Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 5!> ALDARMINNING Lenu Mist. Elsku Gurrý, ég sit hér við eldhúsborðið og hugsa um síð- ustu stundimar okkar saman hérna við þetta borð, þú svo glöð og hamingjusöm, leist svo vel út, hamingjan skein frá ykkur Helga. Við vorum að tala um að ég kæmi til ykkar í heimsókn en enginn ræður sínum næturstað. Ég mun minnast þín eins og þú varst þarna og er það góð minning. Elsku Gurrý, þú ert horfin inn í haustið, ert fallin í valinn eins og haustlaufin. Þú hafðir lært blóma- skreytingar í Noregi og hafðir at- vinnu við það og voru haustlitirnir í sérstöku uppáhaldi hjá þér. Elsku frænka, þú barst með þér fersk- leika og fegurð haustsins. Elsku Helgi, íris Hödd, Lena Mist, Gústa, Biddi, Trausti og Sig- urgeir og aðrir aðstandendur, sorg ykkar er mikil en minning um góða manneskju lifir. Ég sakna þín, elsku frænka. Mér fmnst ég hvorld heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga því er verr, ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið h'ður alltof fljótt Horfið er nú sumarið og sóiin í sálu minni hefur gríma völd. í æsku léttu ís og myrkur jólin; Nú einn ég sit um vetrarkvöld. Því eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið líður alltof fljótt. (Vilhj. Vilhjálmsson.) Ágústa Dröfn Guðmundsdóttir. „Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjar- veru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni." (Kahlil Gibran.) Elsku Gurrí okkar. Þú ert farin. Haustið þitt er komið og litimir þínir sem birtast í náttúrunni um- vefja okkur ásamt minningum um þig. Nú þegar við kveðjum þig reikar hugurinn til baka til allra góðu samverustundanna sem við áttum saman. Þegar við töluðum saman um lífið og dauðann var það fjarri huga okkar að einhver úr hópnum færi svo fljótt. En þrátt fyrir allar slíkar hugleiðingar í góðra vina hópi vitum við öll að lífið bæði gefur og tekur. Þegar við setjumst niður núna langar okkur að segja svo margt en orðin verða svo fátækleg og innantóm borið saman við allar ljúfu stundimar. Þú sem hélst svo vel utan um hóp- inn, skipulagðir útilegur, hótelferð- ir og bauðst í stórar matarveislur þar sem þið Helge nutuð ykkar svo vel. Þú varst alltaf svo hrein og bein í samskiptum við fólk og svo trygg við fjölskyldu þína og nán- ustu vini. Þú varst okkar stoð og stytta. Elsku Helge, íris Hödd, Lena Mist, Biddi, Gústa og aðrir ástvin- ir, missir ykkar er mikill. Megi góður Guð styrkja ykkur og vemda í sorg ykkar og láta minn- inguna um Gurrí lifa um ókomin ár. Hún horfin er, ó, hverfullegu skiftin, svo hýr um kvöld, að morgni fólur nár; hve tómt í húsum eftir sjónarsviftin þar sanna gleði skóp hún mörg um ár. Sú blessuð lilja er brotin dauðans hendi, svo björt og hrein, svo innilega kær. Hún angan ljúfa lífs í blóma sendi. Nú lögð í duft er prýðin hennar skær. Og hvíl með friði, góða víf, í guði, sem gaf og tók, hans náðin veitti þér að endurvakna í sælum samfógnuði til samfunda með því sem kærast er. (Steingrímur Thorsteinsson.) Þínir vinir, Rut. og Leifur, Steinunn Eva og Ottó Valur, Hrefna og Guðjón. STEFÁN ÞÓRARINN GUNNLA UGSSON + Stefán Þórarinn Gunnlaugsson fæddist á Búðum, Fáskrúðsfírði, 17. ágúst 1918. Hann lést 7. