Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 VIKU M Kökur og konditorí Konditoríhefðin á sér langa hefð í Danmörku og er aftur --------------------y------ að festa rætur hér á Islandi. Steingrímur Sigurgeirsson kynnti sér það sem er að gerast á þessu sviði. KONDITORÍ, sem kannski mætti kalla kökugerðarhús þótt það nái nú ekki inntaki orðsins að fullu, hafa ekki verið fyrirferðarmikil hér á landi. A síðustu árum hefur hins vegar mátt sjá greinilegt afturhvarf til þessarar skemmtilegu hefðar í ís- lenska kökugerðarheiminum. Kim Andersen, fyrirliði danska konditora-landsliðsins, er staddur hér á landi um þessar mundir en Kim er jafnframt formaður samtak- anna DKK eða Danske kreative konditorer. Þormar Þorbergsson, eigandi Konditori Kopenhagen við Suðurlandsbraut, stendur fyrir komu Kim hingað til lands og segir hann markmiðið vera að efla sam- starf Islendinga og Dana á þessu sviði. „Það eru margir íslenskir kökugerðarmenn sem hafa lært í Danmörku og það er kominn tími tO að við bjóðum þeim eitthvað tO baka og jafnvel geta þeir lært eitthvað af okkur. Danir hafa verið okkur ein- staklega velviljaðir og hafa hvatt okkur áfram. Þá hafa þeir lagt til að Norðurlandamót unglinga verði haldið hér á landi tO þess að gefa okkur kost á að taka þátt. Við höf- um ekki tekið þátt í Norðurianda- mótum tO þessa vegna kostnaðar. Við getum ekki sest upp í bfl og keyrt á mflli landa líkt og frænd- þjóðir okkar.“ Þormar segir það mikinn feng að fá hingað tfl lands jafnhæfan fag- mann og Kim og því verði reynt að nota það tækifæri til að vekja at- hygli á faginu. „Yngra fólk sækir minna í greinar af þessu tagi. Við viljum reyna að sýna hvað fagið getur boðið upp á og kveikja þannig áhugann á því.“ A þriðjudaginn verður haldið námskeið í Hótel- og matvælaskól- anum fyrir bakarameistara og nema, þar sem Kim mun segja frá nýlegri heimsmeistarakeppni köku- gerðarmanna, sem haldin var í Lyon í Frakklandi, og jafnframt vera með sýnikennslu þar sem kynnt verða tækni og brögð, sem notuð eru í keppnum af þessu tagi. Þormar segir að nú séu rekin hér á landi ein fjögur konditorí, sem hafi opnað á síðustu tveimur árum, og ljóst sé að mikill áhugi sé á þessu meðal Islendinga. En hver er mun- urinn á „konditorí" og kaffihúsi og bakaríi. „Konditorí er fyrst og fremst kökubúð, þar sem á boðstól- um eru kökur og konfekt og mikfl áhersla er lögð á skreytingar, auk þess sem boðið er upp á kaffi. Þetta er því ekki hefðbundið kaffihús. Þessi starfsgrein er um þrjú hund- ruð ára gömul og hér áður fyrr er mér sagt að hafi verið rík konditorí- hefð í Reykjavík og mörg fín köku- hús í borginni á árunum fyrir fyrra stríð. Þessi hefð leið hins vegar und- ir lok upp úr 1920 vegna skorts á hráefnum og versnandi efnahag. Þetta koðnaði niður og kom ekki aftur. Annars staðar í Evrópu átti svipuð þróun sér stað en kökugerð- arhúsin rifu sig upp og blómstruðu fljótlega á ný. Hér á landi fóru menn hins vegar meira út í brauð- sjónum yfir því að þurfa að verja stórum hluta frítíma síns í að þróa sig áfram til að ná árangri líkt og Frakkar og Belgar gera. Það má kannski segja að við Danir séum svolítið ofdekraðir í þessum efnum.“ Hann bendir einnig á að oft séu starfsmöguleikarnir meiri, t.d. í Frakklandi, þai' sem algengara er að kökugerðarmenn fái störf á veit- ingahúsum og hótelum við gerð eft- irrétta. ÞenTar þróunar hafi þó einnig gætt á Norðurlöndunum þótt vissulega séu slík störf sérhæfð. Það sé ekki það sama að gera kökur fyrir konditorí og að „hanna“ falleg- an eftirrétt á disk. Kim er eins og áður sagði fyrirliði danska kökugerðarlandsliðsins sem náð hefur góðum árangri í keppn- um. Hann segir þó að þær þjóðir sem beri af séu Frakkar, Belgar, - Bandaríkjamenn og Japanir. Lið þessara þjóða hafi það líka framyfir lið smærri þjóða á borð við Dan- mörku að geta einbeitt sér alfarið að keppnisundirbúningi, þar sem að landsliðin hafi sterka fjárhagslega bakhjarla. Sigri Frakki í keppninni geti hann sömuleiðis gengið að góðu starfi vísu og verður eftirsóttur í heimalandi sínu. I Danmörku væri vart við slíku að búast, þar sem hefðin væri önnur. Menn fengju hins vegar gífurlega reynslu af þátt- töku í keppnum. sér grundvöll hér líkt og annars staðar.“ En þótt konditorí-hefðin sé ekki rótgróin hér verður það sama ekki sagt um Danmörku. Töluverðrar íhaldssemi gætir í þessum efnum þar í landi en Kim Andersen segir verulega gerjun meðal yngri köku- gerðarmanna, sem sæki innblástur sinn fyrst og fremst tfl Frakklands og Belgíu. „Kökur og konfekt sam- kvæmt frönsku og belgísku hefðinni eru hins vegar töluvert dýrari vegna hráefnanna en Danir eiga að venjast og margir Danir halda sig því við hefðbundna bakkelsið. Þeim finnst þetta nýja vera fallegt en alltof dýrt. Við reynum hins vegar að opna augu fólks fyrir því og fá það til að reyna það.