís- lands námu alls um 2 milljörðum króna í gær, mest með hús- og hús- næðisbréf fyrir 927 milljónir króna og hækkaði markaðsávöxtun hús- bréfa um 1-4 punkta. Viðskipti með hlutabréf námu 258 milljónum króna, mest með bréf Islandsbanka fyrir 69 milljón- ir króna og Flugleiða fyrir 26 millj- ónir króna og lækkaði gengi bréfa Flugleiða um 1% en engar verð- breytingar urðu á bréfum í ís- landsbanka. Mest hækkaði verð bréfa Jarð- Þingvísitölur - verðvísitölur Lokagildi 30.09.99 Breytingar frá áram. Úrvalsvísitala Aðallista 1.374,507 25,23% Heildarvísitala Aðallista 1.310,226 25,19% Heildarvísitala Vaxtarlista 1.081,605 8,20% Vísitala sjávarútvegs 104,440 8,66% Vísitala þjónustu og verslunar 95,526 -1,39% Vísitala fjármála og trygginga 159,417 43,34% Vísitala samgangna 164,802 25,32% Vísitala olíudreifingar 128,493 44,60% Vísitala iðnaðar og framleiðslu 128,908 33,22% Vísitala bygginga- og verktakastarfs. 131,031 31,03% Vísitala upplýsingatækni 141,288 41,29% Vísitala lyfjagreinar 103,106 3,11% Vísitala hlutabréfas og fjárfestingarf. 111,967 9,66% Heildarviðskipti - fyrstu 9 mánuði ársins Markaður Velta í millj. kr. 1998 1999 Bankavíxlar 58.673 19.202 Hlutabréf 8.243 26.400 Húsbréf 57.300 59.394 Húsnæðisbréf 8.580 10.231 Ríkisbréf 9.293 4.992 Ríkisvíxlar 49.610 16.571 Spariskírteini 39.942 13.700 borana um 5,3% en einungis ein viðskipti upp á 2,4 milljónir voru að baki hækkuninni. Verð hlutabréfa í Þormóði ramma-Sæberg hækkaði um 5% í tæplega 14 milljón króna viðskiptum. Úrvalsvísitala aðallista hækkaði lítillega og er nú 1.375 stig. Endurskipulagning á starfsemi Sölumiðstöðvar hraðfiystihúsanna hf. Fimmtán starfsmönnum sagt upp hjá SH og Sæmarki UPPSAGNIR 15 starfsmanna hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. tóku gildi nú um mánaðamótin, og að sögn Gunnars Svavarssonar, for- stjóra SH, er um að ræða átta starfsmenn SH hf. og sjö starfs- menn dótturfélagsins Sæmarks sem hefur verið lokað, en það ann- aðist kaup á hráefni frá öðrum en SH-framleiðendum. Uppsagnirnar voru boðaðar um síðustu mánaðamót og eru liður í endurskipulagningu á starfsemi SH í kjölfar breytinga sem kynntar voru síðastliðið vor. Meginbreyting- arnar á rekstrarfyrirkomulagi fé- lagsins fólust í ákvörðunum þar sem kveðið er á um að falla megi frá þeirri afurðasöluskyldu sem ríkti milli SH og íslenskra framleiðenda. í framhaldi af breyttu hlutverki SH á Islandi var hafist handa um skipulagsbreytingar hjá félaginu, og var 19 manns sagt upp störfum fyrr í sumar. Skrifstofuhald á Ákureyri var lagt af og hæð í aðal- stöðvunum í Aðalstræti 6 seld. St- arfsemi SH hf. á íslandi verður framvegis í tveimur félögum, ann- ars vegar í SH hf., eignarhaldsfé- lagi þar sem starfa munu um 4 starfsmenn, og hins vegar í félagi sem gengið hefur undir vinnuheit- inu SH þjónusta ehf. Hjá því félagi verður framleiðendum og dótturfé- lögum þjónað með rekstri 5 þjón- ustudeilda og er reiknað með að starfsmenn þess fyrirtækis verði 35-40 á næsta ári. Heildarstarfs- mannafjöldi mun því losa 40 manns, en til samanburðar var hann 90 á síðasta ári. Karl K. Karlsson Viðurkenn- ing í Skotlandi INGVAR Karlsson, eigandi heildsölunnar Karl K. Karls- son, mun í næstu viku taka við viðurkenningu frá samtökum skoskra viskýframleiðenda, fyrir störf fyrirtækisins á ís- lenskum markaði. Heildsalan hefur um árabil flutt inn viský og fleiri áfengis- tegundir hingað til lands. At- höfnin fer fram í kastala í Perth-skíri og að sögn Ingvars bíður hans þétt dagskrá frá mánudegi fram til fímmtu- dags. Framkvæmdastjóri íslenskra viðskiptabanka um greiðslumiðlunarkerfí banka og sparisjóða Algjör miðstýring óæskileg Líföndun Að anda er að lifa Guðrún Arnalds verður með námskeið í líföndun helgina 9. og 10. október „Tíminn er líf. Og lífið býr í hjartanu. Því meira sem fólkið sparaði því minna átti það.