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 21. september. Það er með djúpri sorg og sárum söknuði sem við kveðjum ást- kæran bróður, mág og frænda, Stefán Þórarin Gunnlaugsson. Stebbi var einstakur maður, glaðvær, félagslyndur, hjálp- samur og umfram allt tryggur. Sem barn leit litla systir mjög upp til síns hávaxna og glæsilega bróður og fannst hún sem því næst snerta skýin þegar hann tók hana í faðminn. Strax sem barn hafði Stebbi þá tileinkað sér þá lífsgleði og hugulsemi sem átti eftir að fylgja honum fram í andlátið. Þeg- ar Stebbi og Hulda tóku saman og stoftmðu fjölskyldu, skópu þau sér fal- legt heimili þar sem kátur bamahópur þeirra hjóna lék sér áhyggjulaus und- ir vemdarvæng ástríkra foreldra. Þar átti litla systir margar ánægjustundir, nú sem gift kona með eiginmanninn löngum fjarverandi við störf í Land- helgisgæslunni. Og mörgum ámm síð- ar átti næsta kynslóð ekki síður ánægjulegar stundir hjá Stebba og Huldu þegar litla frænka, peðið í fjöl- skyldunni, brölti þar um á milli þess sem fi-ændi og frænka æfðu krílið af mikilli þolinmæði í að bera fram stafinn r. Svona var Stebbi, þolin- móður, skilningsríkur og ávallt boðinn og búinn að rétta fram hjálpar- hönd hvar sem hans var þörf. Það var Stebba mikið áfall að missa Huldu sína langt um ald- ur fram en hann bar sorg sína af því æðra- leysi sem alltaf ein- kenndi hann. Þrátt fyrir áfallið hélt hann áfram af krafti, var virkur í fé- lagsstörfum og ferðaðist töluvert. Og aldrei fór Stebbi svo úr landi að hann færði ekki fjölskyldu litlu systur eitthvert smáræði frá út- landinu. T.d. gleymfr litla frænka aldrei fallega skotapilsinu sem Stebbi frændi kom með frá Glasgow og gerði hana að fínustu stelpunni í skólanum. Eftir öll þessi ár er svo ótalmargs að minnast. Okkur setur hljóða við að rifja upp ótal stundir í félagsskap Stebba, einstaks manns sem var alls staðar hrókur alls fagnaðar jafnframt því að vera ávallt til staðar á erfiðari stupdum. A sínum efri áram var Stebbi svo lánsamur að eignast góða og trygga vinkonu, Gyðu Eyjólfsdóttur. Stebbi og Gyða áttu margar góðar stundir og ferðuðust meðal annars töluvert, jafnt innan lands sem utan. Við kveðjum nú góðan dreng, þess full- viss að tilveran verður ekki sú sama án Stebba. Gyða, Árni og Guðrún Gyða. GUÐJON GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Guðjón eða Gaui eins og afi var oftast kallað- ur var fæddur á Hóli í Bolungarvík 29. sept- ember árið 1899. For- eldrar hans voru hjónin Ingibjörg Sigurðardótt- ir frá Gilsbrekku í Súg- andafirði og Magnús Guðmundsson, f. á Hjöllum í Þorskafirði. Hann ólst upp hjá for- eldrum sínum en ungur fór hann í sveitavinnu á ýmsum bæjum eins og algengt var á þeim tíma. Systkini Guðjóns vora Albert, Halldóra, Magnúsína og Sigríður. Áinð 1924 kvæntist hann Ágústu Sigurborgu Steindórsdóttur, f. 11. september 1889 á Snæfjöllum á Snæíjallaströnd. Foreldrar hennar vora Sigurborg Márusdóttir og Steindór Gíslason. Þau bjuggu allan sinn búskap í Hnífsdal. Afi Guðjón stundaði sjómennsku og þá atvinnu mat hann mikils og vann við hana í allmörg ár. Amma Ágústa vann sem prjónakona með meira og var þekkt sem Gústa prjónakona í litla húsinu við Strandgötuna í Hnífsdal. Þeim varð ekki barna auðið en ólu upp tvö fósturböm, þau Svanfríði Kristínu Benediktsdóttur, foreldrar hennar voru Jóna P. Sigurðardóttir frá Berjadalsá og Benedikt Ásgeirsson frá Galtarhrygg, og Kristin Bene- diktsson, foreldrar hans vora Kristín Jónsdóttir og Benedikt Rósi Stein- dórsson, en hann var bróðir Ágústu. Svanfríði móður mína tóku þau í fóstur er fað- ir hennar lést. Hún var á öðra ári en Kristin tóku þau að sér fárra vikna. Guðjón lést 17. des-T ember 1973 eftir stutta legu á Sjúkrahúsi Isa- fjarðar. Afi var einn þeirra dugmiklu manna sem var þjóðfélagi sínu svo dýrmætur, vegna þess að hann lagði til þá undirstöðu með striti sínu sem allt hvilir á en er jafnan vanmet- ið. Eitt af hans áhugamálum var bú- skapur og hafði hann aðstöðu til að hafa nokkrar kindur þeim hjónum til mikillar ánægju. Amma Ágústa lést 19. nóvember 1979 eftir langvarandi veikindi. Ég var svo lánsöm að fá að kynnast afa og ömmu og alast upp hjá þeim að hluta. Þetta var mér dýrmætur tími og erf , ég þeim ævinlega þakklát íyrir þa umönnun sem ég fékk. Ég vil geyma minningu Guðjóns afa og Ágústu ömmu í huga mér í þökk fyrir að fá að hafa átt þau fyrir afa og ömmu. Guð varðveiti minningu þeirra. Sigurborg Sveinbjörnsdóttir. HÖRÐUR ZOPHANÍASSON + Hörður Zophan- íasson fæddist í Reykjavík 12. maí 1955. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 19. september síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 24. sept- ember. Hann Hörður er dá- inn. Fallinn frá langt fyrir aldur fram eftir stutt en erfið veikindi. Þegar ég hitti Hörð fyrst hafði ég sjálfur ekki náð að fylla íyrsta tuginn í áram. Hann tók að venja komur sín- ar á heimilið til að hitta Solveigu systur mína. Upp frá því var Hörður einn af þeim sem ég gat ávallt leitað til. Osjaldan leitaði ég til hans með ýmiskonar leiðsögn og ráð. Alltaf var Hörður tilbúinn að veita aðstoð. Þeg- ar kom að því að kaupa íyrsta bílinn þá var Hörður mættur. Saman þræddum við bílasölur bæjarins og lásum smáauglýsingar upp til agna. Loks fannst rétti bíllinn og prúttað var um verð og gengið frá kaupun- um, allt með hjálp Harðar. Eitt af því sem ég minnist Harðar fyrir var frásagnargáfan og húmor- inn. Hann var óþreytandi að segja skemmtilegar og hæfilega kryddaðar sögur af samferðamönnum sínum og var ótrúlega orðheppinn og uppá- tækjasamur. Eitt var það atvik sem við Hörður hlógum oft að og enginn þörf var að krydda. Það var þegar við Hörður vorum að gera við bíl sem var með bilaðar bremsur. Við bætt- um ó hann brúsa af bremsuvökva, ekki einum, ekki tveimur, heldur þremur en alltaf vantaði meiri vökva en við fundum engan leka hvernig sem við skriðum undir bílinn og leit- uðum. Þegar svo bíllinn var settur í gang gaus upp þykkur og mikill hvít- ur reykur, líklega sá mesti sem sést hefur fyrr og síðar í Árbæjarhverf- inu. Reykurinn huldi blokkina fram- an við bílinn og við rétt sáum grilla í húsmæður sem hlupu í dauðans of- boði út á svalir til að bjarga inn barnavögnum og þvotti. Við vorum hinir ánægðustu því reykurinn gaf okkur vísbendingu um hvar bilunin væri en húsmæðurnar á svölunum voru ekki eins hressar. Hörður og Solveig eignuðust tvær dætur, Hrönn og Ernu, sem voru miklir augasteinar pabba síns. Hörður var ekki aðeins innilegur og góðm- faðir heldur var hann einnig mikill vinur og félagi dætra sinna. Fáum mánuðum fyrir andlát sitt varð Hörður þeirrar gæfu aðnjótandi að bjarga mannslífi. Hann varð einn vitni að því er maður féll á milli skips og bryggju og náði að halda honum með annarri hendi og hringja á hjálp með hinni. Hörður var alla tíð óspar á að hvetja fólk til dáða eða hugga og hug- hreysta ef á þurfti að halda. Fyrir fá- um áram skildu leiðir Harðar og Sol- veigar systur minnar og þá hitti ég Hörð sjaldnar. En þegar ég hitti hann þá fylgdi alltaf með klapp á öxl- ina og alltaf hafði hann innilegan áhuga á hvað væri að frétta, hvernig ég hefði það og hvernig börnin döfn- uðu. Og þegar sorgin knúði dyra hjá minni fjölskyldu fyrir tæpum tveim- ur áram þá brást það ekki að Hörður lét í sér heyra og eins og ávallt tilbú- inn með huggunai’- og hughreysting- arorð. Við vonuðum öll að Hörður myndi hafa þetta af. Þegar líða tók á styrktust þær vonir en skyndilega kom bakslag og allt í einu var öllu lokið. Hörður fór allt of fljótt. Hann var hrifinn á brott frá dætrum sínum og fjölskyldu. Elsku Hrönn og Erna, Solveig, Inga, Zophanías, Kristján, Viðai’ og aðrir aðstandendur. Megi minningin um góðan dreng veita ykkur huggun í þessari miklu sorg. Þorsteinn Jóhannsson. Hann Hörður frændi minn er lát- inn. Það var faðir hans sem tilkynnti mér lát hans. Eðli lífsins er að af- kvæmin lifi