“ Kim segir að rétt eins og á Is- landi sé erfitt að fá ungt, áhugasamt fólk inn í stéttina. „Margir sjá of- bakstur og áherslan var á hveiti- vinnuna." Þormar segir að áhugi meðal ungra bakara og kökugerðarmanna hafi byijað að vakna á þessu starfi að nýju meðal annars í kjölfar þess að þau Jón Rúnar Árelíusson og Linda Wessmann fóru tfl náms í Danmörku. Sjálfur er Þormar menntaður konditor í Danmörku ásamt konu sinni Tine B. Hansen. Fljótlega eftir að þau komu hingað tfl Islands opnuðu þau Konditori Kopenhagen. „Það er á þriðja ár frá því að við opnuðum og móttökurnar hafa verið mjög góðar. Sú menning og þær hugmyndir sem liggja að baki öllu hjá okkur koma úr skólan- um í Danmörku. Við fundum hins vegar fyrir því, þegar við vorum að fara af stað, að margir fagmenn hér töldu ekki grundvöll fyrir svona lög- uðu. Það var sagt við okkur að markaðurinn væri ekki fyrir hendi og menn brostu út í annað þegar við sögðumst ætla að opna konditorí. Síðan hefur það sýnt sig að þetta á Draumasamfélagið DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Krisyán Kristjánsson Draumurinn um nýja jörð í mótun. DRAUMAR margra snúast um .þjóðfélag án glæpa, mengunar, eiturlyfja eða hvers konar spillingar af völdum mannsins. Sam- félag þar sem maðurinn er innsæisrík hugs- andi vera og lifir í samræmi við þann tíu boðorða boðskap sem honum var færður í vöggugjöf. Þessi draumur hins vakandi manns virðist um það bil að rætast nú þeg- ar við stígum inn í nýja öld, nýtt árþúsund og þann veruleika sem stjörnuspekin hefur boðað að okkar bíði á tíð vatnsberans. Næt- urdraumarnir ýja að því að þessi draumur manns og spá stjörnuspekinga sé engin firra, heldur draumur sem rætist. Svartsýn- ar spár manna um heimsendi og undirgang jarðar virðast ekki eiga við rök að styðjast en túlkanir manna á þeim spám ganga út á endalok heimsins og eyðingu. I draumum næturinnar birtast aflt aðrar túlkanir og önnur mið, þar er gefið í skyn að komandi ragnarök snúist um hamskipti jarðar og hreinsun (líkt og Nóaflóðið forðum) að gamli heimurinn hverfí en nýr taki við. Draumur svefnsins boðar nýöld þar sem Kristur kemur inn í hjörtu fólks, spá stjörnuspekinnar um hátæknivætt og fag- urt mannlíf á öld vatnsberans rætist og draumasamfélagið gengur í garð. Draumar „Sóleyjar“ 1. Mig dreymdi að ég og bamsfaðir minn vorum á leið (dreymt tveim mánuðum fyrir fæðingu barnsins) með barnið (stúlka) að láta skíra það. Við vorum bara tvö, ég segi við hann „við erum bara tvö“, ,já, allt í lagi“ segir hann. Stúlkan fékk nafnið Jóhanna. 2. Mig dreymdi að ég væri í vinnunni (stórum vinnustað). Ég var úti og þar var fólk að bjástra eins og við gröf. Eg sé flug- vél koma, frekar litla og hún stefnir beint á húsið, ílugvélin flaug lágt. Ég forða mér, það verður flugslys og ég heyri að fimm hafi farist. Þetta var hálfógeðfellt. 3. Ég er stödd í húsi eða íbúð sem ég kannast ekk- ert við. Það er allt hvítt inni í íbúðinni, allar innréttingar og bara allt, íbúðin var frekar falleg. Ráðning Þegar maður les drauma er Biblían geymir og útlistanir spámannanna um hvernig Guð hvíslar draumunum í eyru þen-ra um nætur, er ekki úr lagi að álykta að svo sé enn og draumar okkar séu orð Guðs um famað okkar á lífsins braut. Þess- ir þrír draumar gætu túlkast sem orð frá dýpri vitund til þín um aðgæslu á göngunni. Fyrsti draumurinn gefur í skyn að á þeirri leið verði vegartálmi í formi ytri að- stæðna sem breyti verulega leið þinni og aðstæðum (þið voruð bara tvö). Það er svo nafnið á barninu sem bendir tfl að upptökin að breytingunum hvfli þar því nafnið Jó- hanna lýsir baráttuglaðri konu með gott hjartalag. Annar draumur lýsir miklum átökum og röskun á persónuleikagerð (gröfin) sem leiði tfl loka þíns fyrra sjálfs (flugvélin) en upp rísi ný þú, eða líkt og sagan um fuglinn Fönix sem fellur og brennur en úr öskunni rís hann aftur end- urborinn. Þriðji draumurinn er svo mynd af þessu nýja sjálfi þínu (hvíta íbúðin) sem enn er ekki liti borið og fullmótað en fagurt samt og hreint. Draumstafir Þessum vikulega pistli um drauma og ráðningar þeirra berast mörg bréf sem ég reyni að svara samviskulega og læt því í rétta röð eftir því sem þau berast. Bréfin sem fylla skilyrðin um fullt nafn, fæðingai'- dag, ár, heimflisfang og dulnefni fá sitt númer en hin, þessi andlitslausu lenda í hel. Plássið í blaðinu ræður því svo hversu hratt gengur á draumana og að þinn draumur birtist. • Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína hirta og ráthia sendi þá med fullu nafni, fæð- ingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dul- nefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Heykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.