“(úr Mómó eftir M.Énde) Gefur þú þér tíma til að lifa? Líföndun er leið til að anda inn í það sem við höfum ýtt inn í skuggann - hvort sem það er gleði eða sorg, ná djúpri slökun og tengjast kjarnanum í sjálfum okkur. Guðrún Arnalds. símar 551 8439 og 896 2396 FINNUR Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri íslenskra viðskipta- banka, segir umræðu síðustu daga um greiðslumiðlunarkerfið hér á landi, ekki snúast um greiðslumiðl- unina í heild, heldur um tiltekinn þátt hennar, þ.e. innheimtu reikn- inga frá fyrirtækjum. Hann telur ekki rétt að byggja frekari þróun hér á landi á þessu sviði alfarið á dönsku fyrirmyndinni innan Pengeinstituttemes Betalings Service (PBS). Hann segir vissulega margt gott í danska kerfinu sem draga má lærdóm af. Það verði ekki dregið í efa að unnt sé að ná fram verulegum sparnaði í þessum þætti greiðslumiðlunarinnar með því að koma honum að mestu leyti í raf- rænt form. Hins vegar álítur hann heppilegra ef hægt yrði að nýta kosti dönsku leiðarinnar hér á landi, án þess að gera miðlæga reiknistofu að miðpunkti kerfisins. „Persónulega hef ég ákveðnar efasemdir um að rétt sé að fara dönsku leiðina óbreytta. Eg tel vænlegra að samn- ingagerð við fyrirtækin og öll sam- skipti við þau og viðskiptavinina verði í höndum einstakra þanka og sparisjóða. Það er bæði óþarft og óæskilegt að hafa þessa þjónustu eins miðlæga og í Danmörku. Heppilegast er að búa þannig um hnútana að tæknileg samvinna varð- andi grunninn að svona þjónustu, fari fram innan Reiknistofu bank- anna en að einstakir bankar og sparisjóðir hafi síðan svigi-úm til að keppa á þessu sviði, geti þróað þjón- ustuna enn frekar og tengt hana annarri þjónustu sem þeir bjóða. Lykilatriðið er að losna við þetta mikla magn gíróseðla og greiðslu- seðla sem verið er að senda út í hverjum mánuði, gera kerfið raf- rænt og eins þægilegt fyrir fyrir- tæki og viðskiptavini og unnt er, án þess þó að skera á tengsl fyrirtækja og viðskiptavina við einstaka banka og sparisjóði." Fyrirtæki vilja einfaldleika Aðspurður um hvort þróunin gæti orðið á þann veg að einhverjir aðilar færu sameiginlega með greiðslumiðl- unarkerfi inn í Reiknistofu bankanna á meðan aðrar fjármálastofnanir stæðu utan við slíkt samstarf með eigið kerfi, telur Finnur það afar ólíklegt. „Fyrirtæki vilja hafa þetta einfalt og vilja komast hjá því að þurfa að eiga samskipti við marga aðila. Einnig tel ég að það sé hag- kvæmt að þróa kerfi af þessu tagi a.m.k. grunninn að því, sameigin- lega. Eg tel líkur á að við komum til með að sjá einhvern milliveg í þess- um málum þar sem Reiknistofa bankanna sinnir ákveðinni grunn- þjónustu fyrir alla banka og spari- sjóði en frekari útfærslur verði í höndum hvers og eins.“ Hvað tímasetningar varðar m.t.t. hvenær vænta megi niðurstöðu í málinu, bendir Finnur á að menn hafi verið að skoða hagræðingarmál innan bankakerfisins um þónokkurn tíma. „Sú vinna hefur tafist nokkuð vegna 2000 aðlögun- arinnar, sem Reiknistofan og tölvu- deildir bankanna hafa verið bundn- ar við um nokkurt skeið. Nú er sú vinna búin og því skapast svigrúm til að snúa sér að verkefnum af þessu tagi. Þess verður því varla langt að bíða að menn komist að samkomulagi um þá leið sem heppi- legast sé að fara,“ segir Finnur Sveinbjörnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.