foreldrana. Þegar þvi jafnvægi er raskað er missirinn meiri, söknuðurinn sárari. En Drott- inn ræður. Mig setti hljóða þó svo ég hafi vitað tvo síðustu mánuði að brugðið gæti til beggja vona. Góðar fréttir á stundum vöktu þó alltaf bjartsýni. Á kveðjustundu hrannast minning- amar upp. Sex ára telpa, einbirni þá, eignaðist lítinn frænda, þegar Hörð- ur fæddist. Ég vissi hvað var í vænd- um og hlakkaði mikið til. Foreldrar Harðar bjuggu þá á Suðurlandsbraut í sama húsi og amma Ingibjörg og afí Kristján. Þar fæddist enn fremur Kristján bróðir Harðar. Ég er þakk- lát fyrir það, að hafa verið í mikilli nálægð við þau öll í bernsku. Hörður og Solla giftu sig ung að árum 1981. Saman eignuðust þau dæturnar Hrönn og Emu, sem vora gimsteinar pabba síns. Hörður og Solla slitu samvistum fyrir nokkram árum. Hörður starfaði ýmislegt til sjós og lands. Hann lærði rafvirkjun og fékk meistararéttindi. Auk þess starfaði hann sem leigubílstjóri hjá Bæjarleiðum. Stoltust varð ég af frænda mínum, þegar hann fyrr á þessu ári bjargaði mannslífi. Sá at- burður lýsir hans innra manni. Þannig var, að Hörður var að aka farþega niður á bryggju til skips. Maðurinn yfírgefur bifreiðina og var á leið um borð. Hörður beið átekta eftir því að maðurinn kæmist heill um borð. Það skipti þá engum tog- um, að maðurinn fellur milli skips og bryggju. Hörður brá skjótt við og stökk út úr bíl sínum, núði taki á manninum og tókst að halda honum með annarri hendi og jafnframt hringja úr farsíma með hinni eftir hjálp. Það lukkaðist að halda í mann- inn þar til hjálpin barst. Guð á hæðum gaf þér ástríkt hjarta, gæfu, lán og marga daga bjarta. Nú er sál þín svifm heimi frá, Sett til nýrra starfa Guði hjá. Vertu sæll! Þig signi ljósið bjarta. Sjálfur Guð þig leggi sér að hjarta. Blómgist þar um eilífð andi þinn, innilegi rinur minn. (B.B.) Hörður var mjög greiðvikinn og alltaf boðinn og búinn að hjálpa öðr- um. Ef hringt var til hans og hann beðinn um greiða játaði hann og sagði svo gjarnan hlæjandi: „Þú verður að eiga kaffi á könnunni.“ Það kom ekki til mála að maður fengi að borga greiðann. Þá gaf hann koss á kinn og hlýlegt faðmlag og greiðinn var uppgerður. Ekki verða vinar- fundir né faðmlög fleiri frá frænda. Þess mun ég sárt sakna. En ég geymi dýrmæta minningu í hjarta mínu um kæran yndislegan frænda. Guð geymi hann um alla eilífð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, Égbiðaðþúsofnrótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þáauðnuaðhafaþighér. Og það er svo margs að minnast, Svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi Ég hitti þig ekki um hrið, Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Við fjölskylda mín vottum ykkur, elsku Hrönn, Ema, Zófí, Inga, Krist- ján, Viðar, Steinunn og fjölskyldur, okkar dýpstu samúð, megi Guð styrkja ykkur öll. Guðrún Kristjánsdóttir. . S— Hörður bróðursonur minn er lið- inn. Ég vil með örfáum orðum og litlu ljóði þakka honum samfylgdina á allt of stuttri æfi hans. Ég bið góðan Guð að vernda dætur hans, foreldra, systkini og fjölskyldur þeirra. Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en Guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, y og hver fær svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skiija. Svo auðmjúkt og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt við hana að una. Við verðum að skfija, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farinn þú sért, og horfmn ert burt þessum heimi. Eg minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Astvini þína ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Jónsdóttir) A , Valgerður Kristjánsdóttir. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.